Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 37

Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Útivist Ef marka má spár veðurfræðinga verður vonskuveður á morgun víða um land. Þó að kalt hafi verið í veðri síðustu daga hefur viðrað ágætlega til útivistar, meðal annars við Gróttu. Eggert Elliðaárdalurinn er eitt víð- feðmasta og vinsælasta útivist- arsvæði borgarinnar. Hann býður upp á skjólsæld, gróðursæld og víðfemt og fjölbreytilegt skóg- lendi, ummerki um stórbrotna jarðsögu, laxveiðiá í miðri borg, er vettvangur örlagaþrunginna atburða og hefur að geyma ýmsar sögulegar minjar. Þar er elsta og merkasta sögusafn Reykjavíkur, Árbæjarsafnið, sem er einu minj- ar borgarinnar um híbýli og bú- skaparhætti á tímum gömlu torfbæjanna. Auk þess eru þar gamlir steinbæir og sögu- fræg timburhús frá 19. aldar byggingarsögu Reykjavíkur. Í dalnum er auk alls þessa að finna Rafveitusafnið og elstu stórvirkjun Ís- landssögunnar. Ósannindi um friðun Hingað til hefur þessi grein verið upptalning á staðreyndum, ekki matsatriðum. En nú ætla ég að leggja það mat á þessar staðreyndir að Elliðaárdalinn hefði átt að friða fyrir löngu. Þegar því máli var hreyft á síðasta ári héldu nokkrir málsvarar núverandi borgarstjórnarmeirihluta því fram að ekki þyrfti að friða dal- inn því hann væri friðaður. Þetta er alrangt. Hverfisvernd í deili- skipulagi er ekki friðlýsing. Frið- lýsing byggist á náttúruverndar- lögum og er unnin í samvinnu við umhverfisráðuneyti. Hvers vegna vilja sumir frið- lýsa Elliðaárdalinn og hvers vegna vilja aðrir slá ryki í augu borgarbúa með ósannindum um að dalurinn sé friðaður? Jú, þeir sem vilja friðlýsa dal- inn vilja vernda hann fyrir ágangi nýrra bygg- inga og umferðar. Það yrði óafturkræft um- hverfisslys ef gengið yrði á dalinn með um- fangsmiklum byggingum með tilheyrandi hávaða- og ljósamengun. Hvers vegna ósannindi? Þeir sem segja hér ósatt vilja hins vegar vernda núverandi borgarstjórnarmeirihluta og ákvarðanir hans um að selja einkaaðila lóð undir 12.500 fermetra mannvirki sem eiga að verða gróðurhvelfingar og veitingarekstur. Þar er gert ráð fyrir byggingum að grunnfleti 4.500 fermetrar. Auk þessarar lóðar ætlar meirihlutinn að úthluta þremur öðrum lóðum undir ýmiss konar starfsemi á svæðinu og bíla- stæði fyrir hundruð ökutækja. Ekki er ljóst hvort lóðaverðið kemur til með að svara kostn- aði borgarinnar við að gera svæðið lóðarhæft og málsvarar meirihlutans hafa viðurkennt að þeir hafi ekki hugmynd um það hver á end- anum ætli að fjármagna þetta tröllaukna túr- istafyrirtæki. Svona er staðan og svolítið hæp- in fyrir þá sem reyndu að telja okkur trú um þau ósannindi að dalurinn væri friðaður. Farið gegn fagaðilum í umhverfismálum Í nóvember sl. breytti borgarstjórnarmeiri- hlutinn deiliskipulagi norðan Stekkjarbakka til að uppfylla vilyrði fyrir fyrrnefndum stór- framkvæmdum á svæðinu. Auk þess felldi borgarstjórnarmeirihlutinn tillögu minnihlut- ans um að Reykvíkingar fengju að verja dalinn sinn með almennum kosningum um þessa skipulagsbreytingu. Umverfisstofa ríkisins hefur mælst gegn þessari aðför að dalnum með margvíslegum röksemdum. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, hefur eftirfarandi að segja um aðförina að dalnum: „Stjórn Land- verndar telur að með þeim breytingum sem áformaðar eru sé verið að ganga á afar vinsælt og skjólsælt útivistarsvæði með fjölbreyttu líf- ríki og áhugaverðum menningarminjum.“ Minnihlutinn í borgarstjórn leggst alfarið gegn þessum áformum og Hollvinasamtök Elliðaár- dalsins berjast nú hetjulegri baráttu gegn þessum áformum, með undirskriftasöfnun meðal borgarbúa. Verjum Elliðaárdalinn Kæru Reykvíkingar! Með þetta í huga hvet ég ykkur öll til að taka þátt í undirskriftasöfn- un Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins og leggj- ast þannig á sveif með þeim sem vilja vernda dalinn gegn óábyrgu náttúruspillandi og menn- ingarspillandi gróðafyrirtæki borgarstjórnar- meirihlutans og óþekktra auðjöfra þeirra. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Það yrði óafturkræft um- hverfisslys ef gengið yrði á dalinn með umfangsmiklum byggingum með tilheyrandi hávaða- og ljósamengun. Mörta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Skrifum undir – verjum Elliðaárdalinn Á sama tíma og níu af hverjum tíu stjórn- endum íslenskra fram- leiðslufyrirtækja stefna að hagræðingu á árinu vaxa umsvif borgarfyr- irtækja mikið. Fram hefur komið að fjölgun starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur ver- ið yfir 30% síðustu sex ár. Það er gríðarmikið. Á meðan bakarí eiga í rekstrarerfið- leikum og þurfa að minnka umsvifin, fjárfestir SORPA umhugsunarlítið fyrir marga milljarða. Og þegar fyrir- tæki í ferðaþjónustu berjast í bökkum hækka fasteignagjöld á rekstraraðila í Reykjavík um tugi prósenta á ári. Við- semjendur Reykjavíkurborgar hjá Eflingu sem búa í höfuðborginni þurfa að þola hærra útsvar á laun sín en fólkið í nágrannasveitarfélögunum. Skuldir Félagsbústaða hækka hratt og er borgin að ábyrgjast nýjar skuld- ir þess félags fyrir milljarða á þessu ári. Er reyndar komið að því að ábyrgðir Reykjavíkurborgar á skuld- um dótturfélaga eru nú komnar yfir hundrað milljarða króna. Allt ber að sama brunni. Borgar- báknið blæs út og reikningurinn er sendur til borgarbúa, með einum eða öðrum hætti. Innviðagjöld leggjast á íbúðir og leiguverð í Reykjavík er orðið hæst á Norðurlöndunum. Pálmatré á að blása upp í Vogabyggð fyrir 140 milljónir króna. Nú er stefnt að því að fjárfesta í fimm kyrkislöngum í húsdýragarðinum. Allt- af batnar það. Og undir forystu Viðreisnar er að óbreyttu stefnt að því að fjárfesta fyrir milljarð í malbikunarstöð borg- arinnar við Esjumela. Er ekki mál að linni? Borgarbáknið blæs út Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Á meðan bakarí eiga í rekstrarerfiðleik- um og þurfa að minnka umsvifin fjárfestir SORPA umhugsunarlít- ið fyrir marga milljarða. Og þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu berjast í bökkum hækka fast- eignagjöld á rekstrar- aðila í Reykjavík. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Yfirdeild (Grand Chamber) Mannrétt- indadómstóls Evrópu (MDE), skipuð 17 dóm- urum, fjallar nú um mál Íslands sem dæmt var af sjö manna dómi við dómstólinn (Chamber) fyrir um það bil einu ári. Þó að hér sé svo sem ekki um hefðbundna áfrýjun að ræða, eins og við þekkjum hana fyrir íslenskum dómstólum, er verkefni yfirdeildarinnar að endurskoða dóm- inn frá í fyrra í því skyni að staðfesta niðurstöðu hans eða breyta henni. Málsmeðferðin fólst í skriflegum og munnlegum málflutningi af beggja hálfu, kærandans og íslenska rík- isins, eins og lýst hefur verið í fjöl- miðlum hér á landi. Það er megin- atriði við málflutning fyrir dómi að mál sé flutt fyrir hlutlausum dóm- urum. Meðferð yfirdeildarinnar þarf að vera hlutlaus gagnvart málsaðilum til þess að mark sé á henni takandi. Gegn þessu er brotið með grófum hætti við þessa málsmeðferð vegna þess að einn dómaranna af neðra dómstiginu, sem þar sat í meirihluta, situr í yfirdeildinni sem á að endur- skoða niðurstöðu hans og fjögurra annarra dómara. Þetta er íslenski dómarinn Róbert Spanó. Þessi dómari er að vísu ekki málsaðili. Hann hefur hins vegar nánast stöðu málsaðila gagnvart niðurstöð- unni frá í fyrra. Hann var einn dómaranna sem stóðu að dóm- inum, og má því gera ráð fyrir að hann vilji nú leggja metnað í að sá dómur verði stað- festur. Hann hefur lagt mikið undir gagnvart föðurlandi sínu og er sjálfsagt ákafari tals- maður þess að staðfesta beri dóm- inn, heldur en kærandinn sjálfur myndi vera ef hann sæti í dóm- arahópnum. Það er ekkert nema furðulegt að dómstóllinn skuli við- hafa þetta fyrirkomulag á meðferð mála fyrir yfirdeildinni. Þessi staða jafngildir því að annar málsaðila hafi talsmann með atkvæðisrétt í dóm- arahópnum en hinn ekki. Svona réttarfar fær ekki staðist. Í 6. gr. Mannréttindasáttmálans er kveðið á um að dómur skuli vera sjálfstæður og óvilhallur. Mannrétt- indadómstóllinn tekur fast á ef talið er að dómstóll, sem dæmir mál í einu aðildarríkjanna, uppfylli ekki þessa kröfu. Þá er engin miskunn sýnd. Svo fremur dómstóllinn sjálfur frek- legt brot á reglunni um óvilhalla málsmeðferð. Þetta er nánast eins og grín. Ég hef áður bent á að dómur yfir- deildarinnar mun engin réttaráhrif hafa hér á landi vegna þess að um það er skýrt kveðið á í íslenskum lög- um. Hér bætist það við að dómurinn verður ómarktækur „þegar af þeirri ástæðu“ að hann uppfyllir ekki meg- inkröfu um að allir dómarar í máli skuli vera hlutlausir gagnvart því verkefni sem þeim er fengið til úr- lausnar. Málsmeðferðin þar ytra er því ranglát gagnvart Íslandi og kemur ekki til greina að fullvalda ríki láti bjóða sér slíkt. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Það er ekkert nema furðulegt að dóm- stóllinn skuli viðhafa þetta fyrirkomulag á meðferð mála fyrir yfirdeildinni. Þessi staða jafngildir því að annar málsaðila hafi talsmann með at- kvæðisrétt í dómara- hópnum en hinn ekki. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Ótrúlegt réttarfar við yfirdeild MDE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.