Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hagsmunir borgarinnar hljóta að
vera þeir að verslun og þjónusta við
Laugaveginn vaxi og dafni. Því er
óskiljanlegt að ráðist skuli vera á
rótgróin verslunarsvæði eins og nú á
að gera. Stjórnendur Reykjavíkur-
borgar eiga ekki að ráða því hvaða
verslanir lifi af eða ekki. Ákvörðun
þar um eiga viðskiptavinir okkar að
taka,“ segir Anna Bára Ólafsdóttir
sem rekur verslunina Dún og fiður á
Laugavegi 86 í Reykjavík.
Framkvæmdir bæti umhverfið
Óánægju gætir meðal margra
kaupmanna og annarra þeirra sem
þjónustu veita í miðborginni með þá
ákvörðun borgarvalda að gera
Laugaveg, Skólavörðustíg og Vega-
mótastíg varanlega að göngugötum.
Afmörkun svæðis eru Laugavegur og
Bankastræti frá Klapparstíg að Þing-
holtsstræti; Skólavörðustígur milli
Bergstaðastrætis og Laugavegar og
Vegamótastígur frá Laugavegi að
Grettisgötu.
Til stendur að fara í framkvæmdir
á þessum slóðum á næstunni til að
bæta umhverfi, það endurnýja yfir-
borð, gróður, götugögn og fleira.
Framkvæmdir verða unnar í níu
litlum áföngum og unnar, skv. til-
kynningu frá borginni, í samráði þá
sem eiga fasteignir eða eru með starf-
semi á þessum slóðum.
Haldbær rök skortir
„Dún og fiður er á þeim hluta
Laugavegar sem er enn opinn, en ef
marka má örlög kollega minna er
sennilegt að ég þurfi að flytja með til-
heyrandi rekstrartruflun, kostnaði og
óþægindum fyrir viðskiptavini,“ segir
Anna Bára sem bendir á að fleiri en
40 fyrirtæki hafi á síðustu misserum
flutt eða lokað vegna lokunar Lauga-
vegar. Þá hafi orðið mikill samdráttur
í rekstri hjá sumum kaupmönnum
sem hyggi því á lokun eða flutninga.
„Þróunin er öll í sömu átt. Könnun
Miðborgarinnar okkar og Samtaka
verslunar og þjónustu leiddi í ljós af-
gerandi andstöðu við lokun Lauga-
vegar og gatna hér í grenndinni. Á
þær er ekki hlustað af hálfu meiri-
hlutans í borginni og afstaða til dæm-
is kaupmanna er ekki virt. Allar yfir-
lýsingar um samráð eru marklausar,
segir Anna Bára sem telur það vera
skyldu Reykjavíkurborgar að búa
íbúum gott umhverfi og fyrirtækjum
aðstæður til að lifa og dafna. Þetta
tvennt haldist raunar í hendur og
annað sé ógn við lífsviðurværi og
hagsmuni.
„Ef borgin vill okkur ekki við
Laugaveg er eðlilegra að skýra frá
því heiðarlega og gefa okkur svigrúm
til að bregðast við eða bjóða nýjar
lausnir,“ segir Anna Bára. „En að
bola okkur í burtu þvert ofan í skýrar
óskir okkar með því að gera okkur
erfiðara fyrir eru eineltistilburðir og
valdníðsla. Manni stendur ekki á
sama þegar sameiginlegar stofnanir
okkar og lýðræðislega kjörnir fulltrú-
ar fara fram með þessum hætti. Við
höfum ekki fengið nein haldbær rök
fyrir lokun Laugavegar – og við-
skiptavinir bregðast við þessum ráð-
stöfunum borgarinnar og greiða at-
kvæði með fótunum og hætta
viðskiptum við okkur.“
Útrýma verslun í
hjarta borgarinnar
„Borgaryfirvöld hafa ekki haft neitt
samráð við okkur kaupmenn í mið-
borginni vegna lokunar gatna. Vilji
þeirra sem ráða för standa til þess að
útrýma verslun í hjarta borgarinnar,“
segir Rudiger Þór Seidenfaden sem
rekur Gleraugnasöluna 65. Verslunin
er gamalgróin og á sér tæplega 60 ára
sögu við Laugaveg.
„Undanfarin ár hefur Laugaveg-
urinn verið lokaður bílaumferð á
sumrin og afleiðing þess er að veltan
hjá mér hefur dregist saman um 30%.
Þessar tölur hafa þau sem eru fylgj-
andi lokun gatna vefengt og sagt mér
að vera bjartsýnn. Jú, það er ég líka
en tölurnar um samdrátt eru alveg
skýrar. Tek ég fram að verslun mín
er við þann hluta Laugavegar sem
hefur verið opinn bílaumferð til þessa
en nú verður þar breyting á – og ég
óttast afleiðingarnar. Þar bendi ég
meðal annars á að margir við-
skiptavina minna eru utan af landi og
þeir koma ekki fótgangandi í mið-
borgina og geyma bílana við Ártúns-
brekku,“ segir Rudiger Þór.
Kaupmenn Rudiger Þór Seidenfaden í Gleraugnasölunni og Önnu Báru Ólafsdóttur í versluninni Dún og fiður líst ekki á lokun Laugavegar fyrir bílum.
Yfirlýsingar um samráð marklausar
Kaupmenn gagnrýna lokun Laugavegar og fleiri gatna fyrir bílaumferð Gagnrýna borgaryf-
irvöld Verslunum lokað eða þær fluttar Veltan dregst saman Eineltistilburðir og valdníðsla
Morgunblaðið/Eggert