Morgunblaðið - 31.03.2020, Page 2

Morgunblaðið - 31.03.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Eigendur ökutækja, utan rekstrar, munu geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt að fullu vegna við- gerða á ökutækjum sínum ef reikn- ingurinn hljóðar upp á að lágmarki 25 þús. kr. fyrir vinnuna. Breytingartil- laga efnahags- og viðskiptanefndar var samþykkt í gærkvöldi þegar að- gerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins varð að lög- um. Reikningar við allar viðgerðir sem kosta að lágmarki 25 þúsund kr. falla hér undir þessa heimild til end- urgreiðslu virðisaukaskattsins en ákveðið var að heimildin nái ekki til smáviðgerða, smurþjónustu og hjól- barðaviðgerða, sem kosta minna. Þingnefndin lagði m.a. þessa breyt- ingu til fyrir hvatningu Bílgreinasam- bandsins en önnur og þriðja umræða um frumvarpið fóru fram Alþingi í gær. Bifreiðaeigendur ættu eftir lögfest- ingu frumvarpsins að geta sótt um endurgreiðslu vegna almennra þjón- ustuskoðana á bílum sínum ef þær kosta meira en 25 þús kr. án virðis- aukaskatts. Einnig verður hægt að fá endurgreitt vegna vinnu við viðgerð- ir, bílamálun og bílaréttingar. Fari ekki út í svarta hagkerfið Bílgreinasambandið hvatti eins og áður segir þingnefndina til að lögfesta þessa heimild með sama hætti og heimilaðar endurgreiðslur á virðis- aukaskatti vegna vinnu við íbúðar- og frístundahúsnæði til að tryggja að sem mest verði að gera á bílaverk- stæðum næstu mánuðina og komist verði hjá uppsögnum. Skv. upplýsing- um sambandsins starfa yfir 4.000 ein- staklingar í bílgreinum hér á landi og allt að 75% starfsmanna innan bíla- umboða vinna við þjónustu, varahluti og viðgerðir ökutækja. ,,Við viljum ekki sjá bílaviðgerðir fara út í svarta hagkerfið eins og gerðist 2008-2010 þegar spruttu upp bílskúrar og heimaviðgerðir,“ segir m.a. í umsögn Bílgreinsambandsins til þingnefndarinnar. „Við erum mjög ánægð með að þetta sé komið svona langt og vonandi verður þetta samþykkt svo það fari í gegn,“ sagði María Jóna Magnúsdótt- ir, framkvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins, í samtali við Morgunblaðið í gærdag aður en breytingin var lög- fest. Spurð um útlitið í bílgreinum í þessu ástandi sem uppi er vegna veirufaraldursins segir María að líkt og aðrir sjái menn fram á erfiða tíma. ,,Við erum að reyna að gera allt og benda á hvað hægt er að gera betur og teljum að þessi aðgerð að bílgrein- ar fái að komast inn í verkefnið „Allir vinna“ geti aðstoðað okkur gríðarlega mikið.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, tekur í sama streng og segir aðgerðirnar mikilvægar í því ástandi sem uppi er sem hafi víðtæk áhrif. Fólk sé þegar farið að halda aft- ur af sér á þessum óvissutímum og þetta muni hjálpa til við að halda dampi í greininni og rekstur og við- hald ökutækja sé stór útgjaldaliður. Endurgreitt ef upphæðin nær 25 þús.  Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða skiptir marga máli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bílaviðgerð Í lagabreytingunni felst heimild til endurgreiðslu virðisauka- skatts vegna bílaviðgerða frá 1. mars og til 31. desember nk. Hestar og menn hafa gott af því að viðra sig reglulega, og alveg sérstaklega þegar kórónuveirufaraldur geng- ur yfir landið. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir á Blönduósi var í útreið- artúr á sínum hesti, með bros á vör, er hún varð á vegi fréttaritara blaðsins. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Riðið út í faraldri með bros á vör Allir starfsmenn skóla- og frí- stundasviðs Reykjavíkurborgar fengu skeyti á föstudaginn þess efnis að þeir fái páskaegg nr. 4 frá Nóa Sí- ríus sem þakklætisvott fyrir frábært starf við krefjandi aðstæður und- anfarnar vikur og væntanlega áfram fram að páskum. Á sviðinu starfa tæplega 5.600 starfsmenn í grunn- skólum, leikskólum, frístundaheim- ilum og félagsmiðstöðvum. Yfirskrift skeytisins var: Hjartans þakkir. „Ágæti samstarfsmaður, Eftir helgi færðu páskaegg sem táknrænan þakklætisvott fyrir störf þín í þeim krefjandi aðstæðum sem ríkt hafa að undanförnu í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. Nú hef- ur reynt á þolgæði, útsjónarsemi, frumkvæði, skapandi hugsun og hlýju. Það styttist í langþráð páska- leyfi. Ég veit að aðstæður eru ólíkar og veikindi setja mark sitt á margar fjölskyldur, en við komumst í gegn- um þetta saman. Hafðu hugheilar þakkir fyrir þitt framlag í vinnu fyrir börnin í borginni!“ Páskaeggjakaupin voru boðin út og bárust tvö tilboð. Góa bauð 6 milljónir og Nói Síríus rúmar 5,8 milljónir. Kostnaðaráætlun var 4,5 milljónir. Ákveðið var að semja við lægstbjóðanda. sisi@mbl.is Fá páskaegg sem þakk- lætisvott  Kosta 5,8 milljónir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Alda uppsagna ríður yfir nú fyrir mánaðamótin. Í gærkvöldi höfðu 17 fyrirtæki tilkynnt um hópuppsagn- ir til Vinnumálastofnunar og taka þær til 695 starfsmanna. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumála- stofnunar, segir að búast megi við að fleiri uppsagnir bætist við í dag, síðasta dag mánaðarins. Slíkar töl- ur hafa ekki sést í hópuppsögnum frá því í bankahruninu, að falli WOW air undanskildu. Eru þetta að hennar sögn fyrir- tæki í ferðaþjónustu og alls kyns annarri þjónustu, meðal annars verslanir. Sumir sem segja upp starfsfólki nú um mánaðamótin nýta sér einnig hlutastarfaúr- ræði Vinnumála- stofnunar og fara blandaða leið. Í gær höfðu rúmlega fjögur þúsund fyrirtæki sótt um minnkað starfshlutfall fyr- ir rúmlega 20 þúsund starfs- menn. Að auki hafði á áttunda þús- und manns sótt um atvinnuleysis- bætur þannig að greiddar eru bætur að hluta til eða öllu leyti til um 28 þúsund manns. Meðal fyrirtækja sem segja upp starfsfólki þessa dagana er Isavia sem tilkynnti í gær um uppsögn 101 starfsmanns auk þess sem 37 starfsmönnum til viðbótar verður boðið áframhaldandi starf með minnkuðu starfshlutfalli til fram- tíðar. Jafnfamt verður dregið úr ráðningum sumarstarfsfólks. Þetta gerir Isavia vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Flestar uppsagn- irnar verða á Keflavíkurflugvelli. Advanina og DV segja upp Advania sagði upp fjórtán starfs- mönnum fyrir helgi af sömu ástæð- um og Isavia. Þá fékk hátt í tugur starfsmanna DV uppsagnarbréf í gær ásamt fleiri starfsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar en nýlega var gengið frá kaupum Torgs, út- gáfufélags Fréttablaðsins, á fyrir- tækinu. Alda uppsagna ríður yfir  17 fyrirtæki segja upp 700 manns  Isavia fækkar um 101  27.500 verða á atvinnuleysisbótum eða hlutastarfabótum Unnur Sverrisdóttir Óformlegar samningaumleitanir hafa verið milli forystu Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins vegna hugmynda úr við- skiptalífinu um að fresta launa- hækkunum sem eiga að koma til framkvæmda 1. apríl. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að engin nið- urstaða sé komin í það samtal. Afstaða sambandsins sé þó skýr. „Við höfum talið það of dramatíska aðgerð að fara inn í kjarasamn- ingana þar sem okkar fólk er að taka á sig gríðarlegar kjaraskerðingar í alls konar formum, ekki síst það fólk sem er að fara á hlutaatvinnuleys- isbætur. Fyrirtækin eru að fá gríð- arlegan stuðning frá stjórnvöldum og lífeyrissjóðum reyndar líka,“ seg- ir Drífa. Spurð hvort einhugur sé um þett- an innan ASÍ svarar Drífa: „Við höf- um komist að þessari niðurstöðu innan ASÍ.“ Öll laun hækka um 18 þúsund 1. apríl og taxtalaun um 24 þúsund. Vilhjálmur Birgisson, 1. varafor- seti ASÍ, segist hafa viðrað þá hug- mynd að skerða tímabundið mót- framlag vinnuveitenda í lífeyrissjóði. Það myndi koma í sama stað niður. Frestun er dramatísk aðgerð  Hækkanir 1. apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.