Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þriðjudag-urinn stóri“reyndist vissulega sögu- legur viðburður í prófkjörsatgangi demókrata í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar vestra geta með réttu lesið margar sögulegar fréttir og stjórnmálalegar út- listanir úr úrslitunum. Það er sagt að Bandaríkja- menn elski „comeback kids“ og í pólitíkinni hefur Bill Clinton verið talinn frægt dæmi um það fyrirbæri. Og þótt „kid“ falli ekki vel að Joe Biden þá verður því ekki neit- að að varaforsetinn fyrrver- andi, sem oft hefur barist í prófkjörum vegna framboðs til forseta og aldrei unnið eitt einasta fylki, er óvæntur sig- urvegari dagsins, þótt hann virtist telja að þriðjudaginn bæri upp á fimmtudag að þessu sinni. Það var almennt mat fyrir örfáum vikum að Biden væri orðinn pólitísk innstæða sem einungis ætti eftir að afskrifa formsins vegna. Og lungi allra skýrenda sá ekki betur en að Bernie Sand- ers myndi koma frá stóra deginum með flesta kjörmenn í sínum sekk, þótt töluvert myndi þó vanta upp á að hann hefði tryggt sér að verða frambjóðandi gegn Trump. En eftir nóttina blasti sú niðurstaða við að Sanders hefði tapað baráttu sinni, vegna þess að ráðandi öfl í Demókrataflokknum hefðu í annað sinn ákveðið að það væri óhjákvæmilegt. Þau höfðu lengi byggt áætlanir sínar á að Bloomberg auð- manni myndi takast að kaupa sigurinn. Svo viss var Bloomberg um afl auranna, ekki síst væru þeir óþrjótandi, að hann lof- aði því opinberlega að færi svo, þvert á vonir sínar, að einhver annar yrði frambjóð- andi fyrir sinn nýja flokk, þá myndi hann kosta baráttu hans eins og hann væri sjálf- ur í framboði. En Bloomberg fór illlega út af sinni borguðu braut strax í fyrstu kappræðunni sem hann tók þátt í. Og tveimur vikum síðar ákvað flokkseig- endafélag demókrata loks að gefa Bloomberg upp á bátinn og gera Joe Biden að fram- bjóðanda þrátt fyrir þekkta skavanka og vaxandi áhyggj- ur um að hann „gengi ekki á öllum sem frambjóðandi“. Margir almennir demókrat- ar telja að flokkurinn hafi ekki átt annan kost í þessari undarlegu stöðu. Bloomberg- braskið var beisk- ur biti, sem reyndist að auki ótyggjanlegur. Og þessum trygga hópi flokksmanna þótti augljóst að Sanders myndi ekki hafa roð við Trump, enda sýndu kannanir að al- mennir kjósendur voru ekki tilbúnir að kjósa yfirlýstan sósíalista sem forseta. Það var eins og augu fjöldans opnuðust þegar Sanders fór að bera blak af Fidel Castro og réttlæta óhugnaðar- stjórnarfar hans með því að margir krakkar hefðu lært að lesa í stjórnartíð hans. „Þar með gulltryggði hann Flórida fyrir Trump,“ sögðu þeir. Það var einnig skoðun þessa hóps að Sanders myndi ekki aðeins sem frambjóðandi leggja beina braut fyrir Trump inn í Hvíta húsið á ný, heldur gæti skaðinn orðið miklu meiri. Því að almennir kjósendur myndu einnig, af ótta við Sanders sem forseta, telja öryggismál að tryggja repúblikönum ríflegan meiri- hluta í báðum deildum til að draga tennur úr Sanders sósí- alista. En helstu handlangarar demókrata eru augljóslega ekki algjörlega sannfærðir um að Biden komist klakk- laust í gegnum síðasta hluta prófkjörsins. Þess vegna dynja nú háværar kröfur á Bernie Sanders um að hann hætti nú þegar við framboð sitt, enda hafi staða hans snarveikst við það að Mike Bloomberg hafi nú hætt við sitt brölt eftir lélegan árang- ur á þriðjudag. Varla verður um það deilt að langmestur þróttur, áhugi, svo ekki sé talað um hug- sjónaeldinn, hefur aug- ljóslega brunnið hjá stuðn- ingsmönnum Sanders. Það er því hætt við að margur á þeim bæ verði reiður og svekktur vegna meðferð- arinnar á leiðtoganum, nú þegar aftur er höggvið í sama knérunn. Það þyrfti hins vegar mikið ímyndunarafl til að ætla eða vona að margir af hinum heitu stuðningsmönnum Sanders muni í svekkelsi sínu beina atkvæðum sínum og afli í þágu Trumps forseta. En hitt er talið líklegra að unga fólkið sem flykktist um Sanders sósíalista muni lítt finna sig í því að gera af eld- móði upp á milli Bidens og Trumps. Það er ekki með öllu útilokað að sé það rétt kunni það að reynast demókrötum dýrkeypt. Það er uppi gjör- breytt staða eftir stóra slaginn í próf- kjöri bandarískra demókrata} Þriðjudagurinn mikli S amband Íslands og Póllands er sterkt og vaxandi. Viðtökurnar í opinberri heimsókn forseta Íslands til Póllands eru merki um það, en heimsókninni lýkur í dag. Saga þjóðanna er afar ólík, þar sem pólsk menning hefur mótast af landfræðilegri stöðu og átök- um á meginlandi Evrópu í árhundruð. Íslensk menning á rætur í hnattstöðu landsins, mikilli einangrun um aldir og smæð þjóðar. Engu að síður eru þjóðirnar um margt líkar og við deil- um mörgum gildum. Það kann að vera ein ástæða þess, að þeir ríflega 21 þúsund Pól- verjar sem búa á Íslandi hafa komið sér vel fyrir í nýju landi, gerst virkir þátttakendur í samfélaginu og auðgað íslenska menningu. Það á ekki að koma neinum á óvart að þjóð sem alið hefur af sér vísinda- og listamenn á borð við Chopin, Kópernikus og Marie Curie skuli stolt af uppruna sínum og menningu. Menningarsamband Ís- lands og Póllands hefur sjaldan verið jafn gæfuríkt og nú. Á 50 ára afmæli Listahátíðar í Reykjavík verður lögð sérstök áhersla á pólska listamenn og samfélag fólks af pólskum uppruna á Íslandi. Á sviði tónlistar, kvikmynda og sviðslista hafa myndast sterk tengsl milli Íslands og Póllands og meðal annars leitt til samstarfs Íslensku óp- erunnar og Pólsku þjóðaróperunnar. Það sama hefur gerst í heimi bókmenntanna og var Ísland heiðursland á stórri bókamessu í Gdansk í fyrra – þeirri fallegu hafn- arborg, sem geymir ómælda þekkingu á skipasmíðum og því sögu sem tengist íslenskum sjávarútvegi. Þá hefur Íslensk-pólsk veforðabók orðið til og mætir brýnni þörf pólskumælandi fólks á Ís- landi, nemenda og kennara á öllum skólastig- um, þýðenda og túlka. Grunnskólanemendur með erlent móðurmál hafa aldrei verið fleiri en nú. Um 3.000 pólskumælandi börn eru í ís- lenskum skólum og það er brýnt að þeim séu tryggð sömu réttindi og tækifæri og börnum íslenskumælandi foreldra. Skólarnir eru mis- vel búnir til að mæta þörfum þeirra. Það skiptir sköpum fyrir framtíð þeirra og sam- félagið allt að vel takist til á þessu sviði. Ís- lensk og pólsk menntamálayfirvöld hafa und- irritað samstarfsyfirlýsingu um að efla enn frekar samstarf landanna á sviði menntunar. Lögð verður áhersla á að nemendur af pólsk- um uppruna hafi aðgang að menntun á móðurmáli sínu, hvatt er til aukins samstarfs mennta- stofnana og samskipta ungmenna, kennara og skóla- starfsfólks. Jafnframt þarf að efla íslenskukunnáttu þessara barna. Góð íslenskukunnátta mun tryggja börn- um af erlendum uppruna betri tækifæri, auka þekkingu þeirra á samfélaginu, félagsfærni og hjálpa þeim að blómstra. Í tilefni opinberrar heimsóknar forseta Ís- lands er vert að staldra við og kanna hvernig efla megi samvinnu landanna enn frekar. Hún hefur verið farsæl fyrir báðar þjóðir og mun vonandi verða um alla tíð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Bókmenntir, listir og skipasmíðar Höfundur er menntamálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen sem staðið hefur yfir í nær áratug, Arnarfjörður á miðöldum. Beinist ransóknin nú aðallega að rústum fornskála á Auðkúlu sem líklega hef- ur verið í byggð á tímabilinu frá 900 til 1100. Sex styrkir eru veittir til frá- gangs, úrvinnslu og skila á gögnum frá ýmsum rannsóknum, þar á meðal rannsókn á Bessastöðum sem hófst fyrir meira en 30 árum. Fara sam- tals tæpar þrettán milljónir króna úr sjóðnum í þetta og auk þess er veitt- ur styrkur að upphæð 1,3 milljón króna til að halda úti Árbók Forn- leifafélagsins. Ennfremur fá sam- tökin Björgum Magna áfram styrk til viðhalds og viðgerða á þessum fræga dráttarbát, fyrsta stálskipinu sem smíðað var hér á landi. Þá fá þrjár fornleifarannsóknir komandi sumars styrki. Tvær þeirra eru á vegum Fornleifastofnunar sem fær 2,3 milljónir króna til að halda áfram rannsókn á öskuhaugum áður óþekkts bæjarstæðis í Þjársárdal, „Bergsstöðum“, og 2,8 milljónir til björgunarrannsókna á landnáms- minjum í Sandvík á Ströndum. Þær uppgötvuðust fyrir tilviljun fyrir nokkrum árum. Loks fær Minjasafn Reykjavíkur í þriðja sinn styrk til verkefnisins „Fornar rætur Árbæj- ar“ en þar er um að ræða uppgröft á bæjarstæði hins forna Árbæjar sem nú er innan girðingar Árbæjarsafns. Um 40 milljónir í fornleifarannsóknir Ljósmynd/Facebook-síða Fornleifafræðistofunnar Minjar Fornleifafræðistofan heldur í sumar áfram uppgeftri á stórbýli á Mýrdalssandi sem lagðist í eyði um aldamótin 1400 eftir mörg gos í Kötlu. FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Úthlutað var úr fornminja-sjóði fyrir þetta ár áþriðjudaginn fyrir 41,3milljónir króna. Alls fá 16 verkefni styrk að þessu sinni. Í frétt frá Minjastofnun segir að um- sóknir hafi verið 60 talsins og 49 þeirra styrkhæfar eða 82% um- sókna. Þrjú verkefni fengu hæstu einkunn, þau voru öll undir 5 millj- ónum sem er hámarksupphæð út- hlutunar og eru því styrkt að fullu. Átján verkefni hlutu næsthæstu ein- kunn og varð því að velja úr þeim umsóknum samkvæmt forgangs- röðun sjóðsins og hlutu 13 þeirra styrk að þessu sinni fyrir allt að 80% af heildarkostnaði verkefnis en að hámarki 3,5 milljónir kr. Fimm verkefni fengu styrk að upphæð 3,5 milljónir króna. Tveir þeirra fara til Fornleifafræðistof- unnar sem Bjarni Einarsson forn- leifafræðingur stýrir. Um er að ræða framhald fornleifauppgröfts í Stöðv- arfirði og Arfabót á Mýrdalssandi. Í Stöðvarfirði hefur komið í ljós skáli frá landnámsöld og undir honum annar skáli sem gæti verið frá því fyrir tíma hefðbundinnar skilgrein- ingar á landnámi. Arfabót var stór- býli sem lagðist í eyði um aldamótin 1400 eftir mörg gos í Kötlu, hlaup og flóð. Hinir þrír stóru styrkirnir fara til Fornleifastofnunar, Háskóla Ís- lands og fornleifadeildar Náttúru- stofu Vestfjarða. Fornleifastofnun ætlar að halda áfram rannsóknum og uppgreftri í Ólafsdal við Gilsfjörð. Mun hugmyndin vera sú að ljúka við uppgröft á fornskála sem þar er og hugsanlega grafa einnig upp jarð- hýsi norðan við hann. Þá hefur verið rætt um að grafa fleiri könnunar- skurði í fornlegar rústir sem eru bæði norðan og sunnan við skálann og í rústabungu vestan við hann sem geymir mannvistarleifar. Rannsókn- irnar í Ólafsdal njóta einnig stuðn- ings Minjaverndar sem stendur fyr- ir uppbyggingu gamalla húsa á þessu sögufræga menntabóli. Há- skólinn (Orri Vésteinsson prófessor) er að rannsaka minjar skála frá 10. öld í Mývatnssveit, innan við 500 m frá Hofsstöðum þar sem viðamikill fornleifauppgröftur hefur farið fram. Loks heldur Náttúrustofa Vestfjarða áfram með stórt verkefni Hægt er að fylgjast með mörg- um íslenskum fornleifarann- sóknum á Facebook-síðum sem fornleifafræðingarnir hafa sett upp. Eru þar yfir sumarið birtar frásagnir og ljósmyndir af fram- gangi rannsóknanna. Þar má oft sjá fréttir sem síðar rata í fjöl- miðla. Meðal slíkra síðna eru Fornleifarannsóknin í Ólafsdal, Arnarfjörður á miðöldum, Land- námsskáli í Stöð og Fornar ræt- ur Árbæjar. Auk þess er m.a. hægt að leita upplýsinga á síð- um Fornleifafræðistofunnar og Fornleifastofnunar. Fylgst með á Facebook FORNLEIFARANNSÓKNIR Ljósmynd/Björn Húnbogi Sveinsson Uppgröftur Rannsókn í Reykholti í Borgarfirði fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.