Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 28
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
ÚR BÆJARLÍFINU
Margrét Þóra Þórsdóttir
Eyjafirði
„Þegar verið er að skoða mögu-
leika á nýrri atvinnuuppbyggingu
þurfa þessi mál að vera klár,“ segir
Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í
Grýtubakkahreppi, en sveitarstjórn
hefur falið honum að senda erindi til
Norðurorku vegna hitaveitu en fé-
lagið rekur hitaveitu í hreppnum.
Sveitarfélagið sjálft hefur umsjón
með rekstri vatnsveitu. Fjallað var
um málefni vatns- og hitaveitu á
fundi sveitarstjórnar Grýtubakka-
hrepps á dögunum þar sem fram
kom að það væri óviðunandi að
vatnsskortur hamli atvinnu-
uppbyggingu, en einnig að sveitar-
stjórn reikni með að Norðurorka
muni sinna þörfum atvinnulífs í
hreppnum til framtíðar.
Vatnsból hafa verið byggð upp á
liðnum árum í Grýtubakkahreppi en
þrátt fyrir það gæti þurft frekari öfl-
un neysluvatns komi til verulegrar
atvinnuuppbyggingar. Sveitarstjóra
hefur verið falið að skoða möguleika
á frekari vatnsöflun.
Þröstur segir samfélagið ekki
búa við vatnsskort um þessar mund-
ir, þó bæði hita- og vatnsveita standi
tæpt einhverja daga á ári. Hitaveita
þegar kaldast er að vetri en vatns-
veita getur orðið tæp síðla vetrar ef
tíðarfar hvað úrkomu varðar hefur
verið óhagstætt um haust og vetur.
„Við erum að horfa til fram-
tíðar. Þetta hefur ekki verið vanda-
mál til þessa en þegar verið er að
skoða möguleika á nýrri atvinnu-
uppbyggingu þurfa þessi mál að
vera klár. Bókun sveitarstjórnar má
því líta á sem eðlilega vinnu við að
undirbyggja og tryggja framtíðina,“
segir Þröstur.
Veitingahúsið Kontorinn á
Grenivík hætti starfsemi síðastliðið
haust og leita heimamenn nú að ein-
hverjum áhugasömum til að reka
það. „Aðstaðan fyrir þann sem lang-
ar að prófa er fín, húsnæðið klárt
með húsgögnum og vel búnu eldhúsi.
Það eru ýmsir möguleikar fyrir
hendi fyrir duglegt og útsjónarsamt
fólk,“ segir Þröstur sveitarstjóri í
Grýtubakkahreppi. Húsið sem um
ræðir er 138 fermetrar að stærð og
stendur við Túngötu 1-3.
Innar í Eyjafirði, nánar til tekið
á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit,
hefur ferðaþjónusta verið rekin um
árabil, bæði gisting og veitinga-
staður. Þar eru breytingar fram-
undan. Fjölskylda Jóhannesar Geirs
Sigurgeirssonar hefur haldið á spöð-
unum fram til þessa, en í vor eru
væntanleg bandarísk hjón, Auroru
og Matthew Wickstrom, sem ætla að
sjá um reksturinn. Þau koma frá
Portland, Oregon í Bandaríkjunum
þar sem þau eru virk í veitingahúsa-
bransanum, reka veitingaþjónustu,
hafa unnið á toppveitingastöðum og
hlotið fjölda viðurkenninga.
Veitingareksturinn verður tví-
skiptur, þ.e. annars vegar veitinga-
og kaffihús með nafninu Lamb Inn
Fimbul Kaffi og hins vegar Lamb
Inn Nanna sem einbeitir sér að
margrétta matarupplifun og skipu-
lagningu slíkra viðburða. Staðurinn
er nefndur eftir Nönnu Rögnvald-
ardóttur, matgæðingi og höfundi
fjölda bóka um mat og matarmenn-
ingu.
Aurora og Matt eru Íslands-
vinir miklir og hafa verið tíðir gestir
í Eyjafirði undanfarin ár. Þau
bjuggu um tíma í Reykjavík og Matt
starfaði á Dill þegar staðurinn fékk
hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Til
marks um ástfóstur þeirra á landinu
heitir veitingastaður þeirra í Port-
land íslensku nafni, Fimbul, og
sömuleiðis tveggja ára dóttir þeirra,
Freyja.
Ferðaþjónustuaðilar í Eyja-
fjarðarsveit stefna að því að koma á
fót svonefndum Matarstíg í sveitar-
félaginu og stefnt að því að efna til
stofnfundar í byrjun mars.
„Okkar markmið er að búa til
mataráfangastað í hæsta gæðaflokki
þar sem matvælaframleiðendur og
veitingaaðilar í Eyjafjarðarsveit
leiða saman hesta sína,“ segir Karl
Jónsson, einn þeirra sem eru í undir-
búningshópi vegna Matarstígsins.
Nokkrir ferðaþjónustuaðilar í Eyja-
fjarðarsveit fóru til Skotlands fyrir
fáum misserum og kynntu sér starf-
semi matarstígs þar í landi og segir
Karl að eyfirski matarstígurinn sé
að stórum hluta að fyrirmynd Skota.
Um er að ræða stíginn Mull and
Iona Food Trail en hann liggur um
samliggjandi eyjar undan vestur-
strönd Skotlands.
Fæstir íbúar Hörgársveitar búa
svo vel að hafa hitaveitu í húsum sín-
um. Gjöful hola með heitu vatni er
við Hjalteyri og hefur síðustu tvö ár
verið unnið við að leggja lögn frá
Akureyri og að henni. Sú vinna
stendur enn yfir. Orkustofnun ósk-
aði eftir umsögn sveitarstjórnar
Hörgársveitar vegna umsóknar
Norðurorku sem stendur fyrir fram-
kvæmdunum um nýtingarleyfi fyrir
jarðhitasvæðið á Hjalteyri.
„Hörgársveit telur óviðunandi
að íbúar sveitarfélagsins þurfi að
sæta svo löku hlutskipti þegar gjöful
jarðhitasvæði eru innan sveitar-
félagsmarkanna,“ segir í umsögn
sveitarstjórnar og því er beint til
rétthafa nýtingarleyfisins að það
vatn sem unnið er við Hjalteyri sé í
auknum mæli nýtt til að mæta þörf
innan sveitarfélagsins, svo sem í
Hörgárdal og Öxnadal.
Félagar í Lionsklúbbnum Hræ-
reki og Kvenfélaginu Hvöt hafa fært
Félagsheimilinu Árskógi í Dalvík-
urbyggð rausnarlega gjöf, hjarta-
stuðtæki. Því verður komið fyrir í fé-
lagsheimilinu og er tilgangur þess að
unnt sé að bregðast við strax fái ein-
staklingur hjartastopp og á meðan
beðið er eftir aðstoð frá viðbragðs-
aðilum.
Tilkoma tækisins eykur öryggi
bæði fyrir starfsfólk og eins nem-
endur í Árskógsskóla auk þeirra
sem sækja hina ýmsu viðburði í Ár-
skógi.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Grenivík Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps segir óviðunandi að vatnsskortur hamli atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Heitt vatn og kalt,
matur, matarupp-
lifun og matarstígur
Matarupplifun Karl Jónsson hjá
Lamb inn þjónar hér Steingrími
Birgissyni og Þorvaldi Lúðvík.
595 1000 . heimsferdir.is
NÁNAR Á HEIMSFERDIR.IS
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Birgitte Bengtsson
Fararstjóri er
Verð frá kr.
168.995
BENIDORM60+
19. APRÍL
Í 16 EÐA 19 NÆTUR