Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Verndum Elliðaárdalinn Tryggjum íbúakosningu – Farið inn á www.ellidaardalur.is -Hollvinasamtök Elliðaárdalsins VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sautján ár eru liðin frá því að tölvu- leiknum Eve Online var hleypt af stokkunum. Hann er enn í sókn og flest bendir til þess að notendafjöld- inn muni springa út á þessu ári. Margt leggst þar á árarnar en opn- un Kínamarkaðar skiptir miklu máli að sögn Hilmars Veigars Péturs- sonar, forstjóra fyrirtækisins, og einnig sú staðreynd að nú hillir und- ir að EVE Echoes, farsímaútgáfa af leiknum, verði gerð aðgengileg spil- urum um heim allan. „Við erum að setja stefnuna á Kína. Við byrjuðum þar árið 2006 með einföldu útgáfuna af EVE og þar vorum við langt á undan okkar samtíð. En það þarf sérstakt leyfi fyrir þessa starfsemi í Kína og í kjölfar þess að við skiptum um sam- starfsaðila árið 2017 þar höfum við þurft að bíða eftir því að fá nýtt leyfi. Það átti að koma í fyrra en mitt í ferlinu ákváðu stjórnvöld í Kína að stokka allt leyfisveitingar- ferlið upp og því hefur þetta dregist.“ Öflugur samstarfsaðili í Kína Nýja samstarfsfyrirtækið sem Hilmar Veigar vísar til heitir Ne- tease og er annað stærsta fyrirtækið á þessum markaði í Kína. „Það var gríðarlega mikilvægt að landa samstarfinu við þá enda búa þeir yfir gríðarlegri þekkingu á því að taka leiki eins og okkar og koma þeim á rétt form fyrir farsíma. Það er ekki einfalt mál enda einfaldleik- inn oft miklu flóknari en það sem virðist flókið í fyrstu.“ Hilmar Veigar segir það hafa ver- ið mjög skemmtilegt að kynnast Kínverjunum í þessu samstarfi, en Netease er jafn gamalt og CCP. „Það er í raun ótrúlegt að tala við sérfræðingana þeirra. Það liggur við að þeir þekki EVE Online betur en ég. Það kemur ekki síst til af því að þeir voru margir hverjir að spila þennan leik þegar þeir voru enn í háskóla sjálfir. Það yljar manni bara um hjartarætur að sjá hvað þessi leikur hefur víða haft áhrif og lengi.“ En innreið CCP á Kínamarkað snýr ekki bara að símaútgáfunni. Þar verður borðtölvuútgáfan einnig markaðssett. „Við gerum ráð fyrir því að mán- aðarlegum notendum borðtölvu- útgáfunnar fjölgi úr u.þ.b. 300 þús- und í 500 þúsund til milljón. Það mat er ekki úr lausu lofti gripið. Kín- verski tölvuleikjamarkaðurinn er nú orðinn mun stærri en sá banda- ríski.“ Þá segir Hilmar Veigar að EVE Online sé í ótrúlegri sókn, ekki síst þegar litið er til þess hversu lengi leikurinn hefur verið á markaðnum. Tölur frá janúarmánuði yfir nýja notendur vitna um þá grósku sem er í „EVE-samfélaginu“ eins og það er stundum kallað. „Við sáum 100 þúsund nýja spil- ara bætast við í spilarahópinn á fyrsta mánuði ársins. Það er tvöföld- un milli ára og raunar er það sjötti besti mánuður í sautján ára sögu leiksins þegar litið er til nýliðunar,“ segir Hilmar Veigar. Þessi nýliðun bætist við talsverða landvinninga sem urðu í kjölfar þess að CCP staðfærði leikinn á síðasta fjórðungi nýliðins árs fyrir sam- félagið í Suður-Kóreu. „Sú ákvörðun og nálgun á leikinn hefur valdið því að 15% allra dag- legra virkra notenda sem spila EVE Online eru frá Suður-Kóreu. Það er líka magnað að sjá hvað Kór- eumennirnir taka vel í leikinn og þeir helga sig honum meira en aðrir. Hlutfall þeirra sem klára kennslu- efni leiksins er næstum 20% hærra þar en að meðaltali á heimsvísu.“ Segir Hilmar Veigar að þessar tölur vitni um að sala fyrrverandi eigenda CCP til Pearl Abyss í Suður-Kóreu hafi verið hárrétt. Síminn ryður nýjar brautir Nú þegar CCP hefur ákveðið að nema lönd í farsímaheiminum gæti dreifing leiksins margfaldast frá því sem áður var. Hilmar Veigar segir raunar ótrúlegt að sjá viðtökurnar sem EVE Echoes hafi fengið. „Það hafa um tvær milljónir manna forskráð sig að leiknum og það er bara fyrir Android-símana. Áætlanir okkar gera ráð fyrir því að iPhone-notendurnir verði fleiri. Því er sennilegt að notendur EVE Echoes verði orðnir um fimm millj- ónir áður en þetta ár er úti.“ Hilmar Veigar vill ekki nefna ná- kvæma tölu þegar spurt er út í mögulegar tekjur af útbreiðslu af þessu tagi. Hann segir hins vegar að þetta geti aukið arðsemi starfsem- innar umtalsvert og að það muni haldast í hendur við opnun mark- aðarins í Kína. Gera megi ráð fyrir að þróunarkostnaðurinn við far- símaútgáfuna hlaupi á 30 til 40 millj- ónum dollara. Urðu af 12,7 milljörðum Í september 2018 var tilkynnt að leikjaframleiðandinn Pearl Abyss hefði keypt CCP fyrir 425 milljónir dollara eða jafnvirði 54 milljarða króna miðað við gengi dollara gagn- vart krónu nú. Leiðandi fjárfestir í félaginu fram að sölunni var Nova- tor Partners, sem hélt á 27,2% hlut, og sjóðirnir General Catalyst Part- ners og New Enterprise Associates. Umtalsverður hluti söluandvirðis- ins var bundinn árangri félagsins á árunum 2019 og 2020. Þannig voru 100 milljónir dollara tengdar hvoru ári. Hilmar Veigar segir að þær tafir sem hafi orðið á innreið fyrir- tækisins á markaðinn valdi því að árangurstengda greiðslan fyrir ný- liðið ár falli niður. Hins vegar geti góður árangur í ár skilað allt að 100 milljónum dollara. Með því verði söluvirði félagsins 325 milljónir doll- ara. „Það er auðvitað mjög dapurlegt að þetta hafi farið svona en það sem við erum að sjá í kortunum núna bendir til þess að við getum tryggt árangurstengdu greiðsluna fyrir yfirstandandi ár og það skiptir mestu máli.“ Gangi þær áætlanir eftir verður söluverðið á CCP 41,3 milljarðar króna, eða 12,7 millj- örðum lægra en lagt var upp með þegar viðskiptin gengu í gegn. Kórónuveiran hefur áhrif Hilmar Veigar segir að CCP hafi orðið fyrir áhrifum af hinni skæðu veiru sem nú hefur lamað stóran hluta Kína. Þannig hafi starfsmenn fyrirtækisins í Kína unnið að mestu heiman frá sér eftir að kunnugt varð um útbreiðslu veirunnar. Þá sé ljóst að meiri hægagangur sé í stjórn- kerfinu þar í landi, sem aftur hafi áhrif á fyrrnefnda leyfisveitingu starfseminnar þar í landi. Flytja í Grósku í mars Hann segir þó að fyrirtækið sé í miklum sóknarhug. „CCP mun loksins flytja starf- semi sína og um 200 starfsmenn hér heima í sérhannaðar höfuðstöðvar í Vatnsmýri í lok marsmánaðar. Húsið Gróska er mitt á milli Ís- lenskrar erfðagreiningar og Há- skóla Íslands og það er sérhannað með þarfir skapandi greina í huga. Það er mikil eftirvænting hjá okkur að komast þangað inn.“ Skömmu eftir flutninginn í Grósku, eða 2. apríl, verður Fanfest- hátíðin haldin í Hörpu í sextánda sinn. Hilmar Veigar segir að hátíðin snúi nú aftur til Reykjavíkur eftir að henni var valinn staður í Las Vegas í fyrra. „Við búumst við þúsundum EVE Online-spilara á staðinn og alls stað- ar að úr heiminum.“ Stórir viðburðir fram undan En fleiri stór verkefni bíða Hilm- ars Veigars. Hann mun m.a. í vor ávarpa nýtt EVE festival í Moskvu, en markaðurinn þar í landi er mjög vaxandi þegar kemur að fjölspil- unarleikjum á borð við EVE Online. Þá mun hann einnig flytja erindi á London Games Festival þar sem hann mun fjalla um „Eve-áhrifin“ svokölluðu. Rannsóknir fræðimanna hafa leitt í ljós að sögn Hilmars Veigars að hæfnin sem fólk öðlist við að spila leikinn geti hjálpað því að þróa áfram starfsferil sinn í raun- heimum. Hilmar Veigar hefur staðið vaktina lengi hjá CCP. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort hann sé ekki farinn að hugsa sér til hreyfings. Svarið við spurningunni er stutt og laggott, eins og nafn leiksins góða. „Nei.“ Gæti orðið stærsti símatölvuleikurinn  CCP fær gríðarleg viðbrögð við nýrri símaútgáfu af EVE Online  Risamarkaður að opnast í Kína  100.000 nýir spilarar bættust við í janúar  Söluandvirðið frá 2018 lækkar um 100 milljónir dollara Uppbygging Hilmar Veigar Pétursson hefur lengi staðið í brúnni hjá CCP. Hann segir spennandi tíma fram undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.