Morgunblaðið - 14.02.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.02.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is FaGfÓLk Í SaUmAvÉLuM Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veðurstofa Íslands gaf út rauða viðvörun vegna veðurs á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxa- flóa og Suðausturlandi í dag. Ann- ars staðar er rauðgul viðvörun. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissu- stigi almannavarna fyrir allt landið. Ákvörðun um það var tekin í sam- ráði við alla lögreglustjóra og í samræmi við veðurspá Veðurstof- unnar. Spáð var austan illviðri í nótt og í dag með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Fárviðri gæti orðið með morgninum í vind- strengjum á suðurhelmingi lands- ins. Fólki er bent á að fylgjast vel með tilkynningum frá yfirvöldum. Veðrið á að snúast í sunnan hvassviðri sunnan til á landinu síð- degis í dag með rigningu á láglendi og 1-5 stiga hita. Áfram verður rok og ofankoma um landið norðanvert. Talsvert lægir í kvöld og dregur úr úrkomu. Landspítalinn bjóst við því að veðrið ylli truflunum á reglulegri starfsemi. Starfsfólk á deildum með sólarhringsstarfsemi var beðið að mæta til vinnu kl. 05.00 og leysa þá næturvaktarstarfsfólk af, eftir at- vikum. Gert var ráð fyrir því að þeir sem ekki þyrftu nauðsynlega að koma til starfa í morgun sinntu störfum sínum heima og/eða biðu eftir því að veðrið lægði. Samgöngur raskast mikið Vegagerðin lýsti yfir óvissustigi og reiknaði með að þurfa að loka mörgum þjóðvegum í nótt og mis- lengi eftir því hvernig veðrið gengi yfir landið. Nánari og uppfærðar upplýsingar má sjá á vefnum vega- gerdin.is, á Facebook-síðu Vega- gerðarinnar eða á Twitter. Átta þúsund farþegar áttu bókað flug með Icelandair í dag. Félagið aflýsti 22 brottförum til og frá Evr- ópu vegna veðurspárinnar. Reiknað var með því í gær að flug til og frá Bandaríkjunum og Kanada yrði á áætlun. Í gær var búið að endurbóka nánast alla farþega sem áttu flug sem felld voru niður. Þeir fengu far með átta aukaferðum í gær og með öðrum ferðum næstu daga. Air Iceland Connect og Flugfélag- ið Ernir aflýstu öllu innanlandsflugi í dag. Hjá Air Iceland Connect var um meira en 20 flugleggi að ræða. Reiknað er með að flug verði sam- kvæmt áætlun á morgun. Líklegt var talið að mikil röskun yrði á þjónustu Strætó á lands- byggðinni. Eins þótti líklegt að akstursþjónusta fatlaðs fólks og aldraðra raskaðist fyrir hádegið í dag, en mikil slysahætta kann að myndast við hleðslu bíla með hjóla- stólum og stoðtækjum fólks sem á erfitt með gang. Þá var ferðum Strætó á höfuð- borgarsvæðinu nú í morgun aflýst en gert ráð fyrir frekari upplýsing- um milli klukkan 10 og 11. Skipstjórar Herjólfs ákváðu að fella niður ferðir skipsins í dag. Ákvörðunin var tekin með öryggi farþega og áhafnar í huga. Röskun á skólahaldi Kennsla fellur niður í öllum grunnskólum og leikskólum Reykjavíkur í dag. Háskóli Ís- lands, Háskólinn í Reykjavík, MR, Kvennaskólinn, MH, MK og Verzl- unarskólinn felldu sömuleiðis nið- ur skólahald. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum verður opnaður kl. 12.30 í dag. Reykjanesbær beindi því til for- eldra og forráðamanna barna að fylgjast vel með veðurspám og haga sér í samræmi við aðstæður. Þeir eiga sjálfir að meta hvort fylgja þurfi barni í og úr skóla, þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar að- stæður svo að ekki sé óhætt fyrir börnin að sækja skóla eiga þeir að tilkynna skólanum það og verður litið á slíkt sem eðlileg forföll. Rafmagnstruflanir líklegar Neyðarstjórn Landsnets ákvað í gærmorgun að lýsa yfir óvissustigi vegna slæmrar veðurspár. „Allar viðbragðsáætlanir hafa verið virkj- aðar en hætta er á margháttuðum truflunum í flutningskerfinu vegna aftaka vinds af austri, þar sem ísing og selta geta einnig komið við sögu,“ sagði í tilkynningu frá Landsneti. Búið var að greina hvaða svæði, línur og tengivirki væru í mestri hættu. Í gær færði Landsnet til mannskap, mannaði ákveðin svæði og hafði samband við viðskiptavini og viðbragðsaðila. Talin var hætta á að truflanir yrðu á Suður-, Suð- austur- og Vesturlandi frá því snemma í morgun og fram yfir há- degið. Undir hádegi verður mikið vindálag á línum á Norður- og Austurlandi og á Vestfjörðum. RARIK var einnig í viðbragðs- stöðu. Send verða SMS-skilaboð til þeirra viðskiptavina sem verða raf- magnslausir. Hægt verður að fylgj- ast með stöðu mála í rafdreifikerf- inu á forsíðu rarik.is. Fólk gæti að lausum munum Tryggingafélög vöruðu viðskipta- vini sína við því að vera á ferðinni, sérstaklega á Suðurlandi, Suður- nesjum, í efri byggðum höfuð- borgarsvæðisins og í Borgarfirði, Húnaþingi og Skagafirði. Þá var fólk hvatt til að festa lausa muni, loka vel gluggum og hurðum og hreinsa frá niðurföllum. Þegar veðrið geisar þarf að passa útihurðir þegar dyr eru opnaðar. Einnig að leggja bílum upp í vind- inn og halda í bílhurðirnar og að leiða börnin. Bændur og eigendur fyrirtækja voru beðnir að huga sér- staklega að útihúsum og að ganga vel frá stórum innkeyrsludyrum. Reykjavíkurborg bað fólk um að ganga vel frá sorptunnum fyrir óveðrið. Austan illviðri spáð í dag  Rauð viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi  App- elsínugul viðvörun annars staðar á landinu  Skólahald fellur víða niður  Viðbúnaður vegna veðursins Lokanir vega og áætlun Vegagerðar um opnun**Vindhraði og úrkoma á landinu í dag kl. 9* Vindhraði í m/s í 10 m hæð *Skv spá frá því kl. 20.00 í gær Heimild: Windy.com Vegkafl i (vegnúmer) Lokað til kl. SV-land Hellisheiði (1), Þrengsli (39) og Sandskeið (1) 14.00 Mosfellsheiði (36) 15.00 Lyngdalsheiði (365) 13.00 Kjalarnes (1) 15.00 Reykjanesbraut (41) 12.00 Grindavíkurvegur (43) 12.00 Suðurstrandavegur 13.00 Vesturland Hafnarfjall (1) 15.00 Brattabrekka (60) 16.00 Vatnaleið (56) Óljóst Vestfi rðir í fyrramálið kl. Steingrímsfjarðarheiði (61) 07.00 Þröskuldar (61) 07.00 Hálfdán og Miklidalur (63) 06.00 Gemlufallsheiði (60) 06.00 Vegkafl i (vegnúmer) Lokað til kl. NV-land Holtavörðuheiði (1) Óljóst Vatnsskarð (1) í fyrramálið kl. 07.00 Þverárfjall (744) Óljóst Siglufjarðarvegur (76) Óljóst NA-land í fyrramálið kl. Öxnadalsheiði (1) 08.00 Austurland Fjarðarheiði (93) í fyrramálið kl. 08.00 Fagridalur (1) 16.00 Mývatns- og Möðrudals- öræfi (1) í fyrramálið kl. 09.00 SA-land Vík - Hornafjörður (1) 14.00 Suðurland Hvolsvöllur - Vík (1) 14.00 Allt innanlands- fl ug fellur niður Icelandair fellir niður 22 ferðir til og frá Evrópu í dag Herjólfur siglir ekki Útlit fyrir röskun á ferðum Strætó **Uppfært kl. 18.00 í gær Faxaflóahafnir viðhöfðu hefðbund- inn viðbúnað vegna slæmrar spár, að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra. Allir bátaeigendur fengu SMS þar sem þeir voru hvattir til að huga að bátum sínum. Þá voru bátar færðir úr Suðurbugt í gömlu höfninni. Menn treystu landfestar og munu vakta vel báta sína og skip. Suð- austanátt, eins og spáð er, stendur inn í gömlu höfnina og eins Akranes- höfn. Einhver skip frestuðu brottför og lágu m.a. við Vogabakka og mögulega einnig Grundartanga. Í Grindavíkurhöfn voru menn að búa sig undir óveðrið, að sögn Sig- urðar Kristmundssonar hafn- arstjóra. Hann sagði að verið væri að koma körum og öðru lauslegu í skjól. Eins var verið að treysta landfestar. Austlæg átt eins og spáð var í dag er ekki sú versta í höfninni. Í kvöld á vindurinn að snúast í sunnanátt og þá stendur hann beint upp á garðana og innsiglinguna. Nokkrir bátar voru við bryggju í gær og var von á einum til viðbótar. Reynt var að hafa þá við þær bryggjur sem best hent- uðu miðað við spána. Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, sagði að vel væri fylgst með veðrinu og veitti ekki af. Honum sýndist þó að laugardagslægðin gæti valdið meiri hættu en veðrið í dag. „Vindáttin verður suðaustlægari og svo á loftþrýstingurinn að fara niður í 916 millibör, efir því sem ég sá á korti. Það þýðir að áhlaðandi verður mikill og gæti orðið hátt í metra,“ sagði Hjörtur. Þótt það sé minnk- andi straumur verður samt hátt í á flóðinu. Margir bátar voru í Þorlákshöfn í gær og verða þeir vaktaðir. Vöru- ferjan Mykines stoppaði í Færeyjum til að bíða af sér veðrið og sleppir Ís- landi í þessari viku. Von er á flutn- ingaskipinu Akranesi á mánudaginn. Treystu land- festar bátanna  Mikill viðbúnaður í höfnunum Morgunblaðið/Eggert Undirbúningur Sigurjón Sigurðsson treysti festarnar á bátnum Sædísi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.