Morgunblaðið - 05.03.2020, Síða 43
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
SÉRSMÍÐI
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins.
Þú kemur með hugmyndina og við
látum hana verða að veruleika með
vandaðri sérsmíði og flottri hönnun.
Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2020
kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík.
Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram
ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða
rafrænum hætti. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða
drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en
10 dögum fyrir fund, fyrir kl. 16:00 þann 16. mars 2020. Nánari
upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins:
www.eimskip.com/investors
Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin
hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæða-
seðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hlut-
höfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa
um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð.
Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti
á fundinum.
Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa
um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar
geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá
í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka
daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir
aðalfundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en
aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upp-
lýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á
vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári
2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár
3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar á reikningsárinu 2019
4. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum
5. Tillaga um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin
hlutum skv. endurkaupaáætlun
6. Tillaga um heimild til lækkunar hlutafjár
AÐALFUNDUR
EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HF.
drög að dagskrá
reglur um þátttöku og
atkvæðagreiðslu á fundinum
Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu
félagsins: www.eimskip.com/investors
Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuð-
stöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka daga
milli kl. 9:00 og 16:30.
Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar verða birtar tveimur vikum
fyrir fundinn. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær birtar
a.m.k. þremur dögum fyrir fundinn ásamt uppfærðri dagskrá.
Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 má tilkynna
um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum fyrir
aðalfund. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða
birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða
afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi.
Reykjavík, 4. mars 2020
Stjórn Eimskipafélags Íslands hf.
aðrar upplýsingar
Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is
7. Tillaga um skipun og starfsreglur tilnefningarnefndar
8. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
9. Kosning stjórnar félagsins
10. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna
og undirnefnda stjórnar
11. Kosning endurskoðenda
12. Önnur mál, löglega upp borin
Frétt um að loka
ætti Nýsköpunar-
miðstöð Íslands hélt ég
fyrst að væri misskiln-
ingur í fréttaflutningi
en komið hefur í ljós að
misskilningurinn var
ekki hjá fréttaflytj-
endum, það er hug-
myndin um að loka sem
greinilega er byggð á
misskilningi. Það er
ekki nýtt að einhver hagsmunaöfl í
landinu séu andsnúin Nýsköpunar-
miðstöðinni (áður Iðntæknistofnun
og Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins sem komu frá atvinnudeild
Háskólans). Ekki vegna haldbærra
raka heldur illa grundaðra skoðana
og vanþekkingar. Meira að segja ráð-
herrar málaflokksins hafa ekki alltaf í
gegnum árin staðið með stofnunun-
um, núverandi ráðherra vill loka.
Stofnanir tækni og nýsköpunar
þurftu alltaf að berjast harðri baráttu
fyrir lífi sínu.
Skemmst er frá að segja að Ný-
sköpunarmiðstöð hefur
sinnt og sinnir mikil-
vægum verkefnum fyrir
marga aðila í landinu.
Stofnunin hefur byggt
upp þekkingu og at-
vinnu sem skiptir okkur
miklu máli. Nýjar hug-
myndir og ný þekking
koma þaðan. Sérþekk-
ing, fagmennska og
trúnaður, sem margir
nýta sér og treysta, eru
höfð þar í heiðri.
Ég legg til að starfsmenn nýsköp-
unarráðuneytisins kynni sér starf-
semi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar.
Að loka Nýsköpunarmiðstöð Íslands
er skemmdarverk.
Nýsköpunarmið-
stöðina þarf að efla
Eftir Friðrik
Daníelsson
Friðrik Daníelsson
» Stofnunin hefur
byggt upp þekkingu
og atvinnu sem skiptir
okkur miklu máli.
Höfundur er fyrrverandi starfsmaður
Iðntæknistofnunar.
Skrif í blöð hafa
sjaldnast mikil áhrif.
Samt man ég eftir að
fyrir 35 árum skrifaði
ég grein í Morgunblaðið
„Um tónlistarhús“ og í
framhaldi af henni voru
stofnuð samtök yfir
3.000 greiðandi stuðn-
ingsmanna með það
markmið að byggja
tónlistarhús á Íslandi
fyrir fólkið í landinu.
Margir hafa tjáð mér að það sé
ástæða þess að „Harpa“ sé nú stað-
reynd, enda þótt ég sé ekki dómbær á
að taka undir það. Ég hef átt afar
ánægjulega ævi, ekki síst sökum þess
að með störfum mínum í fyrrnefndum
samtökum fékk ég tækifæri til að
kynnast mörgu af okkar frábæra tón-
listarfólki. Mér finnst ég því skulda
jafnöldrum mínum að leggja þeim lið
með nokkrum orðum.
Aldraðir hafa engan samningsrétt
og því er troðið á þeim eins og gert
var á árum áður fyrir tíma virkrar
kjarabaráttu verkalýðsfélaga – en
dropinn holar steininn eins og sagt er.
Forstöðumenn stjórnarflokkanna lof-
uðu því að bæta kjör eldra fólks kæm-
ust þeir til valda. Nú þremur árum
síðar hefur akkúrat ekkert gerst. Elli-
laun eru í dag 225 þúsund kr. og af því
tekur ríkið náðarsamlegast 55 þúsund
í skatt sem er svívirða (annað orð er
ekki yfir það) svo að útborgaðar eru
170 þúsund. Fólkið í landinu veit al-
mennt ekki af þessu og vill ekki hafa
þetta svona. Sumir eru með lífeyr-
issjóði til að bæta þetta um e.t.v. 30-70
þúsund svo að ráðstöfunartekjur eru
kannski eitthvað yfir 200 þúsundum.
Ég held að flestir viðurkenni að þetta
sé undir fátækramörkum í dýrasta
landi heims, Íslandi. Fyrir mig sem
Íslending sem horfir á þjóð sína úr
fjarlægð (nú síðustu 11 ár, þvingaðri )
láta landsmenn nánast allt yfir sig
ganga og nöldra bara í barminn.
Mörg okkar sem nú erum á áttræðis-
aldri greiddum tugi milljóna í skatta á
starfstíma okkar en þess sér hvergi
merki í eftirlaunum. Okkar kynslóð
vann þorskastríðin og tryggði yfirráð
yfir fiskmiðum við Ísland. Það átti að
tryggja jafna og góða afkomu um allt
land. Raunin varð önnur. Sú kynslóð
sem nú hefur verið tekin út af vinnu-
markaði með valdboði byggði upp
þjóðfélag nútímans. Það er vart sann-
gjarnt að henni sé nú
haldið á hungurmörkum.
Það sem gerir eldra fólki
nær ógerlegt að komast
af er þessi gegndarlausa
dýrtíð. Menn hrista bara
hausinn, fara í Bónus og
kaupa flest á margföldu
verði m.v. það sem er í
nágrannalöndunum í
Evrópu. ASÍ birti inn-
kaupakörfu heimilanna
og samanburð við ná-
grannalöndin um árabil.
Af hverju var því hætt?
Væri ekki ráð á að taka það upp aft-
ur?
Fyrir allri þessari dýrtíð á neyslu-
vöru eru margar ástæður: Lands-
virkjun selur grænmetisræktendum
orku á margföldu verði m.v. stóriðju;
fákeppni er ríkjandi; laun fólks eru
orðin svo miklu hærri en í nálægum
löndum að kostnaður við framleiðslu
er allt of hár; einokun er á mjólkur-
markaði, óstjórn er á sauðfjárafurða-
framleiðslu, óhófleg skattlagning á
léttvínum og fleira mætti telja. Verð-
lag á nýju og notuðu húsnæði er eins
og á dýrustu blettum stórkapítalism-
ans í heiminum og er bæði græðgi
sveitarstjórna og verktaka um að
kenna. Ég skora því á þá sem kjörnir
eru til forsvars á Íslandi að sýna nú
af sér þann manndóm að bæta þessi
lúsarlaun án frekari tafa. Í fyrsta
lagi með því að afnema skattskyldu
elli- og örorkulauna og í öðru lagi
með því að hækka þau a.m.k. um 90
þúsund svo að þau nái meðaltali við
önnur OECD-lönd þótt ekki nái þau
að verða jöfn og á öðrum löndum á
Norðurlöndum sem Íslendingar vilja
oft miða sig við. Auk þess ber brýna
nauðsyn til að ráðast gegn þessari
óstjórnlegu dýrtíðarþróun með víð-
tækum aðgerðum m.a. til þess að all-
ir eldri borgarar neyðist ekki til að
yfirgefa landið.
Eftir Ármann Örn
Ármannsson
»Mörg okkar sem nú
erum á áttræðisaldri
greiddum tugi milljóna í
skatta á starfstíma okk-
ar en þess sér hvergi
merki í eftirlaunum.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Ármannsfells hf.
armann@festival.is
Kjör aldraðra og
dýrtíð á Íslandi
Ármann Örn
Ármannsson