Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
Ekkert bendir til þess að gæludýr
hafi sýkst af kórónuveirunni eða
veikst. Alþjóðadýraheilbrigðisstofn-
unin og Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin hafa ekki breytt leiðbeiningum
sínum varðandi smitvarnir þótt veir-
an hafi greinst í hundi í Hong Kong.
Auður L. Arnþórsdóttir, sérgreina-
dýralæknir faraldsfræði hjá Mat-
vælastofnun, segir að tilkynning um
hundinn í Hong Kong sé eina tilfellið
sem tilkynnt hafi verið til Alþjóða-
dýraheilbrigðisstofnunarinnar. Þar
er um að ræða gæludýr manns sem
sýktist af kórónuveirunni. Veiran
greindist í stroksýnum úr munni og
nefi hundsins en hann var ekki veik-
ur.
Ekki þarf sóttkví
Auður segir að gæludýr geti borið
smitið eins og hlutir en ekkert bendi
til að veiran fjölgi sér í dýrum.
Hún segir að fólk ætti að gæta al-
mennra smitvarna í samskiptum við
gæludýr, eins og gagnvart öðru sem
getur borið smit, til dæmis að þvo sér
vel um hendur. Hún segir ekki hægt
að útiloka að önnur dýr beri smitið
með sama hætti og hundurinn í Hong
Kong.
Að svo stöddu er ekki talin ástæða
til að fólk í sóttkví komi gæludýr-
unum sínum í gæslu annars staðar, að
sögn Auðar, en ef fólk kýs að gera
það þurfa þeir sem taka þau að sér að
gæta almennra smitvarna, svo sem að
þvo hendur eftir snertingu við dýrin
og forðast að þau sleiki andlit fólks.
Matvælastofnun er að undirbúa
upplýsingar um kórónuveiruna fyrir
gæludýraeigendur sem settar verða á
heimasíðu stofnunarinnar. Það verð-
ur gert í samvinnu við sóttvarna-
lækni. helgi@mbl.is
Gæludýr geta borið
veiruna á milli fólks
Gæludýraeig-
endum ráðlagt að
huga að smitvörnum
Gælur Fólk þarf að viðhafa gott
hreinlæti í samskiptum við dýrin.
Kórónuveirusmit á Íslandi
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Verði einhverju landsvæði hér á
landi, smáu eða stóru, lokað vegna
heimsfaraldurs, t.d. af völdum kór-
ónuveirunnar, verður öllum flutningi
úrgangs frá því svæði hætt og hann
urðaður óflokkaður innan svæðisins.
Þetta kemur fram í áætlun sem Um-
hverfisstofnun hefur birt á vef sínum
um meðhöndlun og smithættu af úr-
gangi vegna heimsfaraldurs. Áætl-
unin er gerð í samræmi við fyr-
irmæli í nýendurskoðaðri
landsáætlun ríkislögreglustjóra og
sóttvarnalæknis vegna heimsfarald-
urs.
Samkvæmt landsáætluninni eru
háskastig almannavarna þrjú,
óvissustig, hættustig og neyðarstig.
Við fyrstnefndu stigin tvö fer sorp-
hirða, flutningur og förgun úrgangs
fram með venjubundnum hætti. Ef
til neyðarstigs kemur fer það eftir
aðstæðum hvernig brugðist verður
við. Ef um verður að ræða fjölda til-
fella í heimahúsum verður flokkun á
heimilissorpi á móttökustöðvum á
sýktum sóttvarnarsvæðum hætt og
unnið eftir sérstökum verklags-
reglum. Ef einhverju einu svæði
verður lokað verður sem fyrr segir
öllum flutningi úrgangs frá svæðinu
hætt og hann urðaður óflokkaður.
Urðun fer fram á urðunarstað til-
nefndum af Umhverfisstofnun í sam-
ráði við rekstraraðila urðunarstaða.
Þegar um lokun fleiri svæða eða alls-
herjarlokun er að ræða verður unnið
á sama hátt innan hvers svæðis.
Reglur fyrir starfsfólk
Umhverfisstofnun hefur einnig
sett verklagsreglur fyrir starfsmenn
sem vinna við meðhöndlun úrgangs í
heimsfaraldri. Reglurnar taka gildi
þegar sýkingar eru orðnar almennar
í heimahúsum eða þegar stofnunin
gefur út tilmæli um að vinna eftir
þeim. Í reglunum er m.a. fjallað um
notkun persónuhlífa (svo sem ein-
nota fatnaðar), meðhöndlun úrgangs
og frágang. Segir þar m.a. að sorpí-
lát skuli ekki opnuð heldur flutt
beint í sorphirðubíl og forðast beri
að snerta sorp og jafnframt að forð-
ast snertingu við augu, nef og munn.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Úrgangur Sorp verður urðað óflokkað ef neyðarstig heimsfaraldurs verður
virkjað. Settar hafa verið reglur um meðhöndlun þess við slíkar aðstæður.
Myndu urða úr-
gang óflokkaðan
Sorphirða yrði öðruvísi við neyðarstig
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Í nýuppfærðri viðbragðsáætlun Al-
mannavarna vegna heimsfaraldurs,
sem t.d. gæti verið hrint í framkvæmd
ef útbreiðsla kórónuveirunnar magn-
ast alvarlega, er m.a. að finna lista yfir
æskilegt birgðahald heimila við slíkar
aðstæður. Er það tekið saman af Emb-
ætti landlæknis.
Lagt er til að heimilin komi sér upp
birgðum af matvælum með langt
geymsluþol. Vörulistinn er þessi: Nið-
ursuðuvörur tilbúnar til neyslu, kjöt-
réttir, fiskréttir; grænmeti, ávextir,
baunir og súpur; grænmetissúpur og
kartöflumús í pakka; G-mjólk og
ávaxtasafi með langt geymsluþol;
kornvörur, pasta og hrísgrjón; morg-
unkorn, múslí og haframjöl; hrökk-
brauð og kex; þurrkaðir ávextir;
hnetusmjör, hnetur; matarolía; ung-
barnafæða í krukkum, ungbarna-
grautar og ungbarnamjólk, ef ungbarn
er á heimilinu; önnur matvara með
langt geymsluþol. Þá er talað um
gæludýrafóður ef gæludýr er á heim-
ilinu.
Fram kemur að í öllum tilfellum er
gert ráð fyrir rafmagni og rennandi
vatni á heimilum landsmanna í sam-
bandi við þetta birgðahald.
Viðbragðsáætlunin er rúmlega
hundrað síðna rit með áætlun fyrir
landið allt og er það aðgengilegt á vef
almannavarna. Áætluninni er ætlað að
segja fyrir um skipulag og stjórn að-
gerða vegna hvers kyns heimsfarald-
urs og styðst hún við gildandi lög um
almannavarnir og sóttvarnalög. Áætl-
unin gerir ráð fyrir því að atvinnulíf í
landinu verði skert í ákveðinn tíma,
hluti þjóðarinnar verði rúmfastur
vegna veikinda og dánartíðnin verði
umfram það sem búast má við í venju-
legu árferði. Hún tekur jafnt til Íslend-
inga sem ferðamanna sem staddir eru
á landinu. Markmiðið er að tryggja
skipulögð og samhæfð viðbrögð aðila
sem hlut eiga að máli þegar til heims-
faraldurs kemur. Ekki er um endanleg
fyrirmæli að ræða og geta sóttvarna-
læknir og ríkislögreglustjóri ákveðið
breytta starfstilhögun með tilliti til
ástands og aðstæðna hverju sinni.
Eigi matvæli með
langt geymsluþol
Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs uppfærð
Kórónuveirusmit Heimildir: Johns Hopkins-háskólinnTölur voru sóttar kl. 21.30 í gær
ÍTALÍA
Smitaðir: 3.089
Látnir: 107
ÍRAN
Smitaðir: 2.922
Látnir: 92
ÍSLAND
Smitaðir: 26
Látnir: 0
Í sóttkví: um 400
200 KÍNA
Smitaðir: 80.270
Látnir: 2.981
Þar af 67.332 smitaðir
og 2.871 látnir
í Hubei-héraði
SUÐUR-KÓREA
Smitaðir: 5.621
Látnir: 35
SPÁNN
Smitaðir: 222
Látnir: 2
ÞÝSKALAND
Smitaðir: 262
Látnir: 0
BRETLAND
Smitaðir: 85
Látnir: 0
DANMÖRK
Smitaðir: 10
Látnir: 0
SVÍÞJÓÐ
Smitaðir: 35
Látnir: 0
NOREGUR
Smitaðir: 56
Látnir: 0
FRAKKLAND
Smitaðir: 285
Látnir: 4
BANDARÍKIN
Smitaðir: 153
Látnir: 11
SAMTALS Á HEIMSVÍSU
Smitaðir:
95.120
Hafa náð bata:
51.156
Látnir:
3.254
Morgunblaðið/Júlíus
Heimsfaraldur Heimilin þurfa að
eiga matarbirgðir í neyðarástandi.
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU