Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Nokkrar tegundanna sem sáust í vetrarfuglatalningu á Vestfjörðum eru tiltölulega sjaldgæfar á svæð- inu og má þar nefna flórgoða, brandönd, svartþröst, gráþröst og stara. Þá kom skemmtilega á óvart að hrossagaukur, tildra, eyrugla og bleshæna voru meðal þeirra fugla sem sáust í talningunni, segir á heimasíðu Náttúrustofu Vestfjarða. Á þeim svæðum sem talið var á vestra sást 41 tegund og samtals yf- ir 22 þúsund fuglar. Æðarfugl var algengastur, um 10 þúsund fuglar, stokkönd var næst í fjölda með yfir 3 þúsund fugla og svo komu snjó- tittlingur og hávella með um eitt þúsund fugla af hvorri tegund. Mik- ið var af ógreindum máfum en af bjartmáf, hvítmáf og svartbak voru um 500 fuglar af hverri tegund. Flestir fuglanna voru í Súganda- firði, Steingrímsfirði, Skutulsfirði og á eyjum og skerjum út af Reyk- hólum. aij@mbl.is Hrossagauk- ur og tildra komu á óvart Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hrossagaukur Sást víða á Vestfjörðum í fuglatalningu Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 618 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. mars sl. Næstmest fjölg- un átti sér stað í Kópavogsbæ en þar fjölgaði íbúum um 181 yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár um þar sem birtar eru nýjar upplýsingar um íbúa- fjölda eftir sveitarfélögum. Þó að fjölgunin í höfðatölu væri mest í höfuðborginni varð hlutfalls- lega mest fjölgun á seinustu mán- uðum í Ásahreppi þar sem íbúum fjölgaði úr 251 í 260 eða um 3,6% Fækkun varð í þremur lands- hlutum, þ.e. Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vesturlandi. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Svalbarðsstrandarhreppi eða um 5% frá 1. desember sl. og ef litið er til landsins alls, þá fækkaði íbúum í 26 sveitarfélögum af 72 sveit- arfélögum landsins á þessu tíma- bili. Sé litið á höfuðborgarsvæðið má sjá að íbúum hefur fjölgað á sein- ustu mánuðum í Kópavogi, Garða- bæ og Mosfellsbæ, en lítils háttar fækkun varð í öðrum sveitar- félögum höfuðborgarsvæðisins. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölg- aði samtals um 917. Fjölgun í sveitarfélögum á Suð- urlandi og Suðurnesjum Á Suðurnesjum átti sér stað fjölgun íbúa í öllum sveitarfélög- unum á svæðinu eða samtals um 181 íbúa og svipuð þróun hefur átt sér stað á Suðurlandi því þar fjölg- aði íbúum í 14 af 15 sveitarfélögum í landshlutanum á undanförnum mánuðum. Íbúum fækkaði um fimm í sveitarfélaginu Ölfusi. omfr@mbl.is Fækkun í þremur landshlutum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölgun Íbúar landsins voru orðnir 365.313 þúsund um nýliðin mánaðamót.  Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 618 frá 1. desember sl. Rannsókn á jarðneskum leifum karl- manns sem höfnuðu í veiðarfærum fiskibáts á Selvogsgrunni 18. maí 2017 hefur leitt í ljós að um sé að ræða Guðmund Geir Sveinsson, fæddan 13. apríl 1974. Hann var 41 árs gamall, ókvæntur og barnlaus, búsettur á Selfossi. Vísbendingar eru um að hann hafi fallið í Ölfusá við Selfosskirkju 26. desember 2015. Umfangsmikil leit var gerð að Guðmundi Geir á sínum tíma og tóku meðal annars björgunarsveitir af öllu suðvesturhorni landsins og úr Rangárvallasýslu, alls um 100 manns, á bátum, fjórhjólum, bílum og í gönguhópum, þátt. Einnig var leitað úr lofti með þyrlu. Við rannsókn Rättmedicinal- verket í Svíþjóð á upphandleggs- beini sem fannst á Selvogsgrunni kom í ljós að DNA snið úr beininu samsvaraði DNA-sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guð- mundar Geirs þegar hann hvarf. Fundað hefur verið með aðstand- endum vegna þessa og verða jarð- neskar leifar Guðmundar Geirs af- hentar þeim á næstu dögum, að sögn lögreglu. Báru kennsl á leifar Guð- mundar Geirs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.