Morgunblaðið - 13.02.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Forstjóri Landsvirkjunar segir„alveg ótímabært“ að ræða
hvaða mögulegu afleiðingar lokun
álversins í
Straumsvík
myndi hafa á
rekstur
Landsvirkj-
unar. Bendir
hann á að
samtal sé að hefjast á milli orkusal-
ans og orkukaupandans um ástæð-
ur erfiðleika orkukaupandans og
mögulega hefjist viðræður um
orkuverð í kjölfarið.
Þá sagði ráðherra iðnaðarmála ígær að of snemmt væri að
ræða hvort ríkisstjórnin myndi
grípa til einhverra aðgerða færi svo
að ákveðið yrði að loka álverinu.
Þessi svör eru varfærin og komaekki á óvart, en óvíst er að þau
dugi almenningi.
Líklegt er að almenningur teljieinmitt að nú sé rétti tíminn –
og þótt fyrr hefði verið – til að ræða
hver áhrif af lokun álversins í
Straumsvík yrðu, á Landsvirkjun,
starfsmenn fyrirtækisins, þá sem
selja því þjónustu, sem og landið í
heild sinni.
Hagsmunirnir sem í húfi eruhlaupa á milljarðatugum á
ári. Slíkar tölur kalla á að staðan sé
tekin alvarlega og rætt hvaða þýð-
ingu fyrirtækið hafi og hvaða áhrif
það hefði ef þess nyti ekki lengur
við.
Hefur Landsvirkjun aðra kaup-endur að þeirri orku sem nú
er seld til Straumsvíkur? Bíða önn-
ur störf þeirra sem þar starfa?
Landsmenn velta fyrir sér spurn-
ingum af þessu tagi og fyrirtækið
þeirra, Landsvirkjun, og ríkisvaldið
geta aldrei orðið stikkfrí í svo stóru
máli.
Rétti tíminn er nú
STAKSTEINAR
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga. 10–17
Laugardaga. 11–15
Ferðaáætlun
Ferðafélags
Íslands 2020
er komin út
Ferðafélag Íslands
www.fi.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson
hefur frá því á mánudag mælt loðnu
norður með Austfjörðum. Líklegt er
að gera þurfi hlé á leitinni við
Langanes á morgun, föstudag,
vegna slæms veðurútlits.
Þátttaka útgerða veiðiskipa í
þessari þriðju lotu loðnumælinga á
árinu er í undirbúningi, en þau hafa
tekið þátt í loðnumælingum ársins.
Enn hefur ekki fundist nóg af loðnu
til að gefa út veiðikvóta.
Í mælingum á loðnustofninum í
janúar mældist stærð hrygning-
arstofnsins um 64 þúsund tonn. Lota
tvö í loðnumælingum hófst 1. febr-
úar og lauk henni um síðustu helgi.
Talsvert meira fannst þá af loðnu og
hafa 200-250 þúsund tonn verið
nefnd í því sambandi. aij@mbl.is
Frekari loðnumælingar undirbúnar
Árni Friðriksson leitar norður með
Austfjörðum Veðurútlit er slæmt
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Vertíð Loðnuhrogn eru verðmæt afurð, myndin er tekin í Saltveri.
Veðurstofan hefur gefið út appels-
ínugular viðvaranir vegna austan
vonskuveðurs á landinu öllu á
morgun, föstudag, er sérlega djúp
lægð gengur yfir landið.
Lægðin mun fyrst hafa áhrif á
sunnanverðu landinu aðfaranótt
föstudags, en síðan um allt land er
líða fer á morguninn og fram eftir
degi. Búast má við víðtækum sam-
göngutruflunum á landinu og ekk-
ert ferðaveður er á meðan viðvör-
unin er í gildi. Við suðurströnd
landsins má búast við því að vind-
hviður við fjöll verði hættulegar og
geti farið yfir 50 metra á sekúndu.
Hætta er á foktjóni í öllum lands-
hlutum.
Appelsínugular viðvaranir vegna veðurs