Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 61

Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 „And now you‘re gonna be- lieve us, were gonna win the league,“ sungu stuðningsmenn Liverpool eftir 2:0-sigur liðsins gegn Manchester United á An- field í Liverpool 19. janúar síðast- liðinn. Með sigrinum fór Liver- pool í 64 stig á toppi deildar- innar og var með 16 stiga forskot á Manchester City sem var í öðru sæti deildarinnar en átti reyndar leik til góða á Liverpool. Tímabilið 2013-14 komst Liverpool ansi nálægt því að vinna deildina. Stuðningsmenn Liverpool misstu sig í gleðinni nokkuð snemma á því tímabili og voru byrjaðir að kyrja „We‘re gonna win the league“ í kringum hátíðarnar. Liverpool vann 5:0- útisigur gegn Tottenham á úti- velli 15. desember 2013 og eftir þann sigur ómaði söngur stuðn- ingsmannanna út allt tímabilið. Liverpool var í efsta sæti deildarinnar eftir þann sigur, ásamt Arsenal, en bæði lið voru þá með 36 stig. Liverpool missti hins vegar forskotið stuttu síðar og var í fjórða sæti deildarinnar um miðjan febrúar. 6. apríl 2014 vann Liverpool hins vegar 2:1- útisigur á West Ham og skaust upp fyrir Chelsea í efsta sæti deildarinnar í 71 stig. Þegar þrír leikir voru eftir af tímabilinu var forskot Liverpool fimm stig á Chelsea og sex stig á Manchester City. Stuðnings- menn Liverpool byrjuðu að fagna en þeir fögnuðu allt of snemma því á endanum vann City deildina með tveggja stiga mun eftir ótrúlegt hrun Liverpool-liðsins í lokaleikjum tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool ákváðu greinilega í sameiningu að „jinxa“ þetta ekki aftur og ég held að þeim sé nokkuð óhætt að syngja og fagna Englands- meistaratitlinum í dag. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Í kvöld skýrist hvaða lið mætast í úrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Undanúrslitaleik- irnir fara þar fram í dag og í kvöld. Nú háttar svo til að fjögur efstu liðin á Íslandsmótinu mætast í undan- úrslitum bikarkeppninnar en slík staða er fremur sjaldgæf. Tvö efstu liðin mætast í fyrri leik dagsins en það eru Valur og KR en Valur á titil að verja í keppninni. Sex stigum munar á þeim í Dominos- deildinni og Morgunblaðið spjallaði við landsliðskonurnar Guðbjörgu Sverrisdóttur hjá Val og Hildi Björgu Kjartansdóttur hjá KR á blaðamannafundi í vikunni. Ljúfar minningar Guðbjörg segir að mæta þurfi bestu liðunum á einhverjum tíma- punkti í slíkum keppnum. „Mér líst mjög vel á þetta og það er skemmtilegt að spila svona leiki. Er ekki talað um að maður þurfi að mæta bestu liðunum til að verða bestur?“ Tímamót urðu hjá Val fyrir ári þegar Guðbjörg og samherjar henn- ar urðu bikarmeistarar. Ekki var það einungis fyrsti bikarmeistaratit- ill kvennaliðs Vals í körfuknattleik heldur fyrsti stóri sigur kvennaliðs Vals í íþróttinni. Þegar uppi var staðið átti liðið eftir að vinna þrefalt eins og frægt varð. Minningarnar í fyrra kveikja neista hjá leikmönnum Vals í aðdraganda leiksins gegn KR. „Jú, svo sannarlega. Þessi tilfinn- ing er með þeim betri sem þú getur upplifað og erfitt að lýsa henni öðru- vísi en sem fullkominni hamingju. Þegar maður er með sigurinn í fyrra á bak við eyrað, og sér bikarinn núna á blaðamannafundi, þá fær maður kitl í puttana,“ sagði Guð- björg, sem á ekki von á öðru en að liðið fái góðan stuðning í Höllinni í dag. „Já, ég held að við megum búast við fullt af Völsurum uppi í stúku. Hjá félaginu er verið að gera vel og ég á ekki von á öðru en að Valsarar mæti og styðji við okkur.“ Snýr aftur eftir sex ára hlé Hildur Björg Kjartansdóttir hefur styrkt lið KR verulega í vetur en hún snéri síðasta sumar eftir sex ára dvöl erlendis. KR náði að veita Val ágæta keppni í úrslitakeppni Ís- landsmótsins í fyrra og með Hildi innanborðs virðist styrkleika- munurinn á liðunum hafa minnkað. „Við höfum spilað skemmtilega leiki við Val í vetur þótt okkur hafi ekki tekist að klára dæmið í þeim leikjum. Mér líst því mjög vel á að mæta Val og held að þetta verði góð- ur leikur,“ sagði Hildur þegar Morgunblaðið tók hana tali. „Við höfum spilað þrisvar á móti þeim og höfum áttað okkur betur á því hvað hentar okkur vel og hvað hentar ekki á móti Val. Við erum að vinna í þeim þáttum en aðalatriðið er að okkur takist að spila okkar besta leik í 40 mínútur. Ef það tekst hef ég trú á því að úrslitin verði góð.“ Hildur hefur ekki leikið með fé- lagsliði í Laugardalshöllinni í langan tíma en hefur látið þar að sér kveða í landsleikjum. Hildur lék með Snæ- felli á sínum tíma en hélt þaðan til Bandaríkjanna í háskóla og lék á Spáni í tvö ár. „Ég er mjög spennt enda spilaði ég sennilega síðast með félagsliði í Höllinni árið 2014. Maður fylgist alltaf vel með bikarhelginni, jafnvel þótt maður búi erlendis. Stemningin er alltaf mikil og margt í gangi. Ég hlakka því mikið til að upplifa bikar- stemninguna aftur.“ Tveimur stigum munar á Haukum og Skallagrími Haukar og Skallagrímur eru þau lið sem koma næst á eftir Val og KR í Dominos-deildinni. Haukar eru í 3. sæti og Skallagrímur í 4. sæti en að- eins munar tveimur stigum á lið- unum. Sú viðureign gæti því orðið mjög jöfn og spennandi. Liðin mættust síðast hinn 8. jan- úar í Borgarnesi og Skallagrímur vann 73:59. Skallagrímur vann stór- sigur á Ásvöllum 22. nóvember 83:55 en Haukar unnu fyrsta leik liðanna í vetur 72:66. Báðum þessum liðum er stjórnað af konum en það gerist ekki á hverjum degi að tvær konur mæt- ist sem þjálfarar í undanúrslita- leikjum í bikarkeppnum á Íslandi. Ólöf Helga Pálsdóttir er þjálfari Hauka og Guðrún Ósk Ámunda- dóttir þjálfar Skallagrím. Lið Hauka hefur leikið vel í upp- hafi nýs árs og er á mun betra róli en þegar liðið tapaði illa fyrir Skalla- grími í nóvember. Liðið hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum í deildinni á árinu. Skallagrímur hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og bæði liðin því í ágætum málum. Fjögur efstu liðin eru eftir  Undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í kvöld  Konur mætast sem þjálfarar liða Hauka og Skallagríms  Slagur toppliðanna og erkifjendanna í höfuðborginni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stórleikur Valskonan Kiana Johnson og KR-ingurinn Hildur Björg Kjart- ansdóttir mætast í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Laugardalshöllinni. Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska leikmanninn Tiffany McCarty og mun hún leika með kvennaliði félagsins í sumar. McCarty er 29 ára framherji sem hefur stærstan hluta ferilsins leikið í bandarísku atvinnumannadeild- inni, með Washington Spirit, Hou- ston Dash og Kansas City. Þá hefur hún einnig leikið með Albirex Ladies í japönsku úrvalsdeildinni og Medkila í efstu deild í Noregi. McCarty á að baki landsleiki með yngri landsliðum Bandaríkjanna, síðast með U23 ára liðinu árið 2013. Reyndur fram- herji til Selfoss Reynd Tiffany McCarty hefur leikið með sterkum liðum vestanhafs. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud var hársbreidd frá því að slá Íslands- met sitt í kúluvarpi kvenna innan- húss í fyrradag þegar hún keppti á sænsku Grand Prix-móti í Sätra- höllinni í Stokkhólmi. Ásdís varð í fimmta sæti í kúluvarpinu og kast- aði 16,18 metra en hefur áður kast- að 16,19 metra innanhúss. Íslands- met hennar utanhúss er 16,53 metrar. Fanny Roos, Evrópumeist- ari 23 ára og yngri, vann keppnina með yfirburðum, kastaði 18,19 metra, en Vésteinn Hafsteinsson þjálfar hana. Ásdís rétt hjá Íslandsmetinu Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Kúluvarp Ásdís Hjálmsdóttir kastar langt þessa dagana. Patrekur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar í hand- knattleik til næstu þriggja ára. Pat- rekur tekur formlega við liðinu næsta sumar en þjálfarinn er uppalinn hjá Stjörnunni og lék með liðinu á ár- unum 1989 til 1994. Þá hóf hann þjálf- araferil sinn í Garðabænum en hann var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar á árunum 2005 til 2008 og aðalþjálfari liðsins tímabilið 2009-2010. „Ég er að koma inn í félag sem ég þekki líklegast best af öllum þeim félögum sem ég hef þjálfað og spil- að með. Ég er uppalinn í Stjörn- unni, hef þjálfað hérna og verið að- stoðarþjálfari hjá félaginu líka þannig að ég hef gengið í gegnum ýmislegt hérna. Stjarnan er að standa sig vel þessa stundina, sérstaklega upp á síðkastið, og þeir eru sem dæmi komnir í undanúrslit bikarkeppn- innar sem sýnir manni að það býr mikið í liðinu. Síðustu ár hafa hins vegar verið upp og ofan en mark- miðið mitt er að sjálfsögðu að koma liðinu á hærri stall. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er verkefni sem mun taka tíma en markmiðið hjá mér er og verður alltaf að berjast í og við toppinn. Eins vil ég hjálpa til þegar kemur að innviðum Stjörnunnar og umgjörðinni í kringum félagið. Það er ekkert launungarmál að mætingin á leikina, undanfarin ár, hefur verið dræm og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel. Ég ætla mér því að koma inn af miklum krafti þegar ég tek við liðinu næsta sumar.“ Ítar- legt viðtal við Patrek má nálgast á mbl.is/sport/handbolti. bjarnih@mbl.is Gengið í gegnum ýmislegt í Garðabæ  Patrekur Jóhannesson snýr aftur til Stjörnunnar næsta sumar eftir tíu ára fjarveru Patrekur Jóhannesson Chelsea hefur komist að sam- komulagi við hol- lenska félagið Ajax um kaup á marokkóska knattspyrnu- manninum Ha- kim Ziyech í sum- ar en talið er að kaupverðið sé ríf- lega 40 milljón evrur, samkvæmt Voetbal Inter- national í Hollandi. Sagt er að samningur Ziyechs við Chelsea sé nánast í höfn, en hann er 26 ára gamall sóknartengiliður sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Ajax. Hann átti stóran þátt í velgengni liðsins síðasta vetur þegar það komst óvænt í undanúrslit Meistaradeildar og var hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn gegn Liverpool. Ziyech er fæddur í Hollandi og lék með Heerenveen og Twente áður en hann kom til Ajax árið 2016. Hann hefur skorað 38 mörk í 107 leikjum með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni og alls 47 mörk í 157 mótsleikjum. Þá hefur hann gert 14 mörk í 32 landsleikjum fyrir Marokkó og lék með liðinu á HM 2018 í Rússlandi. Ziyech lék með yngri landsliðum Hollands en ákvað fyrir fjórum ár- um að spila fyrir Marokkó. Chelsea fær Ziyech frá Ajax í sumar Hakim Ziyech

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.