Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 @icelandsymphony / #sinfó FIMMTUDAGUR 5.MARS 19:30 2020 70ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á handspritti hefur margfald- ast undanfarna daga og vikur. Um leið og tilkynnt var um fyrstu kór- ónuveirutilfellið hér á landi, sl. föstudag, kláruðust birgðir í mörg- um apótekum og verslunum. Þeir sem framleiða handspritt hér á landi settu aukinn kraft í fram- leiðsluna og í gær var verið að dreifa spritti í verslanir. „Við héldum að við hefðum brugðist vel við í febrúar en þá seldum við 40 þúsund brúsa af handspritti sem svarar til meðal- sölu á tveimur og hálfu ári. Héldum að kúfurinn væri farinn. Á mánu- dag fengum við svo pantanir á 27 þúsund brúsum,“ segir Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá hreinlætisfyrirtækinu Mjöll Frigg, sem framleiðir handspritt fyrir ís- lenska markaðinn. Hann taldi í gær að fyrirtækinu væri að takast að framleiða upp í megnið af pönt- unum sem þá lágu fyrir. Eitthvað færi í verslanir og apótek en einnig mikið í heilbrigðisstofnanir. Birgðir fyrir heilbrigðiskerfið Mjöll Frigg hefur ekki fengið dælur á handbrúsana. Í staðinn voru settir smellutappar á brúsana sem fyllt hefur verið á í vikunni, eins og er á brúsum með upp- þvottalegi. „Það er hörgull á hrá- efni úti um alla Evrópu. Allir eiga í erfiðleikum með að fá aðföng,“ seg- ir Richard. „Við vorum búin að byggja upp góðan öryggislager fyr- ir Landspítala, heilsugæslustöðvar, lögreglu og Keflavíkurflugvöll og aðra þá sem eru í fremstu víglínu í þessum málum. Við höldum lager fyrir þá og þær eru allar tryggar enda byrjuðum við á því að stækka þann lager fljótlega í janúar,“ segir Einar Kristjánsson, framkvæmda- stjóri hjá Rekstrarvörum. Hann segir að öðru máli gegni um handspritt í neytendapakkning- um. Almenningur hafi tekið við sér þegar fréttir fóru að berast af greiningu veirunnar hér. „Það er skortur hjá okkur eins og er. Við erum að taka inn gám og hann er allur farinn út.“ Eftirspurnin hefur ekki aðeins aukist á Íslandi, sama staða er úti um allan heim. Einar segir að sprittið sé skammtað og þess vegna hafi það klárast hjá fyrirtæki hans en von sé á nýrri sendingu. Mikið álag á starfsfólki „Við höfum rekið þetta fyrirtæki í 35 ár og aldrei fengið jafn stóra holskeflu yfir okkur. Mikið álag er á starfsfólki við framleiðslu á hrein- lætisvörum, meðal annars hand- spritti og vörum tengdum sótt- hreinsun snertiflata, og á starfsfólki við afgreiðslu og birgðahaldi,“ segir Guðmundur Gylfi Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Tandri hf. Guðmundur hefur eftir sam- starfsaðilum í Evrópu að birgðir af handspritti og tengdum vörum séu að hreinsast upp í allri álfunni. Þessi mikla eftirspurn er að leiða til hækkunar á hráefnum. „Hættið að hringja“ Sömu sögu er að segja af andlits- grímum. Guðmundur segir að þær séu búnar og ekki fáist fleiri vegna gífurlegrar umframeftirspurnar á mörkuðum og ástandinu í Kína. „Sumir framleiðendur segja stopp, hættið að hringja. Þeir hafa ekki undan að framleiða,“ segir Einar hjá Rekstrarvörum um kaup á and- litsgrímum. Vonast hann þó til að fá 30 þúsund grímur í næstu viku. Hann segir að vegna mikillar eft- irspurnar séu grímurnar nánast á uppboðsmarkaði. Það þýði verð- hækkun og miklar sveiflur á inn- kaupsverði. Betur hefur gengið að útvega hanska og fleiri vörur sem eru eft- irsóttar í kórónufaraldrinum. Sprittsalar hafa ekki undan  Eftirspurn almennings eftir handspritti hefur margfaldast eftir að kórónuveiran fór að greinast hér  Fyrirtækin láta heilbrigðiskerfið ganga fyrir en almenningur fær sinn skammt þessa dagana Kórónuveira: handþvottur Heimild: WakeMed Svæði sem oft- ast verða útundan Oft út- undan Síst út- undan Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Varnir Handspritt er staðalbúnaður á blaðamannafundum sóttvarnalæknis í samhæfingarmiðstöð almannavarna vegna kórónuvírussins. Kórónuveirusmit á Íslandi Ríkislögreglustjóri, sóttvarnalæknir og landlæknir lýstu áhyggjum sínum í gær vegna yfirstandandi og yfirvof- andi verkfalla á vinnumarkaði. Þetta kom fram í sameiginlegu minnisblaði frá embættunum. Þar segir m.a. að í uppsiglingu sé faraldur af völdum nýju kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Nú er í gildi hættustig almanna- varna. Bent er á að vegna yfirvofandi farsóttar þurfi að auka viðbúnað og aðrar sóttvarnarráðstafanir. Fjöl- margar opinberar stofnanir gegni lykilhlutverki í viðbragðsáætlun al- mannavarna við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þar á meðal eru sjúkra- stofnanir, öldrunarstofnanir, lög- regla, Neyðarlínan, slökkvilið, sjúkra- flutningar o.fl. „Þegar starfað er á hættustigi við aðstæður og vegna atburða sem þess- ara, hafa verkföll veruleg áhrif á mátt þeirra aðgerða sem grípa verður til,“ segir í minnisblaðinu. Afar mikilvægt er að starfsemi stofnana og fyrir- tækja verði eins órofin og framast er unnt. „Þegar unnið er eftir viðbragðs- áætlun sóttvarnalæknis og almanna- varna til að koma í veg fyrir og hægja á frekari útbreiðslu COVID-19 veir- unnar, er hver einasti hlekkur í keðj- unni mikilvægur.“ Bent er á að ríkir almannahagsmunir standi til þess að störf til að mynda á heilbrigðisstofn- unum, hjúkrunarheimilum, hjá við- bragðsaðilum og öðrum stofnunum og þjónustuaðilum hjá ríki og sveitar- félögum verði sem eðlilegust. „Við biðlum til aðila að afstýra yf- irstandandi og fyrirhuguðum verk- föllum,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem skrifaði undir minnisblaðið ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Kjartani Þorkelssyni, settum ríkislögreglustjóra. „Þetta er grafalvarleg staða sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. „Við munum skoða alvarlega hver okkar staða er í þessum viðræð- um. Við eigum eftir að semja um laun- in okkar og erum ekki tilbúin að fara frá samningaborðinu og eiga eftir að semja um kaup og kjör.“ Sandra segir að minnisblaðið undirstriki mikilvægi starfa sjúkra- liða sem vinna mjög nálægt sjúkling- um alla daga. Vonandi verði horft til þess við gerð nýs kjarasamnings. Viðar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Eflingar, segir að þau muni fjalla um efni minnisblaðsins á reglu- legum fundum sínum. Hann bendir á að staða Eflingar sé frábrugðin stöðu t.d. BSRB-félag- anna því Efling sé búin að vera í verk- föllum. „Við leituðum að fyrra bragði eftir áliti almannavarna ríkislögreglu- stjóra og höfum síðan tekið tillit til þess. Við höfum gert það t.d. í gegn- um mjög útvíkkaðar undanþágur,“ sagði Viðar. Hann nefndi undanþágur vegna sorphirðu og vegna starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Þær undanþágur ná meðal annars til þrifa hjá stofnunum velferðarsviðs og persónulegrar umhirðu íbúa stofnan- anna. gudni@mbl.is Lýsa áhyggjum sín- um vegna verkfalla  Afar mikilvægt er að starfsemi lykilstofnana verði órofin Morgunblaðið/Eggert Faraldur Margar stofnanir taka þátt í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir sagði aðspurður að opinberir aðilar hefðu ekki sett á samkomubann. Þeir sem hefðu fellt niður viðburði und- anfarið hefðu gert það að eigin frumkvæði. „Það eru ekki komin nein staðfest innlend smit,“ sagði Þórólfur. Hann segir að komi þau upp verði dreifing skoðuð og áhætta metin. Í framhaldi af því verði athugað hvort ástæða sé til að takmarka samkomur eða samgöngur á einhvern hátt. „En við erum ekkert komin þangað og það er ekkert inni í myndinni núna,“ sagði Þórólfur. Hann segir mikilvægast til varnar smiti að fólk gæti al- menns hreinlætis og beiti þeim aðferðum sem almennt eru not- aðar við sýkingavarnir, eins og góðum handþvotti. Ekkert sam- komubann VARNIR GEGN VEIRU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.