Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is BAKSVIÐ Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Góðir kennarar eru gulls ígildi og geta haft mikil áhrif á allt líf ungs fólks. Mikilvægt er að athygli sé vakin á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi hér á landi, segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Þetta kom fram í máli hennar þegar ákvörðun var tekin um að endurvekja Íslensku mennta- verðlaunin. Verðlaun þessi voru veitt í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, frá árinu 2005 til ársins 2011, alls í sjö skipti. Nú hefur verið gert samkomulag um að veita verðlaunin árlega næstu fimm árin. Að samkomulaginu standa embætti forseta Íslands, mennta- og menning- armálaráðuneyti, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneyti, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skóla- skrifstofa, kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofn- un, menntavísindasvið Háskóla Ís- lands, Miðstöð skólaþróunar við Há- skólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Forseti Íslands skipaði Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur, skáld og rithöfund, formann viðurkenning- arráðs, sem heldur utan um fram- kvæmd verðlaunaveitinganna. Ráð- gert er að veita verðlaunin í nóvember en um síðustu mánaðamót var auglýst eftir tilnefningum frá al- menningi. Framúrskarandi skólastarf verðlaunað Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi og auka veg menntaumbótastarfs. Þau verða veitt í þremur flokkum; ein verðlaun verða veitt skóla eða annarri mennta- stofnun fyrir framúrskarandi starf. Þá verður kennara sem stuðlað hefur að framúrskarandi menntaumbótum veitt verðlaun og þau þriðju verða veitt þróunarverkefni á sviði mennt- unar sem stenst ýtrustu gæðakröfur. Að auki verður veitt hvatning til ein- staklings, hóps eða samtaka sem lagt hafa af mörkum við að stuðla að menntaumbótum sem þykja skara fram úr að sögn Gerðar Kristnýjar. Hafþór Guðjónsson, kennari sem situr í viðurkenningarráðinu fyrir hönd Samtaka áhugafólks um skólaþróun, segir að hægt sé að til- nefna kennara, skóla eða alla þá sem koma að skólastarfi allt frá leik- skólastigi og til loka framhalds- skólastigsins. Skilyrði eru sett um að þeir sem tilnefndir eru til kenn- araverðlaunanna séu með full réttindi sem kennari en ekki er gerð krafa um slíkt í öðrum flokkum enda ná aðrir flokkarnir til annarra en einstaklinga. Hulda Dögg Proppé, kennari og formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun, segir að þróunarverkefni sem fái tilnefningar geti verið ein- staklingar, hópar eða samtök sem þykja skara fram úr. Þrátt fyrir að verðlaunin heiti Íslensku mennta- verðlaunin líkt og forveri þeirra hafa verið gerðar breytingar á verðlaun- unum. Allt frá leikskóla til framhaldsskóla „Ein þeirra breytinga er að nú er hægt að tilnefna fyrir starf á þremur skólastigum, það er leik-, grunn- og framhaldsskólastigið en áður voru verðlaunin bara á grunnskólastig- inu,“ segir Hulda Dögg. Sjálandsskóli í Garðabæ fékk Ís- lensku menntaverðlaunin árið 2011 og voru þau afhent af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Svo skemmtilega vildi þá til að athöfnin fór fram í Sjálandsskóla en það hafði verið ákveðið áður en ljóst var hvaða skóli fengi verðlaunin. Menntaverðlaunin eru veitt þeim skóla sem hefur sinnt vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. Edda Björg Sigurðardóttir er skóla- stjóri Sjálandsskóla og var að vonum ánægð með verðlaunin. „Þetta gefur okkur drifkraft til að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið að fara. Þetta eru verðlaun alls starfs- hópsins, ekki bara kennaranna. Við höfum öll þjappað okkur saman um að þróa skólann í þá átt sem hann er kominn,“ segir Edda. Flokkarnir voru einnig fjórir áður en þá voru þau í fyrsta lagi veitt skóla sem sinnt hafði nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. Í öðru lagi var kennari heiðraður sem skilað hafði merku ævistarfi eða á annan hátt skarað fram úr. Í þriðja lagi ungum kennara sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt. Að síðustu fékk höfundur námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi verðlaun. Hulda Dögg segir að oft vilji gleymast það frábæra starf sem unn- ið er í íslensku skólastarfi og segir Hafþór sorglegt þegar kennara- starfið er talað niður og kennarar njóti ekki þeirrar virðingar sem þeir eiga svo sannarlega skilið. „Við höfum átt erfitt með að fá kennara inn í skólana undanfarin ár en jákvæð umfjöllun um skólamál, til að mynda með Íslensku mennta- verðlaununum, ýtir vonandi undir að fólk feti þessa leið þegar það velur sér starfsvettvang. Eitthvað svipað og er í Finnlandi þar sem kennarastarfið nýtur mikillar virðingar og keppst er við að komast í kennaranám,“ segir Hafþór og bætir við að auðvitað geti ekki allir unnið til verðlauna en það sé engu að síður hvetjandi að fá tilnefn- ingu til verðlauna fyrir starfið. Stöndum á krossgötum Gerður Kristný segir að þrjár til fimm tilnefningar verði í hverjum flokki. „Við vonum að allir verði dug- legir að senda inn og við leggjum áherslu á að það er ekki flókið ferli að tilnefna,“ segir hún en hægt er að til- nefna á vef Skólaþróunar (www.skolathroun.is) auk þess sem hægt er að senda tilnefningar í pósti. Ekki er samt nóg að senda inn nöfn á fólki heldur verður að liggja rök- stuðningur að baki tilnefningunni. Hægt verður að senda inn tilnefn- ingar til 1. júní og eins og áður sagði verða verðlaunin afhent í nóvember. „Þetta verður vonandi til þess að hvetja kennara til að vera óhrædda við að stíga fram og gera breytingar á kennsluefni og kennsluháttum. Við stöndum á ákveðnum krossgötum og verðlaunin eiga að vera hvatning til fólks að þora að gera eitthvað nýtt,“ segir Hulda Dögg og vísar þar til verðlaunanna fyrir þróunarstarf. Hægt er að tilnefna fyrir kennslu í öllum greinum skólastarfsins, hvort heldur sem það fer fram innan skóla- stofu eða á frístundaheimilum eða leikskóla sem og þróunar- og mennta- umbótastarf af öllu tagi. Hvort sem um er að ræða litla skóla út á landi eða stóra safnskóla á höfuðborgar- svæðinu. Við leitum að kennurum sem þora að prófa sig áfram, að mistakast, læra á mistökunum og gæta þess að hlúa vel að nemendum sínum sem koma úr ólíkum áttum, segja þau Hulda, Haf- þór og Gerður. Góðir kennarar eru gulls ígildi  Íslensku menntaverðlaunin verða afhent í nóvember eftir að hafa legið í dvala í níu ár  Verð- launaflokkarnir eru fjórir  Byrjað er að taka við tilnefningum um gott og metnaðarfullt skólastarf Morgunblaðið/Eggert Menntaverðlaun Hafþór Guðjónsson, Gerður Kristný Guðjónsdóttir og Hulda Dögg Proppé sitja í viðurkenningarráði Íslensku menntaverðlaunanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.