Morgunblaðið - 05.03.2020, Page 12

Morgunblaðið - 05.03.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Golf S. 552 2018 • info@tasport.is Keflavík – Barcelona Barcelona – Keflavík - 31. mars - 2. apríl - 9. apríl - 16. apríl - 23. apríl - 2. maí - 6. apríl - 9. apríl - 18. apríl - 23. apríl - 11. maí Verð frá kr. 15.000 önnur leiðin Innifalið: Allir skattar, 20 kg. innrituð taska og 10 kg. handfarangur. Sjá allar okkar ferðir og meiri upplýsingar á tasport.isFlug til Barcelona á völdumdagsetningum ímars, apríl ogmaí Tvíbýli 9. til 18. apríl 199.800 Barcelona Golf Resort & Spa Það er ef til vill að bera íbakkafullan lækinn aðræða um Covid-19 en lát-um okkur hafa það. Þessi veirusjúkdómur sem SARS-CoV-2 veiran veldur, hefur valdið miklum usla mjög víða. Heimsfaraldur sjúk- dóms sem engin lækning er til við og enginn hefur ónæmi fyrir, er alvar- legur. Ekki af því að í þessu tilviki sé sjúkdómurinn svo alvarlegur heldur vegna þess að svo margir geta veikst á sama tíma að það lami þjóðfélagið og geri okkur ókleift að sinna þeim 5% sem verða alvarlega veik. Þetta er ástæðan fyrir því að reynt er eftir fremsta megni að hefta útbreiðsluna og tefja hana. 80% tilvika eru ekki alvarleg Á þessum tíma má einu gilda hvort fólk er smitað af Sars-CoV-2 eða öðrum kvefveirum, fólk á að halda sig heima þar til það hefur náð heilsu og gera það sem hægt er til að forðast að smita aðra. Í 80% tilvika eru veikindi ekki al- varleg en um 20% þeirra sem veikj- ast fá alvarlegri einkenni oftast á 4. til 8. degi veikinda. Þá getur fólk fengið lungnabólgu með öndunarerf- iðleikum sem þurft getur að með- höndla á sjúkrahúsi. Af því að marg- ir veikjast vægt og miklar líkur eru á að margir þeirra leiti ekki til heil- brigðiskerfisins í sínu landi er öll talnaleikfimi erfið í þessu tilviki því menn vita hreinlega ekki hversu margir hafa smitast á heimsvísu. Menn vita aðeins hvað margir hafa verið greindir. Vitað er að meiri líkur eru á að fólk eldra en 60 ára og þeir sem veikir eru fyrir, sér í lagi fólk með hjarta- sjúkdóma og syk- ursýki, veikist alvar- lega. Börn virðast veikjast vægt af SARS-CoV-2 veirunni. Einkenni og greining Helstu einkenni Covid-19 sjúk- dómsins eru í byrjun eins og í venju- legri kvefpest, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta og slappleiki. Til þess að ganga úr skugga um hvort um SARS-CoV-2 veiruna er að ræða þarf að taka strok úr nefi eða hálsi þess sem hefur einkenni. Svo spara megi tíma, sóttvarna- búnað og draga úr smithættu eru þessi sýni tekin í bíl viðkomandi fyr- ir utan heilsugæslustöðvar eða í vitj- unum heima hjá þeim sem ekki kom- ast á heilsugæslustöð. Fólk kemur þá á umsömdum tíma og heilbrigð- isstarfsmaður kemur út og tekur strokið í gegnum bílglugga. Ekki er hægt að greina smit í ein- kennalausum einstaklingi. Farið er eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis um hverjir þeirra sem eru með ofan- greind einkenni eru prófaðir en þar eru um að ræða fólk sem hefur verið á skilgreindum áhættusvæðum eða í tengslum við smitaða einstaklinga. Greining og meðhöndlun er fólki að kostnaðarlausu þar sem um skráning- arskyldan sjúkdóm er að ræða. Góð hand- hreinsun er mik- ilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Hand- þvottur með vatni og sápu er æskileg- astur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti s.s. hurðarhúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum svo sem peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við fólk sem er með almenn kvef- einkenni, hnerra eða hósta. Allir kynni sér leiðbeiningar Allir ættu að kynna sér efni um Covid-19 á vef Embættis land- læknis, landlaeknir.is . Þar eru góð- ar leiðbeiningar til almennings. Einnig má lesa nánar um veiruna og sjúkdóminn sem hún veldur á heilsu- vera.is. Á netspjalli á heilsuvera.is er einnig svarað fyrirspurnum. Netspjallið er opið frá 8 til 22 alla daga. Mætum Covid-19 með skynsemi að leiðljósi Morgunblaðið/Eggert Viðbúnaður Gallar, grímur og fleira slíkt er til taks á heilsugæslunni ef sinna þarf fólki með kórónuveiruna. Heilsuráð Vitað er að meiri líkur eru á að fólk eldra en 60 ára og þeir sem veikir eru fyrir, sér í lagi fólk með hjartasjúk- dóma og sykursýki, veikist alvarlega Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Í vikunni bættist Borgarbyggð í hóp sveitarfélaga sem innleitt hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með stuðningi félagsmálaráðu- neytisins og UNICEF á Íslandi. Samn- ingar um þetta voru undirritaðir af Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, Bergsteini Jóns- syni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, og Magnúsi Smára Snorra- syni, formanni fræðsluráðs Borgar- byggðar. „Eftirspurn eftir stuðningi við inn- leiðingu Barnasáttmálans hefur verið mikil og vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að svara þeirri eftir- spurn. Barnasáttmálinn er áttavitinn sem allt starf með og fyrir börn á að byggjast á,“ segir Ásmundur Einar. Það voru nemendur og starfsmenn Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar sem lögðu fram erindi til sveitarstjórnar fyrr á árinu, þar sem skorað var á Borgarbyggð að hefja formlegt innleiðingarferli á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. „Þátttaka Borgar- byggðar í verkefninu byggist á frum- kvæði barna sem hér búa,“ segir Magnús Smári Snorrason, formaður fræðsluráðs Borgarbyggðar. Þátttaka Borgarbyggðar í Barn- vænum sveitarfélögum er liður í að byggja upp breiðfylkingu sveitarfé- laga á Íslandi sem láta sig mannrétt- indi barna varða, með Barnasáttmál- ann að leiðarljósi. Akureyri hóf vinnu við að verða barnvænt sveitarfélag árið 2016, fyrst sveitarfélaga á Ís- landi. Í kjölfarið fylgdu Kópavogur (2018) og Hafnarfjörður (2019). Áhugi á þátttöku í verkefninu er mik- ill og biðlistar myndast, þar sem UNICEF hefur hingað til ekki getað annað eftirspurn áhugasamra. sbs@mbl.is UNICEF á Íslandi og barnamálaráðuneytið semja Undirritun Ásmundur Einar Daðason ráðherra, Magnús Smári Snorrason frá fræðsluráði Borgarbyggðar og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF. Borgarbyggð er barnvæn Alls 276 körfuboltalið frá 25 félögum eru væntanleg á Nettómótið 2020 sem haldið verður í Reykjanesbæ um helgina. Mótið er fyrir krakka á aldr- inum 5-10 ára og hefur verið haldið á hverju ári síðan 1990. Heildarfjöldi leikja á mótinu er 701 og verða þeir spilaðir í íþróttahúsum í Keflavík, Njarðvík og Garði í Suðurnesjabæ. Félögin sem taka þátt eru Ármann, Breiðablik, Fjarðabyggð, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, Reykdælir, Selfoss, Sindri, Skalla- grímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn. Dagskrá mótsins hefst snemma á laugardagsmorgun og eru leikir spil- aðir allan þann dag og langt fram á sunnudaginn. Þá síðdegis liggja úr- slit fyrir og verðlaun verða afhent. Jafnhliða er boðið upp á margvíslega skemmtun, bíósýningar og pítsu- veislu fyrir keppendur. Á vefsetri Nettómótsins er áréttað að engin áform séu um að fella það niður vegna kórónuveirunnar. Á mótinu verður þó almennt hreinlæti brýnt fyrir þátttakendum. Á móts- stað verður handspritt aðgengilegt og uppi verða leiðbeiningar með hvatningu um handþvott og annað sem því er tengt. Nettómótið í körfubolta haldið í Reykjanesbæ um helgina Alls 701 leikur og liðin á keppn- isvellinum verða samtals 276 Morgunblaðið/Ómar Körfubolti Hraði og snerpa í fyrir- rúmi og hér er ekki tomma gefin eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.