Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 84. tölublað 108. árgangur
PLATAN ER
SJÁLFSTÆTT
LISTAVERK
FAGNAR
FLJÚGANDI
FLÆKINGUM
TALSVERÐUR
TITRINGUR Á
ÁLMÖRKUÐUM
SJALDGÆFIR FUGLAR 28-29 VIÐSKIPTAMOGGINNVÍKINGUR Á TOPPNUM 58
Betolvex
Fæst án
lyfseðils
1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur
Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin
(B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti
og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/
fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag.
Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið
vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja-
fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp-
lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
B-12
A
c
ta
v
is
9
1
4
0
3
2
ALLT FYRIR PÁSKANA Í NÆSTU NETTÓ!
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 8. - 13. apríl
Wellington
Nautalund
5.999KR/KG
ÁÐUR: 9.998 KR/KG
Hamborgarhryggur
Kjötsel
1.199KR/KG
ÁÐUR: 1.598 KR/KG
MIKIÐ ÚRVAL AF PÁSKAEGGJUM!
-40% -25%
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
„Það hefur orðið viðsnúningur.
Fólk áttar sig á að fæðuöryggi er
ekki bara eitthvert hjal og sömu-
leiðis hefur orðið mikil vitundar-
vakning um mikilvægi hreinleika
matvælanna og þar er Ísland í
allra fremstu röð á heimsvísu,“
segir Ari Edwald, forstjóri Mjólk-
ursamsölunnar. Í samtali við Við-
skiptaMoggann segist hann lengi
hafa skynjað aukna velvild í garð
landbúnaðar.
Ari rifjar upp komu Dominics
Bartons, forstjóra alþjóðlega ráð-
gjafarfyrirtækisins McKinsey, sem
sagði á 100 ára afmælisfundi Við-
skiptaráðs árið 2017 að landbún-
aður væri atvinnugrein framtíðar-
innar.
„Ísland er vissulega harðbýlt og
dýrt, veðurfar er óblítt og fjar-
lægðir oft miklar, en á móti kemur
að við höfum marga styrkleika,
gnægð af fersku vatni, gott pláss
og næga orku.“
En hvað segir Ari um sjónarmið
fólks sem vill óheftan innflutning á
landbúnaðarvörum hingað til
lands? „Þetta er bæði efnahagslegt
og heilsufarslegt málefni. Umræð-
an hefur verið svolítið grunn um
heilsufarsþáttinn. Íslendingar
njóta þar góðs af ákvörðunum um
fyrirkomulag mála sem teknar
voru á síðustu öld.“
Minni sýklalyf og eiturefni
Ari bendir á að Íslendingar séu
til dæmis ekki með sýklalyf í mat-
vælum í sama mæli og víða annars
staðar, eða eiturefni við framleiðsl-
una.
„Það eru sex milljarðar á ári
greiddir með nautgriparækt hér
á landi. Það er há tala, en ef heil-
brigði hrakar erum við að tala
um aðrar stærðargráður hvað
kostnað varðar. Ég tel að það sé
engin fásinna fyrir ríkið að fjár-
festa í bættri lýðheilsu með
stuðningi við vistvæna fram-
leiðslu á landbúnaðarvörum og
hvatningu til landsmanna um
neyslu á hreinum íslenskum mat-
vælum.“
Fæðuöryggi ekkert hjal
Engin fásinna fyrir ríkið að fjárfesta í bættri lýðheilsu með stuðningi við vist-
væna framleiðslu á landbúnaðarvörum Landbúnaður atvinnugrein framtíðar
MFæðuöryggi »ViðskiptaMogginn
Gulur er litur sólar, sannleikans og himinsins og
grænn litur táknar vonina. Blómabændur sáðu
snemma vetrar fyrir páskablómunum sem nú
eru fullvaxin, sprungin út og komin í verslanir.
Chrysanthemum, sem á íslensku er stundum
kölluð sólbrá, er ræktuð í gróðrarstöðinni Ficus í
Hveragerði og þar var Katherine Lara Knight í
gær að finna til fallega sendingu til blóma-
unnenda. Í stöðinni hafa einnig verið ræktaðar
gular begoníur og ástareldur – falleg blóm sem
gera sig vel á heimilum landsmanna um hátíðina
sem nú fer í hönd.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Litir blómanna boða landsmönnum betri tíð
Næstu dagar munu skera úr um það
hvort toppi kórónuveirufaraldursins
hafi verið náð hérlendis, en óvenjufáir
einstaklingar höfðu greinst með ný
smit þegar tölur voru kynntar í gær,
eða 24 talsins. Þetta sagði Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir á blaða-
mannafundi í gær.
Toppur í innlögnum á gjörgæslu á
eftir að koma fram en í gær voru 13 á
gjörgæslu samkvæmt vefnum covid.is.
27 gjörgæslurými eru á Landspítala
og fimm á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Sjúklingar sem berjast nú við
Covid-19 liggja í um 40% gjörgæslu-
rýma á landsvísu.
Covid-göngudeild var opnuð á
Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) á
mánudag. Hún tekur á móti smituðum
sem dvelja utan sjúkrahúss en þurfa
eftirlit. Fjórir sýktir lágu á SAk í gær,
þar af tveir á gjörgæslu og báðir í önd-
unarvél.
Í Þýskalandi hafa vottorð verið gef-
in út fyrir þá sem hafa fengið veiruna
og myndað mótefni. Þórólfur segir að
það sé til skoðunar að veita slík vottorð
hérlendis. Mótefnamælingar muni
ekki hefjast hér fyrr en faraldurinn er
farinn að réna. Það gæti mögulega
verið um miðjan þennan mánuð.
Fáir höfðu
greinst
með kór-
ónuveiruna
MKórónuveira »2-6, 12, 16, 32-34