Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Skipulags- og byggingarful l t rúi Norðurþing / ketilsbraut 7-9 640 Húsavík Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 við heilbrigðisstofnanir á Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til al- mennrar kynningar tillögu að breytingu aðal- skipulags á svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík. Breytingin felst í að þjónustusvæði Þ1 stækkar úr 3,2 ha í 3,5 ha. Stækkun þjónustusvæðisins skerðir grænt svæði milli enda Skálabrekku og húsa við Auðbrekku, þ.e. austur af sjúkrahúsi. Auk þess minnka íbúðarreitir Í2 og Í3 lítillega. Skipulags- tillagan er sett fram í A4 hefti. Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitar- stjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 8. apríl 2020 til og með föstudeginum 22. maí 2020. Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að            við tillöguna til og með föstudeginum 22. maí             sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Húsavík 1. apríl 2020 Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi Auglýsing um deiliskipulag Fjósatungu í Fnjóskadal Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hluta jarðarinnar Fjósatungu í Fnjóskadal eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Skipulagssvæðið afmarkast af hluta þess svæðis sem skilgreint er fyrir frístundabyggð á jörðinni skv. aðalskipulagi. Skv. gildandi aðalskipulagi er 61,2 ha svæði skilgreint sem frístundabyggð í Fjósatungu og er svæðið staðsett í hlíðinni sunnan við bæjarstæðið í Fjósatungu. Skv. aðalskipulagi nær svæðið að gili ofan bæjarhúsanna í Fjósatungu í norðri, að bakka neðan hlíðarinnar í austri, að Grjótá í suðri og upp í um 250 m hæð í vestri. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomuvegar og önnur þau ákvæði sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi vegna uppbyggingar frístundabyggðar í Fjósatungu í Fnjóskadal. Í fyrri áfanga deiliskipulags er gert ráð fyrir 44 lóðum fyrir frístundahús. Af þessum 44 lóðum er gert ráð fyrir að 20 þeirra verði staðsettar á svæði með aflíðandi halla syðst á svæðinu en 24 lóðir í hlíðinni sunnan bæjarstæðis Fjósatungu. Tillagan að breytingu mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með miðvikudeginum 8. apríl með athugasemdarfresti til og með miðvikudagsins 20. maí 2020. Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 20. maí 2020. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is . Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir. Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi. Kjósarhreppur auglýsir skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing um skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði VÞ6, á landi Þúfu í Kjósarhreppi Gerð hefur verið svokölluð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir verslunar og þjónustusvæði VÞ6, á landi Þúfu í Kjósarhreppi. Á fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps þann 31. mars 2020 var samþykkt að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tilgangur deiliskipulagsins er að útbúa skýra stefnu og nánari útfærslur fyrir svæðið með því að skilgreina svæði fyrir byggingar og umhverfi á milli þeirra. Deiliskipulagið verður unnið á grundvelli núgildandi aðalskipulags og horft verður til annarra áætlana auk landskipulagsstefnu við gerð skipulagsins. Gert er ráð fyrir að gróðurhús og veitingastaður þjóni gestum í smáhýsum en einnig öðrum gestum sem eiga leið um svæðið og auki þannig fjölbreytni og framboð afþreyingar fyrir ferðamenn og íbúa á svæðinu. Röskun á náttúrulegum gróðri og trjárækt verði haldið í lágmarki við útfærslu og hönnun svæðisins og núverandi stígar og vegaslóðar nýttir eins og aðstæður leyfa. Einnig verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir ljósmeng- un og útlitsleg áhrif bygginga og umferðarleiða. Fyrirhuguð afmörkun verslunar- og þjónustusvæða er utan þess svæðis sem nú er ræktað land á Þúfu. Vegna Covid-19 faraldursins verður skipulagslýsingin ekki til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði, en frá 8. apríl 2002 verður hún birt á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is. Athugasemdir eða ábendingar vegna skipulagslýsingarinnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. apríl 2020. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvu- pósti á netfangið skipulag@kjos.is Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipu- lagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. Kjósarhreppur 07.04 2020 Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar 8.000 tonna laxeldi og/eða silungseldi í Ísafjarðardjúpi Arctic Sea Farm hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frum- matsskýrslu um 8.000 tonn laxeldi og/eða silungseldi í Ísafjarðardjúpi. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 8.apríl—25.maí á eftirtöldum stöðum: Á Safnahúsinu á Ísafirði, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er að- gengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. maí 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Stækkun eldisstöðvar Ísþórs í Þorlákshöfn, Sveitarfélaginu Ölfusi Eldisstöðin Ísþór ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um stækkun eldisstöðvar Ísþórs í Þorlákshöfn. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 8.apríl—25.maí á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofunni í Ölfusi, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er að- gengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. maí 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Seltjarnarnes Það eru áfram sömu skilaboð. Allt félags og tómstundastarf liggur niðri. Hvetjum alla til hreyfa sig eftir getu, passa upp á næringu og vökva. Þeir sem eiga hreyfispjöldin góðu ættu að finna þar æfingar við hæfi. Öllum er velkomið að samband við okkur í gegnum fb. síðuna eldri borgarar á seltjarnarnesi með spurningar eða ábendingar. Einnig er velkomið að hringja i síma 8939800. Óskum ykkur öllum góðrar heilsu og gleðilegrar páskahátíðar. Félagsstarf eldri borgara Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar             Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.