Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 1

Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 1
27% 56% Frekar eða mjög fylgjandi Frekar eða mjög andvíg(ur) Afstaða til innfl utnings á hráu, ófrosnu kjöti Heimild: Könnun MMR fyrir Morgunblaðið Bæði/og: 17% Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meirihluti svarenda (56%) í könnun MMR fyrir Árvakur er mjög eða frekar andvígur því að leyfður sé innflutningur til Íslands á hráu, ófrosnu kjöti. Rúmlega fjórðungur (27%) er frekar eða mjög fylgjandi. Fleiri konur (44%) en karlar (32%) voru mjög andvígar því að slíkur inn- flutningur sé leyfður. Fleiri karlar (19%) voru mjög fylgjandi innflutn- ingnum en konur (6%). Eldra fólk er á móti innflutningi og voru 60% svar- enda 68 ára og eldri mjög andvíg og 14% frekar andvíg en aðeins 9% í þeim aldurshópi mjög fylgjandi. „Það hefur ekkert komið af hráu, ófrosnu kjöti eða eggjum það sem af er árinu,“ sagði Dóra S. Gunnars- dóttir, forstöðumaður matvælaör- yggis og neytendamála hjá MAST. Hún sagði að frá áramótum þyrfti ekki sérstakt leyfi til að flytja hrátt og ófrosið kjöt til landsins. Kjötinu þurfa að fylgja skjöl vegna viðbótar- trygginga út af salmonellu. Andstaða við innflutning  Opnað var fyrir innflutning á hráu, ófrosnu kjöti og eggj- um um áramót  Ekkert hefur verið flutt inn það sem af er MMikil andstaða… »18 F I M M T U D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  37. tölublað  108. árgangur  Grísakótilettur Kjötborð 1.169KR/KG ÁÐUR: 1.799 KR/KG Nautalundir Danish Crown 2.999KR/KG ÁÐUR: 4.999 KR/KG LJÚFFENGUR HELGARMATUR Í NÆSTU NETTÓVERSLUN Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 13. - 16. febrúar -50% -35%KjúklingalundirDanpo - 700 gr 999KR/PK ÁÐUR: 1.999 KR/PK -40% STUÐMANNA- FÍLINGURINN ER VIÐVARANDI SÝNA VERK SOL LEWITT Í HAFNARHÚSINU HÆGT ER AÐ LÉTTA ÁLAGIÐ Á LANDSPÍTALA MENNING 63 HELGA HANSDÓTTIR 20AFMÆLISTÓNLEIKAR 24 Taprekstur síðustu sjö til átta árin skýrir þá ákvörðun Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, að endurskoða starfsemi sína. Þetta segir Rannveig Rist, forstjóri álversins. Fyrir- tækið tapaði 10 milljörðum króna í fyrra. Rann- veig segir að fyrirtækið hafi gert það sem í þess valdi standi til að hagræða í rekstri, en eftir standi „fíllinn í herberginu“, raforkuverðið, sem sé umtalsvert hærra en önnur fyrirtæki í stór- iðju borgi. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir að Landsvirkjun sýni krefjandi aðstæðum fyrirtækisins skilning, en að ekki verði tekin afstaða til þess hvort möguleiki sé að semja um lægra raforkuverð fyrr en Lands- virkjun hafi „fengið skýra sín á reksturinn“. Álverið í Straumsvík kaupir um 23% af orku Landsvirkjunar. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir ástandið grafalvarlegt. »2, 4 og 8 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alvarleg staða í Straumsvík Tvær milljónir spilara hafa forskráð sig að nýrri farsímaútgáfu EVE On- line. Þetta segir Hilmar Veigar Pét- ursson, forstjóri CCP, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Er þar aðeins um að ræða spilara sem notast við síma með Android-stýrikerfinu. Gera áætlanir fyrirtækisins ráð fyrir að fleiri notendur iPhone-síma muni þyrpast að leiknum og að allt að fimm milljónir spilara verði með að- gang að leiknum gegnum farsíma sína áður en árið er úti. Hilmar Veigar segir að vörum fyrirtækisins sé afar vel tekið í Asíu og að í kjölfar þess að fyrirtækið lag- aði leikinn að þörfum markaðarins í Suður-Kóreu séu nú 15% allra þeirra sem spila leikinn þaðan. Kaupverðið lækkar talsvert Áætlanir CCP gerðu ráð fyrir því að vöxturinn á Asíumarkaði yrði að veruleika á árinu 2019 en ýmsir sam- verkandi þættir urðu til þess að tafir urðu á því. Það veldur því að fyrr- verandi eigendur fyrirtækisins, með Novator Partners í fararbroddi, verða af 100 milljóna dollara árang- urstengdri greiðslu, en hún var hluti af þeim 425 milljónum dollara sem kaupandinn, Pearl Abyss, hafði sam- þykkt að greiða fyrir fyrirtækið. Hilmar Veigar segir bagalegt að þessar tafir hafi orðið þess valdandi að kaupverðið hafi lækkað sem þessu nemur, eða um 12,7 milljarða króna. Hins vegar sé mikilvægt að horfa til framtíðar og að hún sé björt. Flest bendi til þess að EVE Echoes verði stærsti farsímaleikur í heimi. ses@mbl.is »32 Vöxtur Hilmar Veigar Pétursson segir að vaxtartækifærin séu mikil. CCP í stór- sókn um allan heim  Milljónir vilja spila farsímaútgáfu EVE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.