Morgunblaðið - 05.03.2020, Page 64

Morgunblaðið - 05.03.2020, Page 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég er orðin of gömul,“ segir Björk Ingimundardóttir skjalavörður og hlær þegar hún er spurð um það hvaða þýðingu það hafi fyrir hana að hafa fengið ein virtustu og vegleg- ustu verðlaun sem fræðimönnum og höfundum kennslugagna geta hlotn- ast hérlendis, viðurkenningu Hag- þenkis. Björk fékk verðlaunin við hátíð- lega athöfn á Þjóðarbókhlöðunni í gær fyrir rit sín Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I-II en Þjóð- skjalasafn Íslands gaf ritin út. Um er að ræða yfirgripsmikið upp- flettirit ásamt kortum sem auðveldar yfirsýn yfir sögu landsins og á eftir að nýtast í margvíslegum rann- sóknum um langan aldur, að mati dómnefndar sem segir ritin „sagn- fræðilegt stórvirki“. Lyklar að heimildum „Þetta hefur meginþýðingu fyrir safnið sem stóð að útgáfunni. Ég er komin hátt á áttræðisaldur og þetta segir ekki mikið fyrir mig sem fræði- mann. Það gleður mig þó mjög mikið að ég fái þessa viðurkenningu vegna safnsins. Það hefur staðið vel að út- gáfunni,“ segir Björk hógvær. Ítarlegt viðtal við Björk birtist í Morgunblaðinu í september síðast- liðnum og eins og þar kom fram fékk Björk hugmyndina að verkunum fyr- ir um 35 árum þegar hún endur- skráði skjalasöfn presta og prófasta í Þjóðskjalasafni Íslands. Við það verk vöknuðu hugmyndir um að taka sam- an upplýsingar um þróun presta- kalla, sókna og prófastsdæma en í ritunum er landfræðilegri afmörkun prestakalla, sókna og prófastsdæma um aldir og fram til þessa dags lýst. Aðdragandinn að viðurkenningu Hagþenkis er því langur. „Ég lauk við að skrifa bókina í árs- lok 2017 og síðan þá hafa orðið miklar breytingar. Prestaköllum fækkar alltaf og vegna byggðaþróunar þá má búast við því að sóknarbreytingarnar haldi áfram.“ Ritin eru nú þegar orðin gagnlegir lyklar að heimildum og upplýsingum sem opna dyr fyrir frekari þekkingu, eins og dómnefnd segir í umsögn sinni um rit Bjarkar. „Á kortunum tveimur sem fylgja bókunum og sýna prestaköll á Íslandi árin 1801 og 1920 þar sem er í fyrsta sinn hægt að sjá stjórnsýsluskipan kirkjunnar á augabragði og bera saman tímabil, í stað þess að þurfa að leggja á sig jafnmikla undir- búningsvinnu og Björk hefur gert. Búið er að tengja skrárnar inn á land- fræðileg kort á vef Þjóðskjalasafns og hafin vinna við að setja efnið inn á vefinn heimildir.is. Þar er von á meiru, meðal annars skrá Bjarkar yf- ir 1.400 hugtök sem opnuð verður á vordögum,“ sagði Lára Magn- úsardóttir sem sat í viðurkenning- arráði Hagþenkis við athöfnina í dag. Þrátt fyrir að rit Bjarkar byggist að mestu á heimildum sem tengjast prestum og prestaköllum þá veita þau innsýn í íslenskt samfélag í heild sinni. Í umsögn dómnefndar um verk Bjarkar segir að „í skjölum um starf presta liggja vannýttir fjársjóðir með upplýsingum um líf þjóðarinnar og stjórnmálasögu landsins, ekki síst vegna þess að skort hefur skilning á kerfislægu samhengi heimildanna“, en rit Bjarkar séu lykillinn að þessum heimildum. Innsýn í íslenskt samfélag „Í skjalasöfnum presta og prófasta eru fjölþættar heimildir um Íslend- inga og íslenskt samfélag. Þar má finna upplýsingar um persónusögu, trúarlíf, menntun, heilsufar, búskap- arhætti, listir, efnismenningu, bygg- ingarsögu, landnotkun og félagslíf,“ segir Björk sem bendir á að prestar hafi komið víða við í sínum störfum hér áður fyrr. „Prestarnir sinntu margháttuðum hlutverkum í samfélaginu, ekki að- eins hefðbundnum prestsverkum. Þeir áttu til dæmis að líta eftir því að börn væru læs og fylgjast með kennslu í skrift og reikningi. Þá urðu þeir að annast eignir kirkna sinna og standa á þeim skil. Prestþjónustubækur og sóknar- mannatöl eru því eiginlega upplýs- ingar um feril forfeðranna frá vöggu til grafar og svo er í bókunum upplýs- ingar um heilsufar, félagslíf, húsa- kynni og byggingarmál. Með því að samþætta þetta við skjalasöfn hreppa og sýslumanna fær maður miklu meiri innsýn í samfélagið.“ Spurð hvort ritin séu þá mikilvæg sögu Íslendinga í heild segir Björk: „Ég er að vona að þetta kveiki að minnsta kosti hugmyndir um marga þætti. Að fara til kirkju var til dæmis oft fyrir konur eiginlega eina skiptið sem þær fóru út af heimilinu. Það hefur kannski ekki gefið mikið þegar þær bjuggu á kirkjustaðnum og það var eini bærinn í sókninni,“ segir Björk glettin. Fræðistörfin halda áfram Eins og áður sagði hefur Björk lengi unnið með upplýsingar sem tengjast prestaköllum en hún er hvergi nærri hætt og hefur undan- farið fengist við orðskýringar og hug- tök sem snerta kirkjustarf. „Ég er að reyna að teygja mig yfir í fleira og velti því til dæmis upp hvað prestþjónustubók sé, hvaða lög og fyrirmæli liggja að baki og hvaða breytingar hafa orðið. Svo tók ég mig einu sinni til og buslaði í gegnum prestþjónustubækur og sóknar- mannatöl og einhver fleiri gögn og greip þar upp ýmis orð og skamm- stafanir sem ég reyndi þá að skýra. Það er náttúrlega mikið af latínu- orðum og orðum úr öðrum tungu- málum og svo náttúrlega að þau geta haft aðra merkingu jafnvel heldur en þá sem maður sér í orðabókum og mörg eru ekki í íslenskri orðabók. Ég fletti einhvern tímann í gegnum það sem kallað er kirkjustóll, það er svona eignaskrá kirkna og vísitasíur. Það eru svona ýmis orð sem ég er að reyna að grípa upp og skýra.“ Merking sumra þessara orða er í þann mund að týnast eða er týnd og stundum hægara sagt en gert að átta sig á merkingu þeirra. „Vandamálið er það að þótt ég sé orðin sjóuð í að lesa dönsku þá er allt- af fullt af orðum sem ég skil ekki, til dæmis í dönsku embættismannamáli sem talað var við æðri stjórnvöld. Svo er skriftin náttúrlega allt önnur en hún er í dag,“ segir Björk og skýtur að blaðamanni að hann myndi varla skilja fljótaskrift, hvað þá skrift Bjarkar sjálfrar. Þar hefur Björk áreiðanlega rétt fyrir sér. Spurð hvort orðin séu þá einnig lyklar að heimildum og upplýsingum, rétt eins og ritin segir Björk: „Ég vona það. Það er á döfinni að þetta fari á vef þjóðskjalasafns og ég dunda mér þá við að bæta við.“ Björk hlýtur 1.250.000 krónur í verðlaun frá Hagþenki. „Sagnfræðilegt stórvirki“ verðlaunað  Björk Ingimundardóttir hlaut viðurkenningu Hagþenkis  Veitt fyrir rit sem fela í sér lykla að frekari heimildum  „Þetta hefur meginþýðingu fyrir safnið sem stóð að útgáfunni,“ segir Björk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verðlaun Björk Ingimundardóttir hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis fyrir rit sín um prestaköll á Íslandi. Írsku arkitektarnir Yvonne Farrell og Shelley McNamara, stofnendur arkitektúrstofunnar Grafton, hljóta Pritzker arkitektúrverðlaunin í ár, en þau eru virtasta viðurkenningin í heimi arkitektúrs og veitt fyrir heildarframlag til fagsins. Pritz- ker-verðlaunin hafa nú verið veitt í 41 ár en þær Farrell og Shelley eru aðeins fjórða og fimmta konan til að hljóta þau. Þær stöllur stofnuðu Grafton- stofuna árið 1978 og hafa síðan unnið markvisst að því að hanna byggingar sem þær segja eiga að skapa umgjörð fyrir gott mannlíf. Byggingar þeirra eru sagðar ein- kennast af þungum efnum, eins og steypu og hleðslusteini, sem þær hika ekki við að móta í umfangs- mikil og massíf form, en rýmin sem opnast á milli eru hins vegar há, rúmgóð og manneskjuleg. Meðal þekktustu verka þeirra eru rómuð bygging tækniháskólans í Líma í Perú. Verðlaun raðast nú að þeim en þær hlutu líka RIBA-arkitektúr- verðlaunin í ár og voru valdar list- rænir stjórnendur síðasta arkitektúrtvíærings í Feneyjum. AFP Arkitektar Þær Yvonne Farrell og Shelley McNamara eru í fámennum hópi kvenna sem hlotið hafa þessi virtustu verðlaun sem veitt eru í faginu. Grafton-stofan hlýt- ur Pritzker-verðlaun  Stofnuð af Farrel og McNamara 1978

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.