Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
VILTU TAKAVIÐ
GREIÐSLUMÁNETINU?
KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar
bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tómas Kárason skipstjóri og hans
menn á Beiti NK 123 sigldu á um
tólf mílum norður Atlantshafið í
gær með fullfermi af kolmunna eða
um 3.100 tonn. Þegar talað var við
Tómas voru þeir ekki langt frá
klettinum Rockall um 300 mílur
vestur af Skotlandi. Frá miðunum í
grennd við Porcupine banka vestur
af suðurodda Írlands eru um 830
sjómílur heim til Neskaupstaðar
þangað sem ráðgert er að koma í
fyrramálið eftir um 70 klukkutíma
siglingu.
Veiðar gengu vel í þessum túr og
veður er búið að vera gott á miðun-
um í um vikutíma. Aðeins einu
sinni þurfti Beitir að gera hlé á
veiðum í um 40 tíma vegna brælu í
þessu veðravíti eins og Tómas kall-
ar það.
Hætta á að sprengja
„Þarna var nóg að sjá og þegar
best lætur er aðeins togað í nokkr-
ar mínútur. Þá er kúnstin að fá
ekki of mikið því það er alltaf
hætta á að sprengja pokann. 3-500
tonn er mjög fínt, en stærsta holið
í þessum túr var 550 tonn eftir að-
eins fáeinar mínútur,“ segir Tómas.
Beitir er sex ára gamalt skip, 86
metra langt og tæplega 18 metrar
á breidd. Síldarvinnslan hf. keypti
skipið 2015 og er það eitt af best
búnu og afkastamestu uppsjávar-
veiðiskipum flotans. Á miðunum á
alþjóðlega hafsvæðinu vestur af Ír-
landi var Beitir ásamt fjölda ann-
arra skipa, m.a. frá Íslandi, Fær-
eyjum, Noregi, Rússlandi og
Hollandi.
Kolmunninn er farinn að nálgast
hrygningu, en að henni lokinni
„straujar hann norður á bóginn í
fæðuleit“ eins og Tómas orðar það.
Íslendingar veiða mest af kol-
munna á alþjóðlegu hafsvæði vest-
ur af Bretlandseyjum og í fær-
eyskri lögsögu.
Síðan skall á kolbrjálað veður
Þó svo að veður hafi verið gott á
miðunum síðustu daga hefur tíðin
verið erfið síðustu vikur. Á heima-
síðu Síldarvinnslunnar mátti lesa
eftirfarandi á þriðjudag, en þá var
rætt við Gísla Runólfsson, skip-
stjóra á Bjarna Ólafssyni AK:
„Heimsiglingin tók hvorki meira
né minna en fjóra og hálfan sólar-
hring. Fyrstu tveir sólarhringarnir
voru ágætir en síðan skall á kol-
brjálað veður og tíu metra öldu-
hæð. Við slóuðum bara í hátt í tvo
sólarhringa. Það er ágætis veiði
þarna á miðunum þegar viðrar en
staðreyndin er sú að þetta er
ógeðslegt svæði veðurfarslega. Svei
mér þá ef maður er ekki að verða
of gamall í þetta,“ segir Gísli.
„Kúnstin að fá ekki of mikið“
Góð kolmunnaveiði í góðu veðri síðustu viku vestur af Írlandi Getur verið sannkallað veðravíti
Ljósmyndir/Helgi Freyr Ólason
Veðravíti Ótíð hefur oft verið á miðunum vestur af Írlandi í vetur og líka gefið á bátinn á siglingu til og frá Íslandi.
Góður afli Vel hefur fiskast á kolmunnamiðum undanfarið og þarna eru um 550 tonn í pokanum á síðunni.
Í brúnni Tómas Kárason, skipstjóri
á Beiti NK, á heimstíminu í gær.
Kolmunni
Noregshaf
ÍSLAND
ÍRLAND
NOREGUR
FÆREYJAR
Útbreiðslusvæði
kolmunna
Hrygningarstöðvar
Göngur kolmunna
á vorin
Kolmunna-
skipin eru
að veiðum
vestur af
suðurodda
Írlands, um
800 mílur
suður af
Íslandi