Morgunblaðið - 13.02.2020, Qupperneq 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
✝ Gunnar CesarPétursson
fæddist í Reykjavík
2. febrúar 1930.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 4.
febrúar 2020. For-
eldrar hans voru
Sigurbjörg Jóna
Magnúsdóttir hús-
móðir frá Heylæk í
Fljótshlíð, f. 1. sept.
1905, d. 7. des.
1977, og Pétur Jóhannes Guð-
mundsson sjómaður og verka-
maður frá Borg í Arnarfirði, f.
1. jan. 1903, d. 8. sept. 1992.
Bróðir Gunnars er Magnús
Vignir, f. 31. des. 1932, kvæntur
Eyþóru Valdimarsdóttur, f. 3.
apríl 1936.
Gunnar kvæntist Þóreyju
Hannesdóttur, f. 5. apríl 1934, d.
íð Héðinsson, barn þeirra Máni
Þór; Þórey, f. 9. janúar 1995 og
Dóra Lena, f. 10. maí 1997, barn
hennar er Tanja Lea Dórudótt-
ir. 2) Ólöf Helga, f. 18. júní 1968,
maki Kristinn Þór Jóhannesson
og barn Alexander Benjamíns-
son.
Gunnar ólst upp í Reykjavík á
Þvervegi 12 í Skerjafirði. Hann
fór í sveit á Heylæk í Fljótshlíð á
sumrin til móðurbróður síns Er-
lendar Magnússonar. Hann
stundaði nám í vélvirkjun hjá
Héðni og starfaði sem vélvirki
hjá Héðni, Eimskipafélaginu
Gullfossi, Vélsmiðju Jósafats
Hinrikssonar (Jósafat og Gunn-
ar voru svilar), Flugleiðum á
varahlutalager, Olís, síðar aftur
hjá Flugleiðum auk þess sem
hann starfaði við þjálfun bæði í
handknattleik og knattspyrnu
hjá Þrótti, ÍR og unglingalands-
liði (Faxaflóaúrval), auk þess
sem hann þjálfaði starfsmanna-
félag Flugfélags Íslands og spil-
aði bridge í Bridgesveit Flug-
leiða. Gunnar var einn af frum-
kvöðlum Þróttar, bæði í
handknattleik og knattspyrnu,
sem leikmaður og þjálfari. Hann
þjálfaði flestalla flokka félags-
ins í báðum greinum og var far-
sæll þjálfari. Hann var um tíma
formaður unglingaráðs Þróttar
í knattspyrnu og sat í aðalstjórn
þess. Gunnar, eða Gunni Pé eins
og hann var jafnan kallaður,
kom að nánast öllu sem þurfti að
gera innan félagsins, m.a. sat
hann í flestum móttökunefndum
sem skipaðar voru, sérstaklega í
góðum samskiptum Þróttar við
danska félagið Holbæk. Þá
starfaði hann í unglinganefnd
KSÍ um nokkurra ára skeið.
Gunnar þjálfaði einnig 5. flokk
ÍR um árabil og gerði þá að
fyrstu Íslandsmeisturum félags-
ins í knattspyrnu 1979.
Gunnar hefur verið sæmdur
silfurmerkjum Þróttar og
Knattspyrnuþjálfarafélags Ís-
lands fyrir störf sín, en hann var
einn af stofnfélögum Knatt-
spyrnuþjálfarafélags Íslands.
Útför Gunnars fór fram 11.
febrúar 2020 frá Bústaðakirkju,
í kyrrþey að ósk hins látna.
13. apríl 1994. For-
eldrar hennar voru
Sigríður Péturs-
dóttir húsmóðir, f.
13. jan. 1907, d. 20.
ágúst 1959, og
Hannes Eðvald Ív-
arsson sjómaður og
starfsmaður Lyfja-
verslunar ríkisins,
f. 23. des. 1895, d.
12. des. 1985. Börn
Gunnars og Þóreyj-
ar eru: 1) Aðalsteinn Guð-
mundur, f. 23. júlí 1963, kvænt-
ur Hildi Mósesdóttur, f. 6.
febrúar 1963. Dóttir Hildar er
Ragna Erlendsdóttir, f. 21. jan-
úar 1980, börn hennar eru
Jasmin, Ella Dís (látin) og Mia
Laurens. Börn Aðalsteins og
Hildar eru Ester Ósk, f. 29.
ágúst 1987, sambýlismaður Dav-
Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá
og brostinn er lífsins strengur.
Helkaldan grætur hjartað ná
því horfinn er góður drengur.
Sorgmædd sit við mynd af þér
og sárt þig ákaft trega.
Herrann helgur gefur mér
huggun náðarvega.
Tekinn var litríkur fífill frá mér
og ferðast einn um sinn.
Í kærleiksljósi leita að þér
og leyndardóminn finn.
Kyrrum klökkum tregarómi
kveð nú vininn hljóða.
Af sálarþunga úr sorgartómi
signi drenginn góða.
Farinn ert á friðarströnd
frjáls af lífsins þrautum.
Styrkir Drottins helga hönd
hal á ljóssins brautum.
Englar bjartir lýsi leið
lúnum ferðalangi.
Hefst nú eilíft æviskeið
ofar sólargangi.
Vonarkraftur vermir trú
og viðjar sárar brýtur.
Ótrúleg er elska sú
sem eilífðinni lýtur.
Í Gjafarans milda gæskuhjúpi
gróa öll mín sár.
Með sólargeisla úr sorgardjúpi
sendi þér kveðjutár.
(Jóna Rúna Kvaran)
Með þessu ljóði kveðjum við
elsku besta pabba sem var okk-
ar stoð og stytta í gegnum lífið.
Megi minningin um pabba lifa
með fjölskyldunni um alla tíð.
Aðalsteinn
Gunnarsson og Ólöf
Helga Gunnarsdóttir.
Elsku tengdapabbi, góða
ferð í Sumarlandið og takk fyrir
allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þín tengdadóttir,
Hildur Mósesdóttir.
Gunni Pé, minn besti föður-
bróðir, hefur fengið hvíldina ei-
lífu eftir langa og farsæla ævi,
þótt síðustu árin hafi reynst
erfið vegna veikinda. Hann ólst
upp í Skerjafirðinum hjá góðum
foreldrum, föðurömmu og –afa
og einum bróður. Amma ól gim-
steinana sína upp við kristin
gildi þótt afi hafi nú ekki verið
hollur undir prestana, en hann
var vinstrisinnaður og setti
ætíð X við G rétt eins og Gunn-
ar átti eftir að gera síðar, enda
gleymdi hann ekki rótum sín-
um. Drengirnir hennar ömmu
voru það dýrmætasta sem hún
eignaðist og hún sýndi mér
gjarnan ljósmynd af sér og
Gunnari og svo benti hún mér á
aðra mynd og sagði: „Þetta er
hann pabbi þinn.“ Þessar
myndir eru í miklu uppáhaldi
hjá mér.
Þegar ég hugsa um Gunnar
frænda kemur fótbolti sterkt í
hugann. Á sínum tíma var fót-
boltinn lífið og enginn staður
betri en Melavöllurinn. Fót-
boltinn var hans ástríða og
hann þjálfaði ýmis lið eins og
t.d. Faxaflóaúrvalið. Þeir fóru
ekki svo úr landi að þeir kæmu
ekki með sigur heim í fartesk-
inu, þeir hreinlega unnu alltaf. Í
þessu liði voru strákar eins og
Ásgeir Sigurvins, Gísli Torfa,
Varði Höskulds, Óli Magg og
fleiri úrvalspiltar. Síðustu hóp-
arnir sem hann þjálfaði voru
litlu strákarnir í ÍR og þá var oft
að hann bað Magga bróður sinn
að flauta á þá og þegar dóm-
arinn mætti á svæðið í fullum
dómaraskrúða, þá gall í þeim
litlu: „Vá! Alvörudómari!“ Þeir
bræður höfðu fótboltann að
sameiginlegu áhugamáli og
ástríðu. Sem fullorðinn maður
hafði Gunnar gaman af því að
skreppa á Reycup í Þrótti og
spotta út framtíðarstjörnur.
Gunnar var vélstjóri í skipinu
Gullfossi um tíma og hann var
um borð þegar eldur kom upp í
skipinu í Köben. Áhöfnin, þrett-
án manns, var send heim með
flugi en beygur var í mönnum
því Hrímfaxi hafði farist
skömmu áður og þótti talan
þrettán vera ills viti. Gunnar
bauðst til þess að vera þrettándi
maðurinn og auðvitað fór allt
vel.
Gunnar fór svo aftur út að
beiðni Eimskips því það átti að
ráðast í viðgerð á skipinu og
taka vélina úr því. Hugvit og ró-
lyndi frænda kom berlega í ljós
en hann taldi það algjöra steypu
að vera að fjarlægja þetta úr
skipinu og fann leið til þess að
hægt væri að sinna viðgerðum
um borð í skipinu sjálfu. Spör-
uðust milljónir með þessu móti.
Gunnar varð víðförull og oft
hugsaði hann til frænku sinnar á
þessum ferðum og færði hann
mér eftir eina ferðina það nýj-
asta nýtt frá Köben sem var
svört brúða, en slíkur gripur var
ófáanlegur hérlendis á þessum
árum.
Nú kveð ég elsku besta
frænda í hinsta sinn og þakka
honum kærleika í minn garð og
sendi Steina, Ollu og öðrum ást-
vinum samúðarkveðjur.
Í tónum töfra eru gullómar
tímalaus sólbirta sálir vaka.
Í dýrðarhæð Drottins ómar
dásemd vonin, stjörnur vaka.
Hjálpráð fara í hinstu stund
hjarta sefur bljúgt lát kveður.
Englar Jesú yfir hinum vaka
uppi sól logar, ómur hljómar.
Ljósneistinn myrkur líf þjaka
leyndarmál sálar, hugur tónar.
Hjálpráð fara um hinstu stund
hjarta sefur bljúgt látið kveður.
(Jóna Rúna Kvaran)
Blessuð sé minning Gunnars
Cesars Péturssonar.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Elsku afi Gunni. Nú ertu
kominn í sumarlandið, til allra
englanna okkar, og þar er ég
viss um að þú hefur það gott.
Ég og þú áttum náið og gott
samband, töluðum daglega sam-
an og þú hringdir í mig hvert ár
á afmælisdeginum mínum og
óskaðir mér til hamingju, það
þótti mér einstakt.
Við eyddum mörgum dögum
saman í að fara og fá okkur
KFC, rúnta og eyða tímanum
heima hjá þér í Ljósheimum að
spjalla um lífið og tilveruna.
Þegar ég sagði þér að ég væri
ólétt varstu svo glaður og kall-
aðir barnið baunina, við hlógum
oft að því saman. Þú vildir öllum
svo vel og enginn var óvinur
þinn. Vinmargur og góður mað-
ur, besti afi sem hægt var að
hugsa sér, fyrir það er ég þakk-
lát.
Nú ertu farinn afi minn, hitt-
umst að endingu.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þínar,
Dóra Lena og Tanja Lea.
Gunnar Cesar
Pétursson
✝ Davíð ÖrnSigþórsson
fæddist í Reykja-
vík 30. júlí 1977.
Hann lést á heim-
ili sínu 4. febrúar
2020.
Foreldrar hans
eru Jóna Kristín
Baldursdóttir, f.
1. nóvember
1951, d. 10. júní
2017, og Sigþór
Kristinn Ágústsson, f. 16.
ágúst 1955.
Davíð Örn á eina dóttur,
Díönu Davíðsdóttur, f. 22.
september 2011, barnsmóðir
hans er Sigurborg Sveins-
dóttir.
Systkin Davíðs eru 1) Bald-
ur Ágúst Sigþórs-
son, f. 11. apríl
1984, kona hans er
Þorkatla Kristín
Sumarliðadóttir,
börn þeirra eru
Hekla Mist, Hinrik
Freyr og Hilmir
Þór. 2) Sigríður
Kristín Sigþórs-
dóttir, f. 15. apríl
1993.
Davíð Örn ólst
upp í Breiðholtinu. Hann
stundaði nám við Mennta-
skólann við Sund og síðar
meir við Háskólann á Bifröst.
Útför Davíðs Arnar fer
fram frá Hvítasunnukirkju
Fíladelfíu í dag, 13. febrúar
2020, klukkan 11.
Stundum er eins og tíminn líði
leiftursnöggt. Sú tilfinning sækir
að mér núna þegar ég kveð bæði
ættingja og samstarfsfélaga til
fimm ára alltof snemma, hann
Davíð Örn. Til vinnu var hann
bæði vandvirkur, stundvís og al-
gjört snyrtimenni með gott skop-
skyn og góða nærveru. Í grunninn
var hann grúskari og byggði
gjarnan skoðanir á heimildar-
vinnu, fór á netið og leitaði heim-
ilda.
Hann var mjög nátengdur Jónu
móður sinni en hún lést 10. júní
2017, sem og móðurömmu sinni,
en á fyrstu æviárum Davíðs Arnar
bjuggu þau þrjú saman. Sem barn
var hann glaðsinna, fljótur til,
stundaði sund og féll vel inn í hóp.
Eftir námsdvöl á Bifröst eign-
aðist Davíð Örn dótturina og
augasteininn hana Díönu. Hann
var langt kominn með námið þeg-
ar hann hvarf frá því og hvers-
dagsleikinn tók við, vinna og að
sjá fyrir sér og sínum en gekk illa
að finna sig. Þegar hann leit í
heimsókn tók hann gjarnan í
trommusettið á heimilinu og spil-
aði sóló og þar var takturinn og
einbeitingin alveg á hreinu.
Að lokum votta ég Díönu, Sig-
þóri, Baldri Ágústi og fjölskyldu,
Sigríði Kristínu, ömmunum og afa
sem og öðrum þeim sem tengdust
Davíð Erni tilfinningaböndum
samúð.
Hrafn
Ingimundarson.
Elsku frændi, það er svo ótrú-
lega sárt að setjast niður og skrifa
þessi orð til þín.
Ég hafði alltaf svo mikla von í
brjósti um bjarta framtíð fyrir
þína hönd og svo á einu augnabliki
var sú von tekin frá mér og ég
stend eftir með tómleika í hjarta
og sorg yfir því sem hefði getað
verið.
Fyrstu tuttugu árin í mínu lífi
vorum við óaðskiljanleg með öllu,
það var ekkert sem ég fór eða
gerði án þess að hafa þig að mestu
með. Vinir okkar þekkja okkur
ekki öðruvísi sem börn eða ung-
linga en að hafa hvort annað í eft-
irdragi. Þannig vorum við bara,
Jóhanna og Davíð.
Fyrstu minningarnar mínar
tengjast þér, allt þetta skemmti-
lega, sleepover, sundferðir, bú-
staðurinn hjá ömmu og Stjána,
barna- og unglingamótin í Kotinu,
hanga með vinunum, gera stutt-
myndir, syngja saman, endalaus
símtöl og spjall um alla heima og
geima og fyrst og fremst hvað þú
varst alltaf til staðar fyrir mig og
fyrstur að koma að faðma mig ef
mér leið illa.
Við vorum það náin á unglings-
árunum að það kom ekkert annað
til greina þegar ég ætlaði að vera
eitt sumarið í London með vinkon-
um mínum en að þú og Siggi vinur
okkar kæmuð með. Gat ekki hugs-
að mér eitt sumar frá þér.
Í gegnum árin var ég alltaf sú
fyrsta sem þú hringdir í með
gleðifréttir og ég gleymi aldrei
hvað þú varst spenntur að hringja
í mig og tilkynna mér þegar Díana
dóttir þín fæddist, vildir að ég
kæmi strax að sjá hana og þú
ljómaðir af gleði yfir þessu fallega
nýja lífi sem þú hafðir skapað.
Elsku Davíð minn, takk fyrir öll
bestu árin okkar, takk fyrir að
passa alltaf upp á litlu frænku.
Mun alltaf sakna þín.
Hvíldu í friði,
Jóhanna Laufdal
Friðriksdóttir.
Allt hefur sinn tíma, stendur í
einu af spekiritum Biblíunnar,
Predikaranum.
Davíð upplifði þá tíma að vera
tvífari Peters Andre og Leonardos
di Caprio þegar báðir stóðu á há-
tindi ferilsins og naut kvenhylli
eftir því. Við upplifðum skemmti-
leg „nineties“-unglingsár saman,
Davíð var alltaf til í allt, hvort sem
það var að klífa fjöll, fara í langa
hjólatúra, útilegur með skemmti-
legu fólki, fallhlífarstökk eða jafn-
vel flytja til London eitt sumar
með nokkrum vinum og vinna sem
barþjónn.
Ég á minningar um fjölda ferða
í Árbæjarlaug, Jón Bakan og víd-
eóleiguna, ásamt öllum mennta-
skólaböllunum og Tunglferðunum.
Góðir tímar.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt þessa góðu sál fyrir vin. Hvíl í
friði gamli vinur.
Sigurður Anton Ólafsson.
Kæri frændi. Það er sárt að
þurfa að kveðja þig. Upp vakna
margar góðar minningar úr æsku
þegar við frændsystkinin vorum
saman. Við vorum svo heppin að
okkar fjölskylda var mjög sam-
rýnd og varði mörgum mikilvæg-
um tímamótum saman. Við vorum
til dæmis alltaf öll saman á ára-
mótunum í Vesturberginu hjá
ömmu og Stjána sem var órjúfan-
legur hluti af tilverunni, öll okkar
æskuár. Þegar Díana þín kom í
heiminn var yndislegt að sjá og
upplifa hversu vel þú hugsaðir um
hana. Díana var sólargeislinn
þinn. Þú varst alltaf góður frændi.
Hvíl í friði, elsku hjartans frændi
okkar.
Róbert Örn Hjálmtýsson
og Monika Hjálmtýsdóttir.
Davíð Örn
Sigþórsson
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÖNNU SIGFÚSDÓTTUR,
áður til heimilis í Árskógum 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sólteigs á Hrafnistu í Reykjavík fyrir hlýja og góða umönnun.
Greta Viðars Jónsdóttir Guðjón Jónsson
Guðrún Rögn Jónsdóttir
Sólbjörg Alda Jónsdóttir
Sigfús Kristinn Jónsson Ragnhildur Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg systir og frænka,
SIGRÍÐUR GEIRSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
1. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Anna Þórunn Geirsdóttir
Sigríður Hjaltested Helga María Garðarsdóttir
Margrét Birna Garðarsdóttir Anna Maria de Jesus
Ástkær móðir, amma og langamma,
STEINUNN ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 24. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Eirar, 3S.
Pálmi Þór Vilbergs Jóna Helgadóttir
Stella María Vilbergs Friðgeir Indriðason
Þorsteinn Vilbergs Hjördís Hjörleifsdóttir
og fjölskyldur