Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf
félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis
skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör
skal þó jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal um.
Varðandi heimild til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar við kjör stjórnar-
manna vísast til 5. mgr. 18. gr. samþykkta félagsins. Krafa um hlutfalls- eða margfeldis-
kosningu þarf að hafa borist stjórn að lágmarki fimm sólarhringum fyrir hluthafafund, eða
fyrir klukkan 15:00 laugardaginn 7. mars 2020. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með
rafrænum hætti á fundinum. Ósk hluthafa um að fá að taka skriflega þátt í
atkvæðagreiðslu, og fá þannig sendan atkvæðaseðil, skal hafa borist félaginu eigi síðar en
fimm dögum fyrir aðalfund. Hægt er að skila atkvæðaseðlum rafrænt til fjárfestatengils
eða skila til skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 09:00 til 15:00) til og með
miðvikudeginum 11. mars 2020. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á
heimasíðu félagsins.
Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu
þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar, sem berast skal skriflega eða
rafrænt til fjárfestatengils í síðasta lagi kl. 14:30 þriðjudaginn 2. mars 2020. Hafi
hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekið fyrir verða endanleg dagskrá
og tillögur uppfærð á vefsvæði félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn.
Hluthafar geta einnig á aðalfundinum sjálfum lagt fram spurningar er varða auglýsta
dagskrárliði.
Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt samþykktum félagsins ber að tilkynna um
framboð til stjórnar skriflega minnst 5 sólarhringum fyrir fundinn eða fyrir kl. 15:00
laugardaginn 7. mars 2020. Framboðum skal skila á skrifstofu Heimavalla hf. í
Lágmúla 6, 108 Reykjavík (b.t. Erlendar Kristjánssonar, fjárfestatengils). Upplýsingar
um framboð til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund sbr. 4.
mgr. 18. gr. samþykkta félagsins auk þess sem þær verða aðgengilegar á vefsíðu félagsins:
www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur.
Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað án tillits til þess hversu margir sækja
hann sbr. 12. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundurinn fer fram á íslensku og verða
fundargögn og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig á íslensku.
Hluthafar, umboðsmenn og ráðgjafar þeirra hafa rétt til að sækja hluthafafundi
í samræmi við reglur hlutafélagalaga. Umboðsmönnum ber að framvísa skriflegu, vottuðu
og dagsettu umboði frá hluthafa (sjá umboðsform á heimasíðu Heimavalla
www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur). Slík umboð geta lengst gilt í eitt
ár frá dagsetningu þeirra.
Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá kl. 14:30 á
fundardegi.
Tilkynningar um framboð til stjórnar eða óskir um að fá ákveðin mál tekin til meðferðar
skal senda á fjárfestatengil Heimavalla, Erlendur@Heimavellir.is. Framboðseyðublað
má finna á vefsíðu félagsins www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur.
Gögn vegna fundarins eru aðgengileg á skrifstofu félagsins í Lágmúla 6, 108 Reykjavík og
á vefsvæði tengdu aðalfundi á heimasíðu félagsins:
www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur, en endanleg dagskrá, tillögur og
eyðublöð verða aðgengileg a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund.
Reykjavík 13. febrúar 2020
Stjórn Heimavalla hf.
Aðalfundur
Dagskrá
Drög að dagskrá fundarins
er svohljóðandi, sbr. 14. gr.
samþykkta félagsins:
1. Skýrsla stjórnar um rekstur
félagsins sl. starfsár
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár
ásamt athugasemdum endur-
skoðanda lagður fram til
staðfestingar.
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar
eða taps á liðnu reikningsári.
4. Tillaga stjórnar um starfskjara-
stefnu lögð fram til staðfestingar.
5. Stjórnarkjör
6. Kosning endurskoðanda
eða endurskoðunarfélags.
7. Tillaga um þóknun til stjórnar-
manna og undirnefndar stjórnar
fyrir komandi starfsár.
8. Tillaga stjórnar um lækkun
hlutafjár.
a. Lækkun hlutafjár
með lækkun á eigin hlutum
b. Lækkun hlutafjár
með greiðslu til hluthafa
9. Heimild stjórnar til að kaupa
eigin hluti í félaginu í því skyni
að setja upp formlega endurkaupa-
áætlun, gera tilboð til hluthafa
eða kaupa hluta eigin hlutabréfa
í einum viðskiptum. Heimild
stjórnar skal að hámarki gilda í 14
mánuði og takmarkast að hámarki
við 10% af hlutafé félagsins.
10. Umræður og atkvæðagreiðslur
um önnur málefni sem löglega
eru upp borin.
heimavellir.is
Stjórn Heimavalla hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn á
Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík fimmtudaginn 12. mars 2020.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 15:00 á annarri hæð í sal I og H, húsið opnar kl: 14:30.
Heimavellir hf.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir
um sumarstörf hjá Reykjavíkur-
borg. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu á vef borgarinnar í gær. Ýmis
störf eru í boði og eru allir áhuga-
samir hvattir til að sækja um.
Sumarstörfin eru fyrir 17 ára og
eldri en misjafnt getur verið eftir
störfum hvaða aldurstakmark á við,
segir í tilkynningunni.
Almennt þurfa umsækjendur að
hafa náð 20 ára aldri til þess að vera
ráðnir leiðbeinendur á sumarnám-
skeiðum eða við öryggisstörf. Hjá
Vinnuskóla Reykjavíkur er lág-
marksaldur leiðbeinenda 22 ár en
aðstoðarleiðbeinenda 20 ár.
Umsóknarfresturinn rennur út
26. febrúar en byrjað verður að
vinna með umsóknir eftir að um-
sóknarfresti lýkur. Sótt er um störf-
in á vef Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is.
„Hægt er að sækja um margvísleg
störf sem snerta daglegt líf borg-
arbúa með ýmsum hætti með það að
leiðarljósi að gera Reykjavíkurborg
að lifandi og fallegri borg sem veitir
borgarbúum á öllum aldri þjónustu,“
segir í tilkynningunni. sisi@mbl.is
Opnað fyrir umsóknir um sumarstörf
Ýmis störf eru í boði hjá borginni
Morgunblaðið/Eggert
Gaman í garðinum Leitað er m.a. eftir leiðbeinendum hjá Vinnuskólanum.
Hjá Vegagerðinni hafa verið opnuð
tilboð í dýpkunarverkefni á Akur-
eyri og á Dalvík. Hafnasamlag
Norðurlands og Hafnarsjóður
Dalvíkurbyggðar óskuðu eftir til-
boðum í verkin.
Tvö tilboð bárust. Björgun ehf.,
Reykjavík, bauðst til að vinna verkin
fyrir 86,2 milljónir og Hagtak hf.,
Hafnarfirði bauð 157,4 milljónir.
Áætlaður verktakakostnaður var
87.8 milljónir króna.
Á Akureyri felst verkið í dýpkun
við Tangarbryggju, alls 18.500 rúm-
metrar og efnisvinnslu við ósa Gler-
ár, alls 7.300 rúmmetrar. Á Dalvík
verður dýpkað innan hafnar, alls
8.816 rúmmetrar.
Skip í rekstri Björgunar eru
dæluskipin Sóley og Dísa, efnisflutn-
ingapramminn Pétur Mikli og gröfu-
pramminn Reynir. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Dýpkun Pétur Mikli og gröfupramm-
inn Reynir vinna í Reykjavíkurhöfn.
Björgun átti
lægsta tilboð
í dýpkun
Tilkynnt var nýverið til lögregl-
unnar á Suðurnesjum um þjófnað á
dósum úr bílakerru á lokuðu bygg-
ingarsvæði. Eigandinn, sem var
staddur úti á landi, sá í öryggis-
myndavélakerfi sem beintengt er
við farsíma hans, hvar tveir menn
komu með barnakerru, fylltu hana
af dósum og höfðu sig síðan á brott.
Þetta léku þeir ítrekað. Miklu magni
hafði verið safnað á kerruna á
löngum tíma og er talið að verðmæti
dósanna nemi allt að 40-50 þúsund
kr. Lögregla leitar mannanna.
Þá var Jameson-viskíflösku stolið
úr vínbúð. Sá fingralangi fannst en
hann hafði þá ásamt vinum sínum
klárað úr flöskunni.
Dósir í barnakerru
og viskíflösku stolið
Norski bankinn DNB hefur sagt
upp viðskiptum sínum við Sam-
herja. Norska ríkisútvarpið NRK
greindi fyrst frá þessu í gær og
fjallaði einnig um að efnahags-
brotadeild norsku lögreglunnar,
Ökokrim, rannsakaði færslur
tengdar Samherja.
„Það gerðist um áramótin,“ segir
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Samherja, við mbl.is um ákvörðun
DNB. „Við vorum búin að vinna að
því að svara spurningum frá þeim í
tengslum við þessi viðskipti þannig
að við reiknuðum með þessu og
undirbjuggum okkur hvað þetta
varðaði. Þetta hefur ekki haft nein
áhrif á Samherja,“ segir hann.
„Það liggur fyrir að að bankinn
er til rannsóknar hjá Ökokrim. Ég
ímynda mér að það sé vegna ætlaðs
peningaþvættis og þeirra ásakana
sem hafa komið fram á Samherja í
þættinum Kveik og að það hafi haft
þessi áhrif og leitt til þessa – án
þessi að ég geti fullyrt það,“ segir
Björgólfur og bætir við: „En það er
hins vegar spaugilegt að Samherji á
töluverðan hlut í sjávarútvegsfyrir-
tæki í Noregi og þeir hjá DNB hafa
nálgast þetta félag með viðskipti í
huga. Þannig að maður veltir því
fyrir sér hvað þetta ristir djúpt.“
DNB hefur sagt upp
viðskiptum sínum
við Samherja