Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 72

Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 CLEVELAND 3JA SÆTA ljósbleikt áklæði. fætur úr furu. L208 cm. 94.900 kr. Nú 69.900 kr. 20-40% Sparadu- af öllum sófum, sófaborðum hægindastólum og mottum 5. - 23 mars 25% Sparadu- af öllum mottum JOYE MOTTA Bómull. Ýmsir litir. 80x250 cm. 8.990 kr.NÚ 6.743 kr. SPARAÐU 2.247 kr. 80x250 cm nú6.743 Söngkonan Hildur Vala heldur tón- leika í Kornhlöðunni í Bankastræti í kvöld, fimmtudag, og hefjast þeir klukkan 21. Á tónleikunum syngur hún lög og texta eftir sjálfa sig og aðra en hún hefur gefið út þrjár sólóplötur. Sú síðasta, Geimvísindi, kom á markað árið 2018. Með henni leika Jón Ólafsson, Magnús Magn- ússon, Stefán Már Magnússon og Andri Ólafsson. Tónleikar Hildar Völu í Kornhlöðunni í kvöld FIMMTUDAGUR 5. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Þrátt fyrir sigur gegn Norður-Írlandi í fyrsta leiknum á alþjóðlega mótinu á Spáni í gær var frammistaða ís- lenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu ekkert sérstök og ljóst að það þarf að taka sig verulega á fyrir mikilvæga leiki sem eru framundan. Dagný Brynjarsdóttir tryggði Íslandi nauman sigur, 1:0. »61 Sigur en frammi- staðan var ekki góð ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Stefánsdóttir söngkona og Hlynur Þór Agnarsson píanóleikari standa fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20 sem helg- aðir verða lögum sem Karen Car- penter flutti. Til að gera tónlistinni sem best skil hafa þau fengið til liðs við sig einvala lið tónlistar- manna, blásara- og strengjasveit. Einnig mun Skóla- kór Kársnesskóla syngja með í lög- um sem urðu kunn með The Carpenters, á borð við Top of the world og Yes- terday once more. Flytja tónlist Karen Carpenter í Salnum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félag Árneshreppsbúa er með elstu starfandi átthagafélögum landsins. Í tilefni 80 ára afmælis þess verður árshátíðin nú með veglegra móti, en hún verður haldin í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 14. mars næstkomandi. Félagið byrjaði sem átthagafélag í Reykjavík en varð fljótlega samnefn- ari fyrir alla brottflutta Árnes- hreppsbúa. „Við erum rétt um þús- und félagsmenn,“ segir Kristmundur Kristmundsson, sem hefur verið stjórnarmaður félagsins um árabil og formaður í yfir áratug. Árnes- hreppur er fámennasta sveitarfélag landsins með 45 skráða íbúa um sl. áramót, en um tugur býr þar að stað- aldri. Kristmundur er vélstjóri í Reykja- vík en ólst upp að nokkru leyti á Finnbogastöðum. Faðir hans fædd- ist og ólst upp á Gjögri, þar sem fjöl- skyldan á hús. „Þaðan hef ég stund- að strandveiðar frá því þær hófust og verið með annan fótinn í hreppnum, eins mikið og ég hef haft tök á. Því finnst mér skemmtilegast að segja að ég sé trillukarl frá Gjögri.“ Engin félagsgjöld Tilgangur með stofnun félagsins var að hittast reglulega og halda hópinn. „Þetta voru miklar gleði- samkomur, sem enduðu nánast alltaf með dansleikjum,“ segir Krist- mundur. Aðalfundur hafi aldrei fallið niður, fundir séu haldnir reglulega og fastar samkomur séu árshátíð og jólaball auk annarra tilfallinna við- burða. „Svo komum við gjarnan að uppákomum fyrir norðan,“ heldur hann áfram og leggur áherslu á að félagið hafi alltaf stutt vel við bakið á félagsmönnum, sem hafi þurft á að- stoð að halda, til dæmis vegna veik- inda, og aðstoðað hreppinn eftir föngum. „Félagið var brautryðjandi í því að barnaskólinn á Finnboga- stöðum tölvuvæddist á sínum tíma og hefur síðan gefið skólanum tölvur nokkrum sinnum. Þegar íbúðarhúsið á Finnbogastöðum brann fyrir um 12 árum fór félagið af stað með mikla landssöfnun og safnaðist nær fyrir nýju íbúðarhúsi, sem er nýjasta hús sveitarinnar.“ Eins og gengur hafa íbúar hrepps- ins ekki alltaf verið sammála um alla hluti en Kristmundur segir að á öll- um mannfögnuðum félagsins hafi öll þrætu- og deilumál verið lögð til hliðar. Félagið gefi út tvö fréttabréf árlega og sé auk þess með virka síðu á Fésbókinni. „Tengsl við íbúa í sveitinni eru mjög góð og þess má geta að þegar verslunarfélagið var stofnað fyrir um ári beitti félagið sér fyrir því að safna stofnendum auk þess sem það styrkti verslunar- félagið.“ Þrátt fyrir töluverð umsvif eru engin félagsgjöld í átthagafélaginu. „Félagið hefur verið borið uppi á gjafafé og öll vinna í þess þágu er unnin í sjálfboðavinnu,“ segir Krist- mundur. Bræðurnir Ragnar og Guð- brandur Torfasynir verða veislu- stjórar á afmælisfagnaðinum og sjá um skemmtiatriði ásamt öðru fólki úr sveitinni. „Við eigum frábært fólk, drögum ýmislegt upp úr hatt- inum og vonumst til þess að fylla fé- lagsheimilið,“ segir formaðurinn, en forsala verður í Félagsheimili Sel- tjarnarness klukkan 14 til 16 laug- ardaginn 7. mars. Morgunblaðið/Árni Sæberg Strandamaður Kristmundur Kristmundsson, trillukarl frá Gjögri og formaður Félags Árneshreppsbúa. Öflugir Strandamenn  Brottfluttir Árneshreppsbúar með 80 ára afmælishátíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.