Morgunblaðið - 31.03.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.03.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Söfnum og sýningarsölum mynd- listar hefur verið lokað vegna samkomubannsins, með að minnsta kosti einni undantekningu. Sýning Karlottu Blöndal sem var opnuð í anddyri Hallgrímskirkju 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, er opin eins og kirkjan þótt ekki sé um neinar samkomur þar að ræða. Sýn- inguna kallar Karlotta Í anddyrinu og fjallar um mörkin milli þess efnis- lega og trúarlega og innri og ytri hreyfingar, en verkin eru bæði teikningar og hlutar úr silkiprent- uðu bókverki. Undanfarin ár hefur verið myndarlega staðið að sýningarhaldi í Hallgrímkrikju og anddyrið verið einn fjölsóttasti sýningarsalur landsins. Gestum hefur þó heldur betur fækkað. „Vissulega er sérkennilegt að vera að sýna við þessar aðstæður,“ segir Karlotta. „Það hafa mjög margir ferðamenn komið hér við og þegar ég set upp sýningar þá reyni ég að vinna út frá aðstæðunum á hverjum sýningarstað. Hér hafði ég sérstak- lega í huga það mikla streymi fólks sem komið hefur í kirkjuna. En svo eru allir farnir! Ein og einn lítur inn. Fjarvera fólksins er áþreifanleg og þótt það hljómi ef til vill furðulega, þá mér finnst meðvitundin um sam- kennd fólks um allan heim í þessum aðstæðum skila sér á vissan hátt í sýningunni, það litar upplifunina. Segja má að heimsbyggðin öll sé í einskonar anddyri núna.“ Anddyrið sem huglægt rými Gegnum aldirnar hefur myndlist gegnt mikilvægu hlutverki í kirkjum, þar sem myndverk hafa blasað við til að upplifa, íhuga og lesa í. Karlotta segir myndlist lengi hafa þjónað kirkjunni enda les fólk og skynjar myndmál, listin sé stór og mikilvægur hluti af kirkjurýminu og trúarlegum hefðum. „Og ég hafði það í huga þegar ég setti sýninguna saman,“ segir hún. Ég hef áður gert sýningar sem voru á mörkum þess andlega og jafnvel trúarlega – mér finnst vera munur þar á – og hins efnislega. Efnisheimsins sem við lif- um og hrærumst í. Þannig hafa ytri og innri heimar mæst í sýningunum. Flest þessara verka hef ég sýnt áður en eitt þeirra er nýtt. Ég valdi þau með rýmið og samhengið í huga. Þá hugsaði ég um fyrirbærið and- dyri líka sem huglægt rými, sem það hugarástand að finnast maður vera á vissum tímapunktum í einskonar anddyrum.“ Karlotta tekur sem dæmi verk á sýninguni sem hún kall- ar „Maíganga“. „Það vísar í kröfu- göngur sem gengnar eru 1. maí en mér hefur þótt slíkar göngur, þar sem fólk stígur fram í opinberu rými og krefst einhvers eða setur fram óskir, vera í einskonar anddyri þar sem knúið er á huglægar dyr og ósk- að eftir aðgengi að næsta rými.“ Umrætt verk er hluti af stærra verki sem er í eigu Nýlistasafnsins og hefur verið flutt af Nýlókórnum. „Hér eru til að mynda líka teikn- ingar sem ég sýndi áður um páska í Alþýðuhúsunu á Siglufirði og sýna fána. Ég vann að gerð þeirra verka og sýningunni á þeim fyrir norðan meðvituð um að vera að sýna í al- þýðuhúsi og á föstudaginn langa, þegar sýningin var opnuð. Fáni gef- ur í skyn sögn eða ákveðinn vilja, í tilteknu samhengi, og myndmál fána er yfirleitt abstrakt. Fyrir mér er abstraktið háð innri hreyfingum frekar en fígúratífri frásögn. Ég leik mér oft á slíkum mörkum.“ Ekki við svínin að sakast Það vekur athygli blaðamanns að ein teikninganna á sýningunni er falleg mynd af grísum. „Ég stóðst ekki mátið að hafa hana með og mig langaði að taka bæði dýraheiminn og náttúruna með inn í kirkjurýmið. Hún er gömul, frá 1994, en flest verkin, utan eitt, eru eldri verk.“ segir Karlotta. Hún seg- ir viðbúið að þegar sýning sé sett saman fyrir rými í kirkju að hugsað sé til frásagna í Biblíunni. „Það er ekki mikið talað um grísi í henni en þó talað um að henda ekki perlum fyrir svín. En ástæða þess að ég valdi þessa dýrateikningu frekar en aðrar sem ég á er að anddyri er í eðli sínu líka einskonar markaðstorg og þar rúmast nánast hvað sem er. Myndir af grís eða svíni verða hlaðn- ar merkingu í því samhengi.“ Hún bendir á að augljós vísun sé í Dýrabæ, skáldsögu Orwells, en önn- ur sé að svínin verði hér fulltrúar dýra sem menn nýta sér. „Ég valdi líka meðvitað mynd þar sem grís- irnir eru mjög sætir. Það er ekki við þau að sakast um nokkurn hlut en í menningunni og trúarbrögðum hafa svín samt verið gerð að einhverju skammarlegu og skítugu, á sama tíma og þau eru nýtt og étin.“ Karlotta talar um að framsetn- ingin verkanna í rýminu sé líka mikilvæg, hvernig verkin séu hengd upp. Þannig hafi hún til að mynda sett teikninguna af svínunum neðar- lega á vegg. „Allt slíkt hefur áhrif á upplifun og heildarmynd. Ég hugs- aði upphengið að vissu leyti út frá takti eða tónlist, en líka að gestirnir virki rýmið með því hvernig þeir horfi, ekki bara beint fram fyrir sig heldur líka upp, niður og til hliðar.“ Lestur verkanna breytist Ein teikninganna sýnir tvo steina, annan svartan en hinn bjartan. Í ávarpi við opnunina á dögunum tal- aði Karlotta sérstaklega um þá teikningu sem sýnir tvær friðaðar steintegundir sem finnast hér á landi, hrafntinnu og silfurberg. „Merking myndanna breytist eftir því hvað dagarnir leyfa en á þessum degi minnti ég á þekkta sögu í Biblí- unni, sem segir af því þegar Jesús gengur fram á konu sem liggur í hnipri og óttast um líf sitt þar sem hún er umkringd körlum með steina í hendi. Hann spyr hvað sé á seyði og fær þau svör að konan hafi hagað sér illa og það eigi að drepa hana; hún sé syndug. Jesús dregur línu í sandinn og bendir á að kasta ekki steinum nema vera viss um að vera sjálfur saklaus – að líta í eigin barm. Ég benti á að ákjósanlegt væri að í stað þess að kasta steinum að halda þeim bara í lófanum og horfa á þá, og skila þeim svo á sinn stað. Hægt er að leika sér að túlkun og merkingu myndanna eftir því hverjar aðstæð- urnar eru og eftir eigin höfði. Í dag erum við að lifa tíma heimsfarsótta og hrun markaða og enn á ný breyt- ist lestur verkanna. Hverjum og ein- um gefst færi á að koma og hugleiða verkin og samhengi sitt í anddyrinu, og í kirkjurýminu sjálfu. Kirkjan er ennþá opin, undir ströngu sóttvarn- arlegu eftirliti að sjálfsögðu,“ segir Karlotta en sýningin er opin alla daga kl. 11 til 17. Þar er snertilaust aðgengi og nóg pláss fyrir gesti. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listakonan „Hægt er að leika sér að túlkun og merkingu myndanna,“ segir Karlotta um sýninguna í kirkjunni. „Fjarvera fólksins er áþreifanleg“  Sýning Karlottu Blöndal í anddyri Hallgrímskirkju er opin alla daga  Kallar sýninguna Í and- dyrinu og segir hana fjalla um mörk hins efnislega og andlega  Hægt að túlka verk út frá Biblíunni Krzysztof Penderecki, þekktasta og áhrifamesta tónskáld Pólverja síðustu hálfa öldina, er látinn 86 ára að aldri. Auk þess að semja áhrifamikil módernísk og síðar síð- rómantísk kóra- og hljómsveita- verk sem hafa verið flutt úti um heimsbyggðina, voru verk hans vin- sæl af kvikmyndagerðarmönnum og hljóma til að mynda í víðkunnum kvikmyndum á borð við The Shin- ing, The Exorcist og Wild at Heart. Þá höfðu ýmis verk Pendereckis áhrif á rokk- og dægurtónlistar- menn á borð við Johnny Green- wood, gítarleikara Radiohead, sem hefur unnið meðvitað út frá þeim í eigin kvikmyndatónlist og starfaði jafnframt með Penderecki að flutn- ingi verka beggja. Penderecki var fjölhæft og af- kastamikið tónskáld auk þess að stjórna hljómsveitum víða um lönd. Hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í tvígang í Háskólabíói; flutningi á hinu fræga verki sínu Pólskri sálumessu á Listahátíð árið 1988 og árið 2006 Sjakonnu fyrir strengi og píanókonsertinum frá 2002. Eitt víðfrægasta verk tón- skáldsins er Harmljóð fyrir fórnar- lömbin í Híróshíma frá 1959 en hann skrifaði líka margar rómaðar sinfóníur og óperur. Morgunblaðið/Ásdís Víðkunnur Krzysztof Penderecki stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á æfingu árið 2006. Hann stjórnaði sveitinni einnig á Listahátíð árið 1988. Penderecki látinn – kunn- asta tónskáld Pólverja Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.