Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er mér mikill heiður að stjórna
þessum afmælistónleikum,“ segir
finnski hljómsveitarstjórinn Eva
Ollikainen um tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands (SÍ) í Eldborg
Hörpu í kvöld kl. 19.30 þar sem 70
ára afmæli sveitarinnar er fagnað.
Uppselt er á tónleikana, en þeir
verða sendir út í beinni útsendingu á
Rás 1 auk þess að vera teknir upp í
mynd og streymt beint á vef hljóm-
sveitarinnar, sinfonia.is.
Á efnisskrá kvöldsins er sjald-
heyrt verk eftir Pál Ísólfsson sem
nefnist Úr myndabók Jónasar Hall-
grímssonar. Páll var frumkvöðull í
íslensku tónlistarlífi og einn helsti
hvatamaður þess að SÍ var stofnuð á
sínum tíma. Grammy-verðlaunahaf-
inn Augustin Hadelich leikur einleik
í Fiðlukonsert eftir Jean Sibelius og
loks leikur hljómsveitin Sinfóníu nr.
1 eftir Gustav Mahler.
„Fiðlukonsertinum hef ég stjórn-
að margoft, en þetta er í fyrsta sinn
sem ég stjórna 1. sinfóníu Mahlers
sem og verki Páls,“ segir Ollikainen,
en blaðamaður settist niður með
henni eftir æfingu fyrr í vikunni.
„Verk Páls er einstaklega heillandi
og fallegt. Það er uppfullt af þjóð-
lagastefjum sem útfærð eru með
rómantískum hætti á sama tíma og
hljómsetningin minnir um margt á
Bartók. Eins og þetta,“ segir Ollikai-
nen og grípur nóturnar sínar og
syngur dæmi fyrir blaðamann.
Gaman að láta koma sér á óvart
„Fiðlukonsert Sibeliusar er einn
sá besti sem skrifaður hefur verið.
Tæknilega séð er þetta frábærlega
saman sett verk á sama tíma og það
býr yfir ótrúlegri tilfinningalegri
dýpt. Svo spillir ekki fyrir hversu
skemmtilegt verkið er fyrir hljóm-
sveitina, því hún er ekki aðeins í
hlutverki undirleikara fyrir einleik-
arann heldur fremur meðleikari,“
segir Ollikainen og tekur fram að
sér finnist mjög viðeigandi að 1. sin-
fónía Mahlers sé flutt í kvöld.
„Auðvelt er að sjá þessa sinfóníu
sem fallega táknsögu fyrir SÍ sem
hefst með þróttmiklum æskuárum
og fer gegnum ýmsar áskoranir áður
en sæluríkið finnst að lokum. Þetta
er því fullkomið verk til að flytja á
þessum merku tímamótum.“
Í framhaldinu berst talið að kost-
um þess og ókostum að heims-
þekktir tónlistarflytjendur séu bók-
aðir nokkur ár fram í tímann. „Það
felst auðvitað ákveðið öryggi í því að
vita hvaða verkefni bíða, sem auð-
veldar allt annað skipulag. En ég
sakna þess aftur á móti að geta ekki
brugðist hraðar við og sett verk
fljótt á dagskrá sem heilla mig hér
og nú. Hvernig á ég að vita í dag
hvaða verki mig langar að stjórna
eftir tvö ár?“ spyr Ollikainen og
bendir á að fyrir vikið velji hún sér
verkefni sem hún viti fyrir víst að
hún muni alltaf vilja stjórna. Nefnir
hún í því samhengi sinfóníur eftir
Mahler, Bruckner, Strauss, Beet-
hoven og Brahms.
„Ég held að þetta sé ein ástæða
þess að margir stjórnendur halda
sig við takmarkaðan fjölda meistara-
verka – því við vitum að þetta eru
verk sem munu alltaf höfða til okk-
ar,“ segir Ollikainen og tekur fram
að sig dreymi hins vegar um að geta
árlega boðið upp á „carte blanche“
eða óskrifað blað á tónleikum. „Það
væri spennandi áskorun jafnt fyrir
mig og hljómsveitina hér að geta
rannsakað og flutt tónverk sem
höfða til mín hér og nú í stað þess að
bíða í tvö ár. Ég held að það væri
líka spennandi fyrir áhorfendur að
mæta á tónleika og láta koma sér á
óvart,“ segir Ollikainen sem tekur,
fyrst kvenna, við stöðu aðalhljóm-
sveitarstjóra og listræns stjórnanda
SÍ í haust. Á ráðningartímanum,
næstu fjögur árin, mun hún að jafn-
aði stjórna sveitinni í átta vikur á
hverju starfsári, auk þess að stýra
hljómsveitinni á fyrirhuguðum tón-
leikaferðum innanlands sem utan.
Tilraunir geta skilað kampavíni
Ollikainen kom fyrst til Íslands
haustið 2005 og stjórnaði framhalds-
skólatónleikum SÍ með nær engum
fyrirvara. Hún stjórnaði sveitinni
þrisvar á áskriftartónleikum 2007-10
og í fyrsta sinn í Hörpu í febrúar
2019, en skömmu síðar tók hún boði
hljómsveitarinnar um að gerast
aðalstjórnandi hennar. Spurð hvort
hún hafi þurft að hugsa sig um þegar
henni bauðst starfið svarar Olli-
kainen því neitandi.
„Ég heillaðist hreinlega af hljóm-
sveitinni og fólkinu sem hér vinnur,“
segir Ollikainen og tekur fram að SÍ
búi yfir tveimur sérstökum kostum.
„Einbeiting hljómsveitarinnar á
æfingum er töfrum líkust. Reynslan
hefur kennt mér að því fjær sem við
erum ys og þys stórborgarlífsins
með öllum þeim hávaða, mannmergð
og stressi sem stórum borgum fylgir
og því nær sem við erum náttúrunni
þeim mun betur eigum við með að
einbeita okkur,“ segir Ollikainen og
tekur fram að sjálf breytist hún þeg-
ar hún komi til Íslands. „Annað sem
heillar mig við hljómsveitina hér er
samspilið. Hvort sem sveitin spilar
barokktónlist eða samtímatónlist þá
er samleikurinn alltaf lifandi. Ég
held satt að segja að þau séu ófær
um að spila „dauðar“ nótur,“ segir
Ollikainen og bætir við til útskýr-
ingar: „Með „dauðum“ nótum á ég
við nótur sem eru réttar og jafnvel
fallegar, en skortir allt samhengi.
Alltof margar hljómsveitir í heim-
inum í dag eru bara uppteknar af
fallegu yfirborði en huga lítið sem
ekkert að innihaldinu – sem er samt
það sem mestu máli skiptir. Inni-
haldið fær sjálfkrafa mesta vægið
hjá hljómsveitinni hér sem þýðir að
það er draumastarf fyrir mig að fá
að stjórna henni,“ segir Ollikainen
og tekur fram að við bætist síðan að
Eldborg sé framúrskarandi
tónleikarými og allt utanumhald á
skrifstofunni til fyrirmyndar.
Í ljósi þess að Ollikainen verður
ekki aðeins aðalhljómsveitarstjóri
SÍ frá haustinu heldur líka listrænn
stjórnandi liggur beint við að spyrja
hvort hún hafi sett sér ákveðin
markmið á næstu fjórum árum. „Já,
ekki spurning. Stór hluti af vinnu
minni með hljómsveitinni á sér stað
á æfingum. Allar sinfóníuhljóm-
sveitir eru settar saman af fram-
úrskarandi hljóðfæraleikurum.
Hlutverk mitt sem stjórnanda er að
fá alla hljóðfæraleik-
arana til að verða eitt
í tónlistinni og stefna
saman í eina átt.
Þetta er heillandi
áskorun, en jafn-
framt krefjandi.
Samtímis langar mig
að þroska hljóm
sveitarinnar og
hlakka mjög til þess.
Þetta er eitthvað sem
allir hljómsveitarstjórar þurfa að
gera og stundum skila tilraunir
óvæntum niðurstöðum – líkt og
gerðist með kampavínið á sínum
tíma sem varð til fyrir mistök en
vakti óvænt mikla hrifningu,“ segir
Ollikainen kímin. „Þannig er maður
sífellt að prófa sig áfram og læra
nýja hluti, sem er spennandi en tek-
ur líka dágóðan tíma,“ segir Ollikai-
nen.
Vill fleiri íslenskar sinfóníur
„Starfsárið 2020-2021 var að
mestu mótað áður en ég var ráðin til
starfa þannig að áherslur mínar í
verkefnavali verða ekki greinilegar
fyrr en á þarnæsta starfsári. Reynd-
ar gat ég haft nokkur áhrif á verk-
efnavalið á þeim tónleikum sem ég
mun stjórna á næsta starfsári,“ seg-
ir Ollikainen og áréttar að hún leggi
mikla áherslu á fjölbreytni í verk-
efnavali. „Á síðustu árum hefur fjöl-
breytni vissulega aukist og sinfóníu-
hljómsveitir víðs vegar um heim eru
farnar að leika fleiri verk eftir kon-
ur, eftir tónskáld með fjölbreyttari
bakgrunn og tónskáld sem höfðu
gleymst í tónlistarsögunni. Vandinn
er hins vegar sá að oftast er um að
ræða stutt verk eða konserta sem
leiknir eru á fyrri hluta efnisskrár-
innar, en ekki stærri sinfónísk verk
sem rata á seinni hluta efnisskrár-
innar. Á heimsvísu vantar tilfinnan-
lega að leiknar séu fleiri samtíma-
sinfóníur. Það er líkt og skipu-
leggjendur þori ekki að setja slík
verk á dagskrá og ég skil ekki hvers
vegna. Ég bind miklar vonir við að
SÍ muni á næstu árum panta og
frumflytja eina nýja sinfóníu eftir
íslenskt tónskáld á hverju starfsári.
Ég geri mér alveg grein fyrir að það
felst ákveðin áhætta í því að panta
nýjar sinfóníur og engin trygging
fyrir því að öll verkin
standist væntingar.
En á tíu ára tímabili
ætti svona markviss
stefna að skila að
minnsta kosti þrem-
ur til fjórum úrvals-
sinfóníum sem muni
lifa,“ segir Ollikainen
og bendir á að tón-
skáld verði líka að fá
tækifæri til að þrosk-
ast með reynslunni sem felist meðal
annars í því að heyra verk sín flutt.
Hér grípur blaðamaður tækifærið
og spyr Ollikainen hvort það höfði
meira til hennar að frumflytja ný
verk eða vinna með klassíkina.
„Hvort tveggja höfðar jafnsterkt til
mín. Mér finnst alltaf jafn frábært
að fá tækifæri til að takast á við
stóru klassísku meistaraverkin. En
á sama tíma finnst mér óhemju-
spennandi að flytja ný samtímaverk
vegna þess að tónskáld samtímans
ná að fanga anda líðandi stundar, oft
á tíðum ómeðvitað. Sögulega er líka
mikilvægt að samdar séu sinfóníur í
dag sem fanga tíðarandann. Með
sama hætti og við komumst í beina
snertingu við tíma Mahlers þegar
við hlustum á sinfóníur hans.“
Stjórnar nýju verki Daníels
Þó ekki sé enn búið að kynna
næsta starfsár SÍ stenst blaðamaður
ekki freistinguna að spyrja Olli-
kainen til hvers hún hlakki mest
starfsárið 2020-2021. „Ég er mjög
spennt fyrir opnunartónleikunum
þar sem Íslandsfrumflutt verður
From Space I saw Earth eftir Daní-
el Bjarnason, en um er að ræða verk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fangar tíðarandann „Sögulega er líka mikilvægt að samdar séu sinfóníur í dag sem fanga tíðarandann,“ segir Eva Ollikainen.
„Spennandi áskorun“
Eva Ollikainen, verðandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar 70 ára
afmælistónleikum sveitarinnar í kvöld Var aðeins þriggja ára þegar hún valdi sér framtíðarstarfið
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
»Hlutverk mittsem stjórnanda
er að fá alla hljóð-
færaleikarana til
að verða eitt í tón-
listinni og stefna
saman í eina átt.