Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 62

Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í rúman mánuð hefur fjölmennur hópur fólks, yfir tuttugu manns, unnið að uppsetningu á verkum eftir bandaríska myndlistarmanninn Sol LeWitt í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Afraksturinn má sjá á fyrstu sýningu með verkum lista- mannsins sem sett er upp hér á landi og verður opnuð í kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Sol LeWitt hefur undanfarna ára- tugi verið afar vinsæll og áhrifamik- ill listamaður og verk hans verið sett upp víða í hinum ýmsu og ólíkum söfnum og stofnunum, ýmist á tíma- bundnum sýningum eða varanlega. LeWitt lést fyrir þrettán árum, nær áttræður, en þá höfðu verk hans ár- um saman verið sett upp af öðrum, eftir nákvæmum leiðbeiningum og formúlum listamannsins. Við opnun sýningarinnar mun sýningarstjórinn Lindsay Aveilhé segja gestum frá listamanninum og ræða við teiknara um sköpunarferli sýningarinnar. Áhrifamikil frumkvöðull Sol LeWitt (1928-2007) er þekktur fyrir einstakar veggteikningar, skúlptúra, grafík- og bókverk. Hann telst á meðal frumkvöðla hugmynda- listar og mínímalisma. Hugmyndir hans og vinnuaðferðir hafa haft mik- il áhrif á samtímamyndlist. Í Hafnarhúsinu eru veggteikn- ingar í tveimur sölum og líka verk unnin á pappír. Hinar yfirleitt um- fangsmiklu veggteikningar LeWitt hafa verið listheiminum áskorun frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá hóf hann að vinna verk byggð á teikningum sem síðan voru útfærðar á hverjum sýningarstað fyrir sig samkvæmt nákvæmum útreikn- ingum. Þau byggðu á samstarfi hans við aðra listamenn, þar sem stærð og umfang verkanna er langt umfram það sem einn maður getur afkastað. Við uppsetninguna hér hefur fimm manna teymi, sem setur upp verk listamannsins víða um lönd, haft aðsetur í Reykjavík um mán- aðarskeið og með því unnu fimmtán starfsnemar sem komu úr ýmsum áttum til þess að taka þátt. Hópurinn vann sleitulaust að upp- setningu sýningarinnar og notaði til þess ýmsar aðferðir og allra handa verkfæri, eins og blýanta, blek, tusk- ur og vaxliti. Í tilkynningu frá safn- inu er afraksturinn sagður „áhrifa- mikil upplifun af einstökum verkum sem unnin eru eftir nákvæmum leið- beiningum listamannsins sjálfs. Áhrif sýningarinnar eru marg- slungin og eitt af því sem gerir hana ekki hvað síst áhugaverða er sú mikla vinna sem lögð er í verkin, áhrifamikil upplifun rýmisins og síð- an hverfulleiki þeirrar orku sem lögð var í sköpunina þar sem verkin hverfa að sýningartíma loknum. Verk Sol LeWitt lifa í teikningum og fyrirmælum, fyrirmælum sem stundum eru sýnileg í verkunum“. Áhugaverð tenging Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segist hafa gengið með þá hugmynd í nokkur ár að setja upp sýningu með verkum LeWitts. „Það má sjá spor banda- rísku mínimalistanna LeWitts, Donalds Judd, Dans Flavin og Carls Andre í verkum ýmissa íslenskra myndlistarmanna, einkum af kyn- slóð sem steig fram upp úr 1980, fólk á svipuðum aldri og þeir sem að- hylltust „nýja málverkið“ en fór aðra leið, sækir í annan brunn, menn eins og Ingólfur Arnarson,“ segir Ólöf. Hún bætir við að alltaf sé mikilvægt að sýna mikilvæga alþjóðlega mynd- list en einkum þó ef hún er í tengslum við það sem hefur gerst og er að gerast hér. „Verk eftir hina sem ég nefndi hafa verið sýnd hér á landi en ekki verk eftir Sol Le- Witt. Í þeim birtist líka mjög áhuga- verð tenging milli mínimalismans og konseptlistarinnar, tveggja list- hreyfinga sem höfðu mikil áhrif hér eins og svo víða. Svo er það alltaf hugvíkkandi fyrir samfélagið að sjá verk eftir lista- menn sem hafa áhrif í hinu stóra samhengi hlutanna.“ Verkin eru síný Það er merkileg staðreynd að þrátt fyrir að LeWitt hafi verið lát- inn í á annan áratug eru ný listaverk eftir fáa, ef nokkra, myndlistarmenn sett upp víðar í söfnum á Vestur- löndum á ári hverju. Ástæðan er sú að um fyrirmælaverk er að ræða sem aðrir sjá um að framkvæma. „Það liggur í eðli verkanna, hann gerði forskriftir að þeim. Hann gerði líka skúlptúra, bókverk og prent sem lúta sömu lögmálum og önnur verk sömu gerðar,“ segir Ólöf. „En veggverkin endurnýjast í hvert skipti sem þau eru sett upp. Verkin eru varðveitt í forskrift eða teikn- ingu en á hverjum stað þarf nýja út- færslu og þá kemur inn skapandi kraftur þeirra sem vinna við upp- setninguna og stefnumót við staðinn. Verkin eru síný,“ segir Ólöf. „Það er venjulega kostnaðarsamt að setja upp alþjóðlegar sýningar og að flytja verk á milli landa. Sú arf- leifð sem LeWitt skildi eftir sig er hins vegar sú að virðið er meira í vinnu þeirra sem setja upp verkið og við þá myndast ákveðið samtal sem skiptir miklu máli. Við greiðum til að mynda enga greiðslu til stofnunar- innar sem heldur utan um arfleifð listamannsins; hugsjón hennar er sú að verkin fari sem víðast.“ Á móti kemur að það er kostn- aðarsamt og tímafrekt að setja verk- in upp; hér unnu fimm frá stúdíói LeWitts að því, auk um tuttugu sjálfboðaliða sem komu frá ýmsum löndum auk nokkurra Íslendinga. „Með vinnu þessa fólks verður til mikil orka þar sem verkin eru sett upp,“ segir Ólöf, sem vonar að upp- skera sjálfboðaliðanna verði ríkuleg af því að vera þátttakendur í því náms- og þekkingarferli sem felist óneitanleg í því að setja upp verk sem þessi eftir hinn kunna og áhrifa- mikla listamann. „Þegar áhorfandinn gengur til móts við þessi verk finnur hann sterkt fyrir fólkinu sem tók þátt í því að skapa þau inn í rýmið. Það er eitt af því sem gerir verk Sols LeWitt svo heillandi; við finnum fyrir ná- kvæmninni og nánast áráttukenndri vinnunni sem liggur í verkunum,“ segir Ólöf. „Hugvíkkandi fyrir samfélagið“  Umfangsmikil sýning á verkum hins kunna bandaríska myndlistarmanns Sols LeWitt verður opn- uð í Hafnarhúsinu í kvöld  Fjöldi fólks hefur unnið að því undanfarinn mánuð að setja verkin upp Morgunblaðið/Kristinn Listamaðurinn Sol LeWitt (1928- 2007) gaf fyrirmæli að verkunum. Ljósmynd/Vigfús Birgisson Margbrotið Unnið að uppsetningu eins verka Sols LeWitt í Hafnarhúsinu, eftir nákvæmum fyrirmælum. Ljósmynd/Vigfús Birgisson Teiknað Ólík verk frá ýmsum tímabilum á ferli LeWitts hafa verið sett hér upp af fjölmennum hópi fólks. Ljósmynd/Vigfús Birgisson Bogar Verkin eru ýmist gerð með graffíti, vaxlitum eða bleki. Hér er horft inn í eitt þeirra, gert með vaxlit. Ólöf K. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.