Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Þegar dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar í fótbolta í fyrradag gat ég ekki stillt mig um að fagna þegar England var dregið í riðil með Íslandi. Og það gerðu fleiri í kringum mig. Þetta var hófstilltari fögnuður en þegar í ljós kom að Ísland væri komið í 16-liða úrslitin á EM 2016 og ætti að mæta Englandi í Nice. Hófstilltari en þegar Ísland stóð uppi sem sigurvegari í þeim magnaða leik, 2:1. Ég man vel eftir eina leik Ís- lands og Englands í Laugardal í sumarbyrjun 1982. Englendingar voru á leið á HM og skiptu sínum stóra hópi í tvö lið sem léku á Ís- land og í Finnlandi á sama tíma. Við fengum ekki alla bestu leikmennina hingað. En fengum þó Glenn Hoddle, minn uppá- haldsleikmann á þeim tíma. Og leikurinn endaði 1:1. Arnór Guð- johnsen og Paul Goddard skor- uðu mörkin. En samt, Englendingar eru á leið á Laugardalsvöllinn í sept- ember. Þjóðadeildin byrjar á leik Ísland og Englands laugardaginn 5. september. Fullkomið. Eða hvað? Þegar leikja- dagskráin birtist síðar um kvöld- ið fékk ég smá sjokk. Ég verð ekki á landinu þegar Englend- ingar koma loksins! Verð í síð- búnu sumarfríi í september. Eða hvað? Ætli landið verði ekki bara harðlokað vegna veir- unnar umtöluðu. Öllum utan- landsferðum aflýst! Þá næ ég leiknum. Nei, þá komast Englendingar heldur ekki hingað til að spila. Vitleysa er þetta. Jæja, það er alla vega ljóst að ég mun ekki liggja á ströndinni síðdegis laugardaginn 5. sept- ember. Sá tími verður frátekinn fyrir sjónvarpsgláp. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is LANDSLEIKUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Frammistaða íslenska kvennalands- landsliðsins í fótbolta í fyrsta leik Pinatar-mótsins á Spáni í gær, í naumum 1:0 sigri gegn Norður- Írum, gefur ekkert sérstök fyrirheit fyrir leikina mikilvægu í Ungverja- landi og Slóvakíu í næsta mánuði. Þar verða sex mikilvæg stig í undankeppni EM í húfi og ljóst að íslenska liðið þarf að gera mun bet- ur þar til að ná settu marki. Lið Norður-Írlands er um fjöru- tíu sætum á eftir því íslenska á heimslistanum, er neðar en bæði Ungverjaland og Slóvakía og á að vera það lakasta á þessu fjögurra liða móti á Pinetar-svæðinu en það var ekki að sjá inni á vellinum. Ís- land var betri aðilinn fyrsta hálftím- ann en var í miklu basli eftir það og gerði ekki meira í seinni hálfleik en að halda fengnum hlut gegn kraft- miklu norðurírsku liði. Vissulega fóru Sara Björk Gunn- arsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir af velli eftir fyrri hálfleikinn og munar um minna. En íslenska liðið hélt boltanum afar illa, sérstaklega í seinni hálfleiknum og þarf að gera miklu betur en þetta í tveimur seinni leikjum mótsins gegn mun sterkari mótherjum, Skotlandi og Úkraínu. Dagný skoraði sigurmarkið á 24. mínútu. Eftir góða sókn Íslands upp vinstra megin og fyrirgjöf Hallberu Guðnýjar Gísladóttur fékk Dagný boltann við hægra vítateigshornið, lyfti honum fyrir markið og hann sigldi beina leið í markhornið fjær. Þrír nýliðar spiluðu Ljósasti punkturinn var frammi- staða hinnar 16 ára gömlu Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur markvarðar í sínum fyrsta A-landsleik. Hún hefur hæðina, getur spilað boltanum vel og er góð á milli stanganna. Cecilía varði þrisvar vel í leiknum og ljóst að hún setur pressu á Söndru Sig- urðardóttur í baráttunni um mark- varðarstöðuna. Tveir aðrir nýliðar tóku þátt í leiknum. Natasha Anasi, 28 ára Keflvíkingur sem fékk ríkisborg- ararétt á síðasta ári, lék seinni hálf- leikinn á miðjunni og eykur breidd- ina þar. Miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir kom síðan inn á undir lokin. Ingibjörg Sigurðardóttir tók stöðu Sifjar Atladóttur í miðri vörn- inni en Sif er komin í barneignafrí og leikur ekkert á þessu ári.  Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 130. landsleik og hún gæti sleg- ið met Katrínar Jónsdóttur (133 leikir) í næsta mánuði.  Þetta var fimmti leikur Íslands og Norður-Írlands og Ísland hefur unnið alla án þess að fá á sig mark. Þrisvar 2:0 og nú tvívegis 1:0.  Fjórar í byrjunarliði Norður- Íra hafa leikið með íslenskum liðum. Lauren Wade með Þrótti í fyrra, Sarah McFadden með Fylki, Grindavík og FH, Julie Nelson með ÍBV og Rachel Furness með Grindavík. Sigur án sérstakra fyrirheita  Sextán ára nýliði í markinu var ljósasti punkturinn í íslenska liðinu Ljósmynd/KSÍ Sigurmarkið Dagný Brynjarsdóttir fagnar ásamt liðsfélögum eftir að hafa skorað mark Íslands gegn Norður-Írlandi í leiknum á Spáni í gær. Sif Atladóttir, ein reyndasta knatt- spyrnukona landsins, leikur ekki með Kristianstad í Svíþjóð eða með íslenska landsliðinu á komandi keppnistímabili. Sif tilkynnti í gær að hún ætti von á sínu öðru barni síðar á árinu en hún var áður í fríi seinni hluta ársins 2014 og fyrri hlutann 2015 af sömu ástæðu. Sif er 34 ára og í hópi reyndustu lands- liðskvenna Íslands með 82 lands- leiki. Hún varð á síðasta ári þriðja íslenska knattspyrnukonan frá upp- hafi til að spila 300 leiki í deilda- keppni á ferlinum. Sif er komin í barneignarfrí Morgunblaðið/Eggert Frí Sif Atladóttir leikur ekki meira með Íslandi í undankeppni EM. Hin sextán ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir leikur ekki meira með íslenska kvennalandsliðinu á al- þjóðlega mótinu í San Pablo del Pi- netar á Spáni þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrsta leiknum í marki liðsins gegn Norður-Írum í gær. Cecilía er jafnframt mark- vörður U19 ára landsliðsins sem er á svipuðum slóðum, á La Manga, og hún leikur með því vináttulands- leiki gegn Ítalíu á laugardaginn og Þýskalandi á mánudaginn. Cecilía á að baki 22 leiki með yngri lands- liðum Íslands. Cecilía leikur ekki meira á mótinu Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Efnileg Cecilía Rán Rúnarsdóttir leikur með tveimur landsliðum. San Pedro del Pinatar, Pinatar- bikarinn, miðvikudag 4. mars 2020. 1:0 Dagný Brynjarsdóttir 24. Ísland: (4-3-3) Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Vörn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Dagný Brynjarsdóttir (Natasha Anasi 46), Sara Björk Gunnarsdóttir (Sigríður Lára Garðarsdóttir 46), Rakel Hönnudóttir (Agla María Alberts- dóttir 65). Sókn: Hlín Eiríksdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 65), El- ÍSLAND – NORÐUR-ÍRLAND 1:0 ín Metta Jensen (Hildur Antonsdótt- ir 85), Fanndís Friðriksdóttir (Sandra María Jessen 65). Varamenn: Ingibjörg Valgeirsdóttir (m), Sandra Sigurðardóttir (m), Guðný Árnadóttir, Anna Rakel Pét- ursdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir.  Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 26. landsliðsmark. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir (79) og Hólm- fríður Magnúsdóttir (37) hafa skor- að fleiri mörk fyrir A-landslið Ís- lands. Coca Cola-bikar kvenna Undanúrslit: KA/Þór – Haukar ................................. 22:21 Valur – Fram........................................ (5:11)  Fyrri hálfleik var lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/handbolti. Þýskaland Wetzlar – Göppingen .......................... 31:30  Viggó Kristjánsson skoraði ekki fyrir Wetzlar. Flensburg – Melsungen ...................... 30:23  Guðmundur Þ. Guðmundsson er þjálfari Melsungen. Danmörk Skjern – Nordsjælland........................ 29:26  Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 2 skot í markinu. Bjerringbro/Silkeborg – Kolding..... 26:31  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg.  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson skoruðu ekki fyrir Kolding. Ribe-Esbjerg – Aalborg...................... 30:31  Gunnar Steinn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Rúnar Kárason ekkert en Daníel Þór Ingason var ekki með.  Ómar Ingi Magnússon skoraði 3 mörk fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 2. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Holstebro – SönderjyskE ................... 29:27  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3 mörk fyrir SönderjyskE en Sveinn Jó- hannsson ekkert. Noregur Oppsal – Fana ...................................... 21:29  Thea Imani Sturludóttir skoraði ekki fyrir Oppsal.   um í október í fyrri leik sínum í deild- inni í vetur en ÍBV vann heimaleik sinn á sannfærandi hátt í febrúar, 36:28. Afturelding vann Stjörnuna örugg- lega í Garðabæ í september, 30:22, en liðin gerðu jafntefli, 30:30, í hörkuleik að Varmá í desember. Þrír af fjórum þjálfaranna kveðja lið sín að þessu tímabili loknu, þeir BIKARINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ef spá ætti fyrir um undanúrslitaleik- ina í bikarkeppni karla í handbolta út frá frammistöðu liðanna eftir áramót- in væri tiltölulega einfalt að gera ráð fyrir því að ÍBV myndi vinna Hauka og Stjarnan myndi vinna Aftureld- ingu í Laugardalshöllinni í kvöld. Eyjamenn hafa unnið síðustu fimm leiki sína í deild og bikar á meðan Haukar hafa verið tómu basli og unn- ið einn deildarleik af fimm eftir ára- mótin, auk þess að vinna Fjölni í átta liða úrslitum bikarsins. Stjarnan hefur unnið fjóra leiki af síðustu sex og rótburstuðu Íslands- meistara Selfoss með þrettán marka mun í bikarnum. Töpuðu reyndar fyr- ir þeim með fjórum mörkum í deild- inni skömmu síðar. Afturelding hefur hinsvegar aðeins unnið einn deild- arleik af fimm eftir áramót en vann síðan ÍR á sannfærandi hátt í bik- arnum. Lögmálin í bikarnum eru hins- vegar oft önnur en í deildinni og ef horft væri á veturinn í heild væru Haukar og Afturelding líklegri til af- reka. Öll fjögur félögin hafa orðið bik- armeistarar og Haukar oftast, sjö sinnum, síðast árið 2014. Eyjamenn unnu bikarinn í þriðja sinn 2018 og Stjarnan í fjórða sinn árið 2007 en eini bikarsigur Aftureldingar kom ár- ið 1999. ÍBV og Haukar hafa marga harða hildi háð á undanförnum árum, m.a. úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitil. Liðin gerðu jafntefli, 28:28, á Ásvöll- Gunnar Magnússon hjá Haukum, Einar Andri Einarsson hjá Aftureld- ingu og Rúnar Sigtryggsson hjá Stjörnunni. Þeir eru án efa allir stað- ráðnir í að grípa þetta tækifæri til að kveðja með í það minnsta einum stórum titli.  Viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna er að finna á mbl.is/sport/ handbolti. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Slagur Heimir Óli Heimisson og Kári Kristján Kristjánsson munu eflaust takast vel á í Laugardalshöllinni í kvöld þegar ÍBV mætir Haukum. ÍBV og Stjarnan líklegri í kvöld?  Undanúrslitin í bikarkeppni karla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.