Morgunblaðið - 28.01.2020, Side 32

Morgunblaðið - 28.01.2020, Side 32
Ítalski hljóðfæraleikarinn Marco Fusi kemur fram á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20 og eru þeir á dagskrá Myrkra músíkdaga. Fusi er kunnur fiðlu- og víóluleikari en í kvöld mun hann rannsaka möguleika barokk- strengjahljóðfærisins viola d’am- ore. Með því að nota lifandi rafhljóð eykst hljóðheimur hljóðfærisins og upp magnast óendanlegir mögu- leikar litadýrðar þess. Leikur með möguleika barokkhljóðfæris ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 28. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Nýliðar Þórs frá Akureyri gerðu sér lítið fyrir og höfðu betur gegn Ís- landsmeisturum KR á heimavelli í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld, 102:100. KR fékk tæki- færi til að tryggja sér sigurinn en lokaskot Brynjars Þórs Björnssonar geigaði. Með sigrinum fóru Þórs- arar upp úr fallsæti. »26 Nýliðarnir unnu meist- arana eftir æsispennu ÍÞRÓTTIR MENNING Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir varð um helgina fjórða íslenska konan til þess að vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í heimi. Þetta var í þriðja sinn sem Guð- rún Brá, sem er ríkjandi Íslands- meistari í golfi, reyn- ir við lokaúrtöku- mótið fyrir Evrópu- mótaröðina, en hún hafnaði í 10.-17. sæti af 120 kepp- endum á loka- úrtökumótinu sem fram fór á La Manga-golfsvæðinu á Spáni. »27 Sú fjórða til að vinna sér inn þátttökurétt Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Starfsmaður á plani er ekki lengur á hverju strái en Ari Bragason hefur staðið vaktina hjá N1 á Bíldshöfða í um sex ár og tekur á móti öllum við- skiptamönnum með bros á vör. „Ég kann mjög vel við þessa vinnu og það er gott að vinna hjá N1 enda hef ég verið hjá fyrirtækinu í yfir átta ár, fyrst í Skógarseli og síðan hérna,“ segir hann. Sumir kannast eflaust við Ara úr auglýsingum og haft hefur verið á orði að hann sé andlit fyrirtækisins. „Það segja það margir, en ég var bara beðinn að leika í þremur aug- lýsingum,“ segir hann. Jákvæða viðmótið rekur Ari til tveggja alvarlegra slysa sem hann lenti í þegar hann vann hjá Sam- skipum. Í fyrra skiptið fékk hann stórt rör í höfuðið og höfuðkúpu- brotnaði. „Ég fór eiginlega yfir um,“ rifjar hann upp. „Allt varð svart og svo sá ég skært ljós og sveif upp göng í áttina að því. Þessi reynsla gjörbreytti öllu og mér varð ljóst að lífið er hverfult.“ Seinna slysið varð um fjórum árum síðar, árið 2003. Þá varð hann fyrir stórum lyftara og klemmdist upp við gámahorn. „Vitni sögðu mér að ég hefði verið fastur þarna í um tvær mínútur. Bakvöðvar slitnuðu, brjóstkassinn brotnaði og ég var nær kafnaður. Ég reyndi að halda áfram að vinna en var lengi frá vegna bakverkja, stöðugt hjá sjúkraþjálfurum og svo fór að ég varð að játa mig sigraðan eftir um 15 ár hjá Samskipum. Ég var öryrki í fimm ár en fór þá aftur út á vinnu- markaðinn og hef verið hjá N1 síðan.“ Brosandi í öll störf Eftir fyrra slysið segist Ari hafa byrjað að velta því fyrir sér hvað biði eftir jarðvistina. „Síðan þá hefur mig oft dreymt góða drauma og ég veit að mín bíður góð vist. Ég sveif svo vel í rörinu á móti skæru, skæru ljósi og tala við Jesú þegar verkirnir, sem eru til staðar alla daga, eru sem verstir.“ Dagurinn byrjar snemma hjá Ara. Hann mætir um klukkan hálfsjö alla virka morgna, dælir eldsneyti á bíla fyrir viðskiptavini, hellir á rúðu- vökva, bætir á olíu, bremsuvökva eða stýrivökva ef með þarf, hreinsar framrúðurnar og skiptir um rúðu- þurrkur ef vill. „Ég er alltaf til taks þegar á þarf að halda,“ segir hann og brosir sínu breiðasta. „Mér finnst svo gott og gaman að gleðja aðra og gefa af mér. Ég kem fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig. Vonandi smitar það út frá sér.“ Frá 1976 til 1982 bjó Ari í Dan- mörku, flutti þangað með foreldrum sínum, tók þar gagnfræðaskólapróf og var meðal annars í siglingum í nokkur ár auk þess sem hann vann í fiski. Hann starfaði sem vinnumaður í sveit og var ráðsmaður í fiskeldis- stöðinni Nauteyri áður en hann réðst til Samskipa, þar sem hann var í um 15 ár. Frítímann notar Ari til þess að fara í gönguferðir, gjarnan á fjöll og firnindi á sumrin, og spá í stjörnufræði. „Ég hugsa mikið um lífið og tilveruna.“ Morgunblaðið/RAX Brosmildur Ari Bragason er alltaf til reiðu með bros á vör og aðstoðar viðskiptavini N1 á Bíldshöfða af alúð. Gaman að gleðja aðra  Ari Bragason er andlit N1 á planinu á Bíldshöfða Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty ÚRVAL AF NÁTT- OG HEIMAFATNAÐI Á 40-50% AFSLÆTTI ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.