Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
✝ Tómasína Sól-veig Magnús-
dóttir fæddist 2.
apríl 1932 í Ný-
lendu í Miðnes-
hreppi. Hún lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 15. febrúar
2020.
Sólveig var
yngst af sjö börn-
um hjónanna
Magnúsar Bjarna Há-
konarsonar, útvegsbónda í Ný-
lendu, og eiginkonu hans Guð-
rúnar Hansínu
Steingrímsdóttur. Eldri systkini
Sólveigar voru: Steinunn
Guðný, f. 14. ágúst 1917, d. 12.
okt. 1997; Ólafur Hákon, f. 5.
júní 1919, d. 25. okt. 2010;
Björg Magnea, f.
18. des. 1921, d. 10.
júlí 1980; Einar
Marinó, f. 4. feb.
1924, d. 21. des.
2017; Gunnar
Reynir, f. 8. nóv.
1925, d. 5. des.
2012; Hólmfríður
Bára, f. 12. maí
1929, d. 19. mars
2014.
Sólveig hóf störf
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur
árið 1947, aðeins fimmtán ára
að aldri. Hún lauk þar störfum
árið 2002 eftir 55 ára starfs-
feril. Hún var ógift og barnlaus.
Sólveig verður jarðsungin frá
Neskirkju 5. mars 2020 kl. 11.
Jarðsett verður í Hvalsnes-
kirkjugarði kl. 14 sama dag.
Allt mitt líf hef ég verið elsk-
uð skilyrðislaust af guðmóður
minni, ömmusystur og frænku
Tómasínu Sólveigu Magnúsdótt-
ur. Hún sagði mér það aldrei en
allt sem hún gerði gerði það að
verkum að ég efaðist aldrei um
það. Mig langaði til þess að kalla
hana ömmu mína en þá fékk ég
að heyra að rétt skal vera rétt,
„ég er ekki amma þín, ég er
ömmusystir þín“. Það breytir því
ekki að ef ég var lyklalaus gat
hún hleypt mér inn, ef ég var
veik kom hún með kók og ban-
ana, ef ég þurfti að fara eitthvað
var hún mætt til að skutla mér.
Ég lærði að reikna á skrifstofu
hennar á strætó, búa til dúkku-
lísur við matarborðið hennar og
gróðursetja tré í Sólveigarlundi.
Hennar andi gerði líf mitt
öruggt og áhyggjulaust. Hún var
steypustyrktarjárnið sem var
hægt að treysta á sama hvað.
Á þriðjudagseftirmiðdögum
fórum við í Sólveigarlund saman.
Hún kom beint úr vinnunni í
fínu heimasaumuðu dragtinni
sinni og á hælaháu skónum sín-
um, með svarta leðurhanska í
stíl við leðurtöskuna sína. Í bíln-
um beið allt það sem foreldr-
arnir leyfðu ekki á heimilinu,
súkkulaðikex, appelsín súkku-
laðikaka og snakk. Þegar við
komum í Sólveigarlund löbbuð-
um við með veitingarnar í gegn-
um lystigarðinn sem hún hafði
skapað á klöppunum í Hvalsnes-
hverfi og inn í litla dúkkuhúsið í
miðjum garðinum. Í þrönga and-
dyrinu skipti hún um föt og fór
úr dragtinni og hælaháu skónum
í þægilegar buxur og ullarpeysu
og eyrnaband eða klútur var
settur um vel krullaða ljósa hár-
ið. Það var alltaf eitthvað sem
þurfti að huga að. Það þurfti að
reyta arfa og kerfil, rífa upp lúp-
ínu áður en hún náði að
blómstra, gróðursetja margs-
konar tré í sandinum, byggja
bekki úr gömlum Moggablöðum
og endurhlaða vegginn þar sem
steinarnir höfðu dottið. Allt sem
hún gerði gerði hún af ást og
natni. Hún bjó til öruggt rými
fyrir sig þar sem hún get verið
hún sjálf. Hún hleypti mér inn í
það rými án nokkurra kvaða eða
tilætlana. Þegar ferðin suður fór
að vera henni of erfið fórum við í
göngutúra saman um Grandann
og Ánanaust. Það var ekki fyrr
en seinustu árin að við gátum
hist og setið saman og spjallað
án þess að hafa eitthvað fyrir
stafni. Nammið var samt ekki
langt undan. Ég mætti með
súkkulaðistykki og svo keppt-
umst við um að bjóða hinni sein-
asta bitann.
Seinustu árin bjó hún í góðu
yfirlæti á dvalarheimilinu
Grund. Hún var umkringd góðu
fólki sem henni leið vel með.
Seinustu vikurnar sátum við
saman og skoðuðum myndir af
systurdóttur minni, langömmu-
systurdóttur hennar, af allri
þeirri ást sem bjó í brjósti okk-
ar. Þessar stundir voru verð-
mætar. Við leiddumst og ég mal-
aði og hún hlustaði eins og í
gamla daga. Meira að segja í
seinustu heimsókninni minni var
hún að passa upp á að mér liði
vel. Ef ég fæ að búa til samband
við mín systkinabörn sem svipar
á einhvern hátt til sambands
míns við Veigu þá lifir andi
hennar með okkur. Til heiðurs
Veigu mun ég elska þessar litlu
verur og ég vona að ég geti
hjálpað til við að búa til jafn
öruggan og skemmtilegan heim
og Veiga skapaði fyrir mig.
Þórhildur Heimisdóttir.
Veiga.
Nú þegar þinn lífsins strætó
er að nálgast sína endastöð þá er
kominn tími til að kveðja. Erfitt
að fá ekki að strjúka þér um
vangann og kyssa þig á ennið og
þakka þér fyrir samfylgdina. Ég
er afar þakklát að hafa fengið að
vera farþegi og ferðast með þér
alla mína tíð. Erfitt finnst mér
að leiðir ykkar Móu minnar hafi
ekki skorist en hún mun fá að
heyra endalaust af sögum um
þig.
Ég hlakka til að fara með
Móu í Sólveigarlund og sýna
henni Undraland, hlaupa um
klappirnar og tína blóðberg.
Hlaupa í grasinu á tánum og
kveikja upp í kamínunni og
hrjúfra okkur undir súð. Sýna
henni þennan stað sem þú skap-
aðir og hleyptir okkur inn í.
Þú hefur verið mér afar dýr-
mæt, mín tenging við ömmu
Björgu og gengið mér í ömmu
stað. Þú leyfðir mér líka að vera
góð við þig. Eins og í ófáu bíltúr-
unum okkar minntirðu mig á að
ég ætti ekki að reyna að vera of
góð við þig, ís í brauðformi væri
nóg, óþarfi að flækja það með
einhverju gúmmelaði. Þú vildir
hafa hlutina einfalda. Ég veit
ekki hversu mörgum klukkutím-
um við höfum eytt saman í bíl,
fyrst þú við stýrið og svo ég.
Fyrst þú að viðra mig og svo ég
að viðra þig. Þú að kaupa handa
mér ís og svo ég handa þér.
Takk fyrir allt elsku Veiga mín.
Takk fyrir kexið, kökurnar,
gosið og snakkið. Takk fyrir að
vera til staðar, veita mér öryggi,
hlýju og félagsskap. Takk fyrir
að kenna mér að spila, teikna og
prjóna.
Takk fyrir að sýna mér þol-
inmæði og veita mér pláss fyrir
dundið mitt. Takk fyrir að kenna
mér að það er í lagi að sitja sam-
an í þögn. Takk fyrir alla
fimmtudagana, bílferðirnar og
strunsið. Takk fyrir að vera mér
svona góð.
Skál í appelsíni og perubrjóst-
sykri.
Ásgerður Heimisdóttir.
Sólveig, alltaf kölluð Veiga,
var yngst móðursystkina minna.
Hún kynntist mér þegar ég var
sendur í sveit á æskuheimili
hennar Nýlendu á Miðnesi til
ömmu og afa, þá 19 mánaða að
aldri. Hún hefur þá verið sjö ára.
Eldri systir Veigu, Björg, alltaf
kölluð Bugga, gekk mér í móð-
urstað þetta fyrsta sumar í Ný-
lendu en Veiga varð mér sem
stórasystir. Mamma var þá upp-
tekin við að eignast barn númer
tvö, mína elskulegu systur
Unnu, sem bættist síðan í sveit-
ina ásamt ört stækkandi hópi
barnabarna afa og ömmu sem
voru sumarlangt á bænum.
Veiga varð líka eins og stóra
systir systur minnar og gætti
okkar yfirleitt vel.
Henni tókst hins vegar ekki
að koma í veg fyrir að ég bryti
stofugluggann í Nýlendu með
því að sparka bolta þar í gegn en
hún fór snarlega með mig niður í
fjöru og faldi mig þar vendilega.
Það þótti vissara á meðan afi
jafnaði sig á afrekum nafna síns
en hann var nokkuð bráðlyndur
en rann samt reiðin jafnskjótt og
á hann rann.
Efir veru mína í Nýlendu
héldust kynni okkar Veigu til
æviloka en hún var mér alltaf
jafnkær og það var svo sann-
arlega gagnkvæmt. Hún var tíð-
ur gestur á æskuheimili mínu á
Bakkastíg enda eins og ein af
fjölskyldunni. Engan hef ég vit-
að sem nennt hefur að sauma
handa mér náttföt og sængurföt
en það gerði einmitt Veiga ár
eftir ár. Svo ekki sé minnst á all-
ar hinar gjafirnar sem hún færði
mér, en gjafmild og hugulsöm
var hún með afbrigðum.
Það var mér því sérstök
ánægja þegar ég gat gert eitt-
hvað fyrir hana annað en að vera
til. Mér er minnisstætt hvað hún
var ánægð með eldhúsinnrétt-
inguna sem ég teiknaði fyrir
hana í nýju íbúðina sem hún
eignaðist úti á Meistaravöllum
en sérstök ánægja var að vinna
að teikningum og byggingu sum-
arbústaðar með henni í námunda
við æskustöðvarnar í gömlum
kartöflu- og rófugörðum sem
nefndust þá Kjartansgarðar,
steinsnar frá Hvalsneskirkju.
Veiga hafði eignast reitinn og
hafið þar trjá- og blómarækt áð-
ur en húsið var byggt. Hún hafði
mjög ákveðnar skoðanir um
gerð þess; það skyldi falla að
umhverfinu og ekki síst kirkj-
unni. Um það varð ekki ágrein-
ingur nema síður sé. Þessi stað-
ur, nú nefndur Sólveigarlundur,
varð að sælureit innan um alda-
gamla grjótgarða þar sem hún
undi sér alla tíð meðan heilsan
leyfði.
Veiga var búin að vera slöpp
síðustu árin en þó aldrei svo að
ekki fengi maður smábros við
innlit hjá henni.
Fyrir alla hennar tryggð og
vináttu vil ég þakka innilega.
Magnús Skúlason.
Sólveig bjó lengstan hluta ævi
sinnar í Reykjavík. Samt má vel
segja að hún hafi verið Suður-
nesjamaður. Ólst upp hjá sínu
fólki í Nýlendu í Hvalsneshverfi.
Þar stunduðu menn jöfnum
höndum sjósókn og landbúnað.
Umhverfið bauð upp á fiskmeti,
mjólk og jarðargróða. Hraust
fólk, einstaklega sjálfbjarga og
vinnusamt. Sólveig gekk til skóla
í Sandgerði. Ung fór hún að
vinna hjá SVR sem nú heitir
Strætó. Vann þar langan dag í
trúnaðarstörfum. Sinnti öllu af
einstakri alúð og afli.
Það var mikið verðmæti fyrir
SVR að njóta umhyggju Sólveig-
ar. Bar krefjandi trúnaðarstörf
af fágætri trúfestu og samvisku-
semi. Sinnti á 50 ára starfstíma
almennum skrifstofustörfum,
launaumsjón, farmiðagæslu og
gjaldkerastörfum. Þótt Sólveig
væri lengst af einstæð var hún
mikil fjölskyldukona.
Ættingjar og aðrir í umhverf-
inu nutu umhyggju hennar og
væntumþykju. Það fór vel á því
öllu. Og þegar nafna hennar og
systurdóttir Sólveig Ólafsdóttir
missti ung foreldra sína kom
Sólveig í það skarð eins og hægt
var.
Svo bar hún Morgunblaðið í
hús í Vesturbænum lengi. Sól-
veig sló ekki feilhögg með sinn
tíma. Tryggð við heimahaga kom
fram í því að á miðjum aldri fékk
hún systurson sinn til að teikna
fyrir sig stórt og fallegt hús í
hlaðvarpanum heima í Hvals-
nesi. Vinnufélagi hjá SVR ók
byggingarefni suður á eldgamla
Studebaker-vörubílnum sínum.
Sólveig hlóð upp gamla grjót-
garða í kring um fallega sum-
arhúsið sitt, ræktaði blóm og tré
og lét grimma vestanáttina með
sjóroki ekkert ná yfirhöndinni.
Sólveigarlundur heitir þar. Og á
melnum, örfoka landi utan
garðs, notaði hún Morgunblöð
sem voru umfram úr útburðin-
um til landgræðslu. Hún var í
því og allri framgöngu á undan
sinni samtíð í nýtni með sínu líf-
erni.
Það eru gæði að hafa fengið
að kynnast Sólveigu sem starfs-
félaga um langt skeið. Nú er
hennar lífshlaupi hér lokið. Megi
heiðurskonan Sólveig Magnús-
dóttir í friði fara og verðug verk-
efni bíða hennar á nýjum lend-
um.
Hörður Gíslason.
Tómasína Sólveig
Magnúsdóttir
✝ Ólafur Þór-arinsson fædd-
ist 26. október
1923 á Ríp í
Hegranesi og ólst
þar upp. Hann lést
24. febrúar 2020 á
sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki.
Foreldrar hans
voru bændahjónin
á Ríp Þórarinn Jó-
hannsson, f. 1891,
d. 1985, og Ólöfu Guðmunds-
dóttur, f. 1896, d. 1985. Ólafur
kvæntist 1952 Sigurveigu
Rögnvaldsdóttur í Flugumýr-
arhvammi, f. 1933. Þau slitu
samvistum.
Börn þeirra eru: Rögnvald-
ur, f. 1952, Þórarinn Guð-
mundur, f. 1954, Halldór Bragi,
f. 1957, Sólveig Ebba, f. 1959,
Sigurður Örn, f. 1961, og Ásta
Berghildur, f. 1963. Barnabörn-
in urðu 17 og barnabarnabörn-
in eru orðin 19.
Ólafur var einn
vetur í Héraðsskól-
anum á Laugum en
varð að hverfa frá
frekara námi þar
vegna heilsubrests
föður síns. Hann
vann síðan búi for-
eldra sinna auk til-
fallandi vinnu utan
heimilis. Lengst
var hann gröf-
umaður hjá Ræktunarsambandi
Skagfirðinga og hélt áfram að
grípa í gröfuvinnu fyrsta ára-
tuginn eftir að hann gerðist
bóndi. Hann var bóndi í Flugu-
mýrarhvammi 1952-1987.
Starfsmaður Mjólkursamlags
K.S. 1987 til starfsloka 1993.
Hann var búsettur á Sauð-
árkróki 1987 til æviloka.
Ólafur verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 5.
mars 2020, klukkan 14.
Elsku afi hefur kvatt okkur
96 ára að aldri. Það fylgir því
alltaf mikill söknuður og tóm-
leiki þegar fólk sem hefur fylgt
okkur ævilangt kveður í hinsta
sinn. Afi var nú líka þannig
persóna. Hann lá ekki á skoð-
unum sínum og var áhugasam-
ur um fólkið í kringum sig.
Hann var tæplega sextugur
þegar ég fæddist og því hægt
að ímynda sér að við ættum
ekki margt sameiginlegt. Og
þó, sennilega hárlitinn eða að
minnsta kosti hef ég alltaf rak-
ið rauða hárið að mestu til
hans. Og bæði áttum við for-
eldra sem heita Þórarinn og
Ólöf sem mér þykir ansi merki-
leg staðreynd.
Að auki þótti okkur mikið
vænt um þennan fjörð sem
hann bjó mestan hluta ævi
sinnar í, Skagafjörðinn. Ekki
vorum við alveg sammála um
ágæti Framsóknarflokksins,
Kaupfélagsins eða hrafnsins en
það var líka mjög sjaldan um-
ræðuefni í okkar samtölum.
Það skorti reyndar aldrei um-
ræðuefni þegar afi var annars
vegar. Hann bjó, þrátt fyrir
stutta formlega skólagöngu, yf-
ir mjög yfirgripsmikilli þekk-
ingu á til dæmis Íslendingasög-
unum, íslenskum bókmenntum
og landafræði.
Hann var fróðleiksfús og las
mikið. Hann kunni mikið af
kvæðum og hafði mjög gott
minni sem hann viðhélt fram til
síðasta dags með til dæmis
lestri. Það var í raun alveg
magnað hvað hann var fróður.
Jafnvel þótt hann væri kominn
langt yfir nírætt, þá var hægt
að leita svara við öllum sköp-
uðum hlutum hjá honum. Hann
var kannski aðeins lengur að
hugsa sig um eftir því sem ald-
urinn færðist yfir en svarið
kom alltaf á endanum, úthugs-
að og næstum eins og tekið
orðrétt upp úr bók. Í kjölfarið
fylgdi gjarnan vel ígrunduð
setning sem gaf til kynna hvaða
skoðun hann hafði á málinu.
Hann hafði mjög gaman af
íþróttum og fylgdist með þeim í
sjónvarpinu, nánast fram á síð-
asta dag.
Það var bara nú í janúar sem
hann sat marga daga í röð og
fylgdist af miklum áhuga með
skíðakeppni og handbolta og
var með öll úrslit á hreinu. Eitt
sinn urðum við fjölskyldan frá
að hverfa af tröppunum í
Raftahlíðinni eftir að hafa
bankað fast, dinglað dyrabjöll-
unni nokkrum sinnum og hróp-
að inn um eldhúsgluggann án
þess að nokkur kæmi til dyra.
Þá var afi að horfa á fótbolta-
leik í sjónvarpinu og heyrði
ekkert í okkur því hljóðið var
svo hátt stillt að það fór varla
fram hjá nokkrum manni í göt-
unni. Enda kannski engin
ástæða til þess að stilla lágt þar
sem hann bjó einn og gat haft
hlutina eins og hann vildi. Það
að hann skyldi búa lengi einn
held ég að hafi ýtt undir að
hann átti það til að ræða tölu-
vert við sjálfan sig. Mér er það
mjög minnisstætt í eitt skiptið
þegar hann gisti hjá mömmu og
pabba að ég heyrði hann tala
upphátt við sjálfan sig. Hann
var að undirbúa sig fyrir svefn-
inn hinum megin við vegginn
og þuldi upp helstu atburði
dagsins. Rétt áður en hann
lagðist á koddann endurtók
hann í nokkur skipti „þetta var
góður dagur“. Á þeim tíma var
ég ung og flissaði yfir þessu
eintali afa með sjálfri mér. En
eftir því sem ég eldist þá hef ég
reynt að tileinka mér þessa
hefð, að þakka fyrir daginn. Ég
gæti nefnilega trúað að þetta sé
eitt af lykilatriðunum þegar
kemur að góðri andlegri heilsu
og langlífi.
Elsku afi, þú áttir það til að
segja með blik í auga og bros á
vör að einhver væri „alveg frá-
bær“ og mér finnst viðeigandi
að ljúka þessu á sömu nótum.
Takk fyrir allt afi minn, þú
varst alveg frábær!
Sunna Þórarinsdóttir.
Elsku afi.
Mikið óskaplega mun ég
sakna þín. Mikið er ég þakklát
ég er fyrir allan þann tíma sem
við höfum átt saman. Þú hefur
verið svo stór partur af tilveru
minni. Takk fyrir allar notalegu
stundirnar í Raftahlíðinni og öll
ævintýrin okkar saman.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ókunnur)
Þín
Iðunn María.
Þegar við minnumst Óla afa
eru samverustundirnar í seinni
tíð okkur efst í huga ásamt öll-
um gullkornunum sem komu
frá honum.
Afi hafði til dæmis einstakt
lag á að „móðga“ okkur systur
á dásamlega skemmtilegan
hátt. Þannig er okkur minn-
isstætt þegar við vorum að fá
okkur pönnukökur heima hjá
mömmu, en pabbi var í hest-
húsinu og afi spurði Sigur-
björgu: „Hvað heldur þú að
hann pabbi þinn myndi segja ef
hann sæi allan sykurinn á
pönnukökunni þinni?“
En eins og þeir sem þekktu
afa vita þá notaði hann sjálfur
alveg ótrúlega mikinn sykur og
fannst honum heimabakað
bakkelsi, þá sérstaklega kan-
ilsnúðar, alveg einstaklega gott.
Einhvern tímann vorum við
systur eitthvað að fíflast og
mamma var búin að biðja okkur
að hætta þessum látum og seg-
ir svo: „Ólafur, hvernig geta
þessar stelpur látið. Finnst þér
þær ekki óþekkar?“ Afi hugsar
sig um í smástund og segir svo:
„Ja, Sólveig mín hefur nú alltaf
verið prúð.“
Nú nýverið dvaldi afi hjá
mömmu og pabba en Sólveig og
Soffía Sólbrá eru tíðir gestir
þar eins og gengur og gerist.
Afi hafði mjög gaman af börn-
um en í síðasta skipti sem við
komum í heimsókn þegar afi
var hjá þeim segir hann bros-
andi: „Nei, eruð þið komnar
aftur!“
Afi hafði brennandi áhuga á
íþróttum og eru þeir ansi marg-
ir leikirnir sem við höfum horft
á saman í sjónvarpinu í gegnum
tíðina.
Afi mundi líka ansi margt og
átti það til að þylja upp
skemmtilegar vísur. Afi kom
alltaf í heimsókn til okkar á að-
fangadag og þá var nauðsyn-
legt að skála í koníaki við aðra
gesti sem komu í heimsókn og
oftar en ekki sátu þau mamma
og afi og spjölluðu um heima og
geima yfir hálfu koníaksstaupi.
Þangað til næst, elsku afi.
Sólveig og Sigurbjörg.
Ólafur
Þórarinsson