Morgunblaðið - 14.02.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 14.02.2020, Síða 2
Kórónuveira Stöðuskýrsla er nú gefin út daglega vegna veirunnar. Ólíklegt er að kórónuveiran verði veruleg lýðheilsuógn berist hún hingað til lands. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra frá því í gær. Byggir þetta á áhættumati Sótt- varnastofnunar Evrópusambands- ins, sem telur að mjög litlar líkur séu á útbreiðslu í þeim löndum Evrópu sem beita einangrunar- og sóttkvíar- aðgerðum. Hins vegar geti sýkingin verið íþyngjandi fyrir þá einstak- linga sem sýkist. Staða mála á Íslandi er óbreytt, en enginn hefur greinst með kór- ónuveiru hérlendis. Alls hafa 19 sýni verið rannsökuð af sýkla- og veiru- fræðideild Landspítalans en þau hafa öll reynst neikvæð. Tilfellum fjölgar mikið Síðastliðinn sólarhring hefur kór- ónuveirutilfellum fjölgað töluvert á heimsvísu og jafnframt dauðsföllum í Kína. Segir í skýrslunni að svo virð- ist sem farið sé að nota nýja aðferð við greiningu veirunnar sem orsaki þessa miklu hækkun. Tilfelli veir- unnar hafa nú greinst hjá 60.330 ein- staklingum og hafa 1.369 látið lífið, eða um 2,3% þeirra sem greinst hafa. Hafa 99% dauðsfallanna verið í Kína, þar af um 80% í Wuhan- héraði. alexander@mbl.is Smithætta hér á landi lítil  Ólíklegt að verði lýðheilsuógn 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Átak verður gert í mælingu á veiði- stofni loðnu í næstu viku er sex skip verða við loðnumælingar. Skipin halda væntanlega út síðdegis á sunnudag eða þegar veðrinu slotar. Guðmundur J. Óskarsson, sviðs- stjóri uppsjávarsviðs Hafrannsókna- stofnunar, segist ekki minnast þess að áður hafi svo mörg tekið þátt í loðnumælingu samtímis. Rannsóknamenn um borð Auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar taka Aðalsteinn Jóns- son SU, Heimaey VE, Hákon EA, Börkur NK og grænlenska skipið Polar Amaroq þátt í mælingunni. Tveir til þrír rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun verða um borð í hverju veiðiskipanna en leið- angursstjóri er Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Ráðgert er að Hákon byrji leit á Grænlandssundi og Heimaey á Vest- fjarðamiðum. Hin skipin byrji við Langanes og vinni sig vestur á bóg- inn, en Árni Friðriksson hefur síð- ustu daga mælt loðnu upp með Aust- fjörðum. Leiðangrinum gæti lokið síðari hluta næstu viku. Í frétt frá Hafrannsóknastofnun í gær kemur fram að í leiðangri í jan- úar hafi mælst 64 þúsund tonn af loðnu. Samkvæmt bráðbirgðaniður- stöðu mælingar í byrjun febrúar hafi heildarmagn hrygningarloðnu verið 250 þúsund tonn „og því þykir full ástæða til að gera þriðju mæling- una,“ segir í fréttinni. Þar kemur líka fram að til þess að gefinn verði út veiðikvóti megi gróflega áætla að 150 þúsund tonn þurfi að mælast til viðbótar. Spurður hvort hann sé bjartsýnn á niðurstöður leiðangursins í næstu viku segir Guðmundur: „Ég er bjart- sýnn á að við náum góðri mælingu, hver niðurstaðan verður veit ég ekki. Óvissan verður væntanlega með minnsta móti, þar sem mörg skip gefa tækifæri á að hafa leiðarlínur þéttar. Það er mikið fengið með því að fara í svona mikið átak á stuttum tíma.“ Stór mæling á skömmum tíma Fyrirkomulag loðnumælingarinn- ar í næstu viku var ákveðið á fundi Hafrannsóknastofnunar með út- gerðum uppsjávarskipa í gær. Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, segir mikilvægt að ná góðri mælingu. „Þetta verður stór mæling á skömmum tíma með þétt- um leiðarlínum og í næstu viku virð- ist vera þokkalegur veðurgluggi. Framkvæmdin ætti því að verða eins og best verður á kosið og skilar von- andi góðum árangri,“ segir Kristján. Átak sex skipa við mælingar á loðnu  Svo mörg skip hafa ekki áður tekið þátt í loðnuleiðangri  Um 150 þúsund tonn þurfa að mælast til viðbótar svo veiðikvóti verði gefinn út  Mikið fengið með því að fara í svona mikið átak á stuttum tíma Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Hákon og Heimaey Á loðnuveiðum 2016. Á síðasta ári var engin loðnuvertíð og mikil óvissa er um hvað verður í ár. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Lokun álversins í Straumsvík myndi hafa víðtæk efnahagsáhrif á Íslandi. Bæði mun það draga úr hag- vexti og auka atvinnuleysi, sem þeg- ar er mikið,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðar- ins, og vísar til lykilstærða. Álverið skapi um 60 milljarða í gjaldeyris- tekjur og af þeim tekjum fari um 22- 23 ma. kr. í að greiða fyrir innlenda þætti á borð við laun og raforku. Erfiðara efnahagsástand „Það er sá hluti sem snýr að inn- lenda hagkerfinu og myndi hverfa héðan ef álverinu yrði lokað. Áhrif þessa beint og óbeint á landsfram- leiðslu og atvinnustig yrðu því tals- verð,“ segir Ingólfur. Erfitt sé að meta á þessum tímapunkti hvort og hversu langan tíma það tæki fyrir Landsvirkjun að finna kaupanda að orkunni og hvert raforkuverðið yrði í þeim samningum ef af yrði. Tilefnið er hugmyndir Rio Tinto um að loka álverinu vegna taps. Ingólfur segir aðspurður hag- vaxtarhorfur fyrir árið í ár hafa versnað undanfarið, en skv. síðustu spá Seðlabankans verði aðeins 0,8% hagvöxtur í ár. Sú spá birtist í byrjun mánaðar, áður en sagt var frá hug- myndum Rio Tinto. Rætist spáin mun landsframleiðsla á mann drag- ist saman í ár annað árið í röð. „Til að undirbyggja nýja upp- sveiflu efnahagslífsins þarf að auka gjaldeyristekjur. Lokun álversins í Straumsvík færi þvert gegn því og myndi gera okkur erfiðara fyrir að snúa hagkerfinu frá samdrætti yfir í vöxt,“ segir Ingólfur. Atvinnuleysi myndi aukast Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir lokun álversins myndu hafa töluverð áhrif á hagvöxtinn. Áhrifin komi fyrst fram í töpuðum störfum og tekjutapi Landsvirkj- unar. Með því þurfi Landsvirkjun að finna aðra kaupendur, sem geti tekið töluverðan tíma. Samandregið myndi lokunin seinka efnahagsbatanum. Hagfræðistofnun hefur áætlað að álverið í Straumsvík skapi um 1.250 bein og óbein störf. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru að jafnaði 8.000 manns á at- vinnuleysisskrá í desember. Með þessar tölur í huga og nei- kvæð margfeldisáhrif má ætla að at- vinnuleysi myndi aukast töluvert. Samkvæmt Vinnumálastofnun þarf að fara aftur til mars 2013 til að finna dæmi um að nærri 9.000 hafi verið án vinnu. Það var á síðustu mánuðum vinstristjórnar, skömmu eftir að dómur féll í Icesave-deilunni. Væntingavísitala Gallup stóð þá í 88,9 stigum en í 94,9 stigum í síðasta mánuði. Sú mæling var gerð áður en kórónuveiran raskaði flugsamgöng- um og umræðan um álverið hófst. Ef vísitalan stendur í 100 eru jafn margir vongóðir og svartsýnir. Lokun álvers hefði víðtæk áhrif  Aðalhagfræðingur SI segir lokunina myndu hafa margfeldisáhrif í hagkerfinu  Framkvæmdastjóri Analytica segir lokunina myndu seinka efnahagsbatanum Ingólfur Bender Yngvi Harðarson Straumsvík Rekstur álversins hefur verið þungur undanfarið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.