Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Hótelrúmföt Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Sérhæfum okkur í sölu á rúm- fatnaði og öðru líni fyrir hótel Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mikilvægt að við séum með garð sem við getum verið stolt af. Hér var mikil uppsöfnuð viðhalds- þörf en síðustu tvö ár hefur verið sett sérstakt fjármagn í að endur- gera Fjölskyldugarðinn og nú sér fyrir endann á því,“ segir Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Þó að rólegt sé yfir garðinum á veturna hafa starfsmenn haft í nægu að snúast við endurbætur og skipulagningu fyrir sumarið. Í fyrra var byrjað að skipta tækjum út og verður það klárað í ár. „Framkvæmdatíminn er mjög stuttur. Vetur eru langir og sum- urin stutt en þá er garðurinn fullur af fólki. Þetta er því erfitt púsluspil fyrir okkur,“ segir Þorkell. Hann segir að hið vinsæla ruggu- skip Krakkafoss hafi verið selt úr landi. „Gamli Krakkafoss fór til Portúgals en það kemur annað skip í staðinn, ekki ósvipað en talsvert flottara. Það verður sett upp núna í vor, smíðinni lýkur um miðjan mars.“ Þá segir Þorkell að vonir standi til að hægt verði að koma Sleggj- unni í lag. Það er tæki sem kom úr Skemmtigarðinum í Smáralind. Í fyrra fékkst ekki varahlutur í tækið og því komst það ekki í gagnið. „Eins og að gera upp flugvél“ Mikil vinna hefur verið lögð í end- urbætur á hringekjunni sem er elsta tívolítækið í Fjölskyldugarð- inum. Hana hefur verið að finna í Húsdýragarðinum en eftir end- urbætur verður hringekjunni fund- inn staður Fjölskyldugarðsmegin. „Hringekjan var framleidd árið 2003 og hún hafði tekið íslenskri veðráttu mjög illa. Hún er skreytt myndverkum eftir Brian Pilk- ington, myndum af Grýlu, Leppa- lúða, víkingum og fleirum, og þeir fletir voru sendir til framleiðandans sem málaði þá upp á nýtt. Afgang- urinn af tækinu var klassaður upp með tilliti til íslenskra aðstæðna og skipt var um allt rafkerfi. Hún er skreytt um 1.500 ljósum sem voru alltaf að taka inn á sig vatn með til- heyrandi viðhaldi. Nú hefur verið skipt yfir í tölvustýrt LED. Þetta er í raun eins og að gera upp flugvél, þetta er bara nýtt tæki,“ segir Þor- kell. Leiksvæðin mikið endurnýjuð Hann segir að mikið af leik- tækjum í garðinum hafi verið end- urnýjuð. „Við erum að reyna að hafa Fjölskyldugarðinn þannig að þar séu bæði tæki sem fólk borgar fyrir að fara í og flott leiksvæði sem ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir. Markmiðið er að hafa þetta í jafn- vægi.“ Nýr Krakkafoss í smíðum og hringekjan endurbætt  Miklum framkvæmdatíma að ljúka í Fjölskyldugarðinum Morgunblaðið/Hari Fallturninn Mikið fjör hefur verið í nýja fallturninum í Fjölskyldugarðinum síðustu tvö sumur. Fleiri tæki verða endurnýjuð þar fyrir næsta sumar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Frétt Morgunblaðsins um að Um- hverfisstofnun hafi veitt leyfi til inn- flutnings á fimm kyrkislöngum til sýningar í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum vakti mikla athygli í gær. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, tók málið upp á Facebook-síðu sinni og lýsti megnri andstöðu við þessi áform. „Nýlega lagði ég til að Húsdýra- garðurinn héldi eingöngu íslensk húsdýr sem bjóða mætti lífvænleg skilyrði í garðinum. Kyrkislöngur falla sannarlega ekki þar undir, enda eiga slöngur ekkert erindi í Húsdýra- garðinn ekki frekar en önnur villt dýr,“ skrifaði Hildur á síðu sinni. Þessi afstaða Hildar vakti ekki síð- ur athygli en fréttin sjálf. Margir lögðu orð í belg á Facebook-síðu hennar sem og á síðum mbl.is og annarra fjölmiðla sem tóku málið upp eftir frétt Morgunblaðsins. Hildur hnykkti til að mynda á afstöðu sinni í athugasemd: „Ég hef lagt til að tekin verði stefnumarkandi ákvörðun um að garðurinn haldi framvegis ein- göngu húsdýr. Mér þykir ekki eðli- legt hlutverk Reykjavíkurborgar að halda villtum og jafnvel framandi dýrum, lokuðum inni í Laugar- dalnum.“ Kyrkislöngur ekki æskilegar  Ósátt við áform Húsdýragarðsins AFP Kyrkislanga Óánægju hefur gætt með að flytja eigi slöngur inn.Hildur Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.