Morgunblaðið - 28.01.2020, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN
Í SKYWALKER SÖGUNNI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR
ÓSKARS
TILNEFNINGAR11
Rás 2
FBL
LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD
Stjórn Sumartónleika í Skálholti
hefur ráðið Ásbjörgu Jónsdóttur og
Birgit Djupedal listræna stjórn-
endur og framkvæmdastjóra
Sumartónleika í Skálholti fyrir
2020 og 2021. Ásbjörg og Birgit
starfa báðar sjálfstætt sem tón-
skáld, flytjendur og kórstjórn-
endur. Þær kynntust í meistara-
námi við Listaháskóla Íslands árið
2016 og hafa síðan unnið að marg-
víslegum verkefnum saman, bæði
skapandi og stjórnunartengdum.
Næstu Sumartónleikar fara fram 1.
til 12. júlí í sumar.
Nýráðnar Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit
Djupedal stýra hátíðinni næstu tvö ár.
Stýra Sumartón-
leikum í Skálholti
Kristín Scheving
hefur verið ráðin
í starf forstöðu-
manns Listasafns
Árnesinga.
Tekur hún við af
Ingu Jónsdóttur
sem hefur gegnt
stöðunni í tólf ár.
Kristín nam
myndlist í
Strasbourg 1996-1999 og lauk svo
BA- og MA-gráðu í sjónlistum frá
Manchester Metropolitan Univers-
ity. Hún var framkvæmdastjóri
Menningarmiðstöðvar Fljótsdals-
héraðs 2005-2011, var þá verk-
efnastjóri hjá Listahátíð í Reykja-
vík og Norræna húsinu og árin
2013-2017 deildarstjóri Vasulka-
stofu hjá Listasafni Íslands.
Kristín Scheving
mun stýra LÁ
Kristín Scheving
Bandarísku tónlistarverðlaunin
Grammy voru afhent í fyrrakvöld og
braut bandaríska tónlistarkonan Bill-
ie Eilish blað í sögu þeirra. Hún er
aðeins 18 ára og hlaut fimm verðlaun
og þar af fern af þeim eftirsóttustu:
verðlaun sem besti nýliðinn, fyrir
breiðskífu ársins (When we all fall
asleep where do we go?), smáskífu og
lag ársins („Bad Guy“) og fyrir best
sungnu poppplötuna. Aldrei hefur svo
ungur tónlistarmaður hlotið verðlaun
fyrir breiðskífu ársins en Taylor
Swift átti það met, var tvítug þegar
hún hlaut verðlaunin fyrir plötuna
Fearless. Og ekki er nóg með það því
Eilish er bæði fyrsta konan og önnur
manneskjan í Grammy-sögunni sem
hlýtur fyrrnefnda verðlaunafernu
sama árið.
Bryants minnst
Verðlaunin voru afhent í Staples
Center-íþróttahöllinni í Los Angeles,
heimavelli körfuboltaliðsins Lakers,
og fréttist skömmu fyrir upphaf há-
tíðarinnar af andláti körfuboltagoð-
sagnarinnar Kobes Bryants sem lék
með Lakers í rúm 20 ár. Var hans
minnst um kvöldið sem og dóttur
hans, Giönnu, sem var 13 ára og fórst
með föður sínum í þyrluslysi ásamt
sjö öðrum. Tónlistarkonan Alicia
Keys var ein þeirra kynna kvöldsins
sem minntust Bryants og sagði hún
fólk miður sín yfir andláti hans.
Ein í viðbót
Eins og fjallað var um í Morgun-
blaðinu í gær hlaut Hildur Guðna-
dóttir enn ein verðlaunin fyrir tón-
smíðar sínar, að þessu sinni fyrir
þættina Chernobyl sem hún hlaut
Emmy-verðlaun fyrir í fyrra.
Sigurganga Hildar er orðin lyginni
líkust því eins og flestir vita hefur
hún líka hlotið fjölda verðlauna fyrir
tónlist sína við kvikmyndina Joker,
m.a. Golden Globe-verðlaunin. Bafta-
og Óskarsverðlaunin eru næst en
Hildur er tilnefnd til hvorra tveggja.
helgisnaer@mbl.is
AFP
18 ára Billie Eilish er yngsti tónlistarmaðurinn sem hlotið hefur Grammy-
verðlaun fyrir breiðskífu ársins og eina konan sem hlotið hefur verðlauna-
fernuna besti nýliðinn og breiðskífa, smáskífa og lag ársins.
Eilish braut blað í sögu Grammy
Sú yngsta til að fá verðlaun fyrir
bestu breiðskífu Hildur verðlaunuð
AFP
Hæfileikarík Hildur Guðnadóttir
bætti Grammy-verðlaunum í verð-
launagripasafnið sem orðið er stórt.
Hver verðlaunahátíðin tekur nú við
af annarri í upphafi árs og um
helgina voru ekki aðeins veitt
Grammy-verðlaun vestanhafs held-
ur einnig verðlaun samtaka leik-
stjóra, Directors’ Guild Awards.
Verðlaun fyrir bestu leikstjórn
hlaut enski leikstjórinn Sam
Mendes fyrir kvikmyndina 1917
sem þykir nú orðin enn sigur-
stranglegri á Óskarsverðlaununum
sem veitt verða 9. febrúar.
Í frétt Deadline um verðlaunin
segir að aðeins hafi það sjö sinnum
gerst í sögu verðlaunanna, frá
árinu 1949, að annar leikstjóri
hljóti Óskarsverðlaunin en sá sem
hlaut DGA-verðlaunin.
Verðlaun fyrir bestu leikstjórn
fyrstu kvikmyndar í fullri lengd
hlaut Alma Har’el fyrir kvikmynd-
ina Honey Boy. Verðlaun fyrir
bestu leikstjórn heimildarmyndar
hlutu Steven Bognar og Julia
Reichert fyrir American Factory.
Af öðrum verðlaunum má nefna
að í flokki sjónvarpsþátta var það
Bill Hader sem hlaut verðlaunin
fyrir bestu leikstjórn gamanþátta-
raðar, Barry, og Johan Renck hlaut
verðlaunin í flokki stuttra þátta-
raða fyrir Chernobyl.
Mendes sá besti
AFP
Margverðlaunaður Sam Mendes hlaut DGA-verðlaunin í ár fyrir 1917.