Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 56
56 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 8. apríl 1950 Halla Árnadóttir og Ágúst Bjartmars eru Íslandsmeist- arar í einliðaleik þegar Ís- landsmótið í badminton fer fram í Stykkishólmi. Halla verður þar með fyrsti Íslands- meistarinn í kvennaflokki. 8. apríl 1966 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik burstar Norð- menn, 74:39, í fyrsta leik á Norðurlanda- mótinu í Kaupmanna- höfn. Þorsteinn Hallgrímsson skorar 16 stig fyrir Ísland. 8. apríl 1977 Ísland sigrar Lúxemborg, 106:88, í síðasta leik sínum í C- keppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Hampstead á Englandi og hafnar í fimmta sæti með þrjá sigra og tvö töp. Jón Sigurðsson og Pétur Guð- mundsson eru báðir valdir í úrvalslið keppninnar. 8. apríl 1983 Kvennalandsliðið í handknatt- leik tapar fyrir Danmörku 17:21 í Strandgötunni í Hafn- arfirði í undankeppni fyrir B- heimsmeistarakeppnina. Guð- ríður Guðjónsdóttir er marka- hæst með 7/4 mörk og Erla Rafnsdóttir skorar 4. 8. apríl 1986 Hlauparinn Sigurður Pétur Sigmundsson nær besta tíma Íslendings til þessa í hálf- maraþoni í Haag í Hollandi. Sigurður hleypur vegalengd- ina á 1:07,09 klst. og hafnar í 25. sæti af þeim 4 þúsund sem hlutu þessa vegalengd í götu- hlaupinu. 8. apríl 1987 Essen verður þýskur meistari í handknattleik undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarsson en Alfreð Gíslason leikur jafn- framt með lið- inu. „Alfreð er einn besti varn- arleikmaðurinn í bundeslig- unni, leikmaður sem vinnur álit allra og hann hefur verið hreint frábær í vetur,“ segir Jóhann m.a. við Morgunblaðið. 8. apríl 1992 Ísland gerir jafntefli við Ísrael 2:2 í vináttulandsleik karla í knattspyrnu í Tel Aviv. Þau tíðindi urðu að bræður skora mörk Íslands, þeir Arnar og Sigurður Grétarssynir. Er þetta fyrsta mark Arnars fyrir A-landsliðið. 8. apríl 2000 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu nær óvæntu jafn- tefli, 0:0, gegn heimsmeist- urum Banda- ríkjanna í vin- áttulandsleik í Charlotte. Þessum úrslit- um nær liðið með öguðum varnarleik og frábærri markvarsla Þóru B. Helgadóttur. 8. apríl 2005 Ólöf María Jónsdóttir kemst í gegnum niðurskurð keppenda í frumraun sinni á Evr- ópumótaröðinni í golfi en mót- ið fer fram á Kanaríeyjum. Á ÞESSUM DEGI af að undirbúa liðið eitthvað en mað- ur breytir kannski aðeins um takt núna og strákarnir eru ekki komnir í neitt sumarfrí, hvort sem við spilum þessa Evrópuleiki eða ekki.“ Fjarþjálfunin gengið vel Vegna samkomubannsins sem ríkir á Íslandi hefur Snorri Steinn þurft að fjarstýra liðinu und- anfarnar vikur. Hann treystir sínum leikmönnum hins vegar til þess að æfa af krafti, jafnvel þótt það geti verið ansi krefjandi á þessum tím- um. „Þetta eru mjög sérstakir tímar og aðstæður sem við erum að eiga við en þetta hefur gengið. Menn fengu ákveðin fyrirmæli sem þeir áttu að fara eftir. Svo kemur það bara í ljós, þegar við byrjum aftur að æfa, hvar menn eru virkilega stadd- ir. Við þjálfararnir höfum reynt að fylgjast vel með þeim og fengum til að mynda æfingavesti sem heldur utan um alla tölfræði til þess að fylgjast með ákefðinni hjá þeim. Eft- ir sumarfrí kemur oftast fljótlega í ljós hverjir hafa verið duglegastir að æfa í pásunni og ég á ekki von á því að það verði neitt öðruvísi. Þeir sem hafa svo verið duglegastir að æfa fá það oftast minna í bakið þegar allt fer af stað aftur.“ Ekki sjálfgefinn viðsnúningur Valsmenn byrjuðu tímabilið alls ekki vel en liðið var með einungis 3 stig eftir fyrstu sex deildarleiki sína. Liðið hafði hins ekki tapað í 14 leikj- um í röð og unnið 13 þeirra þegar tímabilið var blásið af og var það lið sem þótti líklegast til þess að hampa Íslandsmeistaratitilinum í vor. „Það var kannski ekki beint högg að tímabilið hefði verið flautað af þó að það hafi vissulega verið svekkj- andi að þetta skyldi enda svona. Ef við horfum á stöðuna sem við vorum í, og á það flug sem við vorum á, þá hefði þetta farið af stað á allt öðrum forsendum en fyrir pásuna. Ég ætla samt að leyfa mér að vera nokkuð stoltur af þessum deildarmeist- aratitili þó að það hafi verið tveir leikir eftir af deildarkeppninni. Það hefur mikið gengið á hjá okkur í vet- ur, bæði utan sem innan vallar og við höfum lent í áföllum. Það var mikið um meiðsli í upphafi tímabils og svo missum við Ými Örn Gíslason á miðju tímabili. Það var ekki sjálf- gefið að svið myndum snúa þessu slæma gengi við í upphafi tímabils- ins en við gerðum það. Við náðum að rífa okkur upp úr öllu því sem var í gangi hjá liðinu og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Vissulega get- ur maður ákveðið að vera svekktur og allt það en ég ætla að leyfa mér að vera vara nokuð sáttur með þetta tímabil.“ Þurfa allir að gera sitt Stefnt er að því að samkomu- bannið á Íslandi verið afnumið að einhverju leyti í byrjun maí en það er alveg ljóst að þjálfarinn ungi mun þurfa dágóðan tíma til þess að koma sínu liði aftur í stand eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru frá hand- boltavellinum. „Maður hefur náttúrlega aldrei lent í svona aðstæðum áður en hvað handboltann varðar væri alveg lág- mark fyrir okkur að æfa í allavega tvær vikur fyrir þessa Evrópuleiki, ef þeir fara þá fram. Á hinn bóginn er ég ekki að fara koma liðinu í eitt- hvert þrusuform á tveimur vikum en við þurfum í raun bara að bíða og sjá hvað verður því það er erfitt að taka einhverjar stórar ákvarðanir þegar svona mikil óvissa ríkir. Sama hvað gerist þá munum við æfa í sumar og ég reikna með því að við munum æfa af fullum krafti á þeim tíma sem úr- slitakeppnin hefði verið í fullum gangi.“ Vegna kórónuveirufaraldursins þurftu leikmenn Vals að taka á sig umtalsverða launalækkun vegna slæmrar rekstarstöðu félagsins. „Auðvitað var þetta ekkert sem menn óskuðu sér endilega en það skildu allir stöðuna sem upp var komin. Það samþykktu þetta allir, þegjandi og hljóðalaust, og það kom aldrei til greina hjá neinum leik- manni liðsins að hafna þessu. Staðan er erfið, hvert sem litið er í þjóð- félaginu, og það þurfa allir að gera sitt,“ bætti Snorri Steinn við í sam- tali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert Gegnumbrot Alexander Örn Júlíusson og samherjar í Val þurfa að óbreyttu að vera tilbúnir í átök í Evrópukeppni í júní. Ýmislegt sem gekk á í vetur  Valsmenn þurfa að halda sér við vegna mögulegra Evrópuleikja  Kom aldrei til greina að mótmæla launalækkunum í þessu árferði HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þónokkur óvissa ríkir hjá hand- knattleiksþjálfaranum Snorra Steini Guðjónsyni og lærisveinum hans í karlaliði Vals í handknattleik. Liðið var krýnt deildarmeistari 2020 á mánudaginn síðasta þegar hand- knattleikssamband Íslands, HSÍ, til- kynnti að ákveðið hefði verið að af- lýsa restinni af tímabilinu í handboltanum vegna kórónuveir- unnar sem nú geisar. Valur var í efsta sæti deildarinnar með 30 stig þegar tveir leikir voru eftir af tímabilinu, tveimur stigum meira en FH sem var með 28 stig, en öll liðin í deildinni höfðu leikið tuttugu leiki þegar ákveðið var að hætta keppni. Tímabili Valsmanna er hins vegar ekki lokið því liðið er komið áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem liðið mætir Halden frá Noregi en stefnt er að því að sá leikur muni fara fram dagana 1. til 7. júní. „Ég get ekki sagt að ákvörðun HSÍ um að blása mótið af hafi komið mér á óvart, “ sagði Snorri Steinn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta lá í loftinu og það kæmi manni svo sem heldur ekkert á óvart ef Evrópukeppnin yrði blásin af líka. Hvað svo sem verður þá þarf ég allt- Fjórir Íslendingar urðu danskir meistarar í handknattleik á einu bretti í gær þegar frekari keppni á þessu keppnistímabili þar í landi var aflýst. Esbjerg er meistari í kvennaflokki með Rut Jónsdóttur innanborðs. Aalborg er meistari í karlaflokki með þá Janus Daða Smárason og Ómar Inga Magnús- son innanborðs. Þá er Arnór Atla- son aðstoðarþjálfari liðsins. Bæði liðin urðu meistarar annað árið í röð en þau voru á toppnum í efstu deildunum þegar ákvörðunin var tekin. sport@mbl.is Fjórir Íslendingar urðu meistarar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðskona Rut Jónsdóttir er meistari annað árið í röð. Kári Garðarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu í hand- knattleik, en hann gerði liðið að Ís- lands- og bikarmeisturum 2015. Varð liðið raunar Íslandsmeistari tvö ár í röð undir stjórn hans. Grótta leikur í 1. deildinni en Kári skrifaði undir þriggja ára samning við Seltirninga en hefur stýrt karlaliði Fjölni síðustu tvö keppnistímabil. Þjálfarinn þekkir vel til á Seltjarnarnesi; hefur starf- að á skrifstofu Gróttu um nokkurra ára skeið og er framkvæmdastjóri félagsins. Framkvæmda- stjórinn tekur við Morgunblaðið/Eggert Grótta Kári Garðarsson gerði þriggja ára samning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.