Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
Nokkrar tegundanna sem sáust í
vetrarfuglatalningu á Vestfjörðum
eru tiltölulega sjaldgæfar á svæð-
inu og má þar nefna flórgoða,
brandönd, svartþröst, gráþröst og
stara. Þá kom skemmtilega á óvart
að hrossagaukur, tildra, eyrugla og
bleshæna voru meðal þeirra fugla
sem sáust í talningunni, segir á
heimasíðu Náttúrustofu Vestfjarða.
Á þeim svæðum sem talið var á
vestra sást 41 tegund og samtals yf-
ir 22 þúsund fuglar. Æðarfugl var
algengastur, um 10 þúsund fuglar,
stokkönd var næst í fjölda með yfir
3 þúsund fugla og svo komu snjó-
tittlingur og hávella með um eitt
þúsund fugla af hvorri tegund. Mik-
ið var af ógreindum máfum en af
bjartmáf, hvítmáf og svartbak voru
um 500 fuglar af hverri tegund.
Flestir fuglanna voru í Súganda-
firði, Steingrímsfirði, Skutulsfirði
og á eyjum og skerjum út af Reyk-
hólum. aij@mbl.is
Hrossagauk-
ur og tildra
komu á óvart
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hrossagaukur Sást víða á
Vestfjörðum í fuglatalningu
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði
um 618 á tímabilinu frá 1. desember
2019 til 1. mars sl. Næstmest fjölg-
un átti sér stað í Kópavogsbæ en
þar fjölgaði íbúum um 181 yfir
sama tímabil. Þetta kemur fram í
frétt Þjóðskrár um þar sem birtar
eru nýjar upplýsingar um íbúa-
fjölda eftir sveitarfélögum.
Þó að fjölgunin í höfðatölu væri
mest í höfuðborginni varð hlutfalls-
lega mest fjölgun á seinustu mán-
uðum í Ásahreppi þar sem íbúum
fjölgaði úr 251 í 260 eða um 3,6%
Fækkun varð í þremur lands-
hlutum, þ.e. Norðurlandi vestra,
Norðurlandi eystra og Vesturlandi.
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í
Svalbarðsstrandarhreppi eða um
5% frá 1. desember sl. og ef litið er
til landsins alls, þá fækkaði íbúum í
26 sveitarfélögum af 72 sveit-
arfélögum landsins á þessu tíma-
bili.
Sé litið á höfuðborgarsvæðið má
sjá að íbúum hefur fjölgað á sein-
ustu mánuðum í Kópavogi, Garða-
bæ og Mosfellsbæ, en lítils háttar
fækkun varð í öðrum sveitar-
félögum höfuðborgarsvæðisins.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölg-
aði samtals um 917.
Fjölgun í sveitarfélögum á Suð-
urlandi og Suðurnesjum
Á Suðurnesjum átti sér stað
fjölgun íbúa í öllum sveitarfélög-
unum á svæðinu eða samtals um
181 íbúa og svipuð þróun hefur átt
sér stað á Suðurlandi því þar fjölg-
aði íbúum í 14 af 15 sveitarfélögum
í landshlutanum á undanförnum
mánuðum. Íbúum fækkaði um fimm
í sveitarfélaginu Ölfusi.
omfr@mbl.is
Fækkun í þremur landshlutum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölgun Íbúar landsins voru orðnir 365.313 þúsund um nýliðin mánaðamót.
Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 618 frá 1. desember sl.
Rannsókn á jarðneskum leifum karl-
manns sem höfnuðu í veiðarfærum
fiskibáts á Selvogsgrunni 18. maí
2017 hefur leitt í ljós að um sé að
ræða Guðmund Geir Sveinsson,
fæddan 13. apríl 1974. Hann var 41
árs gamall, ókvæntur og barnlaus,
búsettur á Selfossi. Vísbendingar
eru um að hann hafi fallið í Ölfusá
við Selfosskirkju 26. desember 2015.
Umfangsmikil leit var gerð að
Guðmundi Geir á sínum tíma og tóku
meðal annars björgunarsveitir af
öllu suðvesturhorni landsins og úr
Rangárvallasýslu, alls um 100
manns, á bátum, fjórhjólum, bílum
og í gönguhópum, þátt. Einnig var
leitað úr lofti með þyrlu.
Við rannsókn Rättmedicinal-
verket í Svíþjóð á upphandleggs-
beini sem fannst á Selvogsgrunni
kom í ljós að DNA snið úr beininu
samsvaraði DNA-sýnum sem aflað
hafði verið úr aðstandendum Guð-
mundar Geirs þegar hann hvarf.
Fundað hefur verið með aðstand-
endum vegna þessa og verða jarð-
neskar leifar Guðmundar Geirs af-
hentar þeim á næstu dögum, að sögn
lögreglu.
Báru kennsl
á leifar Guð-
mundar Geirs