Morgunblaðið - 05.03.2020, Síða 61

Morgunblaðið - 05.03.2020, Síða 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Þegar dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar í fótbolta í fyrradag gat ég ekki stillt mig um að fagna þegar England var dregið í riðil með Íslandi. Og það gerðu fleiri í kringum mig. Þetta var hófstilltari fögnuður en þegar í ljós kom að Ísland væri komið í 16-liða úrslitin á EM 2016 og ætti að mæta Englandi í Nice. Hófstilltari en þegar Ísland stóð uppi sem sigurvegari í þeim magnaða leik, 2:1. Ég man vel eftir eina leik Ís- lands og Englands í Laugardal í sumarbyrjun 1982. Englendingar voru á leið á HM og skiptu sínum stóra hópi í tvö lið sem léku á Ís- land og í Finnlandi á sama tíma. Við fengum ekki alla bestu leikmennina hingað. En fengum þó Glenn Hoddle, minn uppá- haldsleikmann á þeim tíma. Og leikurinn endaði 1:1. Arnór Guð- johnsen og Paul Goddard skor- uðu mörkin. En samt, Englendingar eru á leið á Laugardalsvöllinn í sept- ember. Þjóðadeildin byrjar á leik Ísland og Englands laugardaginn 5. september. Fullkomið. Eða hvað? Þegar leikja- dagskráin birtist síðar um kvöld- ið fékk ég smá sjokk. Ég verð ekki á landinu þegar Englend- ingar koma loksins! Verð í síð- búnu sumarfríi í september. Eða hvað? Ætli landið verði ekki bara harðlokað vegna veir- unnar umtöluðu. Öllum utan- landsferðum aflýst! Þá næ ég leiknum. Nei, þá komast Englendingar heldur ekki hingað til að spila. Vitleysa er þetta. Jæja, það er alla vega ljóst að ég mun ekki liggja á ströndinni síðdegis laugardaginn 5. sept- ember. Sá tími verður frátekinn fyrir sjónvarpsgláp. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is LANDSLEIKUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Frammistaða íslenska kvennalands- landsliðsins í fótbolta í fyrsta leik Pinatar-mótsins á Spáni í gær, í naumum 1:0 sigri gegn Norður- Írum, gefur ekkert sérstök fyrirheit fyrir leikina mikilvægu í Ungverja- landi og Slóvakíu í næsta mánuði. Þar verða sex mikilvæg stig í undankeppni EM í húfi og ljóst að íslenska liðið þarf að gera mun bet- ur þar til að ná settu marki. Lið Norður-Írlands er um fjöru- tíu sætum á eftir því íslenska á heimslistanum, er neðar en bæði Ungverjaland og Slóvakía og á að vera það lakasta á þessu fjögurra liða móti á Pinetar-svæðinu en það var ekki að sjá inni á vellinum. Ís- land var betri aðilinn fyrsta hálftím- ann en var í miklu basli eftir það og gerði ekki meira í seinni hálfleik en að halda fengnum hlut gegn kraft- miklu norðurírsku liði. Vissulega fóru Sara Björk Gunn- arsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir af velli eftir fyrri hálfleikinn og munar um minna. En íslenska liðið hélt boltanum afar illa, sérstaklega í seinni hálfleiknum og þarf að gera miklu betur en þetta í tveimur seinni leikjum mótsins gegn mun sterkari mótherjum, Skotlandi og Úkraínu. Dagný skoraði sigurmarkið á 24. mínútu. Eftir góða sókn Íslands upp vinstra megin og fyrirgjöf Hallberu Guðnýjar Gísladóttur fékk Dagný boltann við hægra vítateigshornið, lyfti honum fyrir markið og hann sigldi beina leið í markhornið fjær. Þrír nýliðar spiluðu Ljósasti punkturinn var frammi- staða hinnar 16 ára gömlu Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur markvarðar í sínum fyrsta A-landsleik. Hún hefur hæðina, getur spilað boltanum vel og er góð á milli stanganna. Cecilía varði þrisvar vel í leiknum og ljóst að hún setur pressu á Söndru Sig- urðardóttur í baráttunni um mark- varðarstöðuna. Tveir aðrir nýliðar tóku þátt í leiknum. Natasha Anasi, 28 ára Keflvíkingur sem fékk ríkisborg- ararétt á síðasta ári, lék seinni hálf- leikinn á miðjunni og eykur breidd- ina þar. Miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir kom síðan inn á undir lokin. Ingibjörg Sigurðardóttir tók stöðu Sifjar Atladóttur í miðri vörn- inni en Sif er komin í barneignafrí og leikur ekkert á þessu ári.  Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 130. landsleik og hún gæti sleg- ið met Katrínar Jónsdóttur (133 leikir) í næsta mánuði.  Þetta var fimmti leikur Íslands og Norður-Írlands og Ísland hefur unnið alla án þess að fá á sig mark. Þrisvar 2:0 og nú tvívegis 1:0.  Fjórar í byrjunarliði Norður- Íra hafa leikið með íslenskum liðum. Lauren Wade með Þrótti í fyrra, Sarah McFadden með Fylki, Grindavík og FH, Julie Nelson með ÍBV og Rachel Furness með Grindavík. Sigur án sérstakra fyrirheita  Sextán ára nýliði í markinu var ljósasti punkturinn í íslenska liðinu Ljósmynd/KSÍ Sigurmarkið Dagný Brynjarsdóttir fagnar ásamt liðsfélögum eftir að hafa skorað mark Íslands gegn Norður-Írlandi í leiknum á Spáni í gær. Sif Atladóttir, ein reyndasta knatt- spyrnukona landsins, leikur ekki með Kristianstad í Svíþjóð eða með íslenska landsliðinu á komandi keppnistímabili. Sif tilkynnti í gær að hún ætti von á sínu öðru barni síðar á árinu en hún var áður í fríi seinni hluta ársins 2014 og fyrri hlutann 2015 af sömu ástæðu. Sif er 34 ára og í hópi reyndustu lands- liðskvenna Íslands með 82 lands- leiki. Hún varð á síðasta ári þriðja íslenska knattspyrnukonan frá upp- hafi til að spila 300 leiki í deilda- keppni á ferlinum. Sif er komin í barneignarfrí Morgunblaðið/Eggert Frí Sif Atladóttir leikur ekki meira með Íslandi í undankeppni EM. Hin sextán ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir leikur ekki meira með íslenska kvennalandsliðinu á al- þjóðlega mótinu í San Pablo del Pi- netar á Spáni þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrsta leiknum í marki liðsins gegn Norður-Írum í gær. Cecilía er jafnframt mark- vörður U19 ára landsliðsins sem er á svipuðum slóðum, á La Manga, og hún leikur með því vináttulands- leiki gegn Ítalíu á laugardaginn og Þýskalandi á mánudaginn. Cecilía á að baki 22 leiki með yngri lands- liðum Íslands. Cecilía leikur ekki meira á mótinu Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Efnileg Cecilía Rán Rúnarsdóttir leikur með tveimur landsliðum. San Pedro del Pinatar, Pinatar- bikarinn, miðvikudag 4. mars 2020. 1:0 Dagný Brynjarsdóttir 24. Ísland: (4-3-3) Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Dagný Brynjarsdóttir (Natasha Anasi 46), Sara Björk Gunnarsdóttir (Sigríður Lára Garðarsdóttir 46), Rakel Hönnudóttir (Agla María Alberts- dóttir 65). Sókn: Hlín Eiríksdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 65), El- ÍSLAND – NORÐUR-ÍRLAND 1:0 ín Metta Jensen (Hildur Antonsdótt- ir 85), Fanndís Friðriksdóttir (Sandra María Jessen 65). Varamenn: Ingibjörg Valgeirsdóttir (m), Sandra Sigurðardóttir (m), Guðný Árnadóttir, Anna Rakel Pét- ursdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir.  Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 26. landsliðsmark. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir (79) og Hólm- fríður Magnúsdóttir (37) hafa skor- að fleiri mörk fyrir A-landslið Ís- lands. Coca Cola-bikar kvenna Undanúrslit: KA/Þór – Haukar ................................. 22:21 Valur – Fram........................................ (5:11)  Fyrri hálfleik var lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/handbolti. Þýskaland Wetzlar – Göppingen .......................... 31:30  Viggó Kristjánsson skoraði ekki fyrir Wetzlar. Flensburg – Melsungen ...................... 30:23  Guðmundur Þ. Guðmundsson er þjálfari Melsungen. Danmörk Skjern – Nordsjælland........................ 29:26  Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 2 skot í markinu. Bjerringbro/Silkeborg – Kolding..... 26:31  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg.  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson skoruðu ekki fyrir Kolding. Ribe-Esbjerg – Aalborg...................... 30:31  Gunnar Steinn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Rúnar Kárason ekkert en Daníel Þór Ingason var ekki með.  Ómar Ingi Magnússon skoraði 3 mörk fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 2. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Holstebro – SönderjyskE ................... 29:27  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3 mörk fyrir SönderjyskE en Sveinn Jó- hannsson ekkert. Noregur Oppsal – Fana ...................................... 21:29  Thea Imani Sturludóttir skoraði ekki fyrir Oppsal.   um í október í fyrri leik sínum í deild- inni í vetur en ÍBV vann heimaleik sinn á sannfærandi hátt í febrúar, 36:28. Afturelding vann Stjörnuna örugg- lega í Garðabæ í september, 30:22, en liðin gerðu jafntefli, 30:30, í hörkuleik að Varmá í desember. Þrír af fjórum þjálfaranna kveðja lið sín að þessu tímabili loknu, þeir BIKARINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ef spá ætti fyrir um undanúrslitaleik- ina í bikarkeppni karla í handbolta út frá frammistöðu liðanna eftir áramót- in væri tiltölulega einfalt að gera ráð fyrir því að ÍBV myndi vinna Hauka og Stjarnan myndi vinna Aftureld- ingu í Laugardalshöllinni í kvöld. Eyjamenn hafa unnið síðustu fimm leiki sína í deild og bikar á meðan Haukar hafa verið tómu basli og unn- ið einn deildarleik af fimm eftir ára- mótin, auk þess að vinna Fjölni í átta liða úrslitum bikarsins. Stjarnan hefur unnið fjóra leiki af síðustu sex og rótburstuðu Íslands- meistara Selfoss með þrettán marka mun í bikarnum. Töpuðu reyndar fyr- ir þeim með fjórum mörkum í deild- inni skömmu síðar. Afturelding hefur hinsvegar aðeins unnið einn deild- arleik af fimm eftir áramót en vann síðan ÍR á sannfærandi hátt í bik- arnum. Lögmálin í bikarnum eru hins- vegar oft önnur en í deildinni og ef horft væri á veturinn í heild væru Haukar og Afturelding líklegri til af- reka. Öll fjögur félögin hafa orðið bik- armeistarar og Haukar oftast, sjö sinnum, síðast árið 2014. Eyjamenn unnu bikarinn í þriðja sinn 2018 og Stjarnan í fjórða sinn árið 2007 en eini bikarsigur Aftureldingar kom ár- ið 1999. ÍBV og Haukar hafa marga harða hildi háð á undanförnum árum, m.a. úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitil. Liðin gerðu jafntefli, 28:28, á Ásvöll- Gunnar Magnússon hjá Haukum, Einar Andri Einarsson hjá Aftureld- ingu og Rúnar Sigtryggsson hjá Stjörnunni. Þeir eru án efa allir stað- ráðnir í að grípa þetta tækifæri til að kveðja með í það minnsta einum stórum titli.  Viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna er að finna á mbl.is/sport/ handbolti. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Slagur Heimir Óli Heimisson og Kári Kristján Kristjánsson munu eflaust takast vel á í Laugardalshöllinni í kvöld þegar ÍBV mætir Haukum. ÍBV og Stjarnan líklegri í kvöld?  Undanúrslitin í bikarkeppni karla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.