Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Þú getur
verslað linsur
og margt
fleira á
eyesland.is
Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu!
Linsurnar heim!
Eyesland gleraugnaverslun
www.eyesland.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Allir geta tekið þátt, samahvar þeir halda kyrru fyrirog hlýða Víði, þá geta þeirsest niður og prjónað. Upp-
skriftin er einföld og það þarf ekki að
kunna að prjóna hæla því þetta er
hælalaus strokkur, ekki ósvipaður
gömlu sjónvarpssokkunum, og þeir
passa fyrir vikið á alla. Í þessu árferði
finnst okkur tilvalið að fara af stað með
þetta verkefni á landsvísu,“ segir Anna
Dröfn Sig-
urjónsdóttir,
formaður
Krabbameins-
félagsins í
Borgarfirði,
en félagið í
samstarfi við
Kraft, stuðn-
ingsfélag fyrir
ungt fólk með
krabbamein og aðstandendur, hrindir
nú af stað verkefni sem ber heitið
Lykkja fyrir lykkju. Það gengur út á
að fá landsmenn til að prjóna til góðs,
ákveðna fyrrgreinda sokka, en í kjöl-
far verkefnisins verður slíkt sokkapar í
hverjum gjafapakka sem Kraftur gef-
ur öllum þeim sem greinast með
krabbamein á aldrinum 18-40 ára.
Gjafapakkann fær fólk afhentan þegar
það mætir í meðferð eða í fræðslu-
viðtal. Í pokanum eru auk sokka-
parsins upplýsingbæklingar, bókin
LífsKraftur – Fokk ég er með krabba-
mein, tannbursti og armband.
„Við hvetjum alla sem sokki geta
valdið til að vera með. Ég veit að marg-
ir vilja leggja sitt af mörkum til að
styrkja krabbameinsgreinda án þess
að láta pening af hendi rakna, vilja
frekar gera eitthvað sem verður til
þess að einhverjum öðrum líður betur, í
þessu tilviki hlýnar á tánum og í hjart-
anu.“
Hvert ár greinast sjötíu ungir
„Við hér í Borgarfirði ætlum að
halda utan um verkefnið í samstarfi við
Ístex og Framköllunarþjónustuna í
Borgarnesi. Sokkarnir eru prjónaðir úr
garni sem heitir Spuni og Ístex fram-
leiðir og ætlar að gefa garn í 70 sokka,
því það er sá fjöldi sem greinist á ári í
þessum aldurshópi 18-40 ára. Þetta er
mjúkt ullarband sem ekki stingur og
sokkarnir verða að sjálfsögðu í Krafts-
litunum, appelsínugulum og svörtum.
Þeir sem taka þátt í að prjóna sokka fá
pakka sem inniheldur garn sem nægir í
sokkana, uppskriftina og kynningu á
verkefninu. Fólk í okkar sveitarfélagi
getur sótt sér slíkan pakka hjá Fram-
köllunarþjónustunni en aðrir geta
fengið pakkann sendan í pósti. Þeir
sem búa í Reykjavík geta sótt sér
pakkningu hjá Krafti í Skógarhlíðinni.
Þó nokkur ungmennafélagsandi er í
þessu verkefni og það er kærkomið ein-
mitt núna á covid-tímum að stíga skref
til baka, hægja á okkur, setjast niður
og prjóna,“ segir Anna Dröfn og bætir
við að þótt nú séu viðsjárverðir tímar
þar sem allt sé sett í biðstöðu hætti fólk
ekki að greinast með krabbamein.
„Þetta eru einmitt mjög erfiðir
tímar fyrir krabbameinsveika sem eru í
áhættuhópi með bælt ónæmiskerfi. Þá
skiptir máli að láta gott af sér leiða og
nú þegar er kominn biðlisti af ömmum,
mömmum og öfum sem ætla að leggja
lið og vera með í að prjóna sokka
handa þessu unga fólki. Það er hugur í
okkur Borgfirðingum, við sjáum tæki-
færi til að virkja alla landsmenn í verk-
ið og ef það verður umframmagn af
sokkum getur Kraftur selt þá sokka í
sinni netverslun til styrktar félaginu og
því góða starfi sem þar fer fram.“
Mikið verkefni að lifa af
Anna Dröfn býr í Kvíaholti,
sveitabæ í Borgarfirði þar sem hún
ásamt fjölskyldu sinni er með ferða-
þjónustu og sauðfé. Þetta er fyrsta árið
sem Anna Dröfn er formaður í
Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar sem
fagnar 50 ára afmæli á þessu ári.
„Við höldum mörgum verkefnum
á lofti og viljum vekja athygli á félag-
inu okkar sem er rótgróið hér heima í
héraði, það þarf ekki alltaf að sækja
allt til höfuðborgarinnar. Við erum
sveitó hér í sveitinni og stolt af því, við
búum til okkar eigið band úr ullinni og
hér er handverksfólk á öðrum hverjum
bæ. Það er skemmtilegt að geta sam-
ræmt áhugamálin, ástríðuna fyrir fé-
lagsmálum og handverkinu og láta
gott af sér leiða,“ segir Anna
Dröfn sem hefur per-
sónulega reynslu
af krabbameini, en
hún greindist
árið 2016 með
brjósta-
krabbamein, þá 33 ára með
þrjú börn, það yngsta tveggja
ára.
„Ég hef náð bata og nú er
bara að taka eitt ár í einu. Ég er orð-
in virkur samfélagsþegn á ný og get
farið að prjóna aftur. Amma mín sá
um að prjóna hlýja sokka á mig þegar
ég fór í gegnum mína krabbameins-
meðferð. Ég fann sannarlega fyrir hlý-
hug þegar ég fór í gegnum mína með-
ferð og að alla langar að aðstoða á
einhvern hátt, gefa eitthvað af sér. Sá
sem greinist er fastur í sinni búbblu,
mætir til læknis og reynir að lifa af,
það er mikið verkefni. Þeir, sem lang-
ar til að styrkja, hafa jafnvel misst ein-
hvern nákominn eða horft á ættingja
eða vin fara í gegnum þetta ferli, þeir
geta gefið af sér með því einu að setj-
ast niður og prjóna þessa sokka. Eng-
inn þarf að flýta sér, þetta verkefni
stendur út árið. Við þurfum að hætta
að flýta okkur.“
Hlýjum fólki um hjarta og tær
Hún hefur sjálf gengið í
gegnum krabbameins-
meðferð og veit hversu
miklu skiptir að finna
fyrir stuðningi og hlýhug.
Anna Dröfn er fremst í
flokki við að hrinda af
stað verkefni þar sem all-
ir geta prjónað til góðs,
fyrir ungt fólk sem grein-
ist með krabbamein.
Anna Dröfn Hún er að sjálfsögðu byrjuð að prjóna sokka í Kraftslitum.
Pakkinn Þeir sem
taka þátt í verkefn-
inu fá sent garn og
uppskrift.
Fólk skráir sig til leiks á kraft-
ur.org eða á facebooksíðu Krafts,
eða með því að senda póst á
krabbameinsfelagborgar-
fjardar@gmail.com eða hringja í s:
865 3899, og fær þá nánari upp-
lýsingar um hvernig hægt er að
nálgast garn, uppskriftir og hvar
skuli skila inn tilbúnum sokkum.
Notalegt Að setjast
upp í sófa og smeygja á
sig sokkunum góðu.
Nú þegar fólk er í svo mikilli heima-
veru sem raun ber vitni er áríðandi að
finna upp á einhverju skemmtilegu
að gera. Sem betur fer hafa sprottið
upp hinar ólíkustu áskoranir þar sem
fólk er hvatt til að gera eitthvað já-
kvætt sem skemmtir líka öðrum. Eina
af mörgum slíkum áskorunum má
finna á fésbók, og heitir einfaldlega:
Syngjum veiruna í burtu. Þar er fólk
hvatt til að setja inn myndbönd af sér
að syngja, hvað sem er og hverjum er
frjálst að gera það með sínu nefi. Allt
er þetta fyrst og fremst til að hafa
gaman saman og söngatriðin þurfa
ekki að vera æfð eða fullkomin á
neinn hátt. Fjöldi fólks hefur tekið
áskoruninni og má gleðja sína sál við
að skoða, hlusta á og njóta alls þessa
fólks á öllum aldri sem syngur af ein-
lægni fyrir Frónbúa sem og heiminn
allan. Þarna eru Íslendingar í meiri-
hluta en t.d. setti ung spænsk stúlka
nýlega inn söngatriði, en hún hafði
verið sjálfboðaliði hér á landi í ein-
ungis fimm mánuði og gerir sér lítið
fyrir og syngur á íslensku. Fjöl-
breytnin er mikil og óhætt að mæla
hiklaust með að fólk hlusti. Og endi-
lega setja inn söngatriði!
Allir syngja með sínu nefi, heima, í bílnum eða hvar sem er
Nú er lag að taka þátt í að
syngja veiruna í burtu
ThinkStockPhoto
Standa upp Hvernig væri að standa upp úr sófanum og taka til við sönginn.