Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sem atvinnulaus píanóleikari í augnablikinu, þá finnst mér mikil- vægt að líta á þessa furðulegu og flóknu tíma sem ögrandi áskorun,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson. Kastljósið er heldur betur á verkum hans þessa dagana og þau mikið rædd í heimi klassískrar tónlistar. Í liðinni viku kom út þriðja plata hans hjá Deutsche Grammophon, með leik hans á verkum eftir frönsku tón- skáldin Jean-Philippe Rameau (1683- 1764) og Claude Debussy (1862- 1918). Fyrir þremur árum kom fyrsta plata hans hjá útgáfunni á markað, með etýðum eftir samtíma- tónskáldið Philip Glass og vakti verð- skuldaða athygli. Einu og hálfu ári síðar kom út plata með verkum eftir Johann Sebastian Bach sem Vík- ingur raðar upp með einstökum hætti og vakti meistaraleg túlkunin aðdáun og einróma lof og staðfesti stöðu Víkings sem eins eftirsóttasta einleikara sinnar kynslóðar. En sam- hliða sívaxandi kröfum þess mark- aðar fann hann sér þann tíma sem þurfti til að velja tónlistina á nýju plötuna og hljóðrita hana í Hörpu eins og hinar. Og útkoman er hríf- andi, eins og gagnrýnendur út um löndin staðfesta hver á fætur öðrum; mikið stjörnuflóð þar og lof. Platan er sú söluhæsta á klassíska mark- aðinum í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og tónlistin meðal þeirra vinsælustu undir hatti klass- íkur hjá streymisveitum. En vegna kórónuveirunnar hefur tilvera Víkings Heiðars, rétt eins annarra, tekið stakkaskiptum. Hann nær ekki að kynna nýju plötuna núna með tónleikum víða eins og staðið hafði til. En hann hefur verið upptek- inn við að veita fjölmiðlum út um heimsbyggðina símaviðtöl og hefur líka tekið þátt í að koma fram á net- inu eins og fjöldi annarra. Á dög- unum lék hann til að mynda heima í stofu hjá sér á Alþjóðlega píanódeg- inum, í margra klukkustunda útsend- ingu Deutsche Grammophon eins og margir aðrir af virtustu píanóleik- urum samtímans. Nær milljón manna horfði á útsendinguna. „Ég hef það fínt í þessu furðu- ástandi en það lítur þó út fyrir að ég stígi ekki mikið á svið fyrr en í haust. Til að mynda varð að fresta Lista- hátíðartónleikunum sem áttu að vera í byrjun júní, útgáfutónleikum plöt- unnar hérna, en þeir hafa verið settir á 6. september,“ segir Víkingur Heiðar þegar við ræðum saman í síma. Og hann bætir við: „Það er svo- lítið óraunverulegt hvernig allt sem hafði verið skipulagt er bara farið. Eftir miklar annir mörg undanfarin ár og tónleikahald víða er óvænt áskorun að hafa allt í einu engar tekjur sem sjálfstætt starfandi lista- maður. Það var smá sjokk að átta sig á að þetta væri raunverulega að ger- ast, eitthvað sem ég hefði aldrei trú- að fyrir átta vikum.“ Hann ítrekar að hann sé alls ekki af baki dottinn og sjái spennandi áskoranir víða. „Ég var nýverið í út- sendingu í einum uppáhalds menn- ingarþættinum mínum, Front Row á BBC 4. Ég var í viðtali og spilaði í beinni frá Hörpu og þáttastjórn- endur hafa nú boðið mér að vera með vikulegt innslag sem einskonar tón- listar-fréttaritari. Fyrsta útsend- ingin verður nú á skírdag og það verður spennandi, en hlustendahóp- urinn er afar fjölmennur og skemmtilegur. Svo ætla ég að nota tækifærið og vinna innslög fyrir íslenska sjón- varpið, tíu mínútna þætti þar sem ég spila og spjalla um tónlist við Höllu Oddnýju [eiginkonu Víkings]. Þeir verða sendir út á RÚV strax á næst- unni,“ segir Víkingur. „Þetta verður svona framhald af Útúrdúr þátt- unum, en knappari í formi og með spjall við hljóðfærið og tónlistarflutn- ing í forgrunni. Þetta verða svona tónlistarmolar.“ Hvað varðar nýjar leiðir til að koma listinni á framfæri tekur Vík- ingur fram að hann hafi notið þess að taka átt í útsendingunni á Alþjóðlega píanódeginum, sem var afar heim- ilisleg; hann var á sokkaleistunum heima í stofu, lék nokkur lög og ræddi við áhorfendur. Og tæknilega var það ekki flókið. „Halla streymdi þessu bara gegnum símann minn, við vorum ekki einu sinni með sérstakan míkrafón en hljóðið kom samt merki- lega vel út; við sendum því út fyrir um 800 þúsund manns gegnum sím- ann. Það er hægt að gera svo margt í dag til að ná til fólks.“ Þær vangaveltur hafa heyrst hvort það spilli fyrir tekjumöguleikum tón- listarfólks í framtíðinni að vera að streyma þetta miklu efni ókeypis þessar vikurnar, hvort neytendur fari hreinlega að ætlast til þess að fá gæðin frítt. Víkingur telur þetta vandmeðfarið. „Að baki öllum þess- um ókeypis tónleikum núna er djúp- stæð þörf fyrir tónlist, fyrir listina. Og auðvitað vilja menningarstofn- anir og listamenn gefa til samfélags- ins sem styður listir og menningu. En fyrir einstaklingana hinsvegar, alla listamennina sem upplifa nær al- gjört tekjutap, þá er þetta á sama tíma gríðarleg áskorun og ekki aug- ljóst hvernig á að leysa það.“ Fær öðruvísi kveðjur En hvernig er að gefa út plötu á þessum furðutímum? „Það er skrýtið!“ svarar Víkingur. „Innan Deutsche Grammophon voru vangaveltur um að fresta útgáfunni. En það var þegar komin mikil eftir- spurn eftir plötunni að við ákváðum að láta vaða og það þótt ég gæti ekki fylgt henni eftir með tónleikum í að minnsta kosti hálft ár. Tónlistin finn- ur oftast leiðina til sinna. Svo kom í ljós að þetta var líklega bara besti mögulegi tíminn til að gefa út þessa plötu! Hún hefur strax feng- ið mjög góða hlustun, milljónir streyma strax á fyrstu vikunni, og það er langtum meira en fyrri plöt- urnar fengu í upphafi. Og viðbrögðin eru sterk alls staðar að úr heiminum. Ég er að fá allt öðruvísi kveðjur frá aðdáendum en áður, þær eru hlýrri og margar mjög persónulegar. Fólk sendir mér sögur og veitir innsýn í líf sitt; ég hef fengið kveðjur frá fólki sem er heima hjá sér veikt af kór- ónuveirunni og er að hlusta sér til ánægju. Það er dýrmætt að heyra að þessi plata geti spilað lítið hlutverk í lífi fólks og glatt það á krefjandi tím- um. Annars er þetta sú af mínum plöt- um sem ég hef lagt mest í – ennþá meira en í Bach-plötuna,“ segir Vík- ingur svo. „Debussy sagði að hlut- verk listamannsins væri að flýja eigin velgengni og ég fann að eftir Bach- plötuna yrði ég að fara í einhverja allt aðra átt. Ég upplifi Debussy Ra- meau sem mjög persónulega plötu en maður þarf að spila fyrir míkrófóninn eins og maður sé að tala við trún- aðarvin sinn. Og míkrófónninn er alltaf að verða betri og betri vinur minn.“ Fann fjársjóði Víkingur Heiðar hefur áður á ferli sínum leikið með samtöl milli tón- skálda ólíkra tíma, til að mynda á tónlistarhátíð sinni Reykjavík Mids- ummer Music Festival í Hörpu. Hvernig kom sú hugmynd til hans að blanda saman verkum Rameau, hins áhrifamikla óperutónskálds og tón- listarfræðings franska barokksins og hins ljóðræna Debussy, sem var eitt framsæknasta tónskáldið um og upp úr aldamótunum 1900? „Hugmyndin kom til mín á tímum sem fyrir mér voru örlítið sambæri- legir við þá núna, þegar ég hafði af- lýst nokkrum vikum af tónleikum og var að bíða eftir fæðingu sonar míns. Það er nákvæmlega ár síðan. Ég hef alltaf litið á Rameau sem eitt af mest hrífandi tónskáldum sögunnar og ákvað einn daginn að lesa í gegnum öll hljómborðsverk hans. Ég fann fjársjóði sem ég trúði varla að væru til, verk sem afar sjaldan eru flutt en hafa að geyma stórkostlegan skáld- skap. Og einhvern veginn leitaði hug- urinn aftur og aftur til Debussys, „Djúpstæð þörf fyrir tónlist“  Víkingur Heiðar teflir saman verkum eftir Debussy og Rameau á nýrri plötu  Situr á toppi á klassíska markaðarins í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum  Þessir tímar ögrandi áskorun Morgunblaðið/Einar Falur Píanóleikarinn „Ég hef varla haft tíma til að átta mig á því hvað ég er lánsamur,“ segir Víkingur Heiðar. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.