Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríflega 50 þúsund verslanir í Japan munu taka Ísey skyr í sölu strax í upphafi skyrframleiðslu þar í landi. Sala á Ísey skyri hefst þar í landi í lok mánaðarins. Ísey útflutningur, dótturfélag MS, samdi við japanska fyrirtækið Nippon Luna um framleiðslu og sölu á Ísey skyri í Japan. Hefur fyrir- tækið unnið að verkefninu með vax- andi afli síðustu mánuði og ár. Með- al annars var skyrið kynnt á árlegri vörusýningu sem móðurfélagið, stórfyrirtækið Nippon Ham, hélt í Osaka í janúar og um 20 þúsund við- skiptavinir þess sóttu. Ari Edwald, forstjóri MS, segir að þar hafi komið fram mikill áhugi á vörunni og fjallað hafi verið um íslenska skyrið í fjölmiðlum. Verslanirnar sem taka Ísey skyr í sölu eru af öllum stærðum og gerð- um og dreifðar um allt landið. Í þeim hópi eru jafnt verslanakeðjur með fjölda smáverslana innan sinna vébanda, stórmarkaðir á vestræna vísu og lúxusverslanir. Gætu þurft að auka framleiðslu Ari hefur helst áhyggjur af því að sá fjöldi verslana sem taka vöruna til sölu í upphafi og áhuginn sem hefur verið vakinn verði til þess að sprengja áætlanir og framleiðslu- geta mjólkursamlagsins verði ekki næg. Hann segir að stjórnendur Nip- pon Luna séu meðvitaðir um þetta en þeir muni ekki taka ákvarðanir um að auka framleiðslugetu fyrr en að tilteknum tíma liðnum. „Við erum ákaflega heppin með samstarfsaðila í Japan, getum ekki verið ánægðari með þá. Þeir leysa öll mál af fagmennsku,“ segir Ari. Skyr á Ólympíuleikum Söluherferð hefst þegar skyrið fer til verslana í lok þessa mánaðar. Ari telur ekki að kórónuveiran sem grasserar í Asíu hafi áhrif á það. Hins vegar verður ekki efnt til blaðamannafundar í íslenska sendi- ráðinu í Tókýó að sinni, eins og stefnt hafði verið að, og fulltrúar MS telja ekki ráðlegt að ferðast til Asíu nú. Segir Ari hugsanlegt að síðar verði efnt til samkomu af þessu tilefni. „Þetta mun engin áhrif hafa á markaðsherferðina, hún hefst á tilsettum tíma.“ Ólympíuleikarnir verða að óbreyttu haldnir í Tókýó í sumar. Ísey skyr verður þar í framlínunni hjá japönsku fyrirtækjunum sem MS er í samstarfi við. Ljósmynd/aðsend Auglýsing Japanskir kvikmyndagerðarmenn voru í gær við Herjólfsgötu í Hafnarfirði að taka upp efni í auglýsingu fyrir Ísey skyr. Fjallar hún um ævintýri japanskrar stúlku sem kemur til Íslands til að leita að Ísey skyri. 50 þúsund verslanir í Japan hefja sölu á skyri  Markaðsherferð og sala á Ísey skyri hefst í lok mánaðarins Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Leggja ætti helming hlutafjár í Ís- landsbanka inn í nýjan innviðasjóð á vegum ríkisins. Þetta segir Óli Björn Kárason, alþingismaður og formaður efna- hags- og við- skiptanefndar, í samtali við Við- skiptapúlsinn, hlaðvarp Viðskipta- Moggans. „Sjóðurinn get- ur svo nýtt þessi bréf til þess að fjármagna sig á lánamarkaði. Lagt bréfin til tryggingar,“ segir Óli Björn og telur ekkert því til fyr- irstöðu að sjóður af þessu tagi geti efnt til samstarfs við stofnanafjár- festa ýmiss konar um smærri og stærri fjárfestingarverkefni. „Ef við miðum við að hægt sé að fjármagna sjóðinn með þessum hætti upp á 50 milljarða þá er hægt að þrefalda þessa fjárhæð með sam- starfi við einkafjármögnunaraðila eins og lífeyrissjóði og þá erum við komin upp í 150 milljarða á næsta ári eða því þarnæsta.“ Margvísleg aðkoma Spurður hvort þátttaka annarra fjárfesta myndi felast í því að þeir kæmu með eigið fé að sjóðnum segir Óli Björn það ekki endilega nauð- synlegt. Sjóðurinn geti verið leið- andi í mörgum verkefnum á sama tíma en aðrir fjárfestar komið að þeim að hluta til eða í heild. Ástæða þess að Óli Björn varpar hugmynd- inni um innviðasjóðinn fram er að hans sögn sú að þótt æskilegt sé að losa um eignarhlut ríkisins í Ís- landsbanka, sem í dag er að öllu leyti í eigu þess, þá geti það tekið langan tíma og ekki sé æskilegt að bíða með mikilvægar framkvæmdir eftir því sem sölunni vindi fram. Betra sé að sjóðurinn geti selt „bréfin í rólegheitum á næstu fimm, tíu eða fimmtán árum eftir því hvernig markaðsaðstæður eru og verð. Eftir því sem þeir selja bréfin þá gengur söluverðið inn á útistand- andi lán sem innviðasjóðurinn hefur tekið. Þannig má flýta allri þessari aðgerð.“ Hann segir að ríkið hafi ástæðu til þess að stíga inn í núverandi að- stæður í hagkerfinu og auka fjár- festingu með afgerandi hætti. Slík skref geti „hleypt súrefni“ til at- vinnulífsins, jafnt ferðaþjónustunn- ar sem byggingageirans. Sagði hann að það gæti aukið „sjálfstraust fyr- irtækja“. Arðbærni að leiðarljósi Þótt Óli Björn segi það markmið í sjálfu sér að koma framkvæmdum af stað sem fyrst þurfi einnig að hafa ströng viðmið um hvers kyns þær eru. „Það sem skiptir máli við þessar aðstæður er í hvernig innviðum þú fjárfestir. Þú getur fjárfest í ein- hverri steinsteypu, byggingu, sem kallar síðan í sjálfu sér á aukin rík- isútgjöld í framtíðinni. Ég er ekki þar. Ég vil að við einbeitum okkur að því að setja fjármuni í að byggja upp hagræna innviði sem eru arð- bærir, létta undir með atvinnulífinu, létta undir með einstökum byggðum í landinu. Þar horfi ég á samgöng- urnar fyrst og fremst, fjarskiptin og flutningskerfi raforku.“ Hlutur í bankan- um í innviðasjóð  Vill uppbyggingu arðbærra innviða Morgunblaðið/Eggert Eignarhlutur Íslenska ríkið á Ís- landsbanka að öllu leyti. Óli Björn Kárason Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn vald- stjórninni. Er honum gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lög- reglumanni og sparkað í andlitið á honum. Þá er hann einnig sagður hafa hótað sama lögreglumanni og þremur starfsfélögum hans ofbeldi. Í ákæru kemur fram að maður- inn hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í desember árið 2018. Inni í lögreglubíl sparkaði hann tvisvar í andlit lögreglumanns með þeim afleiðingum að sá hlaut heila- hristing, mar á augnlok og augn- svæði og áverka á höfði. Þá hótaði hann lögreglumönnum og konum þeirra og börnum ofbeldi. Óður maður hótaði lögreglumönnum Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Úrval af lamba- og nautasteikum Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu Gæða kjötvörur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.