Morgunblaðið - 08.04.2020, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Skipulags- og
byggingarful l t rúi
Norðurþing / ketilsbraut 7-9 640 Húsavík
Tillaga að breytingu aðalskipulags
Norðurþings 2010-2030 við
heilbrigðisstofnanir á Húsavík
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til al-
mennrar kynningar tillögu að breytingu aðal-
skipulags á svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík.
Breytingin felst í að þjónustusvæði Þ1 stækkar úr
3,2 ha í 3,5 ha. Stækkun þjónustusvæðisins skerðir
grænt svæði milli enda Skálabrekku og húsa við
Auðbrekku, þ.e. austur af sjúkrahúsi. Auk þess
minnka íbúðarreitir Í2 og Í3 lítillega. Skipulags-
tillagan er sett fram í A4 hefti.
Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitar-
stjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á
Húsavík frá 8. apríl 2020 til og með föstudeginum
22. maí 2020. Ennfremur verður hægt að skoða
skipulagstillöguna á heimasíðu Norðurþings
(nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að
við tillöguna til og með föstudeginum 22. maí
sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut
7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir
við tillöguna teljast henni samþykkir.
Húsavík 1. apríl 2020
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Auglýsing um deiliskipulag Fjósatungu í Fnjóskadal
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hluta jarðarinnar
Fjósatungu í Fnjóskadal eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Skipulagssvæðið afmarkast af hluta þess svæðis sem skilgreint er fyrir frístundabyggð á jörðinni skv. aðalskipulagi.
Skv. gildandi aðalskipulagi er 61,2 ha svæði skilgreint sem frístundabyggð í Fjósatungu og er svæðið staðsett
í hlíðinni sunnan við bæjarstæðið í Fjósatungu. Skv. aðalskipulagi nær svæðið að gili ofan bæjarhúsanna í
Fjósatungu í norðri, að bakka neðan hlíðarinnar í austri, að Grjótá í suðri og upp í um 250 m hæð í vestri.
Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag
aðkomuvegar og önnur þau ákvæði sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi vegna uppbyggingar
frístundabyggðar í Fjósatungu í Fnjóskadal.
Í fyrri áfanga deiliskipulags er gert ráð fyrir 44 lóðum fyrir frístundahús. Af þessum 44 lóðum er gert ráð fyrir að
20 þeirra verði staðsettar á svæði með aflíðandi halla syðst á svæðinu en 24 lóðir í hlíðinni sunnan bæjarstæðis
Fjósatungu.
Tillagan að breytingu mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með
miðvikudeginum 8. apríl með athugasemdarfresti til og með miðvikudagsins 20. maí 2020.
Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar:
https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að
skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 20. maí 2020. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu
Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is . Þeir sem ekki
gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir.
Guðjón Vésteinsson,
skipulagsfulltrúi.
Kjósarhreppur auglýsir skv. 3. mgr. 40.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsing um skipulagslýsingu vegna breytingar á
deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði VÞ6, á
landi Þúfu í Kjósarhreppi
Gerð hefur verið svokölluð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar
breytingar á deiliskipulagi fyrir verslunar og þjónustusvæði VÞ6,
á landi Þúfu í Kjósarhreppi. Á fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps
þann 31. mars 2020 var samþykkt að kynna skipulagslýsinguna
í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tilgangur deiliskipulagsins er að útbúa skýra stefnu og
nánari útfærslur fyrir svæðið með því að skilgreina svæði fyrir
byggingar og umhverfi á milli þeirra. Deiliskipulagið verður
unnið á grundvelli núgildandi aðalskipulags og horft verður til
annarra áætlana auk landskipulagsstefnu við gerð skipulagsins.
Gert er ráð fyrir að gróðurhús og veitingastaður þjóni gestum í
smáhýsum en einnig öðrum gestum sem eiga leið um svæðið og
auki þannig fjölbreytni og framboð afþreyingar fyrir ferðamenn
og íbúa á svæðinu. Röskun á náttúrulegum gróðri og trjárækt
verði haldið í lágmarki við útfærslu og hönnun svæðisins og
núverandi stígar og vegaslóðar nýttir eins og aðstæður leyfa.
Einnig verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir ljósmeng-
un og útlitsleg áhrif bygginga og umferðarleiða. Fyrirhuguð
afmörkun verslunar- og þjónustusvæða er utan þess svæðis
sem nú er ræktað land á Þúfu.
Vegna Covid-19 faraldursins verður skipulagslýsingin ekki til
sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði, en frá
8. apríl 2002 verður hún birt á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.
Athugasemdir eða ábendingar vegna skipulagslýsingarinnar
skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi
28. apríl 2020. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu
Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvu-
pósti á netfangið skipulag@kjos.is
Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipu-
lagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.
Kjósarhreppur 07.04 2020
Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
8.000 tonna laxeldi og/eða silungseldi í
Ísafjarðardjúpi
Arctic Sea Farm hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frum-
matsskýrslu um 8.000 tonn laxeldi og/eða silungseldi í Ísafjarðardjúpi.
Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 8.apríl—25.maí á eftirtöldum stöðum: Á Safnahúsinu á Ísafirði,
Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er að-
gengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 25. maí 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105
Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Stækkun eldisstöðvar Ísþórs í Þorlákshöfn,
Sveitarfélaginu Ölfusi
Eldisstöðin Ísþór ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar
frummatsskýrslu um stækkun eldisstöðvar Ísþórs í Þorlákshöfn.
Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 8.apríl—25.maí á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofunni í Ölfusi,
Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er að-
gengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 25. maí 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105
Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Seltjarnarnes Það eru áfram sömu skilaboð. Allt félags og
tómstundastarf liggur niðri. Hvetjum alla til hreyfa sig eftir getu,
passa upp á næringu og vökva. Þeir sem eiga hreyfispjöldin góðu
ættu að finna þar æfingar við hæfi. Öllum er velkomið að samband
við okkur í gegnum fb. síðuna eldri borgarar á seltjarnarnesi með
spurningar eða ábendingar. Einnig er velkomið að hringja i síma
8939800. Óskum ykkur öllum góðrar heilsu og gleðilegrar
páskahátíðar.
Félagsstarf eldri borgara
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is