Morgunblaðið - 13.02.2020, Qupperneq 4
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Miklar breytingar á álmarkaði eiga
þátt í versnandi samkeppnisstöðu ál-
vers Rio Tinto í Straumsvík.
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Samáls, Samtaka álframleiðenda,
segir fleiri þætti en heimsmarkaðs-
verð á áli skýra þessa breyttu stöðu.
Álverin þrjú framleiddu um 900
þúsund tonn af áli árið 2018 og var
hlutur álversins í
Straumsvík 212
þúsund tonn, eða
sem samsvarar
23,6% hlutdeild af
álframleiðslunni.
Lokun álvers-
ins í Straumsvík
hefði því mikil
áhrif á íslenskan
áliðnað en út-
flutningsverð-
mæti framleiðsl-
unnar nam um 60 milljörðum 2018.
Til samanburðar var útflutnings-
verðmæti álveranna þriggja þá sam-
tals 228 milljarðar. Þá nam innlend-
ur kostnaður þeirra 86 milljörðum.
Pétur rifjar upp erindi Martin
Jackson, álsérfræðings hjá breska
ráðgjafarfyrirtækinu CRU, á
morgunverðarfundi Landsvirkjunar
á dögunum, en þar hafi komið fram
að 7% álvera í heiminum séu rekin
með tapi, þar af helmingur í Kína.
Af því megi leiða að þótt heims-
markaðsverð á áli sé lágt í sögulegu
samhengi virðist það almennt ekki
leiða til tapreksturs hjá álverum.
Tímabilið 2002-2007 var lengsta
samfellda hækkunarskeið á heims-
markaðsverði á áli. Það fór hæst í
3.270 dali í júlí 2008 en er nú um
1.750 dalir. Mikið framboð og óvissa í
efnahagsmálum heimsins hafa haft
áhrif á verðþróunina.
Gríðarlegir styrkir í Kína
Pétur bendir jafnframt á að í
skýrslu Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar (OECD), sem kom út í
ársbyrjun í fyrra, hafi komið fram að
rekstur álvera njóti ríkisstuðnings
nánast hvarvetna í heiminum, nema
á Íslandi. Það muni mest um slíka
styrki í Kína, sem numið hafi 17
milljörðum dollara bara árin 2013-
2017, en þar af hafi 85% runnið til
fimm kínverskra álfyrirtækja. Þá
njóti álver í Mið-Austurlöndum,
Kanada og víðast hvar í Evrópu
styrkja. Má í þessu efni rifja upp þá
stefnu kínverska kommúnistaflokks-
ins að Kína verði leiðandi í áliðnaði.
Pétur segir breytingar á raforku-
markaði í Evrópu líka hafa haft áhrif
á samkeppnisstöðu íslenskrar ál-
framleiðslu á síðustu árum. Ál sé á
kolefnislekalista ESB, en á þeim
lista sé iðnaður sem hætt sé við að
flytjist annað ef samkeppnishæfni
greinarinnar sé ógnað. Þess vegna
hafi ríki á sameiginlegum orkumark-
aði ESB fengið heimild til að niður-
greiða raforku til álvera og hafi þau
nýtt sér þá heimild, m.a. í Noregi,
Þýskalandi og Frakklandi.
„Þetta er nauðsynlegt að hafa í
huga þegar orkuverð er borið saman
í Evrópu. Sá samanburður segir ekki
alla söguna því síðan er orkuverðið
niðurgreitt umtalsvert, m.a. í Noregi
sem við berum okkur gjarnan saman
við, enda er Noregur stærsti álfram-
leiðandi í Evrópu,“ segir Pétur.
Fimmfaldast í verði frá 2017
Að sögn Péturs kom það fram á
raforkufundi Samtaka iðnaðarins í
október síðastliðnum að niður-
greiðslurnar gætu numið allt að 9,5
evrum á megavattstund. Til saman-
burðar má geta þess að meðalverð
Landsvirkjunar til iðnaðar skv. árs-
reikningi félagsins er 28,3 dollarar
og er flutningsgjald þá að hluta inni-
falið. Jafnframt segir Pétur að það
sé liður í versnandi samkeppnisstöðu
álvera í Evrópu að losunarheimildir
innan viðskiptakerfis ETS hafi
fimmfaldast í verði frá 2017.
„Ef horft er til meðalverðs á los-
unarheimildum í fyrra má áætla að
álver á Íslandi hafi greitt um milljarð
fyrir þær, en þeir fjármunir renna að
lokum í ríkissjóð og Samál hefur
beitt sér fyrir því að þeir renni til
loftslagsvænna verkefna. Þessi gjöld
leggjast ekki á álframleiðslu utan
Evrópu, þó að kolefnisfótsporið þar
sé mun óhagstæðara.
Skýrslur sem hafa verið unnar í
Evrópu sýna fram á að álframleiðsla
í álfunni á erfitt uppdráttar, m.a.
vegna hás orkuverðs. Fyrir vikið
hefur álframleiðsla dregist saman
um þriðjung í Evrópu frá árinu 2008.
Á Ítalíu hefur álframleiðsla alfarið
lagst af, en hún var rúmlega þrefalt
meiri en hér á landi,“ segir Pétur.
Hlutur Evrópu í álframleiðslu hef-
ur því dalað. Samkvæmt áðurnefndu
erindi Jacksons er hlutur Kína í ál-
framleiðslu kominn í 56% og hefur
vaxið úr 11% árið 2004. Til saman-
burðar var hlutur Evrópu 19% árið
2000 en 7% í fyrra. Hlutur Norður-
Ameríku lækkaði þá úr 25% í 6%.
Stofnkostnaðurinn hverfandi
Til upprifjunar tók samningur Rio
Tinto á Íslandi og Landsvirkjunar
um raforkukaup gildi 1. október 2011
og gildir til ársins 2036.
Með hliðsjón af ofansögðu má
leiða líkur að því að breytta stöðu ál-
versins í Straumsvík megi rekja til
þeirra breytinga sem orðið hafa
orðið á orkumarkaði frá því að fyrir-
tækið samdi við Landsvirkjun. Má í
þessu efni rifja upp erindi Gunnars
Tryggvasonar, stjórnarmanns í
Landsvirkjun, á ársfundi Samáls ár-
ið 2016 er hann var ráðgjafi hjá
KPMG. Þar sagði Gunnar forsendur
hafa breyst á orkumarkaði í Evrópu.
Spár um hækkanir hefðu ekki gengið
eftir og hröð uppbygging grænnar
orku haft þar mest áhrif. „Þó að
græn raforka sé miklu dýrari í Evr-
ópu heldur en gas og kol, þá veldur
hún verðlækkun á mörkuðum.“
Ástæðan væri sú að grænir skatt-
ar hefðu verið nýttir til að draga úr
stofnkostnaði við uppbyggingu
endurnýjanlegra orkugjafa. Þar sem
hár stofnkostnaður hyrfi þannig úr
myndinni og kostnaður við rekstur
endurnýjanlegra orkukosta væri af-
ar lágur myndaðist þrýstingur til
lækkunar orkuverðs í Evrópu eftir
því sem hlutfall endurnýjanlegra
orkugjafa væri hærra.
Ef til vill er það til marks um
þessa þróun, að raforkuverðið á
Nord Pool, norrænu kauphöllinni
með raforku, var komið niður í rúm-
ar 14 evrur á megavattstund í gær
og var því í sögulegu lágmarki.
Hærri launakostnaður á Íslandi
Samkvæmt Eurostat, hagstofu
ESB, eru laun á Íslandi orðin með
þeim hæstu í Evrópu. Samkvæmt
greiningu Eurostat, sem stjórnar-
ráðið vakti athygli á, var launakostn-
aður á hverja vinnustund í evrum
talið 74% hærri á Íslandi árið 2017
en að meðaltali í löndum ESB.
Spurður um áhrif launakostnaðar
á samkeppnishæfni álversins í
Straumsvík segir Pétur að fram hafi
komið að fyrirtækið hafi greitt um 5
milljarða í laun og launatengd gjöld
árið 2018. Almennt hafi launakjör í
íslenskum álverum verið vel yfir því
sem gengur og gerist á almennum
vinnumarkaði og starfskjörin góð.
Hins vegar sé ljóst að kostnaður
við kaup á raforku sé stærsti ein-
staki útgjaldaliður álvera.
Má í þessu efni rifja upp að fram
kom í Morgunblaðinu 25. janúar sl.
að vegna minni raforkunotkunar í
Straumsvík í ár yrði fyrirtækið af 20
milljóna dollara tekjum, jafnvirði 2,5
milljarða króna. Út frá því að fram-
leiðslan dragist saman um 15% í ár
vegna erfiðra aðstæðna hefur því
verið áætlað að Landsvirkjun selji
álverinu orku fyrir 16,7 milljarða.
Hlutur Straumsvíkur um 40%
Til að setja það í samhengi má
áætla að álverin hafi alls keypt raf-
orku fyrir um 40 milljarða árið 2018,
samkvæmt upplýsingum frá Samáli,
en þá er horft til orkunotkunar ál-
vera og meðalverðs Landsvirkjunar
til iðnaðar. Má því ætla að hlutur ál-
versins í Straumsvík sé um 40%.
Á það hefur verið bent að álverið í
Straumsvík greiði hærra raforku-
verð en álverin á Grundartanga og
Reyðarfirði. Miðað við forsendur
sem Hagfræðistofnun hefur gefið
sér má áætla að álverið í Straumsvík
skapi um 1.250 bein og óbein störf.
Að jafnaði starfa um 500 manns í
Straumsvík, að meðtöldum um 150
starfsmönnum verktaka. Höggið af
lokun þess yrði því mikið.
Álmarkaðurinn breyst mikið
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir lækkandi raforkuverð í Evrópu meðal áhrifaþátta
Spár um hækkandi raforkuverð hafa ekki gengið eftir og heimsmarkaðsverðið lækkað undanfarið
Álver ISAL í Straumsvík í 50 ár
200
150
100
50
0
1969 1974 1979 1984 1989 1994 1999 2004 2009 2014 2019
212 þús. tonna
ársframleiðsla
2018
1980 40 nýjum kerum
bætt við í kerskála 2
1970 40 nýjum kerum
bætt við í kerskála 1
1966 Fyrirtækið stofnað af
Alusuisse með samningum
við ríkisstjórn Íslands
1969 Framleiðsla hefst
1. júlí 1969 með 33 þúsund
tonna framleiðslugetu
1969 Framleiðslu-
afurðin er barrar
2012 Framleiðsla
bolta hefst
1972 Kerskáli 2 tekinn í
notkun með 120 kerum
1997 Kerskáli 3
tekinn í notkun
160 ný ker
bætast við
Heimild: ISAL/Rio Tinto
2020 Um 370 manns starfa hjá
álverinu, sumarmenn eru um 140
og þá starfa 143 starfsmenn hjá 19
verktökum sem þjónusta álverið
2007 Hafnfirðingar hafna stækkun
álversins í atkvæðagreiðslu
2018 Álverið greiðir
4,96 milljarða í laun
og launatengd gjöld
Kaup álversins á
vörum og þjónustu
nema 5,35 milljörðum
2010 Nýr langtíma
raforkusamningur
við Landsvirkjun
sem gildir til 2036
184 þús. tonna áætluð
ársframleiðsla 2020
184 þús. tonna
ársframleiðsla 2019
Áætlað er að ársfram-
leiðslan 2020 verði um
87% af hámarks-framleiðslu
álversins árið 2018
Pétur
Blöndal
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Notkun: 2 hylki tvisvar á dag við vægum gigtarverkjum. Notist ekki ef
í maga eða þörmum er þekkt. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.florealis.is og www.serlyfjaskra.is.
Haltu þínu striki!
Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið
á Íslandi til að draga úr gigtarverkjum
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki www.florealis.is
o r
Hallur Már Hallsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Samninganefnd álversins í
Straumsvík, ISAL, fær ekki leyfi
frá stjórnendum Rio Tinto til að
skrifa undir nýja kjarasamninga
við starfsfólk álversins. Þetta seg-
ir Reinhold Richter, aðaltrúnaðar-
maður starfsfólks álversins. Til-
kynnt var í gær að ráðist yrði í
sérstaka endurskoðun á starfsemi
álversins vegna rekstrarvanda
þess. „Þetta kemur svolítið óvænt
þótt það hafi legið í loftinu að það
væri ekki góður rekstur hérna.
Við vissum ekki að þetta væri
komið á þennan stað,“ segir Rein-
hold og bætir við að vandinn sé
tvöfaldur. Annars vegar rekstr-
arvandi fyrirtækisins og hins veg-
ar sá vandi að ekki fáist leyfi til
að skrifa undir samning. „Við er-
um með drög að samningi á borð-
inu, sem á bara eftir að skrifa
undir. Hann hefur verið tilbúinn
síðan í lok janúar,“ útskýrir Rein-
hold. Fordæmalaust sé í íslenskri
verkalýðssögu að æðri stjórn-
endur erlendis komi í veg fyrir
undirritun kjarasamnings sem
sátt hafi náðst um innanlands.
Kolbeinn Gunnarsson, formaður
stéttarfélagsins Hlífar, segir að
komið geti til átaka ef ekki takist
að semja. Um 350 starfsmenn Rio
Tinto og undirverktaka eru fé-
lagsmenn Hlífar og hafa þeir verið
með lausa kjarasamninga lengi.
Aðspurður telur Kolbeinn ekki
að fréttir af rekstrarvanda fyrir-
tækisins séu útspil í kjara-
viðræðum, enda sé launakostnaður
of lítill þáttur af rekstarkostnaði
fyrirtækisins til þess. Deginum
ljósara sé að reksturinn sé þungur
og því finnist honum eðlilegt að
Landsvirkjun komi til móts við ál-
verið á meðan heimsmarkaðsverð
á áli sé enn lágt. „Áður fyrr tók
raforkuverð mið af álverði, en það
datt út úr síðustu samningum við
Landsvirkjun.“
ISAL fær ekki leyfi að utan til
að skrifa undir kjarasamning
Reinhold
Richter
Kolbeinn
Gunnarsson
Alvarleg staða í Straumsvík