Morgunblaðið - 31.03.2020, Side 26

Morgunblaðið - 31.03.2020, Side 26
FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Með þeirri tilkynningu IOC, Al- þjóðaólympíunefndarinnar, og fram- kvæmdanefndar ÓL 2020 í Tókýó í gær um að Ólympíuleikarnir fari fram 23. júlí til 8. ágúst 2021 og Ól- ympíumót fatlaðra, Paralympics, í kjölfarið, er ákveðin keðjuverkun komin í gang. Með frestuninni er kominn fastur punktur á dagskrá íþróttamóta á heimsvísu fyrir árið 2021 sem aðrir þurfa að laga sig að. Heimsmeistaramótið í frjáls- íþróttum átti að fara fram í Eugene í Bandaríkjunum í ágústmánuði 2021. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið til- kynnti strax og ÓL-dagsetningarnar lágu fyrir í gær að ákvörðun IOC nyti fulls stuðnings og nú væri vinn- an komin í gang við að finna dag- setningar fyrir HM í frjálsum á árinu 2022. Lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta hafði þegar verið frestað um eitt ár en hún á að fara fram sumarið 2021 og standa yfir frá 11. júní til 11. júlí. Mánuði síðar átti lokakeppni EM kvenna að hefjast og standa til 1. ágúst. Hugmyndir voru uppi um að hnika aðeins til dagsetningum þannig að um yrði að ræða eitt stórt EM-sumar fyrir bæði karla og kon- ur. Nú er ljóst að af því getur ekki orðið. EM karla rekst ekki svo mjög á Ólympíuleika því þar leika lið U23 ára í karlaflokki í fótboltanum. Ann- að gildir um konurnar þar sem á Ól- ympíuleikum eru A-landslið kvenna og þar með er væntanlega óumflýj- anlegt að færa EM kvenna til sum- arsins 2022. Frakklandshjólreiðarnar 2021, Tour de France, áttu að hefjast í Kaupmannahöfn 25. júní en þaðan yrði hjólað áleiðis til Frakklands og þrjár fyrstu leiðirnar innan Dan- merkur. Keppninni átti að ljúka 18. júlí en þar sem hjólreiðar eru ein af ólympíugreinunum er ljóst að færa þarf hana til. Endanlega klárt hjá Ásdísi Tilkynning IOC þýðir jafnframt að nú er endanlega á hreinu að það íþróttafólk sem stendur við fyrri ákvörðun um að hætta keppni að loknu tímabilinu 2020 er ekki á leið á Ólympíuleikana. Í þeim hópi er spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem hefur keppt á þrennum Ólymp- íuleikum en skýrði frá því á dög- unum að hún væri ekki á leið á leik- ana, svo framarlega sem þeim yrði frestað til 2021. Hefur keðjuverkandi áhrif AFP 479 Ólympíuklukkan í miðborg Tókýó hóf nýja niðurtalningu í gær þegar dagsetningar Ólympíuleikanna sumarið 2021 lágu endanlega fyrir.  Nýjar dagsetningar Ólympíuleikanna kalla á ýmsar breytingar hjá öðrum 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 31. mars 1962 Morgunblaðið segir frá mikl- um áformum hjá Körfuknatt- leikssambandi Íslands: „… og má nánast kalla fyrirhugaða starfsemi byltingu í starfi þessa yngsta sérsambands innan vébanda ísl. íþrótta“. KKÍ hefur m.a. samið við bandarískan þjálfara, John Wood, um að starfa fyrir sam- bandið í þrjá mánuði og ætlar um haustið með landslið karla á norrænt meistaramót, Polar- Cup, í fyrsta skipti. Þetta á m.a. að fjármagna með bingói í Háskólabíói þar sem Fiat- bifreið er í verðlaun. 31. mars 1967 Morgunblaðið ræðir við nokkra þekkta aðila um mögu- leika á atvinnu- mennsku í ís- lenskum íþrótt- um. Einn þeirra er Jóhannes Sæmundsson íþróttakennari sem er hlynntur henni og segir: „Ríki og bæj- arfélög verða að hlaupa undir bagga og auka til muna fram- lag sitt til íþróttahreyfing- arinnar, til þess að íslenzkir íþróttamenn geti verði sjálfum sér og landi sínu til sóma hvar sem þeir keppa.“ 31. mars 1972 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigrar Noreg, 102:100, í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þórir Magnússon á stórleik og skorar 27 stig fyrir Ísland en þetta reyndist síðan eini sig- urleikur liðsins í mótinu. 31. mars 1978 Fjallað er í Morgunblaðinu um einstakan árangur Íþrótta- félags Stúdenta sem verður bikarmeistari í körfubolta, bæði í karla- og kvennaflokki með sigrum á Val og KR í úr- slitaleikjum kvöldið áður. Hjá karlaliði ÍS var eini stóri tit- ilinn í sögu félagsins. 31. mars 1984 Morgunblaðið birtir mynd af forsíðu íþróttablaðs Los Ang- eles Times sem skartar stórri mynd af Einari Vilhjálmssyni spjótkastara. Einar hafði þá sigrað heims- methafann Tom Petranoff á fyrsta utan- hússmóti tímabilsins og kastað 85,78 metra. 31. mars 1999 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu nær óvæntu jafn- tefli, 1:1, gegn Úkra- ínumönnum í Kiev, í und- ankeppni Evrópumótsins. Lárus Orri Sigurðsson jafnar metin um miðjan síðari hálf- leik. Ísland er þar með tap- laust í fyrstu fimm leikjum sín- um og er tveimur stigum á eftir Úkraínu og Frakklandi í toppbaráttu riðilsins. 31. mars 2010 Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu sigrar Króata, 3:0, í Zagreb í undankeppni heimsmeist- aramótsins. Katrín Jóns- dóttir, Margrét Lára Viðars- dóttir og Rakel Logadóttir skora mörk Íslands sem er í slag við Frakka um að komast áfram úr riðlinum. Á ÞESSUM DEGI KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Samningurinn minn er búinn. Hann var út tímabilið og tímabilið er auð- vitað búið, þannig að ég er samn- ingslaus,“ sagði körfuknattleiksmað- urinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Morgunblaðið. Jakob gekk í raðir KR fyrir tíma- bilið eftir áratug með Borås og Sundsvall í Svíþjóð. Hann er óviss með framhaldið hjá sér og hvað tek- ur við á meðan óvissa ríkir í sam- félaginu. „Það er allt í biðstöðu hjá öllum og deildinni. Ég er aðeins að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er rosalegt högg fjárhagslega fyrir marga klúbba og þeir eru að reyna að komast í gegn- um þennan tíma áður en þeir fara að huga að næsta tímabili. Maður er í sömu stöðu sjálfur,“ sagði Jakob. Jakob, sem verður 38 ára næst- komandi laugardag, útilokar ekki að leggja skóna á hilluna á þessum tímapunkti, en hann hefur ekki tekið ákvörðun enn. „Ég er opinn fyrir því að halda áfram en hvort ég mun spila eða hvar er eitthvað sem ég hef ekki tekið ákvörðun um enn þá. Ég er alveg rólegur eins og er,“ sagði Jakob, sem lék sinn síðasta landsleik fyrir tveimur árum. Hann var að glíma við bakmeiðsli í lok síðasta árs, en segist við góða heilsu nú. „Ég ég fékk smá bólgur í bakið í kringum jólin en ég var ekki lengi frá. Ég missti af tveimur leikjum og það hefur ekki verið vesen á því síð- an þá. Mér líður rosalega vel.“ Jakob kom til KR fyrir tímabilið ásamt bróður sínum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Brynjari Þór Björnssyni. Þar hitti hann fyrir jafn- aldra sinn Jón Arnór Stefánsson og var leikmannahópur KR-inga spenn- andi. Það gekk hins vegar illa fram- an af og var KR um miðja deild stærstan hlusta tímabilsins. Mikið var um meiðsli í herbúðum félagsins, en eftir sigur í síðustu fjórum leikj- um áður en tímabilinu var aflýst, enduðu KR-ingar í fjórða sæti Dom- inos-deildarinnar. Skemmtilegt en erfitt „Þetta var skemmtilegt og á sama tíma mikil áskorun. Við KR-ingarnir lentum í ýmsu. Það var mikið um meiðsli og við náðum ekki neinum stöðuleika fannst mér. Það var rétt í lokin áður en mótinu var aflýst, en það vita allir að þetta var frekar erf- itt tímabil hjá okkur. Við áttum al- veg mjög slaka leiki inni á milli. Það var mjög pirrandi og fékk á mann. Stemningin og mórallinn innan hópsins var samt mjög góður yfir tímabilið. Það var fúlt að loksins þegar við vorum að komast í gír var mótinu aflýst en ég skil þá ákvörðun vel,“ sagði Jakob, sem viðurkenndi að hann hefði ekki ímyndað sér að mögulega sinn síðasti leikur væri deildarleikur gegn Val. „Það var ekki þannig sem maður hugsaði það þegar ég flutti heim fyr- ir tímabilið eftir langan tíma erlend- is. Ég fylgdist vel með úrslitakeppn- inni og það var mikil löngun að taka þátt í þeirri stemningu allavega einu sinni áður en maður hættir. Þetta var ekki alveg eins og ég ímyndaði mér; að enda á deildarleik á móti Val sem eiginlega enginn var að horfa á því samkomubannið var eiginlega komið,“ sagði Jakob Örn. Ekki eins og ég ímyndaði mér  Jakob samningslaus og óviss með næsta skref  Útilokar ekki að hætta Morgunblaðið/Hari Heimkoma Jakob Örn Sigurðarson sneri aftur heim fyrir tímabilið. Lionel Messi hefur staðfest að hann og aðrir leikmenn Barcelona hafi tekið á sig 70 prósenta lækkun launa á meðan leikir í spænska fót- boltanum liggi niðri af völdum kór- ónuveirunnar. Sú ákvörðun Barce- lona að lækka allt sitt íþróttafólk í launum um 70 prósent var kynnt fyrir helgina. Messi sagði á Insta- gram að málið væri frágengið og skýrði jafnframt frá því að með þessu væri tryggt að annað starfs- fólk félagsins en leikmennirnir myndi halda öllum sínum launum þótt enginn fótbolti væri spilaður. Starfsfólkið heldur laununum AFP 70% Launalækkun hjá Lionel Messi auðveldar Barcelona margt. Danir ætla að ljúka sínu keppn- istímabili í fótboltanum 2019-20, sama hvaða tafir kunna að verða á því á næstu vikum og mánuðum en formaður deildakeppninnar til- kynnti það í gær. Meistarar verði krýndir og klárt verði hvaða lið færist á milli deilda þannig að ekki verði setið uppi á næsta tímabili með afleiðingar af hléinu sem gera þurfti vegna kórónuveirunnar. Þrjár sviðsmyndir hafa verið settar upp, eftir því hvenær keppni hefst, og allar miða við að öllum leikjum í deild og bikar verði lokið. Danir ætla að ljúka tímabilinu Morgunblaðið/Eggert Danmörk Mikael Anderson leikur með toppliðinu Midtjylland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.