Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Ferðalög á Þegar flett er í gegnum Ferðaáætlunina er ljóst að framboðið er feiknarlegt, allt frá ör- stuttum fræðagöngum innan bæjarmarkanna yfir í margra daga hálendis- og Horn- strandaferðir svo að dæmi séu tekin, langt utan sambands við símafélögin og netið. „Við höfum úti allar klær, eða réttara sagt göngum um með skósíð eyru og hlustum á fólk,“ segir formaður ferðanefndar, Sigrún Val- bergsdóttir, og skellihlær þegar hún er spurð um hvernig farið sé að því að safna öllum þess- um ferðum saman í einn lítinn ritling. Hann er samt ekkert minna en lunginn úr starfi FÍ yfir heilt almanaksár, vetur, sumar, vor og haust. Sigrún leiðir ferðanefndina, sjö öflugar mann- eskjur og svo tekur starfsfólk skrifstofunnar virkan þátt. „Auðvitað eru alltaf vinsælar ferðir inni í áætluninni ár eftir ár, vegna þess að eft- irspurnin er stöðug og hálendisskálar félagsins eru vel í sveit settir fyrir sígildar hálend- isferðir. En síðan komast landshlutar tíma- bundið í tísku vegna þess að mikið er um þá fjallað. Nýjar bækur sem lista upp gönguleiðir á svæðum, sem ekki hefur mikið verið sinnt, eru hafðar til hliðsjónar við skipulagið. En fyrst og fremst er það traustur hópur hug- myndaríkra fararstjóra sem gjörþekkir sínar slóðir og getur leitt fólk um þær sem eru kjöl- festan í áætlunargerðinni.“ Hundrað síður af fótgangandi hamingju Ferðaáætlunin er í raun ekki bara yfirlit yfir það sem er í vændum í boði félagsins, þetta er gagnlegur ritlingur um Ferðafélagið sjálft, skálana alla með tölu auk þess sem þarna má finna upplýsingar um allskyns námskeið sem eru í boði. Flestar eiga þær þó það sameiginlegt að þess er krafist að ferðast sé á tveimur jafnfljótum, eða fæturnir alla vega notaðir til að knýja sig áfram. Þarna eru nefnilega hjólreiðaferðir og líka skíðaferðir. Staðirnir eru ólíkir og árstíð- irnar sömuleiðis. Einnig er hugað að þeim sem eldri eru en vilja halda áfram að ferðast og upp- lifa landið. Mikið er um nýjungar og lætur nærri að þriðjungur allra ferða sé eitthvað sem aldrei hafi boðist áður. „Ég held að óhætt sé að fullyrða að áherslan er á fjölbreytnina. Hvort sem um er að ræða einstakar ferðir og erfiðleikastig, eða þá að skrá sig til þátttöku í einhverjum af þeim fjölmörgu hópum sem hægt er að fara í. Þeir eru líka með mismun- andi kröfur til færni. Allt frá einum og upp í fjóra skó.“ Þarna er Sigrún að tala um fjallaverkefnin og hreyfihópana. Það eru hundruð kvenna og karla skráð í þessa hópa. Síðan er mjög mik- ilvægt starf unnið í Ferðafélagi barnanna og Ferðafélagi unga fólksins og það er allt listað upp í bæklingnum. „Þetta eru blómstrandi hópar þar sem göngugarpar og náttúruunnendur framtíð- arinnar verða til. Hér leika líka deildir félags- ins sem eru mjög virkar út um allt land stórt hlutverki. Það þarf enginn að ferðast langt frá heimabyggð til að taka þátt í skemmtilegu úti- vistarverkefni. Ferðir allra þessara deilda eru listaðar í áætluninni.“ Hornstrandir kveiktu eldana Það fer afar vel á því að Sigrún leiði hóp þeirra sem safna öllum ferðum FÍ í eina hlöðu. Hún hefur verið í Ferðafélaginu í rétt fjörutíu ár eða allt frá því að hún flutti heim frá Þýska- landi í kringum 1980. Hún varð þó ekki virk að fullu í félaginu fyrr en hún kynntist Horn- ströndum undir leiðsögn Guðmundar heitins Hallvarðssonar Hornstrandajarls árið 1993. „Við féllum kylliflöt fyrir Hornströndum í frábærri ferð með ólýsanlega fjölbreyttri flóru af skemmtilegu fólki sem elti Guðmund um heiðar, skörð og skriður. Og sem betur fer urð- um við strax hluti af þessum hópi og fórum eftir þetta um Hornstrandir á hverju sumri í mörg ár. Við fórum auðvitað víðar um landið og Ferðafélagið varð fastur punktur í tilverunni,“ segir Sigrún. Forseti félagsins, Ólafur Örn Haraldsson, bað Sigrúnu svo stuttu síðar að koma í ferða- nefndina og stýra vinnunni við gerð Ferðaáætl- unarinnar, sem hún að sjálfsögðu gerði. Og skömmu síðar var hún svo kosin í stjórn félags- ins. „Þar er hreint ótrúleg orka og sköp- unarkraftur ríkjandi. Það er sama hvort maður situr á stjórnarfundum eða á fundum ferða- nefndar; tilfinningin er sú sama. Eins og að sitja í eldflaug á leið til tunglsins. Stjórnar- menn og ferðanefndarfólk býr samanlagt yfir ómetanlegri þekkingu á landinu öllu og alhliða reynslu af ferðalögum. Þannig er maður stöð- ugt að læra eitthvað nýtt.“ Mikilvægt öllum að þekkja landið sitt Sigrún segir að það sé hverri manneskju mikilvægt að þekkja landið sitt. Bæði nær- umhverfið en ekki síður fjarlægari staði og svæði sem ekki er auðvelt að komast um. „Að kynnast slóðum forfeðranna og aðstæðum sem aðrir landsmenn búa við eða hafa búið við opn- ar nýja heima. Ekki skiptir síður máli að þetta sé gert mögulegt þannig að það sé ekki mun- aður heldur á færi allra.“ Hún segir að áhugamannafélag eins og FÍ, sem þurfi ekki að hafa gróðasjónarmið að leið- arljósi, sé ómetanlegt í þessu samhengi. „Hér heldur fagfólk um alla uppbyggingu og hugar að öllu, allt frá fyrsta skrefi og þar til hæsta tindi er náð. Síðan má ekki gleyma uppbygg- ingunni í formi gististaða utan alfaraleiða, þ.e.a.s. skálanna okkar góðu. Og síðast en ekki síst miðla árbækur FÍ, sem hafa komið út allt frá stofnun félagsins, áhugaverðum fróðleik um öll svæði landsins.“ Blessuð sértu sveitin mín Sigrún ólst upp á mölinni í Vesturbænum í Reykjavík en hún fæddist í Hafnarfirði. Hún komst þó í náin kynni við náttúruna óvenju- snemma í æsku. „Ég var svo heppin að vera send í sveit þegar ég var fimm ára, alla leið frá Reykjavík og norður í Svarfaðardal. Þar var ég öll sumur fram yfir fermingu hjá yndislegu fólki á bænum Ölduhrygg,“ segir Sigrún en þessi séríslenski siður að senda börn í sveit varð í raun til um leið og þéttbýli myndaðist hérlendis. Flestir sem fengu að fara í sveit hafa hrósað því sem happi en í slíkri dvöl fengu börn af mölinni ekki bara að kynnast sveitastörfum heldur komust þau í snertingu við náttúruna og lífríkið í sinni tærustu mynd. Sigrún var síðan við sumarstörf á hóteli sem móðir hennar rak í Grundarfirði fram yfir stúd- entspróf. Í Svarfaðardal og á Snæfellsnesinu norðanverðu eru vissulega fallegar sveitir sem bjóða upp á endalausa útiveru og magnaðar fjallgöngur á löngum sumarkvöldum. Reynsla Sigrúnar af lífinu í sveit hefur gert henni mikið kappsmál að vera algerlega utan malbiks þegar fer að vora. „Þetta er nauðsynlegt til að skynja sumarið og geta andað virkilega djúpt,“ segir hún og brosir. „Fuglasöngur, flugnasuð, gróður jarð- ar, móbergskollar, mýrarflákar, fjallahvilftir, lækir og gil. Allt þetta teymir mig af stað út úr borginni og ég æði á eftir sumrinu eitthvað upp á heiðar. Jafnvel þar í haugaroki og slagveð- ursrigningu er meira sumar en á lognmollu- kvöldi í borginni.“ Kona sem talar svona skáldlega um sumarið í skrúðanum, hún unnir landinu. Það er henni enda kappsmál að vernda náttúruna fyrir ágangi okkar mannanna, ekki svo að við eigum bara að horfa á hana út um bílrúðu á ferð, nei alls ekki, heldur til að njóta hennar í návígi og af virðingu. „Það sem að æskunni og einstaklingnum snýr varðandi vernd á náttúrunni okkar vil ég nefna þrjú grunnatriði sem kannske eru skilj- anlegri en lagabókstafir: Upplýsing, þekking og skilningur. Þetta eru lykilatrið. Fræðsla um landið. Fræðsluferðir um landið. Útskýring á fyrirbærum náttúrunnar.“ Sigrún segir að maður verndi það best sem maður þekkir. „Þetta er sambærilegt við það að eignast barn. Barnið fær alla umhyggjuna og maður fylgist með því þroskast og dafna. Ef það veikist fer enn þá meiri orka í að græða það og vernda. Það svæði sem maður hefur kynnst með hjartanu, því maður sér betur með hjart- anu en augunum, það á maður auðveldara með að verja og vernda.“ Þurfum að eiga andsvar við hvunndeginum Sigrún hefur alltaf gengið mikið en hún seg- ist ekki eiga auðvelt með að koma orðum að því hvað það færi henni. „Maður bara er þarna. Það er oft mikið puð, en alltaf gaman. Það er nautn að verða líkamlega þreyttur. Það gerist allt of sjaldan. Maður verður næmur á öll smá- atriði og lifir í einhverri ofurhægri tilveru. Breytist í snigil með húsið sitt á bakinu og nýt- ur naumhyggjunnar.“ Eins og háttar til um marga sem njóta ís- lenskrar náttúru hefur Sigrún áhyggjur af framvindunni. Henni finnst miklu skipta að við sláum skjaldborg utan um víðernin okkar. En hvað eru þessi víðerni sem margir tala um? Þetta er það fyrirbæri sem stundum er kallað öræfi, staðirnir þar sem maðurinn hefur ekki haft nein áhrif með athöfnum sínum. „Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli og aldrei meira en nú að vernda víðernin,“ segir Sigrún og bendir á að óspillt náttúra og víðerni séu orðin afar fágæt og um leið afar eftirsótt af milljónum ferðamanna. „Við viljum geta notið þessarar náttúru og einnig kynnt hana fyrir áhugasömum ferðalöngum. Við þurfum stöðugt að hafa í huga að hún er ekki ótæmandi auðlind. Á öllum tímum hefur það verið nauðsynlegt að eiga andsvar við hvunndeginum og geta komist út til að víkka sjóndeildarhringinn. Við eigum líka svo einstaka mótunarsögu þessa unga lands sem er eins og opin bók í jarðfræði og ótrúlega spennandi að lesa í og miðla.“ Uppáhaldssvæði á landinu Sigrún segir það markmiðið á hverju ári sé að kynnast einhverjum stað á landinu þar sem hún hafi aldrei komið áður. „Það tekst næstum því alltaf, en ég hef eytt flestum göngudögum á Hornströndum og uppi á Arnarvatnsheiði. Langt frá alfaraleiðum þar og aldrei mætt manneskju. Þetta eru gjörólík svæði, annars vegar Hornstrandir fullar af sögum og sögnum um lífsbaráttuna og hins vegar vötnin og víð- ernin á Arnarvatnsheiði með Eiríksjökul yfir sér – alltaf á hleri – veit allt sem talað er hér!“ Þeir eru margir sem bíða eftir Ferðaáætlun FÍ ár hvert enda á þetta litla rit stað í hjörtum margra. Þetta er ritið sem ófáir handfjatla í vetrarhríðum á endalausum skammdegis- morgnum og láta sig dreyma um sumar og sól, eða súldar- vott kannski og svartalogn og svefnpoka og tjald og prímus og kvak í lóu eða vellandi spóa úti í mýrarspildu. Eins og að sitja í eldflaug á leið til tunglsins Sigrún Valbergsdóttir hjá Ferðafélagi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.