Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
Hótelrúmföt
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Sérhæfum okkur í sölu á rúm-
fatnaði og öðru líni fyrir hótel
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er mikilvægt að við séum með
garð sem við getum verið stolt af.
Hér var mikil uppsöfnuð viðhalds-
þörf en síðustu tvö ár hefur verið
sett sérstakt fjármagn í að endur-
gera Fjölskyldugarðinn og nú sér
fyrir endann á því,“ segir Þorkell
Heiðarsson, verkefnastjóri hjá Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum.
Þó að rólegt sé yfir garðinum á
veturna hafa starfsmenn haft í
nægu að snúast við endurbætur og
skipulagningu fyrir sumarið. Í fyrra
var byrjað að skipta tækjum út og
verður það klárað í ár.
„Framkvæmdatíminn er mjög
stuttur. Vetur eru langir og sum-
urin stutt en þá er garðurinn fullur
af fólki. Þetta er því erfitt púsluspil
fyrir okkur,“ segir Þorkell.
Hann segir að hið vinsæla ruggu-
skip Krakkafoss hafi verið selt úr
landi. „Gamli Krakkafoss fór til
Portúgals en það kemur annað skip
í staðinn, ekki ósvipað en talsvert
flottara. Það verður sett upp núna í
vor, smíðinni lýkur um miðjan
mars.“
Þá segir Þorkell að vonir standi
til að hægt verði að koma Sleggj-
unni í lag. Það er tæki sem kom úr
Skemmtigarðinum í Smáralind. Í
fyrra fékkst ekki varahlutur í tækið
og því komst það ekki í gagnið.
„Eins og að gera upp flugvél“
Mikil vinna hefur verið lögð í end-
urbætur á hringekjunni sem er
elsta tívolítækið í Fjölskyldugarð-
inum. Hana hefur verið að finna í
Húsdýragarðinum en eftir end-
urbætur verður hringekjunni fund-
inn staður Fjölskyldugarðsmegin.
„Hringekjan var framleidd árið
2003 og hún hafði tekið íslenskri
veðráttu mjög illa. Hún er skreytt
myndverkum eftir Brian Pilk-
ington, myndum af Grýlu, Leppa-
lúða, víkingum og fleirum, og þeir
fletir voru sendir til framleiðandans
sem málaði þá upp á nýtt. Afgang-
urinn af tækinu var klassaður upp
með tilliti til íslenskra aðstæðna og
skipt var um allt rafkerfi. Hún er
skreytt um 1.500 ljósum sem voru
alltaf að taka inn á sig vatn með til-
heyrandi viðhaldi. Nú hefur verið
skipt yfir í tölvustýrt LED. Þetta er
í raun eins og að gera upp flugvél,
þetta er bara nýtt tæki,“ segir Þor-
kell.
Leiksvæðin mikið endurnýjuð
Hann segir að mikið af leik-
tækjum í garðinum hafi verið end-
urnýjuð. „Við erum að reyna að hafa
Fjölskyldugarðinn þannig að þar
séu bæði tæki sem fólk borgar fyrir
að fara í og flott leiksvæði sem ekki
þarf að greiða sérstaklega fyrir.
Markmiðið er að hafa þetta í jafn-
vægi.“
Nýr Krakkafoss í smíðum
og hringekjan endurbætt
Miklum framkvæmdatíma að ljúka í Fjölskyldugarðinum
Morgunblaðið/Hari
Fallturninn Mikið fjör hefur verið í nýja fallturninum í Fjölskyldugarðinum
síðustu tvö sumur. Fleiri tæki verða endurnýjuð þar fyrir næsta sumar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Frétt Morgunblaðsins um að Um-
hverfisstofnun hafi veitt leyfi til inn-
flutnings á fimm kyrkislöngum til
sýningar í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum vakti
mikla athygli í
gær. Hildur
Björnsdóttir,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks-
ins, tók málið upp
á Facebook-síðu
sinni og lýsti
megnri andstöðu
við þessi áform.
„Nýlega lagði
ég til að Húsdýra-
garðurinn héldi eingöngu íslensk
húsdýr sem bjóða mætti lífvænleg
skilyrði í garðinum. Kyrkislöngur
falla sannarlega ekki þar undir, enda
eiga slöngur ekkert erindi í Húsdýra-
garðinn ekki frekar en önnur villt
dýr,“ skrifaði Hildur á síðu sinni.
Þessi afstaða Hildar vakti ekki síð-
ur athygli en fréttin sjálf. Margir
lögðu orð í belg á Facebook-síðu
hennar sem og á síðum mbl.is og
annarra fjölmiðla sem tóku málið upp
eftir frétt Morgunblaðsins. Hildur
hnykkti til að mynda á afstöðu sinni í
athugasemd: „Ég hef lagt til að tekin
verði stefnumarkandi ákvörðun um
að garðurinn haldi framvegis ein-
göngu húsdýr. Mér þykir ekki eðli-
legt hlutverk Reykjavíkurborgar að
halda villtum og jafnvel framandi
dýrum, lokuðum inni í Laugar-
dalnum.“
Kyrkislöngur
ekki æskilegar
Ósátt við áform Húsdýragarðsins
AFP
Kyrkislanga Óánægju hefur gætt
með að flytja eigi slöngur inn.Hildur
Björnsdóttir