Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
A U G N V Í T A M Í N
Fæst í öllum helstu apótekum
www.provision.is
Augnþurrkur er algengt vandamál. Viteyes Tear support
vítamín inniheldur öll gæðavítamín og olíur til að uppfylla
daglegar þarfir fyrir heilbrigða tárafilmu. Einnig gott sem
fyrirbyggjandi vítamín fyrir augun.
The Whistlers er rúmönskrökkurmynd sem varfrumsýnd á kvikmyndahá-tíðinni á Cannes í fyrra.
Myndin gerist að miklu leyti á La
Gomora-eyjunni í Kanaríeyjaklas-
anum en einnig í Rúmeníu og Singa-
púr.
Aðalhetjan okkar heitir Christi og
er rúmenskur lögreglumaður á
miðjum aldri. Hann flækist inn í
glæpahring þegar kona að nafni
Gilda biðlar til hans að reyna að fá
kærastann sinn, Zsolt, lausan úr
fangelsi. Zsolt fæst við að þvo skít-
uga peninga í gegnum dýnuverk-
smiðju sem hann á en hvaðan pen-
ingarnir koma er óljóst, líklega
tengist það eiturlyfjum. Christi
ákveður að slá til og verður ábyrgur
fyrir að sigla plottinu í heila höfn og
á von á að fá gríðarlega summu fyrir
viðvikið. Hann situr svo auðvitað
beggja vegna borðsins, því hann er
hluti af teyminu sem rannsakar mál-
ið sem hann er sjálfur hluti af.
Teymið leiðir skörungslegi saksókn-
arinn Magda, sem er líklega áhuga-
verðasta persónan í myndinni, hún
berst gegn glæpum og spillingu með
kjafti og klóm og er jafnvel tilbúin
að fara örlítið á svig við lögin til að
fá sínu framgegnt.
Titill myndarinnar vísar til blíst-
urstungumáls sem er upprunnið frá
Kanaríeyjum. Tungumálið notuðu
eyjaskeggjar til að bera skilaboð yf-
ir fjöll og dali. Christi er sendur til
La Gomora til að læra þetta mál,
sem glæponarnir hyggjast nota til
að eiga leynileg samskipti.
Handritið byggist á traustum
rökkurgrunni en nær aldrei al-
mennilegu flugi, sagan er hreinlega
ekki nógu áhugverð. Líkt og gengur
og gerist í noir-myndum er fléttan
nokkuð flókin, þarna eiga sér stað
svik, gagnsvik og gagngagnsvik.
Þessi rýnir játar faktískt að hafa
flett söguþráðarlýsingu upp á netinu
til að fá grunnatriðin í fléttunni á
hreint. Málin flækjast enn frekar
því sagan er að hluta til sögð í öfugri
tímaröð, sem er sömuleiðis algeng
frásagnaraðferð í rökkurmyndum
og getur virkað vel til að halda háu
spennustigi en hérna dregur aðferð-
in eiginlega bara úr spennunni.
Sjónrænar vísanir í hefðina takast
betur. Myndin lítur mjög vel út, lita-
pallettan er heillandi og lýsingin
flott. Kvikmyndatakan er mjög góð,
innrömmunin er smekkleg og
myndavélahreyfingarnar eru flottar
og á tíðum virkilega skapandi. Áhrif
Alfred Hitchcock leyna sér ekki í
leikstjórninni og það er jafnvel full-
mikið af því góða því þarna er vísun
í Psycho sem er eiginlega bara al-
gjört grín í annars mjög alvarlegri
mynd. Aðalpersónurnar eru tíðir
gestir á móteli sem heitir hinu
skemmtilega nafni Hotel Opera og
patróninn þar er sérkennilegur
maður sem spilar óperutónlist allan
daginn. Hann er einrænn og undar-
legur og minnir því um margt á
Norman Bates, hann gengur meira
að segja svo langt að ráðast gegn
einum hótelgesti vopnaður hnífi
meðan hún er í sturtu.
Persónurnar í myndinni eru upp
til hópa flatneskjulegar og þær
skortir skýra stefnu. Fremstur í
flokki er Christi, sem er einhvern
veginn hvorki fugl né fiskur. Hann
er ekki nógu sjarmerandi og dríf-
andi til að vera aðalhetja sem við
höldum með og hefur heldur ekki al-
veg nógu mikið til brunns að bera til
að vera almennileg andhetja, hann
er ekki alveg nógu mikill óþokki til
þess.
Gilda hefur burði til að vera for-
vitnilegur karakter, það fyrsta sem
vekur forvitni er nafnið sem vísar til
þekktustu „femme-fatale“ sögunnar,
Gildu sem Rita Hayworth lék í sam-
nefndri mynd árið 1946. Hin rúm-
enska Gilda fær því miður nokkuð
klisjukennda meðferð. Hún er leikin
af Catrinel Marlon sem er stór-
glæsileg kona en fær eiginlega ekki
mikið annað að gera en að vera
megabeib. Glæpakarlarnir perrast í
henni og svo perrast myndavélin í
henni allan tímann, hún er iðulega
mynduð með glápkenndum hætti. Í
upphafi myndarinnar sefur Gilda
hjá Christi, ekki af því að hana lang-
ar til þess heldur til að þjóna „mál-
staðnum“ og sú sena er í besta falli
hallærisleg, í versta falli ógeðsleg.
Svo er gefið í skyn að Gilda sé ást-
fangin af Christi, eða a.m.k. svolítið
skotin í honum, sem er ósannfær-
andi og óskiljanlegt því maðurinn er
miklu eldri en hún og með álíka
mikla persónutöfra og kolabingur.
The Whistlers inniheldur nokkra
ágæta spretti en sagan er þvæld og
persónurnar litlausar og myndin
tekst því aldrei á loft.
Falskir blístrarar
Ágætir sprettir Önnur aðalpersónan, Gilda, er „leikin af Catrinel Marlon sem er stórglæsileg kona en fær eiginlega
ekki mikið annað að gera en að vera megabeib,“ segir rýnir. Ágætir sprettir séu í annars þvældri sögu.
Bíó Paradís
The Whistlers bbnnn
Leikstjórn og handrit: Corneliu Porum-
biu. Kvikmyndataka: Tudir Mircea. Klipp-
ing: Roxana Szel. Aðalhlutverk: Vlad
Ivanov, Catrinel Marlon, Rodica Lazar,
Antonio Buíl. 97 mín. Rúmenía, 2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Vegna fjölda áskorana tekur leik-
hópurinn Miðnætti leiksýninguna
Djákninn á Myrká – Sagan sem
aldrei var sögð í leikstjórn Agnesar
Wild aftur til sýningar í Tjarnarbíói
í kvöld kl. 20.30. Uppfærsluna vann
Miðnætti í samstarfi við Leikfélag
Akureyrar undir merkjum Gróður-
hússins og var hún frumsýnd á
Akureyri síðasta vor.
„Handritið var samið á æfinga
ferlinu í samsköpun hópsins. Þjóð-
sagan sjálf er ekki nema um þrjár
blaðsíður að lengd, en sýningin er
um 60 mínútur,“ segir Agnes og
lýsir verkinu sem sprenghlægileg-
um en jafnframt hrollvekjandi
gamanleik. Aðeins tveir leikarar
leika í sýningunni, en Birna Péturs-
dóttir og Jóhann Axel Ingólfsson
bregða sér samtals í um 20 hlut-
verk. Tónlist uppfærslunnar samdi
Sigrún Harðardóttir og leikmynd
og búninga gerði Eva Björg Harð-
ardóttir. Næstu sýningar verða 13.
og 21. mars, en aðeins eru fyrirhug-
aðar þessar þrjár sýningar í höfuð-
borginni. Miðar fást á tix.is.
Dúó Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson leika um 20 hlutverk.
Hrollvekjandi gaman-
leikur í Tjarnarbíói
Miðnætti sýnir Djáknann á Myrká
Hin mikilvirki myndlistarsafnari og
stuðningsmaður samtímalista Fran-
cesca Thyssen-Bornemisza, sem
kom að sýningum hjá Nýlistasafn-
inu og Kling & Bang, rak um tíma
samtímalistamiðstöðina TBA21 í
Vínarborg. Þar skapaði Ragnar
Kjartansson ásamt fjölda sam-
starfsmanna kvikmyndaða útgáfu
af Heimsljósi Halldórs Laxness sem
var sýnd þar ásamt fjölmörgum
öðrum verkum í eigu safnarans.
Thyssen-Bornemisza hefur nú
ákveðið að beina orku sinni að því
að styrkja ásýnd samtímalista í
Madrídarborg þar sem faðir henn-
ar stofnaði á sínum tíma þekkt safn
utan um verk í hans eigu, Museo
Nacional Thyssen-Bornemisza, en
það er nú í eigu spænska ríkisins. Í
The Art Newspaper er greint frá
því að Thyssen-Bornemisza hafi
fært öðru þekktu safni í Madríd,
Reina Sofia, að gjöf viðamikla
myndbandsinnsetningu eftir tyrk-
neska listamanninn Kutlug Atam-
an. Þá komi hún nú að því að
styrkja samtímaáherslur í hinu
gamla safni föður síns. Þar megi
fyrst nefna að hún hafi pantað nýtt
verk af Ragnari sem verði sýnt þar.
Hún segir að verkið muni meðal
annars koma inn á tjáningarfresi
og ritskoðun og að hún vildi gjarn-
an sjá Ragnar eiga í einhvers konar
samtali við þýsk expressjónísk verk
í safneigninni. Einnig verða sýnd í
safninu verkin Heimsljós og The
Visitors eftir Ragnar, sem hún á.
Morgunblaðið/Kristinn
Vinsælt Verk Ragnars The Visitors
var sýnt í Kling & Bang árið 2013.
Pantar
verk af
Ragnari
Verður gert fyrir
listasafn í Madríd