Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 45
UMRÆÐAN 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
LJÚFFENG TVENNA
FYRIR HÚÐINA ÞÍNA*
*Snyrtivara, ekki matvara.
Vegna veikinnar í
Kína ber íslenskum
stjórnvöldum skylda
til að stöðva komu
fólks frá Kína, hvort
sem það hefur milli-
lent eða kemur beint
þaðan. Við Íslend-
ingar erum það fá-
mennir að við höfum
ekki efni á að taka
áhættu í þessu tilviki.
Má vísa til þess
áhrifaríka atburðar
þegar skip kom á
sinni tíð til landsins er
spænska veikin geis-
aði í Evrópu. Ein veik
kona var um borð
nefnds skips og læknir
fór um borð og úr-
skurðaði að hún væri ekki með
veikina en annað reyndist síðar og
fjöldi Íslendinga lést úr
veikinni. Öllum getur
yfirsést eins og lækn-
inum forðum. Nú, eins
og þá, er um sjúkdóm
að ræða sem er lækna-
vísindunum ókunnur.
Þeir aðilar sem
stjórna löndum verða
að taka ákvarðanir af
skynsemi en ekki af til-
finningum. Margir
munu taka slíkar ráð-
stafanir nærri sér og
margir verða af mikl-
um gróða. En enn er
lag og ef ekkert verður
gert munu margir
landsmenn missa af
komandi sumri, því
þeir verða ekki lengur
hérna megin grafar.
Guð blessi Ísland.
Nú er lag fyrir
stjórnvöld að
taka ákvarðanir
Eftir Eyþór
Heiðberg
Eyþór Heiðberg
»Nú, eins og
þá, er um
sjúkdóm að
ræða sem er
læknavísind-
unum ókunnur.
Höfundur er athafnamaður.
eythorheidberg@simnet.is
Þegar forkólfar
fréttamiðla og stjórn-
mála úthrópa innlend
fyrirtæki sem starfa í
öðrum þjóðríkjum
fyrir vafasama við-
skiptahætti gætu þeir
óvart eða viljandi litið
fram hjá heimdrag-
anum.
Í evrópskri menn-
ingu skulu viðskipta-
hættir vera með ákveðnu sniði og
við erum alin upp við að líta sjálf-
krafa svo á að sé farið út fyrir þann
ramma sé spilling á ferðinni og allir
vita að spilling er illska og mann-
vonska.
Spilling er hugtak sem menning
alls staðar notar til að skilgreina
vafasama hætti og þá brot á sið-
ferði. Þegar spilling er svo rótgróin
að einstaklingar eða hópar taka ekki
eftir henni, þá notum við orðið sið-
rof. Skilgreining spillingar er þó
mismunandi eftir svæðum.
Þegar siðrof á sér stað hjá hóp
líður oft langur tími þar til raddir
innan hópsins eða utan ná að skil-
greina og skýra siðrofið svo að hóp-
urinn skilji og taki sig á. Stundum
kostar þetta átök og ekki bara í orð-
um. Einstaklingur sem verður upp-
vís að spillingu eða glæp getur tekið
leiðréttingu í formi áminningar eða
refsingar og snúið frá villu sinni.
Þegar hann verður uppvís að siðrofi
gæti þurft að gera hann útlægan.
Menningin (saga hugsunar) er
full af alls kyns dæmum um hvernig
hópar hafa fundið lausnir á þessu í
gegnum aldirnar; hvernig skal leið-
rétta spillingu hóps eða einstaklings
annars vegar og siðrof hóps eða ein-
staklings hins vegar.
Sagan sýnir að þegar siðrof festir
rætur í heilum menningargeira get-
ur verið útilokað að vinda ofan af því
nema með endurræsingu. Mörg
dæmi eru um þetta bæði innan
sagnfræði sem byggist á skráðum
heimildum og einnig í þoku menn-
ingarminnis sem birtist í mýtum og
trúarsögnum.
Nú getur svo farið að fyrirtæki
færi út kvíar og hefji starfsemi á
öðrum menningarsvæðum og þó að
það fari að landslögum heima og
erlendis, að sumir óskráðir hættir
beinlínis geri því ófært að starfa þar
nema það nýti aðferðir sem sumir
myndu kalla spillingu heima fyrir.
Spilling við ákveðnar aðstæður
getur með öðrum orðum verið fram-
kvæmd án þess að hún byggist á
siðrofi. Vel gæti verið að fyrirtækið
viðhafi ýmsa starfshætti aðra sem
bendi til þess að það sé siðað og
vant að virðingu sinni. Sé horft fram
hjá teiknum um þetta mætti spyrja
sig hvort dæmendur gætu sjálfir
verið sekir um spillingu og jafnvel
siðrof?
Hugsum okkur ef fyrirtækið sem
tekið er fyrir væri ekki einsdæmi
um rekstur sem sækir út fyrir land-
steinana og væri með beinum eða
óbeinum hætti snarað niður af for-
kólfum sem hugsanlega væru sjálfir
sekir um hugarfarsspillingu eða
menningarlegt kæruleysi.
Sé þetta hugsanlegt þá hlýtur
slíkt að vera rekjanlegt en gæti
krafist dýpri merkingarfræði en
yfirborðsmennska, áróður og tilfinn-
ingasemi hópsálarfræðinnar ræður
við.
Getur verið að síðasta áratuginn
eða lengur hafi kerfisbundið verið
unnið að því að gera fyrirtækjum
erfitt um útrás? Ýmist lagalega eða
með áróðri? Getur verið að laga-
rammi og umfjöllunartónn hafi ver-
ið slíkur að þeim sem sækir á erlend
mið sé gert svo erfitt fyrir að þau
geti það ekki eða séu felld á hlaup-
um?
Tökum merkingarlegan vinkil: Ís-
lenska stjórnarskráin er ekki ís-
lensk heldur evrópsk. Hugmyndir
sem hún er grundvölluð
á koma flestar erlendis
frá. Hægt er að taka
annan vinkil á það.
Íslenska stjórnar-
skráin er stjórnarskrá
„lýðveldisins Íslands frá
1944“ en ekki þjóðveld-
isins né kirkjuríkisins,
og þessar fullyrðingar
mætti hugmynda-
fræðilega útvíkka. For-
seti Íslands er forseti
lýðveldisins frá 1944,
sem er skilgreint félag en ekki sjálf-
krafa þjóðarinnar eða landsins.
Þegar sumir forkólfar krefjast
innsetningar á því sem oft er nefnt
„stjórnarskráin frá 2012“ þá er átt
við „stjórnarskrárdrögin frá 2011“
sem aftur bendir til ákveðins trassa-
skapar í merkingu. Aftur vaknar
spurningin; Hver er rótfesting sið-
rofs? Hvað ef plöggin frá ’44 og ’11
eru merkingarlega þau sömu?
Til eru fullyrðingar sem lýsa því
yfir að íslensku stjórnarskránni hafi
aldrei verið framfylgt. Þessar full-
yrðingar eru hvergi rökræddar og
því er þeim ósvarað. Hér eru þrjár
spurningar til að skýra mikilvægi
þessa: Hvernig skilgreinir þú
stjórnlagabrot? Hvar og hvernig
kærir þú stjórnlagabrot? Hvernig á
að refsa fyrir stjórnlagabrot?
Sá sem ekki getur svarað þessum
þrem spurningum getur ekki fullyrt
um hvort stjórnarskránni hefur
verið fylgt eða ekki né hvort þörf sé
á nýrri. Þeir sem skilgreindu stjórn-
arskrána 1944 vissu af frumspeki-
legum atriðum sem hér eru gefin í
skyn.
Þegar lýðveldið frá 1944 var
skikkað til að standa vörð um
kirkjuríkið og síðan til að standa
vörð um aðrar heimssýnir, svöruðu
þeir því sem hér er gefið í skyn.
Þeir skikkuðu félagið sem við upp-
nefnum Þjóðríkið til að standa vörð
um félagafrelsi (sem lýðveldið virðir
ekki) og sýndu skilning á hvað væri
ástand (e. State).
Þeir vissu að siðrof og spilling er
ekki aðeins þegar farið er út fyrir
lagaramma eða huglægt mat, heldur
ef lagarammi hættir að grundvallast
á agaðri frumspeki. Þetta vissu tveir
deiluhópar árið 998 sem skilgreindu
djúphyggna leið til að móta það í
farveg, sem aftur birtist í stjórnar-
skránni frá 1944. Virði forseti lýð-
veldisins ekki þá frumspeki, hvert
er þá ástandið?
Eftir Guðjón E.
Hreinberg
»Menning er marg-
slungið fyrirbæri
sem manneskjan skil-
greinir sem afurð frum-
spekilegrar hugsunar.
Sé sú frumspeki rýrð
hrynur menningin sem
hún nærir.
Guðjón E. Hreinberg
Höfundur er heimspekingur.
gudjonelias@gmail.com
Ef siðrof hjúpar
varanlegt ástand
Atvinna