Morgunblaðið - 31.03.2020, Page 24

Morgunblaðið - 31.03.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 70 ára Guðni er Reyk- víkingur, ólst upp í Sundunum og Heim- unum og býr á Laug- arásvegi. Hann er við- skiptafræðingur að mennt frá Háskóla Ís- lands og er fram- kvæmdastjóri húsgagnasviðs Pennans. Börn: Jarþrúður, f. 1971, Jón, f. 1976, og Hekla Brá, f. 2000. Barnabörnin eru Hugrún Líf, f. 2000, og tvíburarnir Anton Guðni og Kjartan Pétur, f. 2006, börn Jarþrúðar. Foreldrar: Jón Guðnason, f. 1920, d. 2010, múrarameistari og mælinga- fulltrúi, og Stefanía Sigurjónsdóttir, f. 1918, d. 2010, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Guðni Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu vaða, þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þið sambýlingar ættuð að setjast niður og gera fjárhagsáætlun sem þið far- ið svo eftir. Það er allt í jafnvægi í lífi þínu núna, þakkaðu fyrir það. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gera peningar og starfsframi þig hamingjusama/n eða ertu að leita að einhverju öðru? Leggstu í naflaskoðun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Að hjálpa einhverjum úr klípu læt- ur þér líða mjög vel. Vinir munu skilja þig og styðja ef þú talar við þá. Ekki forðast að mæta vissri persónu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur eyðilagt góða vináttu ef menn reyna að þröngva sínu fram án nokkurs tillits til annarra. Fólk virðist ein- staklega samvinnuþýtt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú á dögum eru svo margir visku- brunnar að leita í að menn standa oft ráð- þrota. Treystu þínu innsæi. Fylgist vel með heilsunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að eyða eins miklum tíma til útivistar og þú mögulega getur. Taktu enga ákvörðun fyrr en þú hefur skoðað allar hliðar málsins gaumgæfilega. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki nóg að geta sett mál sitt fram með skemmtilegum hætti, þú þarft að hafa staðreyndir á hreinu. Búðu þig undir smá átök við nágranna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Maður hræðist bara það sem maður þekkir ekki og hefur ekki prófað. Þú ættir að láta slag standa. Þér finnst vont að hafa ekki alltaf rétt fyrir þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin skömm að því að leita sér aðstoðar þegar byrðarnar verða manni ofviða. Þú átt góða vini að. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til þess að virða fyrir þér gang hlutanna áður en þú ræðst til atlögu við þá. Leyfðu þér að setja markið hærra en þú hefur gert und- anfarið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Peningarnir virðast fljúga út af reikningnum, en það er ekki hægt að verðleggja reynslu. Létt lund þín smitar út frá sér. Verið samtaka í uppeldinu. iss konar fróðleikur, og ferðir Gísla- vinafélagsins. Hann er Gíslinn í Gíslavinafélaginu en í félaginu er áhugafólk um ferðalög innanlands sumar og vetur. „Félagið byrjaði þannig að þegar ég var að fara í ferðir þá fannst mér vera skylt að segja frá því að ég ætlaði að fara í þessar ferðir G ísli Ólafur Pétursson fæddist 31. mars 1940 í Reykjavík. Hann ólst upp á Eyrarbakka til fjögurra ára aldurs en síðan í Reykjavík. Hann var í sveit á Stórumörk undir Eyjafjöllum, Ljót- unnarstöðum við Hrútafjörð og frá 10 ára aldri í Árkvörn í Fljótshlíð og var þar í sex sumur. Gísli gekk í Austurbæjarskóla og tók landspróf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959, lauk Cand.mag.-prófi í uppeldis- og kennslufræði, sálarfræði og stærð- fræði við Háskólann í Ósló 1978, var í framhaldsnámi í tölvunarfræðum við Háskólann í Ósló 1988-89 og hefur sótt fjölda kennaranámskeiða. Gísli kenndi við Barna- og ung- lingaskólann í Grindavík 1960-62, við Víghólaskóla í Kópavogi 1963-69, heimavistarskólann í Hlaðgerðarkoti 1971-72, menntadeild Víghólaskóla 1972-73, við Menntaskólann í Kópa- vogi 1973-2000 og var aðstoðarskóla- meistari þar 1982-87, og kenndi við Tækniskólann 2000-2002. Gísli hefur skrifað og gefið út kennslubækur í forritun og í notkun forrita og nokkrar fleiri. Þar má nefna Nýju stóru söngbókina og ljóðabókina Í erli dægranna eftir Pétur Sumar- liðason og bækur með smásögum, ljóðum og lögum eftir Högna Egils- son fyrrverandi skólastjóra. Gísli var Þórsmerkurvörður fyrir Ferðafélag Íslands og Skógrækt rík- isins sumrin 1966-73 nema sumarið 1967 þegar hann vann við vatnamæl- ingar í Jökulheimum þar sem Tungnaá kemur undan Vatnajökli. Hann sat í skólanefnd Kópavogs 1974-76, fræðsluráði Reykjanesum- dæmis 1974-76, í stjórn Félags raun- greinakennara 1979-30, í ritstjórn Kennarablaðsins, málgagns Hins ís- lenska kennarafélags 1979-84, í hags- muna- og samninganefnd HÍK 1980- 88 og formaður hennar 1982-88, í stjórn BHMR 1981-85, í stjórn HÍK 1985-89, í stjórn BK 1985-88, formað- ur stjórnar Orlofssjóðs BHMR 1984- 90 og var formaður Félags kennara á eftirlaunum 2004-2005. Gísli vann meistaraflokk á Skákþingi Íslands 1961 og tefldi í landsliðsflokki á Ís- landsmeistaramótinu 1962. Helstu áhugamál Gísla eru vef- urinn GOPfrettir.net, þar sem er ým- og þannig varð hópurinn til. Fastar ferðir hafa verið Þórsmerkurferð á þrettándanum og sumarferðir, síð- sumarferðir og haustferðir, gjarnan um hálendið en líka um Vestfirði, Austfirði og Norðurland. Ég hef einn- ig næstum öll sumur frá 2003 verið í leit að hinu heilaga grali í Kerlingar- fjöllum með ítalska verkfræðingnum og dulmálssérfræðingnum Giancarlo Gianazza, en við fórum ekki síðasta sumar. Ég hef nú aðallega verið öku- maður í þeim ferðum.“ Fjölskylda Eiginkona Gísla er Ragna Freyja Karlsdóttir, f. 6.6. 1940, sérkennari og fyrrverandi skólastjóri Dalbrautar- skóla. Heiðursfélagi Sérkennara- félagsins og sérstaklega heiðruð af ADHD-samtökunum. Þau gengu í hjónaband 31.3. 1959 og eru búsett í Kópavogi. Foreldrar Rögnu voru hjónin Karl Sæmundarson, f. 15.7. 1919, d. 20.2. 1996, húsgagnasmiður á Siglufirði og í Kópavogi, og Katrín Gamalíelsdóttir, f. 23.8. 1919, d. 11.4. 1980, húsfreyja. Börn Gísla og Rögnu eru 1) Ólafur Gísli Ólafur Pétursson kennari – 80 ára Gíslinn í Gíslavinafélaginu Brúðhjónin Ragna og Gísli 1959. Afmælisbarnið Gísli Ólafur. Gíslavinafélagið Hópurinn á ferðalagi í Þórsmörk árið 2011. 50 ára Ragnar ólst upp á Akureyri og býr þar. Hann er með dokt- orsgráðu í eðlisfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, og er framkvæmdastjóri Varmalausna ehf. Maki: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, f. 1970, forstöðumaður RHA, Rann- sóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Börn: Ásmundur Smári, f. 1999, Þór- steinn Atli, f. 2004, Elín Rósa, f. 2006, og Magni Rafn, f. 2010. Foreldrar: Ásmundur Jónsson, f. 1940, fv. enskukennari við Menntaskólann á Ak- ureyri og Ragnheiður Kjærnested, f. 1947, fv. forstöðumaður fagbókasafns Sjúkra- hússins á Akureyri, búsett á Akureyri. Ragnar Kjærnested Ásmundsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Við erum sérfræðingar í malbikun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.