Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTAHáaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Covid-göngudeild var opnuð form- lega á Sjúkrahúsinu á Akureyri á mánudag, en hún mun taka á móti smituðum einstaklingum sem dvelja utan sjúkrahúss en þurfa á skoðun að halda. Fjórir lágu inni á sjúkrahúsinu í gær, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvélum. Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir að svo virðist sem kórónuveirufarald- urinn sé allt að tveimur vikum seinna á ferðinni á Norðurlandi en á suðvesturhorninu. Sá tími hafi nýst vel til undirbúnings og skapað rými til að yfirfara og aðlaga þær lausnir sem þar hafi gefist vel í bar- áttunni við faraldurinn, hvort held- ur sem er innan sjúkrahússins eða skiptingu verka milli sjúkrahússins og annarra heilbrigðisstofnana. Fyrsta kórónuveirusmitið á Norðurlandi greindist 15. mars og fyrsta innlögn smitaðs einstaklings var 26. mars. Smit á Norðurlandi eystra eru nú orðin 43 og alls hafa sjö smitaðir lagst inn á Covid-deild sjúkrahússins. Frá því að fyrsti starfsmaður sjúkrahússins fór í sóttkví 29. febrúar hafa alls 59 starfsmenn verið í sóttkví og þar af sex í einangrun. Í gær lágu fjórir smitaðir af veirunni á Sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af tveir á gjör- gæsludeild og báðir í öndunarvél. Sautján starfsmenn í sóttkví Þá voru 17 starfsmenn sjúkra- hússins í sóttkví og fimm í ein- angrun, eða alls 22 starfsmenn. Bjarni segir að vel hafi tekist að halda úti nauðsynlegri þjónustu og sjúkrahúsið sé vel í stakk búið til að taka á móti sjúklingum. Mönnunar- mál hafi enn sem komið er gengið upp m.a. með tilfærslu starfsmanna og þátttöku heilbrigðisstarfsfólks úr bakvarðasveitinni. „Ljóst er að enn frekar reynir á mönnunarmálin á komandi dögum og ánægjulegt er að finna að í þeim efnum liggur enginn á liði sínu,“ segir Bjarni enn fremur. Mikil eftirspurn í sýnatöku „Það gengur vel og það er ánægjulegt að sjá að fólk vill fyrir alla muni koma í sýnatöku. Ásóknin er mjög mikil og greinilegt að þörf var fyrir þetta á svæðinu,“ segir Ingibjörg Isaksen, framkvæmda- stjóri Læknastofu Akureyrar, sem framkvæmir sýnatöku fyrir Ís- lenska erfðagreiningu (ÍE) vegna kórónuveirunnar. Sýnatakan fer fram í húsnæði á Glerártorgi. ÍE leggur til pinna ásamt tölvubúnaði sem til þarf og Embætti landlæknis útvegar hlífðarbúnað en starfsfólk á vegum Læknastofu Akureyrar sér um sýnatökuna. Frumkvæði starfsfólks „Þessi hugmynd kom að frum- kvæði starfsfólksins okkar. Nú þegar við framkvæmum ekki að- gerðir skapaðist ráðrúm til að hjálpa til og það eru allir tilbúnir að leggja hönd á plóg. Við erum að gera þetta fyrir samfélagið hér á Akureyri og finnum fyrir því að það er þakklátt fyrir þetta framtak,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þau hafi tekið smá æfingu á föstudag í liðinni viku, en útlit sé fyrir að í lok dymbilviku hafi verið safnað um 900 sýnum. „Eftirspurnin eftir því að komast í sýnatöku var það mikil að við bætt- um næstu viku við, það tók fimmtán mínútur að fylla þá tíma sem þar eru í boði,“ segir hún. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á sýnatök- um þegar lengra líður á apríl. Ingi- björg segir að eftir næstu viku hafi verið tekin sýni úr um það bil 2.500 manns. Tveir lágu í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri  Covid-göngudeild opnuð á Akureyri  Fjórir lágu inni í gær, þar af tveir á gjörgæslu  Mikil ásókn í sýnatöku Morgunblaðið/Margrét Þóra Sýnataka Aníta Stefánsdóttir var ein þeirra sem gripu tækifærið í gær og fóru í sýnatöku sem Læknastofa Akureyrar sér um á Glerártorgi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lögreglan á Suðurlandi mun halda uppi öflugu eftirliti um páskana. Slíkt helst í hendur við tilmæli al- mannavarna um að fólki haldi sig heima þessa daga, segir Odd- ur Árnason yfir- lögregluþjónn. Með eftirliti til dæmis úti á þjóð- vegum er reynt að halda hrað- akstri í skefjum sem og sporna gegn ölvunar- akstri, en slys af þeim orsökum eru vel þekkt vanda- mál. Meðal annars mun lögreglan beina sjónum að uppsveitum Árnes- sýslu, þar sem eru þúsundir sumar- húsa hvar vinsælt er yfirleitt að dvelja um páska. „Slys myndu skapa aukið álag á heilbrigðiskerfið, sem nóg er fyrir af öðrum ástæðum. Við munum því ekkert gefa eftir í löggæslunni, þrátt fyrir að mun færri séu á ferðinni nú en áður,“ segir Oddur. Nefnir því til staðfestingar að í síðustu viku hafi Suðurlandslögreglan tekið 14 öku- menn fyrir of hraðan akstur – en al- geng vikutala sé 60-100. „Fólk tekur vel í þau tilmæli að fara sér hægt meðan kórónuveiru- faraldurinn og samkomubann standa yfir. Langflestir eru með í liðinu og slíkt hefur gert róðurinn auðveld- ari,“ segir Oddur sem býst við að lög- reglulið annars staðar á landinu standi að með svipuðu móti og nú gerist á Suðurlandi. Eftirlitið verði öflugt með það fyrir augum að álag á innviði samfélagsins aukist ekki. Lögreglan öflug um páskana  Fylgjast vel með sumarhúsasvæðum Selfoss Ekið yfir Ölfusárbrúna. Oddur Árnason Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Misjafnt er hvernig stóru trygginga- félögin þrjú, VÍS, TM og Vörður, hyggjast bregðast við útspili Sjóvár nú um helgina. Hefur síðastnefnda félagið ákveðið að lækka iðgjöld af bifreiðatryggingum einstaklinga með því að fella niður gjalddaga þeirra í maí. Í tilkynningu frá Sjóvá var ástæðan sögð vera umtalsvert minni umferð í kjölfar samkomu- banns vegna kórónuveirunnar, sem jafnframt skilaði sér í færri tjónum. Aðspurður segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, að fyrirtækið muni einblína á að aðstoða viðskiptavini sem lenda í greiðsluerfiðleikum. Þá sé umfang greiðsluvandans ekki að fullu komið fram. „Á þessum tíma- punkti leggjum við höfuðáherslu á að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar sem ástandið bitnar verst á og lenda mögulega í greiðsluerfiðleik- um. Í því felst t.a.m. að veita við- skiptavinum okkar greiðslufresti, þeim að kostnaðarlausu. Þetta úr- ræði gildir fyrir alla viðskiptavini okkar, einstaklinga og fyrirtæki. Úr- ræðið gildir einnig fyrir allar trygg- ingarnar,“ segir Helgi. Vörður hyggst bregðast við Svipað er upp á teningnum hjá TM að sögn Kjartans Vilhjálmsson- ar, framkvæmdastjóri einstaklings- ráðgjafar og markaðsmála hjá TM. „Við erum núna að aðstoða þá við- skiptavini okkar sem þurfa á aðstoð að halda. Það er forgangsmál núna. Þegar óvissunni léttir og við getum metið heildaráhrifin verður ákveðið hvernig koma á til móts við við- skiptavini.“ Ólíkt VÍS og TM ráðgerir Guð- mundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, að fyrirtækið muni bregðast við á næstu dögum. „Við erum búin að vera með vinnu í gangi um að- gerðir sem hægt er að grípa til. Við berum hag viðskiptavina okkar fyrir brjósti og munum mæta þeim með svipuðu móti. Það munu ekki líða margir dagar þar til við kunngerum hvað við hyggjumst gera,“ segir Guðmundur, sem kveðst ekki vilja fara nánar í útfærsluna að svo stöddu. Um ívilnun af einhverju tagi sé þó að ræða. Komið verður til móts við viðskiptavini  Vörður hyggst bregðast við útspili Sjóvár á næstu dögum  Tryggingafélögin leggja áherslu á að koma til móts við viðskiptavini í greiðsluvanda  Áhrif vegna kórónuveirunnar ekki komin fram Morgunblaðið/Eggert Tómlegt Sökum samkomubanns er umtalsvert minni umferð. KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.