Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 36
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bílaleiguflotinn í landinu dróst saman á síðasta ári í fyrsta skipti síðan árið 2006, samkvæmt samantekt fjár- mögnunarfyrirtækisins Ergo, dóttur- fyrirtækis Íslandsbanka. Í samantektinni kemur fram að flotinn hafi dregist saman um sex pró- sent, en sem dæmi óx hann um tvö prósent árið 2018, 20% árið 2017, 35% árið 2016 og 26% árið 2015. 24.182 bílaleigubílar voru á landinu í fyrra, en árið á undan var fjöldinn 25.591 bíll. Þess má geta að frá árinu 2006 hefur fjöldi bílaleigubíla aukist úr 4.756 bílum upp í 25.591 bíl þegar hæst stóð árið 2018, eins og fyrr sagði, en það er rúmlega fimmföldun. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna í landinu margfaldast. Þeir voru 460 þúsund árið 2006, tæpar tvær millj- ónir í fyrra og rúmlega 2,3 milljónir er mest lét árið 2018. Rekstraraðilum fækkar Einnig segir í samantekt Ergo að 1,22 bílar hafi verið á hverja 100 ferðamenn á landinu í fyrra, sem er aukning frá árinu 2006 þegar 1,19 bílar voru á hverja 100 ferðamenn. Þegar litið er til fjölda rekstrar- aðila bílaleiga á landinu á síðustu ár- um kemur í ljós að þeim hefur fækk- að. Á síðasta ári voru rekstraraðilar sjötíu og sex talsins, en árið á undan voru þeir 79. Árið 2017 voru þeir hins- vegar mun fleiri eða 113 talsins. Í fyrra voru 34 bílaleigur með 50 bíla eða fleiri í rekstri, 29 bílaleigur voru með 10-49 bíla og 13 leigur voru með 1-9 bíla í rekstri. Stærsta bílaleiga landsins er Höld- ur, en undir henni eru bílaleigurnar Bílaleiga Akureyrar og Europecar. Leigan var með 4.779 bíla í sínum flota á síðasta ári, eða tæplega 20% af heildarfjölda bílaleigubíla á landinu. Jókst fjöldi bíla í flota leigunnar um fimm prósent milli áranna 2018 og 2019. Næstu sjö bílaleigur á lista yfir stærstu bílaleigur landsins drógu hinsvegar allar úr framboði sínu á síð- asta ári. Samtals búa fimm stærstu leigur landsins yfir 58,5% af heildar- fjölda bílaleigubíla á landinu, og þær tíu stærstu eru með 76,6% flotans. Þegar horft er til mesta vaxtar ein- stakra bílaleiga kemur í ljós að bíla- leigan Lotus, sem er 16. stærsta bíla- leiga landsins, með 324 bíla, óx mest á milli áranna 2018 og 2019, eða um 53%. Í öðru sæti hvað vöxt varðar var bílaleigan Lava CarRental með 42% vöxt, en hún er með 240 bíla í sinni þjónustu. Í greiningu Ergo er einnig getið um hvaða fjármögnunaraðilar séu at- kvæðamestir á íslenska markaðinum. Þar má sjá að Ergo er með 46,1% markaðarins í bílalánum, en næst á eftir kemur Landsbankainn með 32,8%. Lykill er með 5,7%, Arion banki er með 1,5% og aðrir eru með 14%. Bílaleigubílum fækkaði í fyrsta sinn síðan 2006 Fjöldi bílaleigubíla 2006-2019 og breyting milli ára 30 25 20 15 10 5 0 1,8 1,5 1,2 0,9 0,6 0,3 0 Fjöldi bílaleigubíla, þúsundir Fjöldi bíla á hverja 100 ferðamenn 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 4,8 4,8 5,6 5,7 6,6 7,9 9,6 11,4 12,2 15,4 20,8 25,1 25,6 24,2 Þúsundir bíla Fjöldi á hverja 100 ferðamenn 1,19 1,22 +26% +35% +20% +2% -6% Sjö stærstu bílaleigurnar árið 2019 » Höldur/Bílaleiga Akureyrar/ Europecar » Alp/Avis/Budget/Payless/ Zipcar » Bílaleiga Flugleiða/Hertz/ Firefly » Blue Car Rental/Goldcar » Bílaleigan Berg/Sixt » Brimborg/Dollar-Thrifty » Bílaleigan Geysir  1,22 bílar á hverja 100 ferðamenn  Rekstraraðilar 113 árið 2017 en eru núna 76 36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 5. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.24 128.86 128.55 Sterlingspund 164.06 164.86 164.46 Kanadadalur 95.98 96.54 96.26 Dönsk króna 19.067 19.179 19.123 Norsk króna 13.806 13.888 13.847 Sænsk króna 13.5 13.58 13.54 Svissn. franki 133.81 134.55 134.18 Japanskt jen 1.1873 1.1943 1.1908 SDR 176.66 177.72 177.19 Evra 142.5 143.3 142.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.3158 Hrávöruverð Gull 1599.05 ($/únsa) Ál 1684.0 ($/tonn) LME Hráolía 53.47 ($/fatið) Brent ● Arion banki hef- ur ákveðið að bjóða nýja tegund húsnæðislána sem viðskiptavinir bankans geta tek- ið til viðbótar þeim lánum sem tekin eru hjá lífeyrissjóðum. Bankinn bendir í tilkynningu á að ýmsir, einkum þeir sem ekki eiga mik- ið eigið fé til fast- eignakaupa, hafi ekki átt þess kost að nýta sér hús- næðislán lífeyrissjóða sökum þess að sjóðirnir bjóða almennt lægri láns- hlutföll en bankastofnanir hafa gert. Það geri sjóðirnir á sama tíma og þeir bjóði almennt hagstæða vexti til þeirra sem kost hafa haft á að taka lán hjá þeim. Með viðbótarlánum Arion banka verður fólki kleift að taka lán fyrir allt að 80% af kaupverði en allt að 85% ef um fyrstu kaup er að ræða. Í þeim tilvikum þar sem fólk endurfjármagnar eldri húsnæðislán verður lánshlutfallið einnig 80%. Að sögn bankans geta lánin bæði verið verðtryggð og óverð- tryggð og þau beri breytilega vexti og lánstími geti verið á bilinu 5 til 25 ár. Arion býður ný viðbótar- lán við lán lífeyrissjóða Arion Býður nýj- ung á lánamarkaði. STUTT ● Hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hækkuðu mest í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær og nam hækk- unin 1,75%. Þá hækkuðu bréf fast- eignafélagsins Regins um ríflega 1%. Önnur félög hækkuðu minna. Mesta lækkunin varð á bréfum fasteignafélagsins Reita og nam hún 2,14%. Þá lækkuðu bréf trygginga- félagsins VÍS um 1,72%. Festi lækk- aði um 1,56% en félagið á og rekur verslanir Krónunnar og bensínstöðvar N1. Mest var velta með bréf Arion banka eða 433 mlljónir. Þá nam velta með bréf Festar 337 milljónum króna. Bréf Icelandair lækkuðu um 1,34% í viðskiptum gærdagsins og nam velta með bréf félagsins tæpum 250 millj- ónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega í gær eða um 0,14% og hefur því lækkað um 8,6% frá áramótum. Brim hækkaði mest en Reitir lækkuðu mest LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.