Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 AÐALFUNDUR AðalfundurBrims hf. verður haldinn í dag, 31.mars 2020og hefst hann klukkan17:00 Fundurinn fer framá íslensku. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.11 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga umheimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Skýrsla stjórnar um kosti og galla tilnefningarnefnda skv. samþykkt síðasta aðalfundar. 4. Tillaga stjórnar vegna samþykktar á hluthafafundi 12. desember2019 umað fela stjórn félagsins að leggja fram til samþykktar eða synjunar tillögur semmiða að því að aukamöguleika erlendra aðila til óbeinnar fjárfestingar í félaginu. 5. Önnurmál. Þar sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, að takmarka samkomur vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar hefur verið lagt bann við því að halda fjölmennan fund. Í ljósi þess og ábendingum frá hluthöfum félagsins beinir stjórnin því til hluthafa aðmæta ekki á aðalfundinn heldur kjósa fyrirfram skriflega um tillögur fundarins og fela fundarstjóra umboð til að kjósa á fundinum fyrir sína hönd. Gert er ráð fyrir að einungis mæti á fundarstað starfsmenn fundarins, forstjóri og stjórnarformaður. SKRIFLEG KOSNING Eyðublað fyrir skriflega kosningu og leiðbeiningar er að finna á heimasíðu félagsins: https://www. brim.is/brim/fjarfestar/adalfundur2020/ Skulu hluthafar senda útfyllt eyðublöð á netfangið: adalfundur@brim.is og verður tekið við þeim þar til fundurinn hefst kl. 17:00 á aðalfundardaginn. SKRIFLEGTUMBOÐ Jafnframt má senda þeim sem koma til með að sitja fundinn umboð með saman hætti og greinir hér að framan. Eyðublað og leiðbeiningar um það er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.brim. is/brim/fjarfestar/adalfundur2020/ Frestur hluthafa til að senda félaginu umboð og skrifleg atkvæði er þar til fundurinn hefst kl. 17:00 á aðalfundardaginn á netfangið: adalfundur@brim.is Fundurinn verður sendur út gegnum heimasíðu félagsins: https://www.brim.is/brim/fjarfestar/ adalfundur2020/ Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en fundur hefst. Aðgangsorð inn á fundinn verður sent við móttöku atkvæðaseðils með umboði. Nánari upplýsingar veita: Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri í síma 858-1170 eða á netfangið ingajona@brim.is Jón Þór Andrésson í síma 858-1030 eða á netfangið jonthor@brim.is Aðrar upplýsingar Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.brim.is Stjórn Brims hf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hundruð Íslendinga lögðu leið sína til Þingvalla um helgina og mátti sjá talsverðan fjölda fólks í Al- mannagjá, við Öxarárfoss eða á gönguskíðum um Þingvallahraun. Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðs- vörður segir þetta hafa verið mjög gleðilegt en vill ítreka við fólk að virða samkomubann og tveggja metra fjarlægð. Heimsóknir er- lendra ferðamanna í þjóðgarðinn hafa hinsvegar hrunið í faraldrin- um og segir Einar það áhyggjuefni því um leið hrynji sértekjur þjóð- garðsins. Rætt við ráðuneytið Í fyrra voru þessar sértekjur um hálfur milljarður króna sem fara til rekstrar þjóðgarðsins og komu þær einkum með innheimtu gjalda fyrir bílastæði, sölu tjald- og veiðileyfa og af starfsemi í Silfru. „Hér hefur ekki sést erlendur ferðamaður í marga daga en bæði í fyrra og hittifyrra komu hingað um 1,3 milljónir gesta, erlendir ferðamenn að langstærstum hluta. Það segir sig sjálft að það er mikið högg fyrir starfsemina ef þessar tekjur hverfa í nokkra mánuði,“ segir Einar. Í kjölfar samkomubanns var gestastofunni á Hakinu lokað mánudaginn 16. mars en salerni ut- an við gestastofu eru opin og þrifin ásamt salernum við þjónustumið- stöðina. Til stóð að opna þjónustu- miðstöðina á Leirum nú í byrjun apríl, en því hefur verið frestað þar til óvissu um samkomubann er eytt. Einar segir að viðræður séu í gangi við umhverfisráðuneytið um starfsemi þjóðgarðsins og þá óvæntu stöðu sem sé uppi og hvernig hægt sé að bregðast við. Þetta eigi til dæmis við um hag- ræðingu í rekstri, einstaka minni framkvæmdir, sem fjármagna átti af sértekjum, og annað samkomu- hald, en þjóðgarðurinn á 90 ára af- mæli í ár. Um 25 manns starfa hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Tekjutapið hefur ekki áhrif á framkvæmdir sem eru fjármagn- aðar eftir öðrum leiðum t.d. á inn- viðaáætlun eða með sérstakri fjár- heimild. Framkvæmdir eru að hefjast við ný salerni á nokkrum stöðum og nýjan útsýnispall við Hrafnagjá við austurjaðar sigdæld- arinnar á Þingvöllum. Hrun í tekjum þjóðgarðsins  Gleðilegt að sjá Íslendinga á Þingvöllum  Erlendir ferðamenn hafa ekki sést í marga daga  1,3 milljónir gesta komu í fyrra og hálfur milljarður í sértekjur Morgunblaðið/Björn Jóhann Þingvellir Íslenskir ferðamenn á Hakinu um helgina en hundruð Íslendinga lögðu þá leið sín í þjóðgarðinn. Magn blautklúta í frárennsliskerfi Reykjavíkur hefur minnkað en er enn mikið og veldur vandræðum, að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsinga- fulltrúa hjá Veitum. Fyrir um viku var hreinsistöð frá- veitu við Klettagarða í Reykjavík óstarfhæf vegna mikils magns af blautklútum í fráveitukerfinu og fyr- ir bragðið fór skólp óhreinsað í sjó- inn. Ólöf segir að nokkra sólarhringa hafi tekið að hreinsa dælur og annan búnað stöðvarinnar en hún sé komin í gagnið á ný. „Ennþá berst mjög mikið magn af blautklútum inn í fráveitukerfið og það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til fólks að setja blautklúta í ruslið,“ segir Ólöf. Blautklút- ar eru enn til trafala  Fólk beðið um að henda þeim í ruslið Rusl Blautklútar eiga heima í ruslinu en ekki í salerninu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samkomu- og nálægðarbann hefur m.a. leitt til lokunar söfnunarkassa Íslandsspila. Rauði kross Íslands (RKÍ), Slysavarnafélagið Lands- björg (SL) og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) missa því af mikilvægum tekjum. Ágóðinn af rekstri kassanna rennur til eigenda í hlutfalli við eignarhluti. RKÍ á 64%, SL 26,5% og SÁÁ 9,5%. Fram hefur komið að SÁÁ á nú í vanda vegna þess að stór hluti af sjálfsaflafé samtakanna hefur horfið. „Áætlanir fyrir þetta ár standast engan veginn. Þetta er algjört tekju- fall. Það kemur sér mjög illa fyrir Rauða krossinn að missa tekjurnar af spilakössunum,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RKÍ og formaður stjórnar Íslands- spila. „Við fjármögnum innanlands- starfið að stórum hluta með þessum tekjum. Þar með talið símann 1717 og neyðarvarnir hringinn í kringum landið. Þessar tekjur hafa dregist saman undanfarin ár, en nú varð al- gjört hrun. Við erum að endurskoða fjárhagsáætlanir og skoða hvað við getum gert.“ Auk þess að missa tekjurnar af spilakössunum hefur ekki verið hægt að hafa verslanir Rauða krossins opnar. Kristín sagði að þau yrðu því að treysta á Mannvini Rauða kross- ins sem styðja félagið með mánaðar- legum framlögum. Algjör óvissa rík- ir um hve lengi þetta ástand varir. „Nú eru ólögleg netspilunarfyrir- tæki að herða sig í auglýsingum. Ef spilararnir hafa ekki spilakassana þá fara þeir eitthvað annað. Það fara nokkrir milljarðar úr landi á hverju ári til erlendra fyrirtækja vegna net- spilamennsku. Fjármunir sem Ís- landsspil afla fara beint til mannúð- armála, björgunarsveita og SÁÁ.“ Kristín sagði að Íslandsspil hefðu sótt um að fá að bjóða upp á spil á netinu en ekki fengið. Félagið hefði því dregist aftur úr þróuninni. Einn- ig gildi þrengri reglur um Íslandsspil en Happdrætti HÍ sem m.a. getur samtengt spilakassa og verið með Gullpott í Gullnámunni. Stór liður í fjáröflun SL Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri SL og stjórnarmaður í Íslandsspilum, sagði að tekjutap vegna söfnunarkassanna kæmi illa við SL. „Þetta er stór fjáröflun hjá félaginu,“ sagði Jón. Hann var sömu skoðunar og Kristín að það hefði staðið Íslandsspilum fyrir þrifum að fá ekki að bjóða upp á netspilun. Eins væri mjög skökk samkeppnisstaða við Gullnámu HHÍ. Jón sagði ástandið undirstrika að breyta þyrfti umhverfinu í fjáröflun samtaka sem starfa í almannaþágu, líkt og þeirra sem treystu á tekjur frá Íslandsspil- um. Hann sagði að tekjur SL frá Ís- landsspilum hefðu verið tæpar 177 milljónir í fyrra og höfðu þá lækkað talsvert frá 2018 þegar um 210 millj- ónir komu í þeirra hlut. Samkvæmt því greiddu Íslandsspil eigendum um 668 milljónir 2019. RKÍ hefur þá fengið um 427 milljónir og SÁÁ um 64 milljónir. Engar tekjur vegna lokunar  Félög í almannaþágu lenda illa í því Morgunblaðið/Kristinn Lokun Rauði krossinn, Slysavarna- félagið Landsbjörg og SÁÁ tapa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.