Morgunblaðið - 13.02.2020, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 13.02.2020, Qupperneq 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is Gott úrval af reimum í snjósleða, fjórhjól og bíla. í snjósleða, bíla og fjórhjól 2012 2019 reimar eru ekki systur heldur vinkonur, svo því sé nú haldið til haga. Katla verður 18 ára í júní, er nemandi við Menntaskólann á Ísa- firði og var aðeins 14 ára þegar þær Ásrós fóru með sigur af hólmi í Músíktilraunum. Tvískipt Katla samdi lög og texta frum- burðar Between Mountains sem Alda Music gaf út í fyrra. Hún er spurð út í sköpunarferli plötunnar og segir lög og texta hafa verið samin á frekar löngu tímabili. „Ég held að það sé dálítið oft þannig með fyrstu plötu því þá er maður að taka upp efni sem maður hefur verið að spila mikið. Elstu lögin á plötunni voru samin þegar við vor- um tvær og vorum búnar að spila þau svolítið lengi. Fyrir mér er þetta svolítið tvískipt plata, í eldra efnið og nýrra. Hlustendur heyra það ekki en hún er þannig fyrir mér. Helmingurinn var í raun sam- inn mjög stuttu áður en platan var gefin út, síðustu lögin bara í fyrra- sumar,“ segir Katla. „Þetta hefur verið mikil þróun frá elsta og yngsta laginu, mikið breyst hvernig ég sem og horfi á hlutina. Þetta er eins og dagbók yf- ir það hvernig manni leið og hvað maður var að gera.“ Æfði sig í klukkstund á fiðlu Katla segist hafa verið 12 eða 13 ára þegar hún fór að semja lög og texta og eftir því sem hún varð eldri fóru textar að verða persónu- legri. „Mér finnst það vera aðalbreyt- ingin á textagerðinni en í lagasmíð- inni fór ég meira að pródúsera sjálf og taka upp, tók nýrri lögin meira upp sjálf og pródúseraði,“ segir hún. Á plötunni leikur Katla á gítar, hljómborð, harmonikku og fiðlu, auk þess að syngja. Ekki kann hún á öll þau hljóðfæri? „Ég lærði á pí- anó og er enn að læra og get spilað lögin mín á gítar. Ég fann harm- Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dúettinn Between Mountains, sigurvegari Músíktilrauna árið 2017, gaf út fyrstu breiðskífu sína í byrjun vetrar, samnefnda sveit- inni, en nú er dúettinn ekki lengur dúett heldur ein ung kona. Be- tween Mountains skipuðu áður þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir en nú er Ásrós horfin á braut og Katla með tögl og hagldir. „Ég er í raun bara ein með þetta verk- efni núna,“ segir hún og hlær þegar blaðamaður spyr hvað eigi að kalla Between Mountains. Er þetta hljómsveit eða hvað? „Ég er í smá vandræðum með þetta,“ seg- ir hún kímin, „en þetta er bara ég. Ég sem og er með þetta verkefni en spila eiginlega alltaf með hljómsveit á giggum nema þau séu lítil. En jú, jú, ég segi bara „við erum hljómsveitin Between Mountains“ þegar við erum að koma fram.“ Hljómsveitina sem Katla nefnir skipa Valgeir Skorri, bróðir henn- ar, Vernharður Jósepsson bassa- leikari og undanfarið hefur Salóme Katrín Magnúsdóttir sungið með og leikið á píanó. Hljómsveitin er því kvartett alla jafna. – Má ég spyrja af hverju Ásrós hætti? Var það allt í góðu? „Já, já, allt í góðu en það voru bara ólíkar áherslur, í rauninni. Hún vildi prófa annað innan tón- listarinnar, fara meira í klassískan söng og söngleiki, þá hlið á tónlist- inni. Það er allt í góðu og ekkert Gallagher-dæmi,“ segir Katla kím- in og á þar við bræðurna Liam og Noel úr Oasis sem löngum hafa eldað grátt silfur. Katla og Ásrós onikku heima og bara lærði á hana, hún er skemmtilegt hljóðfæri og góð motta undir upptökur,“ svarar hún. Fiðlu fékk hún svo að láni, fór heim með hana, æfði sig í klukku- stund og hélt svo beint í stúdíó. „Ég hef ekki snert fiðlu síðan þá,“ segir Katla og hlær en fiðluleikur- inn heppnaðist nógu vel til að hægt væri að hafa hann með í lögunum á plötunni. – Það er nú ekki hlaupið að því að læra á fiðlu á skömmum tíma? „Nei, einmitt og ég komst að því að staccato, stuttar nótur, væru málið þar,“ svarar Katla kímin. Hún segist einfaldlega spila á þau hljóðfæri sem þurfi að spila á en þó ekki blásturshljóðfæri. Katla útsetti lögin með Arnari Guðjónssyni í Aeronaut Studios og fóru upptökur fram bæði í Reykja- vík og á Ísafirði. „Arnar er snill- ingur og heiður að fá að vinna með honum,“ segir Katla. Hún hafi ekki gert plötu áður og hafi því lært réttu vinnubrögðin jafnóðum. „Ég varð bara að þreifa fyrir mér í myrkrinu,“ segir hún. – Ef platan væri landslag, hvern- ig landslag væri hún? „Ok, geggjuð spurning,“ segir Katla kímin. „Væri hún ekki bara vestfirsku fjöllin og firðirnir, er það ekki?“ Blaðamaður getur alveg sætt sig við þá landslagsmynd enda Katla að vestan og býr á Suðureyri. „Algjörlega þess virði“ Að vera í forsvari fyrir Between Mountains, hvort heldur er sóló- verkefni eða hljómsveit, og gefa út plötu og fylgja henni eftir er væntanlega töluverð vinna og við bætist menntaskólanám hjá Kötlu sem lýkur senn. Hvernig finnst henni að standa í þessu öllu saman? „Það er bara gaman. Mig langar alla vega ekki að gera neitt annað. Þetta er auðvitað stundum flókið og ég hef misst slatta úr skóla út af þessu en það er algjörlega þess virði,“ svarar Katla. „Maður þarf bara að velja og hafna verkefnum.“ – Heldurðu að þú snúir þér alfar- ið að tónlist eftir útskrift? „Já, ég ætla alla vega að sækja um í LHÍ, stefnan er að fara þang- að. Ég hef alltaf ætlað mér að vinna við músík og vonandi gengur það áfram.“ „Þetta er bara ég“  Between Mountains er ekki lengur dúett  Fyrsta platan komin út á vegum Öldu Music  Indískotið popp, segir forsprakkinn Katla Vigdís um tónlistina  „Þreifa fyrir mér í myrkrinu“ Ljósmynd/Anna Maggý Dagbók „Þetta hefur verið mikil þróun frá elsta og yngsta laginu, mikið breyst hvernig ég sem og horfi á hlutina. Þetta er eins og dagbók yfir það hvernig manni leið og hvað maður var að gera,“ segir Katla Vigdís. Leikhúslistakonur 50+ sýna tísku- gjörningurinn „Konur og krínólín“ í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar. Fyrsta sýning er á laugardag kl. 16. Sýningin var upphaflega sett upp í Iðnó sumarið 2017. „Edda Björgvinsdóttir er sauma- kona og „dresser“ í Þjóðleikhús- kjallaranum þar sem gamall tísku- pallur vaknar til lífsins við það að glæsilegar og fjölhæfar leikkonur streyma fram í litríkum klæðum, dansa og syngja í stjórnlausri gleði,“ segir í tilkynningu á vef Þjóðleikhússins. Edda semur allan texta sýningar- innar sem er um klukkutími að lengd og ásamt henni skipa Edda Þórarinsdóttir og Kolbrún Hall- dórsdóttir leikstjórateymið. Helga Björnsson sér um búninga, Elín Edda Árnadóttir skreytir sviðið og Ásdís Magnúsdóttir hannar sviðs- hreyfingar. Leikendur eru Bryndís Petra Bragadóttir, Guðbjörg Thor- oddsen, Júlía Hannam, Kolbrún Halldórsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Salvör Aradóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Miðar fást á tix.is og leikhusid.is. Konur og krínólín í Þjóðleikhúskjallara Saumakona Edda Björgvinsdóttir. Samsýningin Le Boudoir / Dyngj- an verður opnuð í húsnæði Alli- ance Française í Tryggvagötu 8 í Reykjavík í dag, fimmtudag, klukkan 18 og eru allir vel- komnir á sýn- inguna. Á sýningunni Le Boudoir mætast verk eftir listamennina Zuzu Knew, Katrínu I. Jónsdóttur Hjördísar- dóttur, Serge Comte, Nínu Óskars- dóttur og Claire Paugam en sú síð- astnefnda er jafnframt sýningar- stjóri. Alliance Française býður upp á þessa sýningu í tilefni af „Les Fêtes galantes“-hátíðinni, með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi. Les Fêtes galantes er lítil menn- ingarhátíð sem er tileinkuð ýmiss konar miðlunum ástarinnar. Á há- tíðinni er boðið upp á ástarorðræðu í gegnum fjölbreytilega atburði, svo sem myndlistarsýningu, bók- verk og tónleika. Verk myndlistarmanna á ástarhátíð Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.